Ég hef haft samkennd með frumbyggjum heims frá því að ég man eftir mér sem samt var ekki fyrr en eftir tíu ára aldur. Ég las bækur frá bókasafninu um hina bandarísku Indiána og alla hina sem ég gat fundið bækur yfir. Ég man ekki nein smáatriði en í mér hefur alltaf verið samhygð með öllum þessum hópum sem voru og eru enn á hinum ýmsu hlutum jarðar. Eskimóar á kaldari svæðum, aðrir eins og þeir í Suður-Ameríku eru á hlýrri svæðum og hver hópur með sína eigin upplifun af sköpun og náttúrunni. Frumbyggjar Ástralíu er svo sá hópur sem ég heyri mest um núna við að búa á landi þeirra. Landi sem eins og hjá hinum var rænt af þeim með grimmd. Þessir hópar höfðu og hafa allir sína eigin tengingu við heimsaflið, sköpun, og finna sína leið til að fá þá hátíðlegu stemningu sem þau þurfa fyrir hin ýmsu atvik í lífi sínu.
Og það að sjá þverskurð á litróf húðlita þegar ég fer út, er að upplifa sig meðal sameinuðu þjóðanna, og er góð tilfinning.
Það að heyra hvernig sumir hvítir lögregluþjónar í Bandaríkjunum sjá sig eiga rétt á að skjóta ungt fólk sem fæðst hefur með litaða húð, segir okkur hversu mikið úr tengslum sumir þeirra sem hafa fæðst með litlausari húð eru við mannkyn og þjóð sína sem heild og eiga erfitt með að melta náttúru mismunandi húðlita. Þeir sem hafa slík viðhorf hafa ekki hugleitt raunveruleika skaparans-sköpunar hvernig svo sem sú sköpun kom til. Því vísindamenn sjá lífsferli þess á allt annan hátt en trúarbrögðin hafa matað okkur á.
Frá sjónarmiði vísinda er sagan allt önnur og flókin, en ég er ekki hér til að segja hana heldur að tala um að lifa við það sem er í litrófi húða. Til þess að skilja vísindin og ástæður fyrir þessum mismun í húðlitum þarf fólk að læra frá þeim bókum, svo að vanvirðingin við það ferli minnki og við lærum sannleika um það sem við höfum vitnað mikið af og þurfum að vera betri í að meðtaka sem lögmál náttúrunnar. Svo af hverju hafa sumir þetta mikið litaða húð, en aðrir minna litaða, og sumir eru albínóar eru atriði til að meðtaka en ekki mismuna út frá.
Hrokinn og sjálfsréttlætingin sem maður heyrir á svo mörgum sviðum um þessi atriði eru með ólíkindum því að litur út af fyrir sig segir ekkert um mannveruna. Það að vera með hvíta húð er ekkert meiri trygging fyrir að mannveran sé góð, en hvaða annar litur sem er. Það er um að skoða hver mannveran sé hið innra er í raun það sem segir þá sögu sem sú mannvera hefur.
Sumir flokkar húðlita frá hvítu og upp í dökkt hafa svo auðvitað haft misgóð tækifæri í löndum sínum til að mennta sig af því að menntun hefur verið takmörkuð og svo hafa allskonar trúarbrögð komið inn í það. Hvítir menn frá Bretlandi komu til Ástralíu fyrir öllum þessum árum og hroki þeirra var að sjá frumbyggja sem voru með öðruvísi litaða húð en þeir og það hugsanlega frá loftslagi og hita og þörf á meiri lit til að lifa af, sem þeir sáu sem réttdræp dýr en varla sem mannverur og það er enn eftir vinna við að meðtaka þá inn í stjórnarskrána þó að þeir hafi öðlast kosningarétt sem gerðist ekki fyrr en um 1967.
Hinar ótal víddir tilverunnar aðrar en þær þykku eða „dense“
Ef við skoðum þetta með endurnýtingu á vörum á tímum sem við erum að sjá að mikið fer til spillis, er það þess virði að skoða að sköpun sér um endurnýtingu á ótal vegu í náttúrunni, og þar á meðal annars atriðið með sálir, og að samkvæmt þeim veruleika hafa flest okkar verið í frumbyggjahópum í öðrum líkömum í gegnum aldirnar, því að sálin er eitt og eilíft eintak í endalausri þróun, en líkaminn annað.
Líkaminn er ekki endurnýtanlegur nema fyrir rannsókn eftir dauða, en sálin er þess eðlis að hún er hið svokallaða eilífa orka sem heldur áfram, og við vitum ekki hversu lengi hver sál heldur áfram að vera til þarna í himingeimnum. En við sjáum mismuninn frá að sálin fari þegar við sjáum lík látins ástvinar, að það sem við upplifðum um hann eða hana sem eru farin/n og bara holdið er eftir til að senda til baka til jarðar, á einn hátt eða annan.
Við sjáum það þegar sumir eru þroskaðri en aðrir, og tel ég frá vinnu minni að það segi okkur að viðkomandi hafa náð að safna þeim sjóði í hærri vitund sinni í gegn um ótal erfiðar reynslur fyrri lífa, eða þeir einstaklingar undu sér í hita og þurftu kannski ekki að hafa of mikið fyrir lífinu ef þeir voru þar sem nægur gróður var og ávextir, og allt var í hendingsfæri næst þeim.
Ef við hugsum um menn eins og Nelson Mandela sem ég sé sem hafa verið nokkuð þroskuð sál og var meiri mannúðarsinni í huga og hjarta en stjórnmálamaður og hafði auðvitað líka ófullkomleika í vissum hlutum lífsviðhorfa.
Ég „trúði“ aldrei á „endurholdgun“ á meðan ég var á Íslandi, enda stenst það ekki að sami líkami lifni við, en eftir að koma hingað var mér svo gefið að sjá það á rökréttan hátt og að fá upplýsingar um fyrri líf einstaklinga innan frá og annarsstaðar frá og skilja dæmið á nýjan og betri hátt.Sem sagt að mér var annaðhvort sýnt um þau líf eins og á myndbandi hið innra og eða mér var sagt það sem hafði gerst hjá viðkomandi mannveru með hugsanaflutningi.
Ég fæ ekki fyrri líf nærri allra sem verða á vegi mínum, aðeins þeirra sem koma til að fá slíka meðferð og uppgötvun og það þurfa að vera réttar kringumstæður, svo að þær upplýsingar birtist mér.Og ég upplifi það sem hina löngu námsferð sálna í gegn um ótal líkama allra tegunda dýra sem kynja, en hef aldrei fengið neinar fyrri lífs upplýsingar um að viðkomandi hafi verið dýr áður en þau komu í mannslíka ástand. Mér hefur ekki verið sýnd slík tilvera á þessu stigi.
Það þurfa að vera vissar kringumstæður til að þessar upplýsingar birtist mér. Þær eru um óunnin tilfinningaleg sár frá fyrri lífum og stundum meira en einu lífi, sem ekki var hægt að sortera út þá. Það er mögulegt að dýr upplifi líf sitt á svo ólíkan hátt að það séu engin sár eftir í orkuhjúpum þeirra eftir að sál þeirra sé farin? En ef ég hef verið dýr þá eru mýrkettir og að hafa verið í þeim hópi skemmtileg tilhugsun um möguleika fyrir.
Hin óræða umferð sálna til lífs á jörðu
Í þeirri tegund andlegrar heilunar sem ég lærði að ég væri á jörðu til að sinna, lærði ég að það er ekki hægt að vita neitt nákvæmlega hvernig umferðareglur um veitingu sálna virka. Því að maður sér að ansi margir sem í raun ættu kannski ekki að fá allar þessar sálir sem þau vanrækja illilega, og ég er ekki endilega sannfærð um að sé karma, en svo verða aðrir sem þrá að fá afkvæmi að bíða, eða sumir fá aldrei sálir, hvort sem líkami þeirra sé frjór eða ekki.
Ég upplifði tvö einstök tilfelli af því. Það var að kona sem kom til mín þráði að verða móðir, en skilaboðið sem í gegn um mig til hennar, var að þær sálir væru ekki tilbúnar á því stigi og kæmu seinna. Svo var önnur kona sem var í samkynhneigðu sambandi sem kom á bekkinn og þá birtist sál sem ætlaði að verða karlkyns í þessu lífi, og var greinilega að vilja vera með henni. Ég spurði hana þá hvort að hún myndi vilja verða móðir. Og hún sagði já einn daginn þegar kringumstæður leyfa.
Síðar, eftir einhvern tíma hafði hún flutt í aðra borg hér í Ástralíu sendi hún mér bréf og sagðist vera í sambandi við mann þá. Svo að hún er tvíkynhneigð. Hún sagði mér líka að hún væri barnshafandi. Þá skrifaði ég til baka og minnti hana á sálina sem hafði verið að höfra yfir henni hér.
Og þegar hún sendi mér mynd af honum, þá var engin spurning um að það var sú sál. Það var að mínu mati vegna fyrra lífs, og að það væri í prógramminu að þau hefðu þessa endurfundi sem móðir og barn. Hann beið því eftir henni, en var ekki að reyna að troða sér hvar sem fólk væri að hafa óvarin kynmök. Hann vissi að það væri þess virði að bíða eftir henni.
Annað og sérkennilegra tilfelli var þegar ansi ákveðin sál í karllíkama kom þegar kúnni af kvenkyni var á bekknum og hafði sína áætlun um að vilja að tveir aðilar giftir sitt hvorum makanum þessi kona og eiginmaður annarrar konu ættu að koma saman og skaffa honum líkama. Hvorugt þeirra var þó á því að láta hann komast upp með það, og varð maðurinn að halda fyrirlestur yfir sálinni, sem að lokum fór til að finna aðra með samskonar eðli og eiginleika til að fá sinn líkama. Við lærðum ekkert um hvert hann fór.
Síðan var kona sem var kúnni minn í Avon sem talaði alltaf um að vilja verða amma, en einhvern veginn vissi ég að það yrði aldrei vegna fötlunar þeirra dætra, en gat auðvitað ekki sagt henni það. Og engin börn hafa fæðst þeim.
Þegar ég var á „Psychic Fairs“ hátíðum þar sem fólk kom saman til að lesa í spil fyrir aðra hitti ég einstaklinga sem voru líka að þjóna þar og var líkami mannsins í þessu lífi frá Póllandi en allt annað um hann var að sál hans var amerískur Indíáni og var hann sammála því.
Þráhyggjan um að fólk með hvítt skinn sé betra eða þroskaðra en aðrir er hroki
Það er svo sannarlega kominn tími til að við færum hugsun okkar um set frá fóbíu um húðlit og skoðum frekar hver mannveran sé að innan og hvað hún eða hann þrái fyrir líf sitt.
Ég get samt líka séð að þjóð sem hefur unnið sig til þess að lifa í lýðræði með frelsi fyrir konur væri ekki á að einhver kæmi til að þröngva Sharia lögum upp á þau, né einræði á neinn hátt.Hinsvegar ef einhver sem hefur lifað við þau lög og takmörkun á frelsi sínu, líkar það ekki lengur og vill flytja sig um set til lands þar sem lýðveldi sé, að þá sé það veitt ef aðrar kringumstæður leyfa það.
Við erum auðvitað að sjá það í svo mörgu að fólk með litaða húð er eins og við öll þau hvítu sem sýnir að allar mannverur eru skapaðar með allt það sama þó að húðliturinn sé annar.
En ekki allir hafa haft sama tækifæri til að þróa heilabúið í sömu átt og hafa auðvitað sína eigin lífsskoðun sem þá þarf að skoða hvernig fellur inn í hið nýja samfélag sem verið er að sækjast eftir að fá inngöngu í. Ef einstaklingar hafa engan veginn sömu lífsskoðun og verðmæta mat, þá er trúlegt að samveran yrði strembin, og það er það sem ég sé sem það sem mannkyn þurfi fyrst og fremst að hafa í huga þegar það er skoðað að taka þá inn í þjóð sína. En stærri hluti mannkyns hvaðan sem þau koma eru að þrá friðsamt líf án stríða og drápa.
Hingað til Ástralíu kom maður sem hafði falið eðli sitt og endaði á að taka fólk sem gísl í veitingahúsi og drepa suma þeirra en ekki öll, og hin sitja auðvitað uppi með áfallastreitu og minningar sem er erfitt að gleyma. Auðvitað eru einstaklingar með slíkt hugarfar ekki það sem nein þjóð vill. Og fleiri með vafasöm plön hafa smogið inn sem flóttafólk en kannski komið meira til að fá yfirráð og snúa fólki til öfga múslim trúar. En yfirvöld eru nú meira vakandi gegn þeim og hafa náð að hindra nokkur hryðjuverk sem þeir höfðu planað.
Einn af ættingjum mínum á Íslandi ættleiddi tvö börn fyrir meira en þrjátíu árum frá Asíu og kölluðum við þau börn súkkulaði börn af því að húðin var eins og súkkulaði á litinn og höfðum nákvæmlega ekki neitt neikvætt viðhorf gegn tilveru þeirra á landinu.
Þegar samstarfskona sagði okkur´á vinnustað mínum áður en ég flutti hingað að systir sín væri að ættleiða börn frá Asíu varð einn starfsmaður brjálaður yfir því og það frá því viðhorfi að það ætti ekki að leyfa neina með annan húðarlit að koma inn í landið. Hvernig dirfðist henni „Að taka litað fólk“ inn í hina „Hvítu þjóð“. Við vorum í sjokki yfir slíkri yfirlýsingu því að ættleiðingin var um ást en ekki kynþáttahatur.
Það er enginn Guð að passa öryggi allra
Varðandi allt þetta blessaða fólk sem neyðist til að flýja land vegna geðveiks leiðtoga eða náttúruhamfara er svo annað dæmi, og þá er það þetta með hvað leiðtogar komast upp með eins og að útrýma þjóð sinni eins og er að gerast í Sýrlandi núna.
Og það er enginn Guð eða annað sterkt afl sem stendur nægilega gegn þeim sem fá þá hugmynd að drepa stóra hluta þjóðar sinnar. Það stoppaði enginn Hitler eða aðra stríðsglaða í að drepa aðra þegna þjóðar sinnar af hentisemi vegna skapgerðar. Gaddafi, Idi Amin, Assaud, Hitler og þannig mætti lengi telja um geðbilaða leiðtoga sem hafa gerst sek um það án þess að neinn gæti hindrað eða stoppað þá.
Svo er auðvitað önnur spurning í þessu dæmi um flóttafólk og hún er: Hvernig á að reikna með að önnur lönd, aðrar þjóðir hafi milljónir tómra íbúða og aðra hluti til að sinna þeirra sorglegu þörfum.
Ef heimurinn vill hafa frið, væri hugsanlega gagnlegra að setja trúarbrögð til hliðar og nota orðið mannúð í staðinn. Fótbolta maðurinn hér í Ástralíu sem vill fá að hella því yfir heiminn að samkynhneigðir og aðrir muni fara til helvítis fyrir það eðli, er algert bakslag í eyrun og sorgleg endurtekning frá því sem ég ólst upp við um hótanir og loforð presta, sem svo voru og eru bull. Og það stuttu eftir að Ástralía leyfði samkynhneigðum að giftast.
Davið Attenborough, Brian Cox, Jane Goddall eru meðal stærstu stjarna sem sýna okkur sköpun á hátt sem ég hef ekki heyrt eða séð neina presta og aðra trúarleiðtoga tala um eða skilja til botns.
Það að Biblían og aðrar slíkar bækur sem voru skrifaðar fyrir mörgum öldum síðan eru nú á margan hátt algerlega úr tengslum við veruleika nútímans frá því sem mannkyn hefur lært um veruleika lífsins. Veruleika sem hefur ekki birst á þann hátt sem þeir lofuðu um svo margt í mannlegu eðli sem og umhverfi. Eins og til dæmis að lofa að Guð sæi um að öll börn yrðu örugg og ekkert slæmt myndi koma fyrir þau, og sum börnin að upplifa allt annað en það loforð. Og það að Bretar voru á þeim tímum að ljúga að börnum og foreldrum sem þau settu börnin um borð í skip og sendu til annarra samveldislanda til að þurfa ekki að fæða þau um þann tíma sem foreldrar þeirra voru í vandræðum.
Það sem mannkyn hefur lært í sjálfu sér og samböndum og öðrum atvikum lífs síns og passar ekkert við prédíkanir og loforð presta, sést í að fólk er að snúa baki við þeim kenningum nú á tímum þegar þekking sýnir margt hið gagnstæða frá þeim kenningum og hræðsluáróðri. Heimspeki í bókum er eitt, en staðreyndir annað. Og vísindi voru ekki til eða mjög ný ef þau voru til á þeim tímum sem þær bækur voru skrifaðar og ætlaðar til að stjórna með. Og margir að vakna til að aðskilja hismið frá kjarnanum um almættið með veruleikanum.
Helvíti er til dæmis mjög sannanlegur veruleiki hér á jörðu, og er bæði í þeim löndum þar sem útrýmingar eiga sér stað, og þar sem fólk býr við allskonar óöryggi. Sýrland er eitt af þeim á jörðu núna og mörg önnur lönd þar sem verið er að kúga fólk og meira þá sem eru ekki í stöðluðu myndinni. Sádi-Arabía er að gera Yemen að helvíti og það er spurning um hvernig konum í því landi líður með ofurstjórn á öllu um þær sem er í gangi. Gæti það ekki líka verið upplifað sem helvíti. Hinsvegar hefur enginn staðfest slíkan stað í þeim heimum sem eru ósýnilegir mannlegum augum. Samkynhneigðir hafa lifað helvíti á jörðu um aldir og að lokum að fá viðurkenningu á að vera hluti af sköpun á síðustu árum.
Börn og konur sem búa við ofbeldi af einhverju tagi eru líka í helvíti og svo er helvíti líka hugarástand og sést í fjölda sjálfsmorða. Ég þekki það ástand sjálf frá tíma á Íslandi, en eitthvað afl sá um að ég er enn hér. Það var ekki rökhugsun í mér að stökkva eða ekki heldur bara lét líkaminn mig fara heim.
Veruleiki versus trú
Endurnotkun sálna fyrir áframhaldandi þroskaferli í einum líkama og lífi á eftir öðru er minn veruleiki eins og ég hef minnst á áður, og sé sem til dæmis eins og bekki í skóla. En ég segi aldrei neinum að þeir verði að meðtaka mína staðreynd um það. Það er af því að annaðhvort hefur fólk þá tilfinningu sjálft eða ekki, og þá oft frá einskonar „Deja Woo“ upplifun frá að upplifa eitthvað sem er frá lífi sem getur ekki verið annað en fyrra líf, eins og að koma á stað þar sem þau hafa ekki komið til áður en þekkja sig svo vel að það sé eins og þau hafi verið þar nýlega.
Trú um svo margt er úti á snúru. Fyrir mig er það upplifun og að vita frekar en að trúa, en von er svo annað og auðveldara orð að fara fram á við með.
Það að upplifa sköpun á sinn hátt sem og náttúruna og allt umhverfið er auðvitað einstaklingsbundið að vissu marki, þó að á hærra sviði séum við öll það sama og ætlað að vera tengd, þó að við séum ekki endilega öll að upplifa það sem sannleika í eigin lífi og jafnvel ekki einu sinni nærri alltaf með nánustu skyldmennum.
Við höfum trúlega flest haft líkama í öllum húðarlitum jarðar í fyrri lífum og væri ljúft að mannkyn gæti haft það í huga, þó ekki væri nema sem möguleika ef upplifunin hefur ekki orðið um að skynja fyrri líf innan frá, og frekar lagt áherslu á að finna út hver einstaklingurinn sé sem hefur barið að dyrum, en að útiloka hann eða hana einungis vegna húðlitar, hvar sem flóttafólk leitar ásjár eins og til dæmis á Íslandi. Þegar það þráir að fá frið frá landi sem er helvíti og líka til að læra um annarskonar menningu sem er mikilvægur hluti þroskaferilsins.
Það að hafa búið í landi í nær 32 ár þar sem allir húðarlitir búa saman og hafa búið saman í meira en hundrað ár eftir að þeir bresku námu land, og síðari stjórnvöld veittu svo fólki frá hinum ýmsu löndum Evrópu, Asíu, Indlandi og víðar leyfi til að flytja hingað og sendu líka einstaklinga til að lokka fólk hingað og það nokkra alla leið frá Íslandi. Það að lifa í slíku samfélagi og litrófi hér er mjög ljúft að lifa með, og nær veruleika sköpunar sem slíks. Samt eru ýmis atriði varðandi frumbyggja sem þarf að gera betur við.
Svo hvernig getur heimurinn komið upp með skipulag um að hafa vistarverur á hlutlausum svæðum sem geti tekið við fólki í neyð hvaðan sem það kemur? Það vilja nefnilega ekki allir sem verða að flýja flytja inn í önnur lönd og það þarf að leggja því sjónarmiði lið líka.