Er tilfinningaleg bæling hjá körlum ástæðan fyrir misnotkun?

Matthildur Björnsdóttir fjallar um tilfinningalega bælingu hjá karlmönnum í aðsendri grein.

Auglýsing

Inn­blást­ur­inn fyrir þess­ari grein er löng saga um ósam­ræmið um allt sem mér var sagt um kyn­líf og synd þess. Og svo það að upp­lifa og vitna að konur voru séðar sem lægsta teg­und mann­veru fyrir kyn­líf ef ógiftar mann­inum á þeim tíma sem kyn­líf fór fram, og enn meira ef það var ekki til­von­andi eig­in­mað­ur. Og við erum að sjá það við­horf enn þann dag í dag. En karlar fengu samt enga slíka sleggju­dóma eins og það sem þeir hefðu átt að fá ef konur áttu að fá tit­ill­inn hóra, áttu þeir að fá jafn­háa sleggju­dóma sem hór­karl­ar.

Pand­óru­boxið opn­að­ist svo um sann­leik­ann um kyn­lífið sem fjöl­miðlar fræddu mig um eftir að hafa verið haldið í van­þekk­ingu, af því að það hent­aði stjórn­völdum og kenn­urum á þeim tíma að sleppa þeim kafla í heilsu­fræð­inni. Það var áber­andi mjög van­hugsað við­horf.

Svo það að vakna til þess að skilja fylli­lega hvernig horm­óna­kerfið virkar í ráð­ríki sínu í lík­am­an­um, tók mig svo í annan heim. Heim veru­leik­ans gegn lygum sem var haldið að okkur um aldir til að þjóna karl­veld­inu og yfir­völd­um.

Auglýsing

Það að muna hvað hefð­bundin trú­ar­brögð voru van­hæf í þeim efnum að tala um það kerfi lík­am­ans, sem var séð sem synd á einn veg, en sem hetju­dáð á hinn veg­inn þegar um karl­mann­inn og dreif­ingar hans á sæði sínu var að ræða. Full­trúar trú­ar­bragða gáfu enga inn­sýn, fræðslu eða leið­bein­ingu í veru­leika þess kerf­is, né hvernig hug­leiðsla gæti hjálpað við að vera við stjórn á því.

Kerfi sem er í upp­hafi og alla ævi í sumum körlum og auð­vitað líka í sumum konum sem elska með­göngu og það sem henni fylgir, en ekki endi­lega alltaf því sem fylgir þegar barnið kemur í heim­inn af því að það kerfi er hið óbeisl­að­asta kerfi af öllum í lík­am­anum og kemur síð­ast í gang af öllu í lík­am­an­um. Og við sjáum það í fréttum á hverjum degi nú á tímum að viss hluti karl­kyns er ófær um að beisla það kerfi í sér. En kenna svo konum oft um stjórn­leysi sitt.

Á einn veg hent­aði kirkj­unni að fá fleiri sókn­ar­börn í söfn­uð­inn með að börn fædd­ust til­lits­laust við hvort það var í hjóna­bandi eða ekki, en hjóna­bandið séð sem eitt­hvað sem ætti að læsa alla inn í, burt­séð frá hvort þeir tveir ein­stak­lingar gætu í raun átt sam­an.

Á hinn veg­inn hent­aði það þeim að henda konum í hina hug­lægu rusla­körfu fyrir ódann­aða hegðun að hafa kyn­mök og njóta þeirra og að sæði hafði náð að hitta egg þegar engar getn­að­ar­varnir voru til.

Það var engin fræðsla um mik­il­vægi ábyrgðar eða mik­il­vægi þess að þetta kerfi væri ráð­rík­ara en nokk­urt annað kerfi í lík­am­an­um, og að það væri mik­il­vægt að læra að stýra því sem best fyrir sjálfan sig.

Til­finn­inga­bæl­ing hjá körlum um aldir er hugs­an­lega fíll­inn í rým­inu

En fíll­inn í rým­inu hér er að minni reynslu og mati skortur á tali um bæl­ingu til­finn­inga og afleið­ingar þeirrar bæl­ing­ar.

Allar mann­verur fæð­ast með allt lit­róf til­finn­inga þó að þær geti ekki tjáð það með orðum frá byrj­un. Af ein­hverjum ástæðum urðu þau við­horf til fyrir löngu síðan um að það sæmdi drengjum ekki að tjá sig um, né lifa út allt lit­róf til­finn­inga sinna á heild­rænan og heil­brigðan hátt, hvað þá sýna tár.

Tregðan og van­hæfni aðila trú­ar­bragða voru mjög ráð­andi um þessa hluti þá. Skip­unum um að karlar ættu að bæla allar til­finn­ing­ar, og konur í raun líka var haldið ræki­lega að þjóð­inni, en án umræðu. Eins og sást eins og til dæmis í grein sem birt­ist þann 21. júli 2019 um Ein­elti á elli­heim­il­um.

Það var ekki fyrr en allir þessir fjöl­miðlar komu til sög­unnar og fólk fór að vera galopið um svo margt um kyn­líf sitt án þess að finna til smánar og sektar um það að þessi hlutir eru að smá fær­ast í heil­brigð­ara við­horf þó að ástandið um þau mál hafi því miður líka dökkar hliðar eins og sést með allar frétt­irnar um mis­notkun af öllu mögu­legu tagi af körlum í valda­stöðum víða um heim­inn.

Kannski var það gert út frá þörfum og kröfum of ráð­ríkra karla með meira magn af horm­ónum en var mann­úð­lega vina­legt, og það til að hafa völd, fara í stríð, ráða og svo að kúga kon­ur. Við sjáum dæmi um þrá til þess enn þann dag í dag hjá ýmsum ráða­mönnum heims. Svo að breyt­ingar hafa ekki orðið eins jákvæðar og við höfum von­að. Ofan á það voru karlar að telja konum trú um að þær væru lægri í mann­lega stig­anum en þeir, og við erum því miður enn að vitna að sumir karlar telji að sé.

Hræðslan við hina fínni þræði til­finn­inga

En ég efast um að þeir sem stýrðu þeim bæl­ing­ar­kröfum hafi nokkurn tíma hugsað um til­finn­inga­legan og mann­legan heims­kostnað þess til lengd­ar. Þeir í þá daga hafa trú­lega verið svo fullir af karl­horm­ónum og því sem það setti í gang í þeim, að það álit gerst að það væri skemmti­legra og betra að sjá um að næmni og fínni til­finn­ingar fengju ekki að rísa upp, af því að þær grófu væru áhuga­verð­ari. Vegna þess að það að vera í sam­bandi við þær fín­gerð­ari og fág­aðri myndi skemma þann til­gang sem þeir sáu sem mik­il­væg­an. Þann að ráða.

Til­gang sem hefur ollið drápum af ótal ástæðum af stórum hópum og frá alls­konar sjón­ar­hól­um. Því að það að vilja ráða yfir heila­búum heilla þjóða frá sjón­ar­hóli trú­ar­bragða, og fyrir karla að þurfa ekki að fá afleið­ingar gerða sinna framan í sig, varð þögg­un­ar­krafa að fylgja. Það að hafa föður sem predikar um synd kyn­lífs til dætra sinna, en fer svo beint út til að halda fram­hjá eig­in­kon­unni með öðrum konum er dæmi um hámark hræsn­inn­ar.

Auð­vitað hafa verið til karl­menn sem tjá til­finn­ingar sínar á heil­brigðan hátt og svo aðrir á einn veg eða annan í gegnum mál­verk og aðrar listir í stað tjá­skipta við fólkið í kringum sig, um leið og þeir not­uðu konur eins og þær væru ann­ars flokks verur og leik­föng. Picasso var einn af þeim sem var frægur fyrir það.

Það sem Kiljan sagði um að þó nátt­úran sé lamin með lurk þá leiti hún út um síðir

Þetta á svo sann­ar­lega við um afleið­ingar bæl­ingar á til­finn­ingum sem trú­lega er að ein­hverju leyti öðru­vísi í kerfum karl­kyns en kven­kyns.

Það er því að ansi auð­velt að sjá að það geti hugs­an­lega verið bein teng­ing á milli þess­ara margra alda krafna yfir­valda heims, og þá um leið sam­fé­laga og for­eldra um bæl­ingu til­finn­inga til karl­manna. Það að það væri ekki „karl­mann­legt“ að sýna og birta sínar fín­gerðu til­finn­ing­ar. Svo að útkoman yrði sú að þeir gætu ekki séð neina aðra leið til að „upp­lifa að finna fyrir unaði“ nema í gegn um það kerfi sem kemur síð­ast í gang í lík­am­anum og er getn­að­ar­-­færa-­kerf­ið, það eina sem hlýðir ekki sleggju­með­ferð til bæl­ing­ar. „Og leitar út um síð­ir.“

Það kerfi er oft ansi krefj­andi, og um leið hávært kerfi sem heilabú sumra sjá að verði að fá útrás í gegn um kyn­mök og/eða einnig oft líka ofbeldi í því kyn­lífi. Það ger­ist svo án hugs­unar og þá auð­vitað án umferð­ar­reglna né til­lits­semi til þess sem þeir telja sig verða að fá útrás á.

