Enn um orkupakka dagsins

Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður VG, svarar gagnrýni á grein hans um þriðja orkupakkann.

Auglýsing

Nýleg grein mín í Kjarn­anum um 3. orku­pakk­ann er til­efni svar­greina tveggja manna, Eyj­ólfs Ármanns­sonar lög­fræð­ings og Har­alds Ólafs­sonar veð­ur­fræð­ings. Hér á eftir fara nokkur andsvör mín sem vinstri­s­inna, en þó hvergi tæm­andi.

Vald­heim­ild­ir ACER

Auð­velt er að auka hressi­lega við vald­heim­ildir ACER með ísmeygi­legu orða­lagi um alþjóð­lega valda­stofnun í orku­mál­um, yfir­þjóð­legan land­regl­ara og spá­mann­legum orðum um að ACER muni þró­ast í Orku­stofnun Evr­ópu og þvinga fram sæstreng til Íslands. Hún hefði laga­heim­ildir svo sem til að gefa út rann­sókn­ar­leyfi vegna virkj­ana, yfir­fara inn­lendar kerf­is­á­ætl­anir raf­orku­flutn­ings með end­an­legum úrskurði um magnsölu til ann­arra landa og fleira skylt. Öllu sann­ara væri að upp­lýsa hvað vald­svið ACER inni­felur í raun. ACER hefur eft­ir­lit með raf­orku­sölu milli landa og með virkri sam­keppni og gegn­sæjum neyt­enda­mark­aði inn­an­lands í ESB-löndum og þeirra á milli. Í öllum til­vikum er um sölu- og neyt­enda­markað að ræða með hefð­bundnum við­skipti með tví­hliða samn­ing­um, útboðum eða upp­boðum skv. gild­andi lögum hvers lands. ACER safnar líka gögnum og þekk­ingu.

Komi til óleystra deilna milli við­skipta­að­ila, svo sem fyr­ir­tækja eða fyr­ir­tækja og rík­is, eða jafn­vel tveggja ríkja (munum að algengt er að ríki eigi orku­fyr­ir­tæki og í sumum til­vikum líka flutn­ings­kerf­i), skiptir ACER sér af því, reynir mála­miðlun en fellir úrskurði, ger­ist þess þörf. Það er vissu­lega yfir­þjóð­leg nið­ur­staða, rétt eins og er með fjöl­margar deilur sem vísað er til alþjóð­legra stofn­ana í ljósi alþjóð­legra reglna eða samn­inga. Nefna mætti deilur um sam­keppn­is­regl­ur, fjár­mála­eft­ir­lit, mann­rétt­inda­mál og reglur um eit­ur­efni eða mat­væli. Við afsölum mats­kenndum hluta rík­is­valds í hvert sinn sem við tökum upp eða full­gildum ýmis konar inn­leið­ingar og samn­inga í krafti full­veld­is. Afsölum okkur ekki, í sömu andrá, hluta full­veldis nema um sé að ræða veru­legt afsal rík­is­valds. Og um það er deilt í til­viki 3. orku­pakk­ans, þó með meiri­hluta sér­fræð­inga að baki því mati að afsal rík­is­valds í því til­viki telj­ist ásætt­an­legt og ekki brot á stjórn­ar­skrá. Sér­stakur fyr­ir­vari, sem við­ur­kenndur er t.d. af sam­eig­in­legu EES-­nefnd­inni, eykur á öryggið að þessu sinni.

Auglýsing

Í til­viki EES-­ríkja, hafi 3. orku­pakk­inn gildi þar, fer ESA með þetta vald, byggt á drögum ACER. Öllu skiptir að um er að ræða mál er varða við­skipti byggð á þeim orku­flutn­ingi sem í gildi er en ekki deilu­mál um að einn aðili neitar að selja meiri orku en er á lausu eða neitar að bæta við flutn­ings­kerfi sitt yfir landa­mæri – nema í því til­viki að hann bein­línis upp­fylli ekki eða brjóti frá­geng­inn samn­ing. Um þving­un­ar­að­gerðir ACER gagn­vart þeim er stunda orku­fram­leiðslu í sam­ræmi við lög og reglur full­valda ríkja eða selja raf­orku úr landi hef ég ekki fundið dæmi. Orð um að ESB berji nokkuð á Frökkum um skipan orku­mála stafar af van­efndum þeirra á orku­á­ætl­unum sem lagðar voru fyrir ESB og banda­lagið tók góðar og gild­ar. Kýpur fram­leiðir orku með jarð­efna­elds­neyti, sól­ar- og vind­orku. Eyjan mun tengj­ast Grikk­landi, Krít og Ísr­ael með sæstreng. Í gögnum þar um get ég ekki fundið vald­boð, heldur sam­eig­inleg mark­mið Kýpur og ESB um vax­andi hluta end­ur­nýj­an­legrar orku í land­inu, orð um samn­inga og sjálf­stæðar ákvarð­anir Kýp­verja, eftir því sem best verður séð.

Sam­eig­in­legur orku­mark­aður

Auð­velt er að láta líta svo út að til muni verða orku­banda­lag Evr­ópu, einkum ef ekki er til­tekið hvað í því felst. Sér í lagi ef spunnin er tor­tryggni í kringum innri orku­markað álf­unn­ar. Sjá menn fyrir sér orku­sviðs­mynd þar sem full­valda ríkjum (stjórn­völdum og/eða fyr­ir­tækj­um) er fyr­ir­skipað að fram­leiða til­tekið orku­magn með til­teknum aðferðum og enn fremur sam­eig­in­lega innri verð­myndun (sum staðar með nið­ur­greiddu verð­i?) og loks fyr­ir­skip­anir um að selja ákveðið magn raf­orku úr landi skv. 5 eða 10 ára áætl­un? Allt bixið byggt á því að stjórn­völd lúti mið­stýr­ingu Evr­ópu­þings­ins og ráða­manna ESB í Brus­sel? Hver veit hvað verður eftir umbylt­ing­ar, stríð eða hrun vegna lofts­lags­breyt­inga en sviðs­myndin er ein­ber til­bún­ing­ur. Grunn­netin viljum við hafa í opin­berri eigu og það eru þau.

Eins og innri orku­mark­aður ESB snýr fyrir mér, er hann þvert á móti grund­aður á tvenns konar mark­mið­um: Sam­vinnu um þá mögu­legu raf­orku­sölu sem ríki geta/vilja stunda yfir landa­mæri, á for­sendum kap­ít­al­ísks mark­að­ar, og auk­inni hlut­deild end­ur­nýj­an­legra orku­gjafa í heildar orku­fram­leiðslu álf­unn­ar, líka á for­sendum samn­inga og kap­ít­al­ísks mark­að­ar. Ekk­ert í 3. orku­pakk­anum ber vott um það sem teiknað var upp hér að ofan, um mið­stýrt orku­banda­lag. Vel má vera að ESB semji í fram­tíð við ríki um sjálf­stæða áætlun hvers þeirra um orku­skipti í fram­leiðslu- og dreif­ing­ar­geir­anum og um eft­ir­lit með að sá samn­ingur sé hald­inn. Það væri vænt­an­lega í þágu and­ófs­ins gegn hlýnun jarðar og ekki sjálf­krafa af hinu illa, væru yfir­ráð ríkja yfir eigin auð­lindum á landi óskert. Verði 3. orku­pakk­inn inn­leiddur hér og í Nor­egi (og Lichten­stein), yrði Nor­egur hluti af innri mark­aðnum hvað eft­ir­lit með við­skiptum varð­ar, enda löngu þræl­tengdur um sjó yfir. Ísland verður það ekki nema sæstrengur sé sam­þykktur og lagð­ur.

Furður um frjálst flæði vöru

Ekki finn­ast dæmi um að Nor­egur sem EES-­ríki eða ESB-­ríkin hafi misst ákvörð­un­ar­vald yfir hve mikil raf­orka er fram­leidd inn­an­lands, hvar og með hvaða hætti. Ekki heldur um að ACER eða aðrir aðilar innan ESB hlut­ist til um að teng­ingum sé þröngvað upp á lönd. Ekki um að Sví­þjóð hafi lotið í gras fyrir kröfum um teng­ingu sína við Finn­land og orku­magnið um hann. Það er frá­leit rök­leysa rétt eins og að einka­að­ili eða norska Statkraft geti kraf­ist raf­línu til Sví­þjóðar af því að þar bíði kaup­andi. Frjálst flæði vöru er auð­vitað ekki alfrjálst. Ávallt verður að líta til lagaum­hverf­is­ins, eðli fram­leiðsl­unnar og í sumum til­vikum líka laga um dreif­ingu eða flutn­ing vör­unnar að landa­mær­um. Um raf­orku eru í gildi við­eig­andi lög í hverju landi, orku­stefna, fram­leiðslu­á­ætl­an­ir, jafnan opin­berar og bundnar umhverf­is­mati og opin­berum leyfum (s.s. orku­stofn­un­ar, sveit­ar­fé­laga og rík­is­stofn­ana - jafn­vel þings), kerf­isáætlanir flutn­ings, og lagn­ing­ar­leyfi lína um einka­lönd eða þjóð­lend­ur. Hvað sæstrengi varðar bæt­ast við leyfi til lagna um land­grunn og efna­hags­lög­sögu. Furður um að EES-­samn­ing­ur­inn, með sínu fjór­frelsi og ákvæði um full yfir­ráð yfir auð­lind­um, opni á alls kyns skyldur sem neyða teng­ingu raf­lína við önnur Evr­ópu­ríki upp á EES-­ríki, af því að raf­orka er vara, er þunnt lap. Opnað er fyrir frjálst flæði vöru milli landa sem búa við fjór­frelsið með samn­ingum og mark­aðs­lausn­um. Vissu­lega liðka opin­ber yfir­völd oft fyrir við­skiptum en þá án fram­kvæmda­skyldu sam­kvæmt afar­samn­ingum eða sam­kvæmt fyr­ir­skip­unum að utan.

Að lokum

Aðild Íslands að alþjóð­legum samn­ingum tryggir vart til lang­frama að ekki verði grafið undan full­veld­inu eða sjálfs­á­kvörðun okkar hvað auð­lindir varð­ar. Samn­ingar geta tekið nei­kvæðum breyt­ingum og póli­tískar svipt­ingar geta miklu breytt. Það er þá almenn­ings og kjör­inna full­trúa að sjá við slíku með sam­stöðu og fram­sæk­inni, félags­legri stefnu, jafn­vel þótt hug­mynda­fræði sam­starfs­fúsra póli­tískra afla sé ólík, þar með talin afstaða til aðildar að ESB.

 Höf­undur er þing­maður VG

Rafbílasala heldur áfram að aukast
Hreinir rafmagnsbílar, tengiltvinnbílar og hybrid bílar voru 22 prósent af heildar fólksbílasölu fyrstu sex mánuði ársins. Ríkisstjórnin hefur sett sér það markmið að árið 2030 verði 100.000 skráðir rafbílar og önnur vistvæn ökutæki hér á landi.
Kjarninn 20. júlí 2019
Össur kaupir fyrirtæki í Detroit
Markaðsvirði Össurnar hefur aukist mikið að undanförnu en félagið er skráð á markað í Kaupmannahöfn.
Kjarninn 20. júlí 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Að vera aðstandandi veiks foreldris
Kjarninn 20. júlí 2019
Bjarni Már Magnússon
Þriðji orkupakkinn og sæstrengir
Kjarninn 20. júlí 2019
Tæplega 60 jarðir á Íslandi í eigu erlendra fjárfesta
Félagið Dylan Holding S.A. er sagt í eigu auðjöfursins Ratcliffe. Félagið er móðurfélag 20 annarra félaga sem skráð eru eigendur jarða á Íslandi.
Kjarninn 20. júlí 2019
Myndin er frá mótmælunum í Hong Kong í júní.
Evrópuþingið gagnrýnir aðstæður í Hong Kong
Bæði yfirvöld í Hong Kong og Beijing hafa gagnrýnt Evrópuþingið fyrir ályktunina og segja hana vera hræsni af hálfu þingsins.
Kjarninn 19. júlí 2019
Skora á Almenna innheimtu ehf. að hætta innheimtu á ólöglegum lánum
Fyrir liggur að vextir á smálánum eru margfalt hærri en heimilt er samkvæmt lögum, en þrátt fyrir það eru lántakendur enn krafðir um endurgreiðslu á ólöglegum vöxtum af innheimtufyrirtækinu Almenn innheimta ehf..
Kjarninn 19. júlí 2019
Birna Lárusdóttir
Viljum við fara aftur á byrjunarreit?
Kjarninn 19. júlí 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar