Brjálæðingurinn Duterte og hávaxtarsvæðið Filippseyjar

Auglýsing

Kveikjan að ítar­legri umfjöllun rit­stjórnar New York Times, um fjöldamorðin á Fil­ipps­eyj­um, voru myndir sem ljós­mynd­ar­inn Raffy Lerma, sem vinnur hjá The Phil­ippine Daily Enquirer, hefur tekið yfir langan tíma. 

Mynd­irnar sýna fórn­ar­lömb brjál­æð­is­ins sem Duterte for­seti hefur staðið fyr­ir, en hann beitir nú aftöku­sveitum til að drepa fíkla - tug­þús­undum sam­an. Aðgerð­irnar eru í gangi sam­kvæmt stefnu for­set­ans.

Fjöldamorð

Umfjöll­unin sem New York Times birti fyrst 27. mars 2017, fyrir rúm­lega tveimur árum, er áhrifa­mikil og mynd­irnar óhuggu­leg­ar. Frá­sagn­irnar sem byggt er á eru það líka, ekki síst hræðslan hjá við­mæl­end­um. 

Auglýsing

Duterte sjálfur hefur gortað sig af því að hafa drepið mann með því að henda honum úr þyrlu, þannig að það er nú ekki hægt að búast við yfir­veg­uðum mál­flutn­ingi hjá hon­um. Hann talar líka um að stefna hans - fjöldamorða­stefnan - sé að skila árangri, og hefur látið yfir­völd dreifa tölum máli sínu til stuðn­ings. 

Þetta er umræða sem minnir um margt á stór­kost­legar senur í þátt­unum The Wire eftir David Simon. Þar reyndi lög­reglan margt, til að fá stjórn­mála­stétt­ina til styðja við lög­regl­una, og öfugt. Það er þjóðar­í­þrótt í Baltimore, sviði þátt­anna, að fegra glæpa­tíðnis­töl­urnar til að stjórn­mála­menn geti stært sig af góðum árangri. 

Stríðið gegn fíkni­efnum verður ekki gert að frekara umtals­efni, að þessu sinni, en vísa má til fyrri leið­ara­skrifa í þeim efnum

Á Alþingi í dag var til umræðu full­gild­ing frí­versl­un­ar­samn­ings milli Fillipps­eyja og EFTA-­ríkj­anna, en komu þar fram áhyggju­raddir vegna stöðu mann­rétt­inda­mála. Var full­gild­ingin sam­þykt.

Rósa Björk Brynj­ólfs­dótt­ir, þing­maður Vinstri grænna, benti á að staðan væri full­kom­lega óvið­un­andi, og að bíða þyrfti með full­gild­ing­una af Íslands hálfu. Helgi Hrafn Gunn­ars­son, þing­maður Pírata, tók í sama streng. 

Full ástæða er til að taka undir þessar áhyggj­ur. 

Hins vegar er líka mik­il­vægt að átta sig á því þegar brjál­æð­ingar eins og Duterte reyna að fegra glæpa­tíðnis­töl­urnar með fjöldamorðum - sem eru þá færð til bókar yfir­valda sem eitt­hvað annað en glæpir - að erfitt er að refsa fyrir slíkt, með því að hamla við­skiptum við löndin sem sitja uppi með svona menn við valda­þræð­ina. 

Fil­ipps­eyjar er orðið að efna­hags­legu stór­veldi og hefur upp­lifað gríð­ar­legan efna­hags­legan vöxt á síð­ustu árum. 

Þar búa yfir 100 millj­ónir manna og er svæðið í mið­punkti vaxt­ar­svæð­is­ins í Asíu, tengi­punktur hávaxa­svæð­anna milli Víetnam og Indónesíu. Fyr­ir­sjá­an­legt er að efna­hags­legur upp­gangur verði við­var­andi næstu ár eða ára­tugi á þessu svæði. Ekki síst vegna þess að svæðið allt í næsta nágrenni er að fara í gegnum mikið umbreyt­inga­tíma­bil.

Hvers vegna ætli það sé?

Fólk getur síðan ímyndað sér hvers vegna það er mikið af fíkni­efnum á Fil­ipps­eyj­um, ekki síst í kringum hafn­ar­svæðin í Man­illa. Kannski ná fjöldamorðin og aðgerð­irnar hjá Duterte til 0,01 pró­sents af fíkni­efn­unum sem fara um svæð­ið, en mjög lík­lega alls ekki. Hlut­fallið er örugg­lega miklu minna. 

Aukin við­skipta­tengsl við Fil­ipps­eyjar kunna að styrkja landið til fram­tíðar og þá við­spyrnu almenn­ings gagn­vart þess­ari óhuggu­lega fram­komu við fíkla og aðstand­endur þeirra. Góð við­skipta­sam­bönd geta leitt til jákvæðra breyt­inga, ekki bara efna­hags­legra heldur ekki síður félags­legra. 

En mann­rétt­inda­bar­áttan verður ekki unnin með við­skipta­samn­ing­un­um, heldur ekki síður með þrot­lausri bar­áttu og aðhaldi gagn­vart vald­höf­um. Þannig skerp­ist á boð­skapn­um, í hinu alþjóð­lega sam­hengi. Þess vegna er gott að sjá þau Rósu og Helga Hrafn benda á klikk­un­ina sem hefur verið í gangi und­an­farin ár á Fil­ipps­eyj­um, og Raffy Lerman hefur skrá­sett og sýnt umheim­in­um.

Indversk geimflaug á leið til tunglsins
Hið fjögurra tonna geimfar hefur upp á alla nýjustu tækni að bjóða, til að mynda lendingarbúnað, könnunarfar fyrir tunglið, auk rannsóknartækis sem mun fara um sporbraut tunglsins.
Kjarninn 22. júlí 2019
Þingmennirnir sex á Klaustur bar
Siðanefnd Alþingis hefur sent álit sitt um Klausturmálið til forsætisnefndar
Siðanefnd Alþingis hefur klárað álit sitt um Klausturmálið svokallaða og sent forsætisnefnd. Þeir sex þingmenn sem náðust á upptöku hafa fengið álitið til umfjöllunar og hafa frest fram í lok þessarar viku til að skila andsvörum.
Kjarninn 22. júlí 2019
Halldór Auðar Svansson
„Hinn svokallaði flati strúktúr verður að byggjast á einhvers konar strúktúr“
Fyrrverandi borgarfulltrúi Pírata segir að tilgangur með strúktúr innan flokks eigi meðal annars að vera sá að gefa fólki lágmarksvinnufrið. Annars vinni þeir frekustu hverju sinni og frekju sé mætt með enn meiri frekju þar til allt sýður upp úr.
Kjarninn 22. júlí 2019
Andri Snær Magnason
Minnast fyrsta jökulsins sem hvarf vegna loftslagsbreytinga
Andri Snær Magnason, ásamt hópi vísindamanna, mun afhjúpa minningarskjöld um Okjökul í ágúst. Skjöldurinn er hugsaður sem áminning og ákall um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum en Okjökull var afskráður sem jökull árið 2014.
Kjarninn 22. júlí 2019
Hægrisinnaðir franskir þingmenn vilja sniðganga Gretu Thunberg
Heimsókn Gretu Thunberg í franska þingið hefur vakið deilur á meðal þingmanna þar í landi. Hægrisinnaðir þingmenn vilja að ávarp hennar verði sniðgengið.
Kjarninn 22. júlí 2019
Tæpar fjórar milljónir söfnuðust í Málfrelsissjóðinn
Forsvarskonur Málfrelsissjóðsins segjast vera í skýjunum með árangurinn en söfnuninni lauk í gær.
Kjarninn 22. júlí 2019
Aldrei fundist eins margar blautþurrkur við strendur landsins
Samkvæmt talningu Umhverfisstofnunar hefur fjöldi svokallaðra blautklúta aukist frá talningu síðustu ára.
Kjarninn 22. júlí 2019
Sjómannasamband Íslands mótmælir harðlega breytingum á lögum um áhafnir skipa
Sambandið hefur sent inn umsögn um breytingar á lögum um áhafnir íslenskra fiskiskipa, varðskipa, skemmtibáta og annarra skipa. Það telur að mönnun fiskiskipa og annarra skipa eigi alltaf að taka mið af öryggi skips og áhafnar.
Kjarninn 22. júlí 2019
Meira úr sama flokkiLeiðari