Það að þetta getn­að­ar­-­færa-­kerfi er ekki líf­fræði­lega ráð­stafað af sköpun til að vera sett í neina beina teng­ingu við rök­hyggju eða skyn­semi í upp­hafi hefur ollið miklum vand­ræðum í heim­in­um.

Afleið­ingar afneit­unar og van­þekk­ingar á til­finn­ingum og getn­að­ar­-­færa-­kerfum

Guð­fræðin hefur aldrei frætt heim­inn á neinn gagn­legan eða raun­sæjan hátt – svo að ég viti – um til­gang til­finn­inga eða kyn­líf, og skólar slepptu þeim köflum af því að það var eitt­hvað óþægi­legt fyrir kenn­ara að opna munn­inn um það vegna hinnar djúpu skammar sem var um þau líf­færi á þeim tím­um; líf­færum sem tengj­ast til­finn­ingum mjög mik­ið. Það var fötlun sem hefur kostað mann­kyn marga erf­ið­leika.

Hins­vegar hefur einn af guð­spek­ingum heims skrifað um þær og mik­il­vægi þeirra í bókum sínum og er það Alice B. Bailey.

Ég heyrði aldrei hug­takið „til­finn­inga­legar gáf­ur“ fyrr en eftir að ég kom hingað til Ástr­alíu og þegar bókin EI (emotional intelli­g­ence) kom út. Samt fannst mér inni­haldið ekki segja nærri nóg um þau atriði.

Það vekur þó nokkra athygli, með­vit­und og vilja til að upp­lifa og skilja allar til­finn­ingar sínar og finna rétt orð fyrir þær og er enn meiri vinna að gera þegar lang­tíma­bæl­ing hefur verið í gangi á þeim. Ofurá­hersla á rök­hyggju getur byggt innri veggi gegn dýpri teng­ingum við innri mann og lit­róf til­finn­ing­anna. Og það þá lík­lega skapað afskræm­ingu í tján­ingu og hegðun af því að auð­vitað eru til­finn­ing­arnar þarna inni, og alls­konar hugs­anir með.

Það sorg­lega er að ofurá­hersla á rök­hyggju gerir mann­verur meira eins og of hlýðin vél­menni við ísköld kerfi sam­fé­laga og rík­is­stjórna. Frekar en að styðja ein­stak­linga til að vera virki­lega lif­andi mann­verur með allt lit­rófið um til­finn­ingar sínar til réttrar notk­unar í sam­skiptum og hafa hjörtun opin. Það að mörgum konum hafi einnig verið inn­prentað að láta engan sjá sig tár­fella á almanna­færi er jafn slæmt og óhollt fyrir sam­fé­lag­ið.

Þegar sor­inn á dýpsta stigi kemur í fjöl­miðla

Það sorg­lega er trú­lega að allt það sjúk­lega sem við höfum lært á und­an­förnum árum frá öllum þessum nýju fjöl­miðlum sem hafa virki­lega lyft hlutum sem hafa verið í fel­um, og verið sóp­aðir undir teppin um aldir eins og að nota unga­börn til kyn­ferð­is­legrar fró­un­ar. Það sýnir og sannar hversu lágt sumir ein­stak­lingar leggj­ast til að fróa kyn­þörfum sínum og er það svo ógeð­fellt að hug­leiða, að það er erfitt að finna rétt orð um það.

Kannski telur mann­kyn að þetta sé eitt­hvað nýtt en ég hef lesið bók þar sem kona, sem er núna um sjö­tugt eða eldri, segir frá að hafa verið kyn­ferð­is­lega mis­notuð þegar hún var unga­barn, og ekki bara af föður og for­eldrum heldur allri ætt­inni.

Þetta var nokkrum ára­tugum áður en tölvur komu til sög­unn­ar, og það tók hana ára­tugi að reyna að fá ein­hvern til að hlusta á sig, hvað þá trúa því sem hún hafði upp­lif­að. Með­ferð öll þessi ár sem lét heila­búið í henni neyð­ast til hólfa sig í að verða níu per­sónu­leika. Hún kom fram í þætti Oprah Win­frey fyrir mörgum árum síðan þar sem hún sagði sögu sína. Og ég keypti svo bók­ina hennar sem heitir Frag­mented.

Hvaða sál­fræði­lega ástand lætur ein­stak­linga einu sinni fá slíka hug­mynd, hvað þá að öll ættin og þá bæði kynin geri það á barni, og taki það svo til fleiri aðila til að gefa aðgang að barn­inu til þess sama? Ég vona að ein­hver eigi eftir að fræða heim­inn um ástæður og rétt­læt­ingu hjá slíkum ein­stak­lingum til að iðka og fremja slíka ólýs­an­lega glæpi, en slík rann­sókn ætti að mínu áliti ein­ungis að vera gerð í þeim til­gangi að enda slíkt og sjá það sem sjúk­dóm.

Önnur kona mun yngri varð fyrir því sama og skrif­aði bók um það sem heitir Today I Am Alice. Bókin fjallar um að hún hafi verið mis­notuð af föður sínum frá því að hún var unga­barn, en náði svo að segja mömmu sinni frá því. En samt ekki fyrr en það hafði gengið á í nógu mörg ár til að heil­inn skipti per­sónu hennar í fjóra hluta. Mamma hennar skildi við föð­ur­inn sem hafði líka tekið hana á sam­komur fyrir aðra til að nota hana á sama hátt. Hún komst í með­ferð.

Konur hafa greini­lega líka gerst sekar um kyn­ferð­is­lega mis­notk­un, en ekki í nærri sama magni og fjölda og karlar hafa gert.

Hugs­an­legt lög­mál orsaka og afleið­inga þess að vera skipað að lemja allar til­finn­ingar niður – og það með sleggju

Ég sem kona hef mína eigin upp­lifun af afleið­ingum þess að hafa ekki fengið leyfi til að hafa mínar eigin til­finn­ingar og tár, svo að sumar þeirra komu út á kvöldin í tárum í kodd­ann. Svo að fyrir karl­menn með eitt­hvað öðru­vísi horm­óna­kerfi, en samt auð­vitað með til­finn­ingar og næmni, væri það líka skrömblun hið innra fyrir þá og í þeim.

Ég fæddi son í heim­inn sem sýndi mér ungur að hann hefði það mann­lega eðli að vera í tengslum við til­finn­ingar sínar og gat líka séð um að vilja vera í umhverfi sem væri til­finn­inga­lega nær­andi fyrir sig, og það til dæmis var með að biðja um að vera ekki settur í skóla­dag­heim­ilið sem þó var ný hug­mynd þá, heldur vildi hann einkaumönnun þegar ég var að vinna. Hann sýndi það einnig á ýmsan annan hátt, og við fundum þá umönnun handa hon­um.

Ég sagði aldrei að hann eða stelpan ættu ekki að gráta, en ef það gerð­ist var það sam­fé­lagið sem sá um þann heila­þvott, sem von­andi var ekki alveg eins sterkur þá og hjá minni kyn­slóð. En ég hefði átt að spyrja þau mun fleiri spurn­inga og tala um mun fleira en ég gerði.

En ég held samt að sá þungi sleggju á til­finn­ingar hafi byrjað að dofna því að kyn­slóðin og þá meina ég karl­menn á eftir mér, synir kyn­slóðar minnar sýna að alla­vega margir þeirra hafa allt aðra upp­lifun af því að verða feður en var með feður þeirra. Feður sem voru mjög vand­ræða­legir þegar þeir komu í heim­sókn á fæð­ing­ar­stofn­anir á árunum í kringum 1971. Og jafn­vel eftir að þeim var leyft að vera við­staddir fæð­ing­una í kringum 1973 þegar Fæð­ing­ar­heim­ilið var komið í gang og lög­unum var breytt. Faðir barna minna flúði af hólmi þeg­ar  búið var að dubba hann upp fyrir að vera við­staddur árið 1973 – flótti sem var djúp von­brigði fyrir mig.

Mis­mun­ur­inn á þeirri kyn­slóð karla og svo hinn veg­inn á þeim drengjum sem voru að fæð­ast á þeim tímum er mik­ill. Alla­vega eru margir virki­lega til­finn­inga­lega tengdir við barnið sem er að fæðast, og ég sé marga ljúfa feður með börnum sínum í versl­un­ar­mið­stöðvum hér í Adelaide.

Það að horfa á þætt­ina One born every minute hefur verið stór­kost­leg upp­lifun til að sjá þann mis­mun. Svo ekki sé gleymt að minn­ast á að það sýnir meiri mann­leg­heit og tengsl við allt í sér, en það sem hafði verið séð sem „karl-­mann-­legt“ sem ég sé sem ekk­ert nema vél­menn­is­við­horf.

Gæti bæl­ingin virkað í eða á DNA-ið í fólki? Eða er það meira val um lær­dóm til betri eða verri veg­ar?

Ég get alveg séð það fyrir mér hvað slíkur lang­tíma­n­ið­ur­barn­ingur er á þessu mik­il­væga til­finn­inga­kerfi sem við erum öll fædd með til að nota í líf­inu, geti lent í gen­unum og gert alls­konar skaða niður lín­una, en samt á mis­mun­andi hátt í mis­mun­andi ein­stak­ling­um.

Svo ef þessi mikla sleggja á til­finn­ingar varð að fara í gang þegar drengir voru og eru bara smá­börn, og feður og mæður bönn­uðu þeim að sýna að þeir væru mann­verur með til­finn­ing­ar, og tárin máttu ekki renna niður kinnar þeirra. Hvað gerð­ist hið innra í þeim við slíka kúg­un, hvað verður eftir í þeim, eftir að hafa varið árum og ára­tugum í að lemja allar til­finn­ingar sem rísa upp og eru illi­lega lurk­aðar nið­ur?

Hugsa sér tjónið sem hefur orðið í tauga­kerfum þeirra og verður ef þetta við­horf er enn í gangi. Hér í Ástr­alíu hefur það haft beina teng­ingu við mik­inn fjölda sjálfs­morða karl­manna, svo að nú eru nám­skeið í boði til að breyta þeim við­horfum og hegðun og hvetja þá til að ná sam­bandi við og tjá til­finn­ingar sín­ar.

Það að vinda ofan af slíkri lang­tíma­bæl­ingu ger­ist ekki á einu augna­bliki heldur tekur það sinn tíma og fer það eftir svo mörgu í hverjum og einum ein­stak­lingi, því að það snýst líka um að breyta hugs­unum sem taka ákvörðun um nýja opnun á til­finn­ing­um.

Auð­vitað hafa alltaf verið til karl­menn á öllum tímum sem voru ekki með það eðli að verða að nauðga eða mis­nota konur og leyft sér að hafa holla og góða teng­ingu við til­finn­ingar sín­ar.

Ég sé þá sem eldri sálir sem hafi lært afleið­ingar af þessum bæl­ing­um, en ekki haft mátt eða völd eða áhrif til að breyta því í sam­fé­lag­inu sínu.

Hinn eini staður sem allar þessar bældu til­finn­ingar lenda trú­lega í

Þar sem tauga­kerfið í kyn­fær­unum er þá trú­lega það eina sem eftir er í lík­am­anum ekki er hægt að nota þá með­ferð á. En ein­stak­lingar með næga með­vit­und geta séð um að mis­nota ekki þá kennd með því til dæmis að hafa sjálfs­af­greiðslu í fróun ef ekk­ert annað er við hend­ina, vegna þess að þær verða að nota þau til að pissa, og fyrir kyn­lífið sem þeir geta enn upp­lifað virkni í.

Svo upp­lifa sumir sig sem þeir eigi rétt á að fá útrás í gegnum það, sem er mjög hugs­an­lega ein af ástæðum fyrir þess­ari til­lits­lausu hegðun til kvenna, og einnig til karla ef þeir eru sam­kyn­hneigð­ir. 

Mér sem konu var sagt af móður minni að það væri aum­ingja­skapur að láta aðra sjá sig tár­ast á almanna­færi, en ég vissi samt innst inni af ein­hverri teg­und inn­sæis að það við­horf væri stór­lega mann­skemm­andi þó að ég gæti ekki tjáð þann sann­leika þá, og ég fékk sömu skila­boð í vinn­unni, því að þetta var þjóð­ar­við­horf.

Svo við það að hafa heyrt um það ótrú­lega magn hópa um allan heim sem hjálp­uðu hver öðrum að hafa aðgang að net­inu til að stunda þessa sjúku iðju á börn­um, þá fór það að læð­ast að mér að þetta gamla og kannski ekki það gamla við­horf væri alla­vega hluti af söku­dólgnum í þessu með lang­tíma nið­ur­lamdar til­finn­ing­ar.

Er það virki­lega svo harð­vírað inn í suma karla að verða að nauð­ga?

Svo er greini­lega stór hópur karla, sem sér það ekki, og telja að allt sem er sagt gegn þeirri þörf þeirra að verða að nauð­ga, eða mis­nota konur á hvaða hátt sem er, sé per­sónu­leg árás á þá, þegar það er fyrst og fremst árás á hegðun þeirra, sem er ekki það sama og annað um þá.

Það eru hugs­an­lega ungar sálir sem ein­kenna of mikið í gegnum kyn­færin og skilja ekki að það sé leið til að beisla það ástand, því að margir geta breytt hegðun ef þeir sjá að það borgi sig fyrir þá, eins og til dæmis til að sleppa við fang­els­is­vist. En ekki breytt svo mikið um hverjir þeir eru sem per­són­ur.

Það er að segja ef sú hegðun að nauðga er upp­lifuð af þeim sem mik­il­vægum hluta per­sónu þeirra, sem væri mjög sorg­legt. Auð­vitað kemur per­sónu­leik­inn með að ein­hverju leyti í því ferli að leita eftir mann­veru til að fá útrás á, og þá er hinum svo­kall­aða „sjar­ma“ oft beitt til að fá kon­una til að koma með sér á stað­inn sem þeir hafa valið fyrir glæp­inn. Þeir blekkja kon­una í milli­tíð­inni með daðri, sem í raun er ekk­ert nema vill­ing­ar­vopn til að ná að fá þá konu sem þeir vilja nauð­ga, og oft líka drepa eins og við sjáum of oft hér, næst á þann stað sem þeir hafa val­ið. Hlutir sem ger­ast því miður meira í svo fjöl­mennum sam­fé­lög­um.

Af hverju þurfa menn að nauð­ga? Er það valda­hungur eða veiði­eðli? Er það ástand eðli hugs­an­lega frá djúpri ómeð­vit­aðri hegðun frá lang­tíma­mis­með­ferð sem þeir hafa upp­lifað um sínar eigin til­finn­ing­ar? Er það með­vituð eða ómeð­vituð sæð­is­dýrk­un?

Það eru trú­lega ótal mis­mun­andi ástæður fyrir slíku, sem ég get ekki vitað um. Ég er ekki karl­mað­ur, né með það hug­ar­far.

Ég get bara sett fram spurn­ingar því að ég veit ekki hvert svarið er, en finnst það alltaf óskilj­an­legt af hverju þeir vilji ekki frekar hafa kyn­mök í ljúfu and­rúms­lofti ástar og sam­þykk­is, en í eins­konar stríðs­á­standi.

Ég hitti mann í dans­húsi á Íslandi fyrir meira en þrjá­tíu árum sem sá sæði sitt sem mik­il­vægt til að skapa börn, en sá enga þörf fyr­ir, né hafði neina löngun til að sinna eða elska þá ein­stak­linga sem sæði hans gæti skap­að. Hann vildi þá sem eins­konar vinn­ings­bik­ara en ekki sem mann­verur með til­finn­ingar og þarf­ir. Það var hugs­an­lega af því að faðir hans sinnti honum ekki? Hvað gerir það í heila­búum drengja að faðir þeirra hundsi þá?

Þögg­un­ar­snúran skaðar ekki bara tján­ingu heldur bælir líka til­finn­ing­arnar

Og af því að sú hegðun var í þögg­un­ar-snúru karl­veld­is­ins eins of til dæmis að hundsa börnin sín, og ekki ræða um nauðg­anir sem þeir voru sekir um, og aldrei rætt né séð sem vanda­mál, heldur metið sem sjálf­sagður réttur þeirra til að fá útrás á þess­ari einu til­finn­ingatján­ingu sem þeim var föl, sem var og er um kyn­fær­in. Af því að þeir voru og hafa verið sneiddir þeim hluta lífs­ins í sér. Svo að þess vegna hafa þeir aldrei náð í fyrsta lagi að skilja að þeir þurfi hjálp, hvað þá leita henn­ar.

Trú­lega hefur ekki nein gagn­leg hjálp verið til handa slíkri hegðun um ald­ir. Svo að þá er trú­lega eðli­legt að þeir skilja ekki að þeir hafi vanda­mál, frekar en ég eftir að virði mitt sem mann­veru var strikað út nema ef ég „fyndi mann og skaff­aði þjóð­inni börn“ sem tók stóran en óskil­greindan skammt af mínu til­finn­inga­lega sjálfi í burtu í hálfa öld. Það sem er svaka­legt er að ég vissi ekki einu sinni að ég hefði það vanda­mál fyrr en þá, sem var og er of seint til að laga dæm­ið.

Það atvik var frá þeirri djúpu með­töku í konum frá því sem karl­veldið hafði heila­þvegið þær um í langan tíma, að sæðið yrði að blífa – þó að þeir not­uðu ekki þau orð – en útkoman var í þá átt. Karl­veldið var sem sagt mik­il­væg­ara en kven­kyn, sem samt er nauð­syn­legt svo að fleiri þegnar birt­ist.

Fötlun í hugum manna með of sterkra karl­horm­óna

Karl­horm­ónar á háu stigi stýra oft þeirri til­hneig­ingu og trú í þeim sem hafa hana í miklu magni en án visku, að skoð­anir þeirra og við­horf séu betri en allra ann­arra. Horm­óna­kerfi sem hefur enga teng­ingu við rök­hyggju, skyn­semi, samúð eða sam­hygð.

Það að svo mikið sé í fréttum á síð­ustu árum um mis­notkun karla á þessum horm­ónum er vegna fjöl­miðla, en ekki vegna þess að kyn­ferð­is­leg mis­notkun sé ný. Sú hegðun hefur gerst í gegnum ald­irnar síðan mann­kyn varð til.

Hvað er það í heilum karla sem láta þá hugsa þannig?

Hér í millj­óna sam­fé­lagi var til dæmis þann 22. júlí 2019 frétt um mann sem drap kon­una af því að hún vildi enda sam­band­ið. Og það er alltaf að ger­ast.

Nauðg­anir og dráp á konum sem sumir karl­menn sjá sem eins­konar fast­eign, og þeir geta ekki sleppt taki sínu á né skilið að hún fór í sam­bandið sem sam­ferða­mann­vera, en ekki sem fast­eign. Hún neyð­ist svo til að þurfa að enda sam­bandið ef það er ekki að virka fyrir hana vegna ofbeldis í mann­in­um.

En mað­ur­inn er trú­lega svo til­finn­inga­lega þroska­heftur frá við­horfum þjóð­ar­innar sem hefur ekki boðið upp á neina leið­bein­ingu í þeim svo að hið innra er hann eins og smá­barn sem sér þá ákvörðun sem dauða­dóm í sér. Eða er með svo mikla frekju og eig­in­girni að hann getur ekki unnt henni þess að byrja nýtt líf, og þá kannski með öðrum manni.

Hann er ófær um að sjá að hún hafi rétt til að enda sam­band­ið. Endar því líf hennar með hníf eða byssu, frekar en að kveðja og byrja upp á nýtt, og þá von­andi eitt­hvað vitr­ari og með hegðun sem þarf að breyt­ast.

Hvaða bæl­ing virkar þannig? Kannski skortur á víð­sýni um líf­ið, til­finn­inga­legur van­þroski og ófærni um að sjá nýja mögu­leika fyrir hann sem hana. Þeir virð­ast sjá endi á sam­bandi sem hurð sé skellt er á þá, og líf­inu sé lokið og telja kannski að þá sé engum annt um þá, og þurfa þá að læra að það sé ekki veru­leiki heldur mein­loka.

Tregða margra yfir­valda heims til að hjálpa þeim sem eiga við fíkn og önnur geð­ræn og til­finn­inga­leg vanda­mál að glíma, er dæmi um að þessi afneitun er enn algeng og stjórn­völd telja greini­lega að pen­ingum sé ekki vel varið í að hjálpa þeim, sem auð­vitað er önnur sorg­leg mein­loka.

Afleið­ingar til­finn­inga­bæl­ingar í körlum á konur

Svo að það var slá­andi og sjokker­andi að lesa á The Guar­dian frá kon­unni sem stofn­aði #MeToo-hreyf­ing­una segja mann­kyni í fjöl­miðlum að nú séu karlar að sjá hina frá­bæru #MeToo-hreyf­ingu sem meiri­háttar árásir á sig, og sjá sig sem mikil fórn­ar­lömb sem sýnir að sá hópur er ansi sjálf­hverf­ur, af því að við höfum þegar séð að mjög margir karl­menn skilja hið góða í þeirri hreyf­ingu og hafa fagnað henni.

Ef ein­stak­lingar hins­vegar taka mál­efnið of langt, er það ekki mál­efn­inu og hreyf­ing­unni að kenna, heldur túlkun þeirra sem hugs­an­lega hafa tekið það í ranga átt eða þeir sem vilja ekki láta benda á hegðun sína, og kenna hreyf­ing­unni um það.

Konur hafa verið meiri fórn­ar­lömb margs frá körlum um ald­ir. En auð­vitað hafa þeir þá líka verið fórn­ar­lömb, eða fengið órétt­látan skammt af sumum hlutum lífs­ins, þó á allt annan hátt væri.

Og það af því að það hafa verið konur sem hafa séð það að sinna börnum sem sinn einka­heim, og ekki leitt eig­in­menn inn í það með þeim að sinna unga­barn­inu frá byrjun og þar með hugs­an­lega oft sett upp vissa til­finn­inga­lega veggi í körlum varð­andi börnin sín.

Það er svo greini­legt hversu þetta með for­eldrun og til­finn­ingar er oft allt annað í dag hjá mörg­um, miðað við það sem var um ald­ir.

Til dæmis sá ég feður kyn­slóðar minnar og systk­ina ekki skipta á bleyj­um, ekki aka barna­vögnum eða kerrum eða mata börnin eða sinna á neinn hátt, og voru ansi fjar­lægir þessum ungu mann­ver­um. Svo hvað það gerði í þeim er spurn­ing sem aðeins þeir geta svar­að. Það var frá þess­ari bæl­ingu og að það væri ekki séð sem karl­manns­verk að skipta á bleyjum og sinna börn­um.

Með­virkni kvenna var ansi algeng í þeirri mis­notk­un. Ég lærði að móðir mín var í því liði þegar ég sagði henni frá kyn­ferð­is­legri áreitni gam­als manns gagn­vart mér sem ung­lingi. Manns sem hún vissi hver var. Ég lærði svo frá svörum hennar að reynsla mín og til­finn­ingar skiptu hana enga máli, en þess manns öllu máli sem birt­ist með því hvernig hún stóð upp fyrir hon­um, um hvað hann hafði vilj­að. Hún sýndi mér enga sam­hygð né skiln­ing á hvernig upp­lifun það myndi hafa ver­ið. Móðir vin­konu var með sömu merkjum brennd sem kom fram þegar systk­inin tóku stjúp­föður sinn fyrir lög og rétt fyrir mis­notk­un, móð­irin hafði enga sam­kennd með börn­unum sínum en allar fyrir mann­in­um.

Það sann­aði fyrir mér að konur sem voru fæddar snemma á síð­ustu öld og fyrr, voru of oft heila­þvegnar og upp­lifðu sig of virð­is­lausar og van­mátt­ugar hið innra til að mót­mæla því veldi. Vegna þess að allt kerfið í þeim trúði í raun að karl­veldið skyldi blífa. Þarfir karla voru mik­il­væg­ari en þarfir kvenna. Við sáum það líka frá við­horfum í eldri konum í Frakk­landi þegar #MeToo-hreyf­ingin fór af stað.

Sæð­is­dýrkun og heila­þvottur á konum skap­aði og skapar enn ójafn­vægi

Karlar hefðu gagn af því að sjá sæði sitt sem banka­reikn­ing sinn, frekar en afurð til að sýna allt þetta ábyrgð­ar­leysi um hvar þeir skilja það eft­ir. Kæru­leysi og ábyrgð­ar­leysi hefur gengið á um ald­ir, og æski­legra er að skilja það ekki eftir þar sem það skapar barn sem þeir vilji ekki fá, sinna, né borga með­lag með.

Í kvik­mynd­inni Broke Back Mountain með Heath Led­ger sem var ástr­alskur leik­ari (lést allt of ung­ur) sést þessi sæð­is­dýrkun í því að mað­ur­inn sem hann lék er sam­kyn­hneigð­ur, en samt giftur að þeirra tíma sið. En hann þoldi ekki þegar konan sagði að hún væri að nota getn­að­ar­varnir eftir að hún hafði séð hann kyssa mann á ástríðu­fullan hátt, og vissi þá hvert stefndi og hætti ekki á að verða barns­haf­andi aft­ur.

Hún var ekki viljug að bæta við börnum í fjöl­skyld­una þrátt fyrir að hann vissi hver kyn­hneigð hans var, og varð hann æfur yfir ákvörðun kon­unnar að vilja nota getn­að­ar­vörn.

Grunn­ur­inn að þeirri hegðun var sæð­is­rétt­ur­inn. Mik­il­vægi sæðis þeirra sem blíf­ur, en ekki nærri alltaf umhyggja fyrir blessuðum börn­unum sem eru getin og fæðast, og þá ansi oft langt frá því að vera vel­kom­in. Svo er sá réttur tengdur til­finn­inga­bæl­ing­un­um?

Til­finn­ingar og hugs­anir eru auð­vitað yfir­leitt ansi sam­tvinn­að­ar, og þar liggur tæki­færið til að læra þær umferð­ar­reglur sem við getum verið glöð með að lifa eft­ir.

Mað­ur­inn sem skrif­aði hand­ritið að kvik­mynd­inni Cider House Rules er einn af þeim þrosk­uðu karl­mönnum sem sá þetta og skildi. Hann er jafn­rétt­is­sinni.

---

Athuga­semd frá höf­undi:

Ég sé mig ekki sem neinn sér­fræð­ing heldur meira sem lang­tíma­vitni að öllu þessu til­finn­inga­lega ójafn­vægi sem ég lifði við í hinu íslenska þjóð­fé­lagi og var og er auð­vitað enn að ger­ast um allan heim. Það er því miður greini­lega enn í gangi miðað við við­horf of margra karla til kvenna, þó að æ fleiri karl­menn séu jafn­rétt­is­sinn­aðir og lausir við þá hegðun sem hér er mest lýst.

Það að vera kona hefur líka skilað einu og öðru inn í heilabú mitt frá svo mörgu sem ég hef orðið vitni að, upp­lif­að, lesið og heyrt.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar