Hugtakið framleiðni vísar alltaf til verðmætis í peningum talið. Á Íslandi til arðs í krónum talið af frádregnum öllum útlögðum kostnaði í rekstri fyrirtækja við framleiðslu að öllu tagi.
Því má segja, að framleiðsla allra fyrirtækja á Íslandi séu krónur eða annar gildur gjaldmiðill. Þ.e.a.s. það sem starfsemin gefur af sér í arð að fráteknum öllum kostnaði. Þá er augljóst að vinnumagnið eða afköst starfsmanna segir alls ekki alla söguna. Heldur ekki allur annar kostnaður sem er mjög fjölbreytilegur.
Framleiðnin ræðst að mestu af verðmæti afurðar hvers fyrirtækis fyrir sig og af skipulagi fyrirtækis á öllum sviðum sem megi haldi niðri öllum kostnaði við að framleiða og að selja afurðina. M.ö.o. það tekur jafnlangan tíma að framleiða og selja verðlitla vöru og verðmæta vöru. Fastur kostnaður svipaður.
Hér eru framleiðnihugtökin skýrð í orðasafni Ríkisendurskoðunar:
Framleiðni fjármagns lýsir hlutfallinu milli þeirra fjármuna sem lagðir eru í rekstur stofnunar eða fyrirtækis og þeirra afurða sem reksturinn skilar, þ.e. hversu vel fjármunir eru nýttir til framleiðslu eða þjónustu.
Framleiðni vinnuafls lýsir hlutfallinu milli fjölda starfsmanna / vinnustunda stofnunar eða fyrirtækis og þeirra afurða sem reksturinn skilar, þ.e. hversu vel vinnuafl er nýtt til framleiðslu eða þjónustu.
Í frétt sem m.a. Kjarninn birtir er á rætur sínar til Íbúðalánasjóðs segir orðrétt:
„Framleiðni vinnuafls í byggingarstarfsemi hér á landi hefur aukist talsvert umfram meðalþróun hagkerfisins í heild síðustu tíu ár. Íslensk fyrirtæki í byggingarstarfsemi hafa aukið framleiðni sína um tæp 38 prósent frá árinu 2008 sem er töluvert hraðari vöxtur en á hinum Norðurlöndunum. Þetta kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs“.
Ekki efast ég um að fréttin sé rétt. Heldur hitt, að það er morgunljóst að afköst starfsmanna í byggingariðnaði hafa ekki aukist 38% á síðustu 10 árum. Þá segir þetta ekkert um hvort framleiðni í íslenskum byggingariðnaði sé jafn mikil og á Norðurlöndunum. Eða hvort framleiðnin sé meiri eða minni sem ég held að hún sé. Þetta segir mér t.d. að framþróun í byggingariðnaði á Norðurlöndum sé í góðu jafnvægi og engin upphlaup á markaði í gangi.
Eini breytilegi þátturinn á Íslandi sem getur skapað svona mikla sveiflu í framleiðni byggingariðnaði fyrir þetta tímabil 2008 til 2009 eru verðsveiflur á íbúðar húsnæði á tímabilinu. Árið 2008 sem er hrunárið hrapaði húsnæðisverð gríðarlega og framleiðni greinarinnar um leið. En árið 2018 eru verð á íbúðarhúsnæði uppi í himinhæðum.
Einnig að byggingariðnaður hefur nýtt sér vinnukrafta fólks frá austur Evrópu sem hefur starfað hér á smánarlaunum í mörg ár. Nokkuð sem margir kalla þrældóm. Einnig koma til breyttar vinnuaðferðir.
Þetta eru einu breyturnar. M.ö.o. að síðustu ár hefur almennt íbúðarverð verið hreint okur. Nú er sagt að það sé að komast á eitthvert jafnvægi? Kannski er það rétt.