Orkuauðlindir Íslands – verkefni íslenskra stjórnmála

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, skrifar um þriðja orkupakkann.

Auglýsing

Þriðji orku­pakk­inn kom síð­ast­liðið haust inn í umræð­una af fullum krafti. Þá tók rík­is­stjórn og Alþingi hann til athug­un­ar. 

Á haust­mán­uðum var ályktað á mið­stjórn­ar­fundi Fram­sókn­ar: „Orku­auð­lindin er ein af mik­il­væg­ustu for­sendum vel­meg­unar í land­inu. Mið­stjórn Fram­sókn­ar­flokks­ins áréttar mik­il­vægi þess að allar ákvarð­anir í orku­málum verði í höndum Íslend­inga og minnir á að stjórn­ar­skrá Íslands leyfir ekki fram­sal rík­is­valds til erlendra stofn­ana. Aðstæður Íslands í orku­málum eru gjör­ó­líkar þeim sem liggja til grund­vallar orku­lög­gjöf ESB og því er óskyn­sam­legt að inn­leiða það reglu­verk hér. Auk þess hefur Ísland enga teng­ingu við orku­markað ESB og Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn telur slíka teng­ingu ekki þjóna hags­munum lands­manna. Því skal fá und­an­þágu frá inn­leið­ingu þriðja orku­pakk­ans.“

Eft­ir­lit Orku­stofn­unar

Síðan þá hefur málið verið til stöðugrar umræðu. Utan­rík­is­ráð­herra fund­aði með fram­kvæmda­stjóra orku­mála hjá ESB og rit­uðu þau sam­eig­in­lega yfir­lýs­ingu um að orku­kerfi Íslands væri án teng­ingar og und­ir­strikað að það félli ekki undir ACER (Orku­stofnun ESB) heldur væri um tveggja stoða kerfi þar sem Orku­stofnun færi með eft­ir­lit og dóms­mál færu til EFTA-­dóm­stóls­ins, ekki ACER.

Við ráðum þessu ein­fald­lega sjálf

Í grein minni sem birt­ist á Kjarn­anum um páska lagði ég áherslu á að málið væri til með­ferðar hjá þing­inu og brýndi þing­menn til að skoða málið vand­lega og hlusta á þær áhyggjur sem almenn­ingur hefð­i. 

Auglýsing
Eftir grand­skoðun þings­ins hefur verið búið þannig um hnúta að við erum ekki að fram­selja vald yfir íslenskum orku­auð­lindum til yfir­þjóð­legra stofn­ana. Við ráðum þessu ein­fald­lega sjálf, Íslend­ing­ar.

Stöndum vörð um íslenska hags­muni

Það sem hefur verið kallað eftir af þjóð­inni er að íslenskir stjórn­mála­menn standi vörð um íslenskar orku­auð­lindir og það fyr­ir­komu­lag sem hefur ríkt hér sem felst einna helst í því að orku­fyr­ir­tækin eru að langstærstum hluta í sam­fé­lags­legri eigu. Það hefur einnig verið mjög skýrt ákall um að erlendir aðilar geti ekki gert stórinn­kaup á íslensku landi. Það er því ljóst að þær áhyggjur sem margir hafa snúa að íslenskri póli­tík. EES-­samn­ing­ur­inn og ESB koma þar hvergi nærri. Við höfum hlustað á áhyggju­raddir og því hefur verið stigið lengra í því að vernda íslenska hags­muni.

Hvernig aukum við traust­ið?

Málið snýst því, eins og ég rit­aði í grein minni um páska, um traust á stjórn­mála­mönnum og stjórn­sýslu. Og hvernig aukum við traust í íslensku sam­fé­lagi? Jú, við aukum það með því að hlusta á rök ann­arra, hlusta á almenn­ing, greina áhyggj­urn­ar, leita lausna og ræða málin til hlítar og taka ákvarð­anir sam­kvæmt bestu fáan­legum upp­lýs­ingum og með hags­muni þjóð­ar­inn­ar, allr­ar, að leið­ar­ljósi.

Ábyrgð eða ábyrgð­ar­leysi?

Fram­sókn stendur vörð um hags­muni Íslend­inga. Það höfum við áður gert í stórum málum og er þar skemmst að minn­ast bar­áttu flokks­ins gegn því að íslensku almenn­ingur tæki á sig skuldir einka­bank­anna með Ices­a­ve. Við stöndum vörð um hags­muni heild­ar­inn­ar. Ef það er ástæða til að setja EES-­samn­ing­inn í upp­nám þá munu ábyrg stjórn­völd gera það. En þá aðeins að ástæða sé til. Aldrei eiga stjórn­völd að sýna af sér svo ábyrgð­ar­lausa hegðun að fórna mik­il­væg­asta milli­ríkja­samn­ingi Íslend­inga nema að ástæðan sé svo rík að slíkt verði ekki umflú­ið.

Við gefum ekki eftir full­veldi okkar

Eng­inn getur án sam­þykkis Alþingis og þess vegna íslensku þjóð­ar­innar lagt raf­orku­sæ­streng. Við gefum ekki eftir full­veldi okk­ar. Með fyr­ir­vörum Alþing­is, sem vísa bæði í yfir­lýs­ingar utan­rík­is­ráð­herra og orku­mála­stjóra ESB ann­ars vegar og hins vegar yfir­lýs­ingar sam­eig­in­legu EES-­nefnd­ar­innar höfum við  bæði póli­tískar, þjóð­rétt­ar­legar og laga­legar yfir­lýs­ing­ar, máli okkar til stuðn­ings.

Fram­sókn stendur vörð um eign þjóð­ar­innar

Við þurfum hins vegar að nýta okkur áhuga og áhyggjur margra til að setja póli­tíska umræðu í gang um lög og reglur á Íslandi. Í því skyni mun Fram­sókn standa vörð um eign þjóð­ar­innar í Lands­virkj­un. Hún verður ekki bútuð upp og seld – ekki með okkar sam­þykki. Við munum berj­ast fyrir því að á Íslandi sitji allir við sama borð þegar kemur að kostn­aði við dreif­ingu raf­orku úr okkar sam­eig­in­legu auð­lindum sem eru í eigu þjóð­ar­inn­ar. Við viljum styrkja þennan sam­eig­in­lega grunn og eign­ar­hald t.a.m sjáum við fyrir okkur að sam­eina Lands­net og RARIK.  Allt eru þetta mál­efni sem íslensk stjórn­mál og íslenska þjóðin ræður hvernig farið verður með. Eng­inn ann­ar.

Nærum ekki ótt­ann

Það er hættu­leg braut að ætla að gera EES-­samn­ing­inn að óvini. Það er hættu­leg braut að næra umræð­una með tor­tryggni og ótta. Og ótta við hvað? Jú, við það sam­starf sem við höfum átt við nágranna­þjóðir okkar í Evr­ópu. Ég er ekki með þessu að mæla ESB bót. Það er félags­skapur sem Ísland á að standa utan við. 

Auglýsing
EES-samningurinn hefur hins vegar fært okkur Íslend­ingum mikil lífs­gæði. Við­skipta­hags­munir okkar eru aug­ljósir en samn­ing­ur­inn hefur ekki síður áhrif á unga Íslend­inga sem geta stundað nám í háskólum um alla Evr­ópu þaðan sem þeir snúa heim með þekk­ingu og reynslu sem er íslensku sam­fé­lagi nauð­syn­leg og verður mik­il­væg­ari með hverju árinu sem líð­ur.

Lífs­gæði fram­tíð­ar­kyn­slóða

Ísland er í mik­illi og harðn­andi sam­keppni um ungt fólk og krafta þess. Ég full­yrði það að án EES-­sam­starfs­ins væri erf­ið­ara að byggja upp þau lífs­gæði á Íslandi sem ráða í fram­tíð­inni því hvar ungt og metn­að­ar­fullt fólk velur sér að vinna og búa með fjöl­skyldum sín­um.

Við horfum fram á breytta tíma þar sem atvinna tekur stökk­breyt­ing­um, þar sem menntun og nýsköpun mun skipta gríð­ar­miklu máli. Við þurfum að skapa verð­mæt­ari störf sem ganga ekki á auð­lindir nátt­úr­unnar heldur nýta þær á sjálf­bæran hátt er fram­tíð Íslands. Og þá erum við að tala um fram­tíð Íslands – hvernig hún verður best tryggð fyrir kom­andi kyn­slóð­ir.

Stjórn­mál skyn­sem­innar

Það er mik­il­vægt þegar kemur að auð­lindum Íslands að tryggja full yfir­ráð þjóð­ar­innar yfir þeim. Það er mik­il­vægt að við hugsum um hags­muni heild­ar­innar – í bráð og lengd. Það er einnig mik­il­vægt að við tökum ákvarð­anir um hags­muni þjóð­ar­innar á réttum for­send­um. Að við göngum ekki inn í stjórn­mál reið­inn­ar, stjórn­mál ótt­ans, og gerum þau að okkar lög­heim­ili og varn­ar­þingi.

Við höfum hlust­að. Við höfum kallað til sér­fræð­inga. Hlustað á álit. Við höfum kom­ist að nið­ur­stöðu. Hags­munir Íslands eru tryggðir með fyr­ir­vörum og aðgerðum sem eru skrif­aðar eftir ráð­gjöf helstu sér­fræð­inga og taka til­lit til þeirra áhyggju­radda sem hafa verið uppi í sam­fé­lag­inu.

Höf­undur er for­maður Fram­sóknar og sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráð­herra.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Brim hagnaðist um 4,7 milljarða í fyrra
Forstjóri Brims segir rekstrarafkomuna hafa verið viðunandi í fyrra.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Verðmiðinn á Gamma lækkar enn
Frá því að tilkynnt var um kaup Kviku á Gamma hefur verðmiðinn lækkað og lækkað. Nú er útlit fyrir að endanlegt kaupverð verði mun lægra en upphaflega var tilkynnt um.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Fimm einstaklingar í sóttkví á Ísafirði og einn í einangrun
Fimm einstaklingar eru í sóttkví og einn í einangrun vegna mögulegrar Covid-19 sýkingar. Allir einstaklingarnir eru staðsettir á Ísafirði.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Vaxandi líkur eru því taldar á að veiran eigi eftir að greinast hér á landi en allra ráða er beitt til að hefta komu hennar.
Vaxandi líkur á að veiran greinist á Íslandi
Daglega bætast við lönd sem tilkynna um tilfelli kórónuveirunnar, COVID-19, þar á meðal nokkur grannríki Íslands. Öllum tiltækum ráðum er beitt til að hefta komu hennar hingað til lands.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Freyja Haraldsdóttir
„Fatlað fólk á ekki bara að vera á hliðarlínunni“
Freyja Haraldsdóttir segir að aðkoma fatlaðs fólks þurfi að vera alls staðar og alltaf þegar kemur að umhverfismálum. Stjórnvöld, samtök um umhverfismál og allir viðbragðsaðilar, þurfi þess vegna að ráða fatlað fólk til starfa.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Kjarasamningar þorra aðildarfélaga BSRB hafa verið lausir frá 1. apríl í fyrra.
Formaður BSRB: Ekkert þokast nær ásættanlegri niðurstöðu
„Það eru mikil vonbrigði að við höfum ekki náð að þokast nær ásættanlegri niðurstöðu. Það er stutt í að verkfallsaðgerðir hefjist og mörg stór mál sem bíða úrlausnar,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Maður með andlitsgrímu á hóteli í Austurríki þar sem kona sem smituð er af kórónuveirunni dvelur.
Dæmi um að fólk smitist aftur af veirunni
Nú, þegar nýja kórónuveiran hefur breiðst út til tæplega fimmtíu landa, er enn margt á huldu um hvernig hún hegðar sér. Um 14% þeirra sem sýktust, náðu heilsu og voru útskrifaðir af sjúkrahúsum í Kína hafa sýkst aftur.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG.
Útilokar ekki vorkosningar á næsta ári
Forsætisráðherra segist ekki útiloka þann möguleika að kosið verði til Alþingis að vori 2021 í staðinn fyrir í lok október en þá lýkur yfirstandandi kjörtímabili.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar