Brjálæðingurinn Duterte og hávaxtarsvæðið Filippseyjar

Auglýsing

Kveikjan að ítar­legri umfjöllun rit­stjórnar New York Times, um fjöldamorðin á Fil­ipps­eyj­um, voru myndir sem ljós­mynd­ar­inn Raffy Lerma, sem vinnur hjá The Phil­ippine Daily Enquirer, hefur tekið yfir langan tíma. 

Mynd­irnar sýna fórn­ar­lömb brjál­æð­is­ins sem Duterte for­seti hefur staðið fyr­ir, en hann beitir nú aftöku­sveitum til að drepa fíkla - tug­þús­undum sam­an. Aðgerð­irnar eru í gangi sam­kvæmt stefnu for­set­ans.

Fjöldamorð

Umfjöll­unin sem New York Times birti fyrst 27. mars 2017, fyrir rúm­lega tveimur árum, er áhrifa­mikil og mynd­irnar óhuggu­leg­ar. Frá­sagn­irnar sem byggt er á eru það líka, ekki síst hræðslan hjá við­mæl­end­um. 

Auglýsing

Duterte sjálfur hefur gortað sig af því að hafa drepið mann með því að henda honum úr þyrlu, þannig að það er nú ekki hægt að búast við yfir­veg­uðum mál­flutn­ingi hjá hon­um. Hann talar líka um að stefna hans - fjöldamorða­stefnan - sé að skila árangri, og hefur látið yfir­völd dreifa tölum máli sínu til stuðn­ings. 

Þetta er umræða sem minnir um margt á stór­kost­legar senur í þátt­unum The Wire eftir David Simon. Þar reyndi lög­reglan margt, til að fá stjórn­mála­stétt­ina til styðja við lög­regl­una, og öfugt. Það er þjóðar­í­þrótt í Baltimore, sviði þátt­anna, að fegra glæpa­tíðnis­töl­urnar til að stjórn­mála­menn geti stært sig af góðum árangri. 

Stríðið gegn fíkni­efnum verður ekki gert að frekara umtals­efni, að þessu sinni, en vísa má til fyrri leið­ara­skrifa í þeim efnum

Á Alþingi í dag var til umræðu full­gild­ing frí­versl­un­ar­samn­ings milli Fillipps­eyja og EFTA-­ríkj­anna, en komu þar fram áhyggju­raddir vegna stöðu mann­rétt­inda­mála. Var full­gild­ingin sam­þykt.

Rósa Björk Brynj­ólfs­dótt­ir, þing­maður Vinstri grænna, benti á að staðan væri full­kom­lega óvið­un­andi, og að bíða þyrfti með full­gild­ing­una af Íslands hálfu. Helgi Hrafn Gunn­ars­son, þing­maður Pírata, tók í sama streng. 

Full ástæða er til að taka undir þessar áhyggj­ur. 

Hins vegar er líka mik­il­vægt að átta sig á því þegar brjál­æð­ingar eins og Duterte reyna að fegra glæpa­tíðnis­töl­urnar með fjöldamorðum - sem eru þá færð til bókar yfir­valda sem eitt­hvað annað en glæpir - að erfitt er að refsa fyrir slíkt, með því að hamla við­skiptum við löndin sem sitja uppi með svona menn við valda­þræð­ina. 

Fil­ipps­eyjar er orðið að efna­hags­legu stór­veldi og hefur upp­lifað gríð­ar­legan efna­hags­legan vöxt á síð­ustu árum. 

Þar búa yfir 100 millj­ónir manna og er svæðið í mið­punkti vaxt­ar­svæð­is­ins í Asíu, tengi­punktur hávaxa­svæð­anna milli Víetnam og Indónesíu. Fyr­ir­sjá­an­legt er að efna­hags­legur upp­gangur verði við­var­andi næstu ár eða ára­tugi á þessu svæði. Ekki síst vegna þess að svæðið allt í næsta nágrenni er að fara í gegnum mikið umbreyt­inga­tíma­bil.

Hvers vegna ætli það sé?

Fólk getur síðan ímyndað sér hvers vegna það er mikið af fíkni­efnum á Fil­ipps­eyj­um, ekki síst í kringum hafn­ar­svæðin í Man­illa. Kannski ná fjöldamorðin og aðgerð­irnar hjá Duterte til 0,01 pró­sents af fíkni­efn­unum sem fara um svæð­ið, en mjög lík­lega alls ekki. Hlut­fallið er örugg­lega miklu minna. 

Aukin við­skipta­tengsl við Fil­ipps­eyjar kunna að styrkja landið til fram­tíðar og þá við­spyrnu almenn­ings gagn­vart þess­ari óhuggu­lega fram­komu við fíkla og aðstand­endur þeirra. Góð við­skipta­sam­bönd geta leitt til jákvæðra breyt­inga, ekki bara efna­hags­legra heldur ekki síður félags­legra. 

En mann­rétt­inda­bar­áttan verður ekki unnin með við­skipta­samn­ing­un­um, heldur ekki síður með þrot­lausri bar­áttu og aðhaldi gagn­vart vald­höf­um. Þannig skerp­ist á boð­skapn­um, í hinu alþjóð­lega sam­hengi. Þess vegna er gott að sjá þau Rósu og Helga Hrafn benda á klikk­un­ina sem hefur verið í gangi und­an­farin ár á Fil­ipps­eyj­um, og Raffy Lerman hefur skrá­sett og sýnt umheim­in­um.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Atli Viðar Thorstensen
Hamfarasprengingar í Beirút
Kjarninn 8. ágúst 2020
Nýir íbúðareigendur velja nú frekar að taka lán hjá bönkum en lífeyrissjóðum.
Eðlisbreyting á húsnæðislánamarkaði – Lántakendur flýja lífeyrissjóðina
Í fyrsta sinn síðan að Seðlabanki Íslands hóf að halda utan um útlán lífeyrissjóða greiddu sjóðsfélagar upp meira af lánum en þeir tóku. Á sama tíma hafa útlán viðskiptabanka til húsnæðiskaupa stóraukist. Ástæðan: þeir bjóða nú upp á mun lægri vexti.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Alma Möller, landlæknir á upplýsingafundi dagsins.
Alma: Ungt og hraust fólk getur orðið alvarlega veikt
„Það er ekki að ástæðulausu sem við erum í þessum aðgerðum,“ segir Alma D. Möller landlæknir. „Þessi veira er skæð og getur valdið veikindum hjá mjög mörgum ef ekkert er að gert.“ Maður á fertugsaldri liggur á gjörgæslu með COVID-19.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra.
Ferðamálaráðherra: Áhættan er í mínum huga ásættanleg
„Áhættan af því að skima og hleypa fólki inn [í landið] er svo lítil,“ segir ferðamálaráðherra. „Ég bara get ekki fallist á þau rök að hún sé svo mikil að það eigi bara að loka landi og ekki hleypa fólki inn.“
Kjarninn 8. ágúst 2020
Kanaguri Shizo árið 1912 og við enda hlaupsins 1967.
Ólympíuleikunum frestað – og hvað svo?
Þann 24. júlí hefði opnunarathöfn Ólympíuleikanna 2020 átt að fara fram, en heimsfaraldur hefur leitt til þess að leikunum í Tókýó verður frestað um eitt ár hið minnsta. Það er ekki einsdæmi að Ólympíuleikum sé frestað eða aflýst.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þrjú ný innanlandssmit – 112 í einangrun
Þrjú ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær og tvö í landamæraskimun. 112 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, á upplýsingafundi almannavarna fyrr á árinu.
Hafa fengið 210 milljónir til baka frá fyrirtækjum sem nýttu hlutabótaleiðina
Alls hafa 44 fyrirtæki endurgreitt andvirði bóta sem starfsmenn þeirra fengu greiddar úr opinberum sjóðum fyrr á árinu vegna minnkaðs starfshlutfalls. Forstjóri Vinnumálastofnunar segist „nokkuð viss“ um að öll fyrirtækin hafi greitt af sjálfsdáðum.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Þórdís hafnar gagnrýni Gylfa – „Þekki ekki marga sem ætla að fara hringinn í október“
Ráðherra ferðamála segir gagnrýni hagfræðinga á opnun landamæra slá sig „svolítið eins og að fagna góðu stuði í gleðskap á miðnætti án þess að hugsa út í hausverkinn að morgni.“
Kjarninn 8. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiLeiðari