Útþenslu höfuðborgarsvæðisins er langt því frá lokið

Dagur Bollason fjallar um skipulagsmál á höfuðborgarsvæðinu.

Auglýsing

Höf­uð­borg­ar­svæðið er að taka stakka­skiptum sem betur fer. Sumir eiga kannski bágt með að trúa því en meðal allra sveit­ar­fé­lag­anna (Reykja­vík­ur, Garða­bæj­ar, Mos­fells­bæj­ar, Sel­tjarn­ar­ness, Kópa­vogs og Hafn­ar­fjarð­ar) er raun­veru­leg sam­staða til þess að breyta svæð­inu úr slitr­óttum úthverfa­búta­saumi bíla­skipu­laga í heild­stætt borg­ar­svæði. Þvert á sveit­ar­fé­lög og þvert á flokka. Þessi við­leitni birt­ist í tví­þættri stefnu. Annar ang­inn er auð­vitað Borg­ar­línan þar sem mark­miðið er að mynd­ar­legur hluti borg­ar­búa geti reitt sig á almenn­ings­sam­göngur til flestra ferða. Byggð á höf­uð­borg­ar­svæð­inu er ákaf­lega gisin sem veikir rekstr­ar­grund­völl almenn­ings­sam­gangna og því byggir hinn ang­inn á því að þétta byggð á höf­uð­borg­ar­svæð­inu veru­lega. Því er stundum slegið fram í opin­berri umræðu og í fjöl­miðlum að þetta tvennt sé ein­hvers­konar einka­á­huga­mál meiri­hluta borg­ar­innar eða borg­ar­stjóra en slíkt er órafjarri lagi. Um þessi tvö stefnu­mál ríkir ein­hugur meðal allra sveit­ar­fé­laga höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins.

Núgild­andi svæð­is­skipu­lag höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins er til þess að gera mjög fram­sækin stefnu­mót­un­ar­á­ætl­un. Innan þess hefur verið mótuð ákaf­lega mik­il­væg stefna meðal sveit­ar­fé­lag­anna að koma böndum á útþenslu byggðar (e. urban sprawl) með því að skil­greina vaxt­ar­mörk sveit­ar­fé­lag­anna tals­vert þröngt. Höf­uð­borg­ar­svæð­ið, eins og svo margar aðrar borgir sem tóku vaxt­ar­kippi á miðri síð­ustu öld, er grátt leikin af illa skipu­lagðri útþenslu byggð­ar. Í sem fæstum orðum er útþensla byggðar dýr – efna­hags­lega, heilsu­fars­lega, umhverf­is­lega og félags­lega. Skilj­an­lega ríkir um það ein­hug­ur, meira að segja í póli­tískt fjöl­breyttri flóru höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, að koma böndum á útþenslu byggðar og þétta borg­ar­netið eins og kostur er.

Önnur mik­il­væg for­senda svæð­is­skipu­lags höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins felst í þeirri áætlun að íbúum höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins muni fjölga um 70.000 manns til árs­ins 2040. Í því er fólgið ákveðið sókn­ar­færi höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins um að koma þeim íbúa­fjölda fyrir innan þétt­ing­ar­reita og þar af leið­andi slá tvær kunn­ug­legar flugur í einu höggi: Tempra ótví­ræð nei­kvæð áhrif útþenslu byggðar og styrkja veru­lega rekstr­ar­grund­völl Borg­ar­línu.

Auglýsing

Atvinnu­svæðið teygir út anga sína

Í Morg­un­blað­inu nýlega birt­ist við­tal við borg­ar­full­trúa úr Breið­holt­inu sem skaut að áhuga­verðri athuga­semd: „Bróðir minn býr í Þor­láks­höfn og er 35 mín­útur að keyra að austan til vinnu í Graf­ar­vogi, en ég gjarnan um þrjú korter að kom­ast niður í Ráð­hús héðan úr Breið­holt­i.“

Fyrir 13,5 millj­ónir er hægt að tryggja sér nýbyggða, rúm­lega 40 fer­metra íbúð í Þor­láks­höfn en sam­bæri­leg ný íbúð á höf­uð­borg­ar­svæð­inu kostar á bil­inu 32-39 millj­ón­ir. Auð­vitað er full­kom­lega skilj­an­legt að fast­eigna­verð á lands­byggð­inni sé ekki jafn hátt og á höf­uð­borg­ar­svæð­inu en sveit­ar­fé­lögin í nágrenni höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins virð­ast vera átta sig á þeim gæðum sem fel­ast í til­tölu­lega mik­illi nálægð við höf­uð­borg­ar­svæðið og ætla að not­færa sér það til að trekkja að íbúa, upp­bygg­ingu og skatt­tekjur með ódýrum lóð­um. Á heima­síðu Hvera­gerð­is­bæjar má finna frétt frá síð­ustu ára­mótum þar sem gríð­ar­leg íbúa­fjölgun í bænum er fyrst og fremst sett í sam­hengi við nálægð við höf­uð­borg­ar­svæð­ið: „Hvera­gerði er vin­sæll bær til búsetu enda njóta íbúar nálægðar við höf­uð­borg­ar­svæðið en njóta samt lífs­gæða lands­byggð­ar­inn­ar. Íbúum í Hvera­gerði hefur fjölgað um 857 frá því árið 2000 eða um 48,8%.“ Lands­hluta­sam­tök Suð­ur­nesja og Vest­ur­lands líta bæði svo á að nálægð við höf­uð­borg­ar­svæðið sé mik­ill kostur og lyk­il­at­riði í upp­bygg­ingu ein­stakra bæja.

Sveit­ar­fé­lögin í kringum höf­uð­borg­ar­svæðið (Akra­nes, Hvera­gerði, Vog­ar, Grinda­vík, Reykja­nes­bær, Ölfus og Árborg svo ein­hver séu nefnd) eru einmitt þau sveit­ar­fé­lög sem vaxið hafa hvað mest síð­ustu ár umfram önnur íslensk sveit­ar­fé­lög en til að mynda hefur íbúa­fjöldi þess­ara sveit­ar­fé­laga vaxið um 57% síð­ast­liðin 20 ár meðan á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hefur fjölgað um 35%. Nákvæm­lega hvað skýrir þennan gíf­ur­lega vöxt eru áhöld um en aug­ljós­lega eiga öll þessi sveit­ar­fé­lög einn mik­il­vægan þátt sam­eig­in­legan: Nálægð við höf­uð­borg­ar­svæð­ið.

Dæmið frá borg­ar­full­trú­anum er langt því frá eins­dæmi eins og flestir geta vottað um – höf­uð­borg­ar­svæðið sem atvinnu­svæði er miklu stærra en vaxt­ar­mörk þess segja til um. Í nýlegri rann­sókn kemur fram að allt að fjórð­ungur vinn­andi íbúa Hvera­gerð­is, Ölf­uss og Akra­ness starfi á höf­uð­borg­ar­væð­inu en hlut­fallið er nær þriðj­ungi þegar kemur að Vog­um. Þeim 70 þús­und nýju ein­stak­lingum sem höf­uð­borg­ar­svæðið gerir ráð fyrir á næstu 20 árum er því að bjóð­ast val­kostur sem gæti sett allar for­sendur svæð­is­skipu­lags höf­uð­borg­ar­svæð­ins um þétt­ingu byggðar og Borg­ar­línu úr skorð­um.

Auk þess að gera þétt­ingu byggðar og Borg­ar­línu erf­ið­ara fyrir er aug­ljóst að sá fjöldi Hver­gerð­inga, Skaga­manna og Reykja­nes­búa sem dag­lega sækja vinnu inn á höf­uð­borg­ar­svæðið komi þangað á einka­bíl með til­heyr­andi sliti, meng­un, svifryki, hávaða og álagi á vega­kerfi. Varla hefur farið fram hjá neinum að sveit­ar­fé­lög höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins (og þá sér­stak­lega Reykja­vík) hafi það fram­ar­lega á stefnu­skránni að draga veru­lega úr umferð einka­bíls­ins og því gæti verið um að ræða veru­lega strik í reikn­ing þeirra fyr­ir­ætl­ana. Sveit­ar­fé­lögin á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hafa tekið höndum saman og lyft grettistaki í átak­inu gegn útþenslu byggðar en nágranna­sveit­ar­fé­lögin hafa gripið bolt­ann á lofti og upp er komin snúin staða fyrir höf­uð­borg­ar­svæð­ið.

Homo economicus

Fyrir sér­stak­lega þá sem vinna í útjaðri höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins getur aug­ljós­lega verið mjög freist­andi að velja sér frekar búsetu í nágranna­sveit­ar­fé­lagi heldur en í hring­iðu höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins þegar í húfi eru ótví­ræð gæði lands­byggða­lífs, mögu­lega styttri ferða­tími til og frá vinnu og umtals­vert lægra hús­næð­is­verð. Þetta er reikn­ings­dæmi sem fólk, ekki síst vænt­an­legir fast­eigna­kaup­end­ur, er að velta mjög alvar­lega fyrir sér. Um það vitnar 17% íbúa­fjölgun í Árborg og Grinda­vík síð­ustu 10 ár til dæmis og 20% hækkun fast­eigna­verðs á Akra­nesi á örfáum árum.

Ekki er seinna vænna fyrir sveit­ar­fé­lög höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins að taka þá umræðu um hvort eða hvernig eigi að taka á þess­ari stöðu en hér er um að ræða klass­íska afleið­ingu þess að sveit­ar­fé­lög séu í sam­keppni um íbúa, upp­bygg­ingu og skatt­tekj­ur. Í ára­tugi leiddi sú sam­keppni höf­uð­borg­ar­sveit­ar­fé­lag­anna af sér galið fyr­ir­komu­lag illa skipu­lagðra úthverfa sund­ur­sneidd af hrað­brautum í kjöl­far ódýrra lóða­út­hlut­ana. Í dag hafa sveit­ar­fé­lögin á höf­uð­borg­ar­svæð­inu þó gert milli sín sam­komu­lag um að slaka á inn­an­hússam­keppn­inni til að vinna að umhverf­is­vænum sjón­ar­miðum almenn­ings­sam­gangna og þétt­ingu byggð­ar. Á for­sendum umhverf­is­ins er því ekki lengur verið að bjóða upp á ódýrar lóðir í útjaðri byggðar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu en það stöðvar ekki útjaður höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins til þess að gera það.

Höf­undur er stefnu­mót­un­ar­sér­fræð­ing­ur.

Fimm fjölmiðlamenn með yfir milljón á mánuði á RÚV
Egill Helgason var tekjuhæsti fjölmiðlamaðurinn á RÚV á síðasta ári en þar á eftir kemur Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Tryggvi Felixson
Norrænt samstarf – öflugt eða orðin tóm?
Kjarninn 20. ágúst 2019
Ásakar Samtök atvinnulífsins um valdarán
Formaður VR vill að atvinnurekendur víki úr stjórnum lífeyrissjóða þar sem þeir vilji hafa sjóðina út af fyrir sig „svo hægt sé að halda braskinu áfram með peninga og fjármuni launafólks.“
Kjarninn 20. ágúst 2019
Eigendur Aton.JL. Frá vinstri: Agnar Tr. Lemacks, Ingvar Sverrisson, Viggó Örn Jónsson og Huginn Freyr Þorsteinsson.
Jónsson & Le’macks og Aton sameinast
Ráðgjafarfyrirtækið Aton og auglýsingastofan Jónsson & Le‘macks hafa nú sameinast undir nafninu Aton.JL.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Sýn ofmat tekjur sínar og vanmat kostnað við útsendingu miðla
Sýn sendi frá sér afkomuviðvörun í dag. Tekjur 2019 verða tæplega 400 milljónum krónum lægri en áætlað var. Félagið mun kynna stefnumótun til framtíðar samhliða næsta uppgjöri sínu, sem birt verður í næstu viku.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna.
Undirbúa mótmæli vegna komu Pence
Samtök hernaðarandstæðinga boða til opins fundar þar sem skipulögð verða mótmæli vegna heimsóknar Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna til landsins.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir
Fyrirtækjarekstur, Secret Solstice, samgöngustyrkir og Hinsegin dagar
Kjarninn 20. ágúst 2019
Björn Ingi Hrafnsson.
Björn Ingi segir kyrrsetningu hafa valdið sér fjártjóni og vandræðum
Ritstjóri Viljans segir að íþyngjandi og óréttmæt kyrrsetning eigna hans sé ástæða fjárhagsvandræða sem hann hafi átt við. Hann býst við að tjón sitt verði bætt af hinu opinbera.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar