Útþenslu höfuðborgarsvæðisins er langt því frá lokið

Dagur Bollason fjallar um skipulagsmál á höfuðborgarsvæðinu.

Auglýsing

Höf­uð­borg­ar­svæðið er að taka stakka­skiptum sem betur fer. Sumir eiga kannski bágt með að trúa því en meðal allra sveit­ar­fé­lag­anna (Reykja­vík­ur, Garða­bæj­ar, Mos­fells­bæj­ar, Sel­tjarn­ar­ness, Kópa­vogs og Hafn­ar­fjarð­ar) er raun­veru­leg sam­staða til þess að breyta svæð­inu úr slitr­óttum úthverfa­búta­saumi bíla­skipu­laga í heild­stætt borg­ar­svæði. Þvert á sveit­ar­fé­lög og þvert á flokka. Þessi við­leitni birt­ist í tví­þættri stefnu. Annar ang­inn er auð­vitað Borg­ar­línan þar sem mark­miðið er að mynd­ar­legur hluti borg­ar­búa geti reitt sig á almenn­ings­sam­göngur til flestra ferða. Byggð á höf­uð­borg­ar­svæð­inu er ákaf­lega gisin sem veikir rekstr­ar­grund­völl almenn­ings­sam­gangna og því byggir hinn ang­inn á því að þétta byggð á höf­uð­borg­ar­svæð­inu veru­lega. Því er stundum slegið fram í opin­berri umræðu og í fjöl­miðlum að þetta tvennt sé ein­hvers­konar einka­á­huga­mál meiri­hluta borg­ar­innar eða borg­ar­stjóra en slíkt er órafjarri lagi. Um þessi tvö stefnu­mál ríkir ein­hugur meðal allra sveit­ar­fé­laga höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins.

Núgild­andi svæð­is­skipu­lag höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins er til þess að gera mjög fram­sækin stefnu­mót­un­ar­á­ætl­un. Innan þess hefur verið mótuð ákaf­lega mik­il­væg stefna meðal sveit­ar­fé­lag­anna að koma böndum á útþenslu byggðar (e. urban sprawl) með því að skil­greina vaxt­ar­mörk sveit­ar­fé­lag­anna tals­vert þröngt. Höf­uð­borg­ar­svæð­ið, eins og svo margar aðrar borgir sem tóku vaxt­ar­kippi á miðri síð­ustu öld, er grátt leikin af illa skipu­lagðri útþenslu byggð­ar. Í sem fæstum orðum er útþensla byggðar dýr – efna­hags­lega, heilsu­fars­lega, umhverf­is­lega og félags­lega. Skilj­an­lega ríkir um það ein­hug­ur, meira að segja í póli­tískt fjöl­breyttri flóru höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, að koma böndum á útþenslu byggðar og þétta borg­ar­netið eins og kostur er.

Önnur mik­il­væg for­senda svæð­is­skipu­lags höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins felst í þeirri áætlun að íbúum höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins muni fjölga um 70.000 manns til árs­ins 2040. Í því er fólgið ákveðið sókn­ar­færi höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins um að koma þeim íbúa­fjölda fyrir innan þétt­ing­ar­reita og þar af leið­andi slá tvær kunn­ug­legar flugur í einu höggi: Tempra ótví­ræð nei­kvæð áhrif útþenslu byggðar og styrkja veru­lega rekstr­ar­grund­völl Borg­ar­línu.

Auglýsing

Atvinnu­svæðið teygir út anga sína

Í Morg­un­blað­inu nýlega birt­ist við­tal við borg­ar­full­trúa úr Breið­holt­inu sem skaut að áhuga­verðri athuga­semd: „Bróðir minn býr í Þor­láks­höfn og er 35 mín­útur að keyra að austan til vinnu í Graf­ar­vogi, en ég gjarnan um þrjú korter að kom­ast niður í Ráð­hús héðan úr Breið­holt­i.“

Fyrir 13,5 millj­ónir er hægt að tryggja sér nýbyggða, rúm­lega 40 fer­metra íbúð í Þor­láks­höfn en sam­bæri­leg ný íbúð á höf­uð­borg­ar­svæð­inu kostar á bil­inu 32-39 millj­ón­ir. Auð­vitað er full­kom­lega skilj­an­legt að fast­eigna­verð á lands­byggð­inni sé ekki jafn hátt og á höf­uð­borg­ar­svæð­inu en sveit­ar­fé­lögin í nágrenni höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins virð­ast vera átta sig á þeim gæðum sem fel­ast í til­tölu­lega mik­illi nálægð við höf­uð­borg­ar­svæðið og ætla að not­færa sér það til að trekkja að íbúa, upp­bygg­ingu og skatt­tekjur með ódýrum lóð­um. Á heima­síðu Hvera­gerð­is­bæjar má finna frétt frá síð­ustu ára­mótum þar sem gríð­ar­leg íbúa­fjölgun í bænum er fyrst og fremst sett í sam­hengi við nálægð við höf­uð­borg­ar­svæð­ið: „Hvera­gerði er vin­sæll bær til búsetu enda njóta íbúar nálægðar við höf­uð­borg­ar­svæðið en njóta samt lífs­gæða lands­byggð­ar­inn­ar. Íbúum í Hvera­gerði hefur fjölgað um 857 frá því árið 2000 eða um 48,8%.“ Lands­hluta­sam­tök Suð­ur­nesja og Vest­ur­lands líta bæði svo á að nálægð við höf­uð­borg­ar­svæðið sé mik­ill kostur og lyk­il­at­riði í upp­bygg­ingu ein­stakra bæja.

Sveit­ar­fé­lögin í kringum höf­uð­borg­ar­svæðið (Akra­nes, Hvera­gerði, Vog­ar, Grinda­vík, Reykja­nes­bær, Ölfus og Árborg svo ein­hver séu nefnd) eru einmitt þau sveit­ar­fé­lög sem vaxið hafa hvað mest síð­ustu ár umfram önnur íslensk sveit­ar­fé­lög en til að mynda hefur íbúa­fjöldi þess­ara sveit­ar­fé­laga vaxið um 57% síð­ast­liðin 20 ár meðan á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hefur fjölgað um 35%. Nákvæm­lega hvað skýrir þennan gíf­ur­lega vöxt eru áhöld um en aug­ljós­lega eiga öll þessi sveit­ar­fé­lög einn mik­il­vægan þátt sam­eig­in­legan: Nálægð við höf­uð­borg­ar­svæð­ið.

Dæmið frá borg­ar­full­trú­anum er langt því frá eins­dæmi eins og flestir geta vottað um – höf­uð­borg­ar­svæðið sem atvinnu­svæði er miklu stærra en vaxt­ar­mörk þess segja til um. Í nýlegri rann­sókn kemur fram að allt að fjórð­ungur vinn­andi íbúa Hvera­gerð­is, Ölf­uss og Akra­ness starfi á höf­uð­borg­ar­væð­inu en hlut­fallið er nær þriðj­ungi þegar kemur að Vog­um. Þeim 70 þús­und nýju ein­stak­lingum sem höf­uð­borg­ar­svæðið gerir ráð fyrir á næstu 20 árum er því að bjóð­ast val­kostur sem gæti sett allar for­sendur svæð­is­skipu­lags höf­uð­borg­ar­svæð­ins um þétt­ingu byggðar og Borg­ar­línu úr skorð­um.

Auk þess að gera þétt­ingu byggðar og Borg­ar­línu erf­ið­ara fyrir er aug­ljóst að sá fjöldi Hver­gerð­inga, Skaga­manna og Reykja­nes­búa sem dag­lega sækja vinnu inn á höf­uð­borg­ar­svæðið komi þangað á einka­bíl með til­heyr­andi sliti, meng­un, svifryki, hávaða og álagi á vega­kerfi. Varla hefur farið fram hjá neinum að sveit­ar­fé­lög höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins (og þá sér­stak­lega Reykja­vík) hafi það fram­ar­lega á stefnu­skránni að draga veru­lega úr umferð einka­bíls­ins og því gæti verið um að ræða veru­lega strik í reikn­ing þeirra fyr­ir­ætl­ana. Sveit­ar­fé­lögin á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hafa tekið höndum saman og lyft grettistaki í átak­inu gegn útþenslu byggðar en nágranna­sveit­ar­fé­lögin hafa gripið bolt­ann á lofti og upp er komin snúin staða fyrir höf­uð­borg­ar­svæð­ið.

Homo economicus

Fyrir sér­stak­lega þá sem vinna í útjaðri höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins getur aug­ljós­lega verið mjög freist­andi að velja sér frekar búsetu í nágranna­sveit­ar­fé­lagi heldur en í hring­iðu höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins þegar í húfi eru ótví­ræð gæði lands­byggða­lífs, mögu­lega styttri ferða­tími til og frá vinnu og umtals­vert lægra hús­næð­is­verð. Þetta er reikn­ings­dæmi sem fólk, ekki síst vænt­an­legir fast­eigna­kaup­end­ur, er að velta mjög alvar­lega fyrir sér. Um það vitnar 17% íbúa­fjölgun í Árborg og Grinda­vík síð­ustu 10 ár til dæmis og 20% hækkun fast­eigna­verðs á Akra­nesi á örfáum árum.

Ekki er seinna vænna fyrir sveit­ar­fé­lög höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins að taka þá umræðu um hvort eða hvernig eigi að taka á þess­ari stöðu en hér er um að ræða klass­íska afleið­ingu þess að sveit­ar­fé­lög séu í sam­keppni um íbúa, upp­bygg­ingu og skatt­tekj­ur. Í ára­tugi leiddi sú sam­keppni höf­uð­borg­ar­sveit­ar­fé­lag­anna af sér galið fyr­ir­komu­lag illa skipu­lagðra úthverfa sund­ur­sneidd af hrað­brautum í kjöl­far ódýrra lóða­út­hlut­ana. Í dag hafa sveit­ar­fé­lögin á höf­uð­borg­ar­svæð­inu þó gert milli sín sam­komu­lag um að slaka á inn­an­hússam­keppn­inni til að vinna að umhverf­is­vænum sjón­ar­miðum almenn­ings­sam­gangna og þétt­ingu byggð­ar. Á for­sendum umhverf­is­ins er því ekki lengur verið að bjóða upp á ódýrar lóðir í útjaðri byggðar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu en það stöðvar ekki útjaður höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins til þess að gera það.

Höf­undur er stefnu­mót­un­ar­sér­fræð­ing­ur.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ríkið reiknar með að fá 75 milljarða fyrir helming af eigninni í Íslandsbanka á næsta ári
Sá hlutur sem ríkið seldi í Íslandsbanka í sumar hefur hækkað um rúmlega 31 milljarð króna í virði á nokkrum mánuðum. Reiknað er með að ríkissjóður fái 75 milljarða fyrir helming útistandandi hlutar síns í bankanum næsta sumar. Restin verður seld 2023.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Að sjá hið ósýnilega og þekkja hið hversdagslega
Kjarninn 30. nóvember 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnir nýtt fjárlagafrumvarp í morgun.
Stóru breytingarnar snúast um gjöldin af bílunum og akstrinum
Fjármálaráðherra segir að það stefni að óbreyttu í óefni hvað varðar tekjuöflun hins opinbera af ökutækjum og akstri. Jafna þurfi byrðar og láta rafbílaeigendur greiða meira. Hækkun kolefnisgjalds kemur til greina, en gæta þarf að jafnræði.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, við kynningu á fjárlagafrumvarpi ársins 2022 í morgun
Afkoma ríkissjóðs batnar um 120 milljarða króna milli ára
Bjartari sviðsmyndir um afkomu ríkissjóðs eru að raungerast. Peningar verða settir í viðbótarhækkun á bótum örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega og framlög til heilbrigðismála aukast mest. Ef markaðsástæður eru góðar verður ráðist í frekari sölu á banka.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Frá gjörgæsludeildinni á Landspítalanum.
Gjörgæsluálagið vegna COVID-19 með því mesta á Norðurlöndunum
Ísland hefur færri gjörgæslurými á höfðatölu en öll hin Norðurlöndin. Vegna þess var mun hærra hlutfall þeirra undirlagt af COVID-19 sjúklingum hérlendis þegar faraldurinn var í hæstu hæðum heldur en í Noregi, Danmörku og Finnlandi.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Ísland raðgreinir mest í heimi
Í Suður-Afríku, þar sem hið nýja afbrigði kórónuveirunnar Ómíkron greindist fyrst í síðustu viku, eru innan við 1 prósent jákvæðra sýna raðgreind. Hlutfallið er langhæst á Íslandi.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra.
Jóhanna gagnrýnir ríkisstjórn undir forystu Vinstri grænna fyrir að fjölga ráðuneytum
Fyrrverandi forsætisráðherra segir það vekja furðu að Vinstri græn ætli að „afhenda íhaldinu“ umhverfis-og loftslagsmálin. Það hafi barist kröftulega gegn rammaáætlun í áratug.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Orri Páll Jóhannesson er nýr þingflokksformaður Vinstri grænna.
Orri Páll þingflokksformaður Vinstri grænna
Orri Páll Jóhannsson var í dag valinn þingflokksformaður Vinstri grænna. Bjarni Jónsson verður ritari þingflokksins.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar