Þegar við sem einstaklingar í þessari veröld eða þessu víðtæka samfélagi tökumst á við erfiðleika getum við upplifað þá með tvennum hætti; látið erfiðleika hafa neikvæð áhrif á okkur eða jákvæð áhrif á okkur. Það fyrra snýr að því að horfa á erfiðleikana sem fráhrindandi og óstjórnlega, sem getur búið til lakkari forspá fyrir mögulegri niðurstöðu. Með þessu getum við byrjað að lifa undir mögulegri getu, sem er óásættanlegt og í framhaldi getur mikil depurð, óvissa og kvíði verið tíður gestur í okkar tilvist. Þetta getur orðið til þess að við byrjum að skilgreina okkur út frá þessu sem einstaklingur í þessu samfélagi. Það seinna snýr að því að horfa á erfiðleikana sem áskorun og stjórnlega sem getur knúið okkar til þrautsegju sem verður til þess að við lifum, að mögulegri getu eða yfir getu sem verður okkar skilgreining. Þetta að sjálfsögðu setur upp þessa andstæðu sem við erum stanslaust að vinna með í okkar tilveru og togstreitan er sú spenna sem myndast sömuleiðis. Hvernig þetta horfir við mér, er ef við skorumst á við erfiðleikana, eru meiri líkur á því að erfiðleikar verði að styrkleikum heldur en andstæðunni. Vegna þess að það er jafn mikil óvissa að skorast undan og ekki, en óvissan við að skorast á við, gefur okkur heildstæðari merkingu eftir á að hyggja. Vegna þess að við höfum tekist á við óvissuna, lágmarkað kvíðan og sömuleiðis depurðina sem er grundvallarskilyrði til að lifa að sem mögulegri bestu getu á hverjum tímapunkti fyrir sig.
Vegna þeirra lífs staðreynda að við getum aldrei útilokað depurð eða kvíða þá er þetta okkar vænlegasta leið í lífinu til að stjórna þeirri spennu sem felst í því að komast yfir kvíðan, depurðina og óvissuna. Við getum ekki verið með vonir eða væntingar um meira þar sem þetta er hluti af okkar þróun sem manneskjur við að takast á við náttúruna og sköpunar verk hennar.
Carl Jung var ein af þeim fyrstu til að skoða erfiðleika í vestrænu samfélagi en á undan honum var búið að hugleiða þetta út frá Búddisma og Konfúsíisma frá þeirri austurlenskri heimspeki í tengslum við þau áhrif sem erfiðleikar geta haft á á menneskjuna með tillit til andstæðu sjónarhornsins sem Jung var hlynntur; að komast yfir erfiðleika eða ekki.
Carl Jung og sálfræðilegar flækjur
Gæðlæknirinn Carl Jung sem er höfundur seinni bylgju sálgreiningarinnar (psychoanalysis) sem Sigumund Freud setti af stað á sínum tíma. En sá fyrrnefndi vann mikið með erfiðleika eða sálfræðilegar flækjur (complexes) eins og hann kallaði það hjá fólki sem tókst á við erfiðleika í sínu umhverfi. Hann var í upphafi undir áhrifum frá læriföður sínum Freud sem breytist síðan, en Freud taldi að erfiðleikar eða áföll ættu sín orsakatengsl að rekja til kynlífs langana sem bæði kyn myndu finna fyrir á sínum yngri árum gagnvart móður og föður sínum. Drengir hefðu tilhneigingu fyrir því að vera hrifnir af móður sinni og urðu öfundsjúkir út í föður sinn á meðan stúlkur urðu hrifnar af föður sínum og öfundsverðar út í móður sína. Hann taldi að þarna gæti líka átt sér stað gagnkvæmt samband á milli foreldra og barns. Þetta átti að útskýra og túlka þann sálágreining sem einstaklingurinn getur tekist á við seinna á sínu lífsskeiði. En Freud greindi þetta með flóknari hætti og kallaði fram kenningar í tengslum við kynhneigð fólks sem hægt er að skoða nánar í bók um kenningar Freuds.
En Jung taldi að kynlífs langanir gætu útlistað einhverja hlið af sálfræðilegum flækjum en væri frekar einsleit hugmynd til heildina litið. Hann vildi meina að sálfræðilegar flækjur ættu frekar sér stað þegar einstaklingi mistekst að aðlagast nýjum aðstæðum eða umhverfi eftir að hafa tekist á við einhver krefjandi verkefni í lífinu. Að horfa til fortíðar eingöngu væri óhjákvæmilegt án nútiðar til að geta áttað sig á sálfræðilegum flækjum almennilega. Hann taldi sömuleiðis að leiðin að framtíðinni lægi í því að leysa sálfræðilegar flækjur hjá einstaklingnum. En til að skilja hvaðan sálfræðilegar flækjur koma í hugsun og starfi hjá Jung þarf að fara inn á aðra kenningu um fornmyndir sem hann lagði fram á sínum tíma.
Fornmyndir
Hann dróg fram þá ályktun að við myndum búa við svokallaða fornmyndir (archetypes) sem er föst svipmynd sem verður til á einhverjum tímpunkti í gegnum fjölskyldu okkar, menningu, og trúabrögð alveg óháð tíma og rúmi. Þessar fornmyndir er ómeðvitaðar vegna þess að þær spanna þróun fjölskyldu okkar langt aftur um tíma, menningu þess og eru oft í sterkri tengingu við trúarbrögð. Þessar fornmyndir búa til þann einstakling sem við stöndum frammi fyrir í dag. Eins og fornmyndir af móður og föður geta einmitt verið mikilvægur hlutur til að skoða og átta okkur á hvað býr á bakvið einstaklinginn. Ef einstaklingur ólst upp við að foreldrar hans voru harðdugleg, stöðugt í vinnu en náðu þrátt fyrir að sinna góðu uppeldi á börnunum sínum og kenndum þeim út frá sterkum gildum, þá eru líkur á að þessar fornmyndir eigi eftir að seilast djúpt undir okkar undirlag og skilgreina okkur með einhverjum hætti hvernig við tengjumst umheiminum. Með þessu, þróum við með okkur þessa hugsun, viðhorf og viðmiðun í lífinu sem verður nær undantekningarlaust sú meðvitund sem rammast út frá þessum fornmyndum sem segir til um hvernig við bregðumst við umhverfinu í náinni framtíð. Fornmyndir geta líka tengst menningu og trúabrögðum eins og Plató og Jésús Krist sem ristir en dýpra í okkar dulvitund. Hann vildi meina að með fornmyndum væri hægt að finna uppruna sálfræðilegra flækna, binda einhvern skilning í kringum þær og skilgreina í kjölfarið.
Samruni sálfræðilega flækna og fornmynda
Þar af leiðandi í þessum fornmyndum taldi Jung að sálfræðilegar flækjur gætu átt sinn mögulega upphafspunkt að þeirri upplifun og skynjun sem einstaklingur hefur af raunveruleikanum. Vegna þess að fornmyndir eru margskonar og geta dregið upp öðruvísi lögun af umhverfinu eins og heimilisofbeldi, áfengis- og vímuefnavandkvæði eða kynferðislegri misnotkun. Þessar fornmyndir gætu búið til skekkju í þroska einstaklings sem verður til þess að einstaklingur ómeðvitað þróa með sér þessa fornmyndir og viðheldur þeim sálfræðilegum flækjum sem hafa átt sér stað í gegnum tímans rás. Hann taldi að þarna gæti verið tilhneiging fyrir einstakling að mistakast að aðlagast nýjum aðstæðum og umhverfi með því að halda í þessa þróun í staðinn fyrir að snúa henni við. Hann vildi meina að svörun við þessari þróun ætti sér stað í meðvituðu ferðalagi þar sem einstaklingur myndi hafa vilja og kraft til að endurtaka ekki þetta hegðunar munstur. Umleið og þetta hegðunar munstur yrði mætt væri einstaklingur að hafa áhrif á og breyta um fornmyndir sem væri honum til góðs og börnin hans myndu upplifa og draga fram úr umhverfinu betrumbæta fornmyndir sem myndu mögulega lágmarka sálfræðilegar flækjur í okkar umhverfi. Þessar kenningar og meira er hægt að nálgast í eftirfarandi bókum (Jung, 1991; Storr, 2013).
Samfélagið
Ef við horfum út í samfélagið eins og staðan er í dag þá er með engum vafa hægt að segja að við séum að takast á við sálfræðilegar flækjur sem tengjast okkar fornmyndum. Margir hverjir hafa átt foreldra sem hafa sett aðra þætti í forgangsröðun til að svara sínum vilja og löngun. Það eru sennilega margar ástæður fyrir því að við finnum fyrir kvíða, depurð, og óvissu sérstaklega þegar við höfum alist upp við slíkar aðstæður að heimilisofbeldi eða áfengis- og vímuefna áneytjun eða kynferðisleg misnotkun er orðin viðmiðun og viðhorf sem gerir báðum foreldrum eða foreldri erfitt fyrir að finna sig knúinn til að breyta um umhverfi. Margir búa eða bjuggu við þessar aðstæður sem getur verið sterkur orsakavaldur fyrir hnignun í líðan og markar þá stefnu í lífinu.
Jung vildi meina að við þurfum að mæta þessari þróun óttans eða þeirri ógn sem felst í sálfræðilegum flækjum með kröftugum hætti til að geta breytt út af laginu með tilhneigingu fyrir því að fyrri aðstæður verði nýtar til að kalla fram aðrar fornmyndir með lágmörkun á sálfræðilegum flækjum. En þessar aðstæður eru oftast ekkert auðveldar til viðureignar en óvissan fyrir því að komast yfir þessa erfiðleika er þess virði og getur gefið erfiðleikunum merkingu til lengri tíma litið. Það er ósköp einfalt að segja með þessum hætti að hér er hægt að lagfæra og betrumbæta sálfræðilegar flækjur út frá fornmyndum. En hann taldi að einstaklingur þyrfti að horfa djúpt inn á við, horfa á sjálfan sig í samræmi fjölskyldu sína og velta fyrir sér því hlutverki sem hefur átt sér stað. Þar af leiðandi, fara í spurningarferðarlag sem hiklaust mun leiða okkar að orsakarvaldinum sem sé uppspretta hins ákjósanlega og ásættanlega stað. En það getur verið erfitt að fara í þenna leiðangur vegna þessa að við gætum fundið margt sem við erum ósammála sem varpar fram andstæðum, óþægilegum viðbrögðum, og afneitun til að byrja með en hægt og bítandi förum við að sjá að þetta ný sjónarhorn er aðlögunarfært og gæfuríkt. Því meira sem við venjum okkur á að leita af svörum við spurningum sem okkur finnst við ekki hafa fengið svör við, ættum við alls ekki að láta undan, því þar gæti upphafið legið.
Hann bendi einnig líka á að lífið snýst ekki um að bæla niður hugsun og tilfinningar er varðar sálfræðilegar flækjur, vegna þess að það er hin mesta áskorun að lifa með þeim í sátt og samleidd, og að forðast þær ekki, því þá fáum við tækifæri til að nota þær og umbreyta þeim í styrkleika. Sú hugsun að komast yfir erfiðleikana með þessum hætti varð einmitt að vendipunkti í tilvistarmeðferð (logotherapy) hans Viktor Frankl´s sem er þriðja bylgjan í sálgreiningunni. Frankl talaði einmitt um að finna tilgang í erfiðleikunum er þýðingarverður þáttur sem varð til þess að fræðimenn fóru að velta fyrir sér seiglu einstaklingsins, persónulegir eiginleikar í tengslum við ytri aðstæður. Það er engin tilviljun að erfiðleikar í lífinu sé mætt með þessari hugsun og nálgun enda búið að vera rannsóknarefni síðan byrjun 20. aldarinnar undir áhrifum austurlenskri heimspeki langt aftur um tímann.
Við þurfum að viðhalda þessu hugarfari að dýptin í sálarlífi einstaklings getur greint fyrir um sálfræðilegar flækjur sem er nauðsynlegur þáttur að vinna á og horfa á þessar fornmyndir sem er svipmyndir fjölskyldunnar, menningu og trúarbragða. En þessi nálgun mun að sjálfsögðu taka sinn tíma enda manneskjan flókin skepna í óútreiknalegu ferðalagi.
Höfundur er áhugamaður um sálgreiningu og seigluráðgjafi.