Brjálæðingurinn Duterte og hávaxtarsvæðið Filippseyjar

Auglýsing

Kveikjan að ítar­legri umfjöllun rit­stjórnar New York Times, um fjöldamorðin á Fil­ipps­eyj­um, voru myndir sem ljós­mynd­ar­inn Raffy Lerma, sem vinnur hjá The Phil­ippine Daily Enquirer, hefur tekið yfir langan tíma. 

Mynd­irnar sýna fórn­ar­lömb brjál­æð­is­ins sem Duterte for­seti hefur staðið fyr­ir, en hann beitir nú aftöku­sveitum til að drepa fíkla - tug­þús­undum sam­an. Aðgerð­irnar eru í gangi sam­kvæmt stefnu for­set­ans.

Fjöldamorð

Umfjöll­unin sem New York Times birti fyrst 27. mars 2017, fyrir rúm­lega tveimur árum, er áhrifa­mikil og mynd­irnar óhuggu­leg­ar. Frá­sagn­irnar sem byggt er á eru það líka, ekki síst hræðslan hjá við­mæl­end­um. 

Auglýsing

Duterte sjálfur hefur gortað sig af því að hafa drepið mann með því að henda honum úr þyrlu, þannig að það er nú ekki hægt að búast við yfir­veg­uðum mál­flutn­ingi hjá hon­um. Hann talar líka um að stefna hans - fjöldamorða­stefnan - sé að skila árangri, og hefur látið yfir­völd dreifa tölum máli sínu til stuðn­ings. 

Þetta er umræða sem minnir um margt á stór­kost­legar senur í þátt­unum The Wire eftir David Simon. Þar reyndi lög­reglan margt, til að fá stjórn­mála­stétt­ina til styðja við lög­regl­una, og öfugt. Það er þjóðar­í­þrótt í Baltimore, sviði þátt­anna, að fegra glæpa­tíðnis­töl­urnar til að stjórn­mála­menn geti stært sig af góðum árangri. 

Stríðið gegn fíkni­efnum verður ekki gert að frekara umtals­efni, að þessu sinni, en vísa má til fyrri leið­ara­skrifa í þeim efnum

Á Alþingi í dag var til umræðu full­gild­ing frí­versl­un­ar­samn­ings milli Fillipps­eyja og EFTA-­ríkj­anna, en komu þar fram áhyggju­raddir vegna stöðu mann­rétt­inda­mála. Var full­gild­ingin sam­þykt.

Rósa Björk Brynj­ólfs­dótt­ir, þing­maður Vinstri grænna, benti á að staðan væri full­kom­lega óvið­un­andi, og að bíða þyrfti með full­gild­ing­una af Íslands hálfu. Helgi Hrafn Gunn­ars­son, þing­maður Pírata, tók í sama streng. 

Full ástæða er til að taka undir þessar áhyggj­ur. 

Hins vegar er líka mik­il­vægt að átta sig á því þegar brjál­æð­ingar eins og Duterte reyna að fegra glæpa­tíðnis­töl­urnar með fjöldamorðum - sem eru þá færð til bókar yfir­valda sem eitt­hvað annað en glæpir - að erfitt er að refsa fyrir slíkt, með því að hamla við­skiptum við löndin sem sitja uppi með svona menn við valda­þræð­ina. 

Fil­ipps­eyjar er orðið að efna­hags­legu stór­veldi og hefur upp­lifað gríð­ar­legan efna­hags­legan vöxt á síð­ustu árum. 

Þar búa yfir 100 millj­ónir manna og er svæðið í mið­punkti vaxt­ar­svæð­is­ins í Asíu, tengi­punktur hávaxa­svæð­anna milli Víetnam og Indónesíu. Fyr­ir­sjá­an­legt er að efna­hags­legur upp­gangur verði við­var­andi næstu ár eða ára­tugi á þessu svæði. Ekki síst vegna þess að svæðið allt í næsta nágrenni er að fara í gegnum mikið umbreyt­inga­tíma­bil.

Hvers vegna ætli það sé?

Fólk getur síðan ímyndað sér hvers vegna það er mikið af fíkni­efnum á Fil­ipps­eyj­um, ekki síst í kringum hafn­ar­svæðin í Man­illa. Kannski ná fjöldamorðin og aðgerð­irnar hjá Duterte til 0,01 pró­sents af fíkni­efn­unum sem fara um svæð­ið, en mjög lík­lega alls ekki. Hlut­fallið er örugg­lega miklu minna. 

Aukin við­skipta­tengsl við Fil­ipps­eyjar kunna að styrkja landið til fram­tíðar og þá við­spyrnu almenn­ings gagn­vart þess­ari óhuggu­lega fram­komu við fíkla og aðstand­endur þeirra. Góð við­skipta­sam­bönd geta leitt til jákvæðra breyt­inga, ekki bara efna­hags­legra heldur ekki síður félags­legra. 

En mann­rétt­inda­bar­áttan verður ekki unnin með við­skipta­samn­ing­un­um, heldur ekki síður með þrot­lausri bar­áttu og aðhaldi gagn­vart vald­höf­um. Þannig skerp­ist á boð­skapn­um, í hinu alþjóð­lega sam­hengi. Þess vegna er gott að sjá þau Rósu og Helga Hrafn benda á klikk­un­ina sem hefur verið í gangi und­an­farin ár á Fil­ipps­eyj­um, og Raffy Lerman hefur skrá­sett og sýnt umheim­in­um.

Samvinna er möguleg - Kjarasamningar sköpuðu farveg fyrir traust
Nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands segir að nú sé tilefni til þess að bregðast við breyttri stöðu, með viðspyrnu sem er eins og teiknuð upp úr kennslubók.
Kjarninn 26. maí 2019
Karolina Fund: Breiðdalsbiti – Matvælaþróun úr afurðum svæðisins
Guðný Harðardóttir er sauðfjárbóndi í húð og hár sem vill koma afurðum sínum og öðrum afurðum úr Breiðdalnum á þann stall sem þær eiga heima á.
Kjarninn 26. maí 2019
Búin að finna kjallara undir botninum á siðferði í íslenskri pólitík
Þingflokksformaður Pírata segir að munurinn á ofteknum akstursgreiðslumálum þingmanna í Noregi og á Ísland sé að þar sem málið rannsakað og pólitísk ábyrgð tekin. Hér sé málið ekki rannsakað og pólitísk ábyrgð sé engin.
Kjarninn 26. maí 2019
Bára Huld Beck
Í frelsi felst ábyrgð – og í orðum einnig
Kjarninn 26. maí 2019
Segir að Björk hafi skorið upp herör á óupplýstan hátt gegn Magma
Rekstrarhagnaður HS Orku jókst um tæpan milljarð króna í fyrra. Ross Beaty mun líkast til yfirgefa félagið fljótlega og í síðasta ávarpi hans í ársskýrslu fer hann yfir hæðir og lægðir.
Kjarninn 26. maí 2019
Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra Danmerkur og Mette Frederiksen leiðtogi jafnaðarmanna.
Óvissa í dönskum stjórnmálum
Þingkosningar verða í Danmörku eftir tíu daga, skoðanakannanir benda til stjórnarskipta. Málefni innflytjenda og flóttafólks hafa mjög sett svip sinn á kosningabaráttuna, kosningar til Evrópuþings fá litla athygli.
Kjarninn 26. maí 2019
Vonast eftir frjálslyndri ríkisstjórn eftir næstu kosningar
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir segir að núverandi ríkisstjórn sé síðasta vígi gamla flokkakerfisins. Skýrustu víglínurnar á Alþingi í dag séu á milli frjálslyndis og íhaldssemi.
Kjarninn 25. maí 2019
Metani breytt í koltvíoxíð
Hvatinn fjallar um líkan af nokkurs konar metanbindandi loftræstingu sem vísindahópur við Stanford University hefur gert til þess að koma í veg fyrir að metan fari beint út í andrúmsloftið.
Kjarninn 25. maí 2019
Meira úr sama flokkiLeiðari