Útþenslu höfuðborgarsvæðisins er langt því frá lokið

Dagur Bollason fjallar um skipulagsmál á höfuðborgarsvæðinu.

Auglýsing

Höf­uð­borg­ar­svæðið er að taka stakka­skiptum sem betur fer. Sumir eiga kannski bágt með að trúa því en meðal allra sveit­ar­fé­lag­anna (Reykja­vík­ur, Garða­bæj­ar, Mos­fells­bæj­ar, Sel­tjarn­ar­ness, Kópa­vogs og Hafn­ar­fjarð­ar) er raun­veru­leg sam­staða til þess að breyta svæð­inu úr slitr­óttum úthverfa­búta­saumi bíla­skipu­laga í heild­stætt borg­ar­svæði. Þvert á sveit­ar­fé­lög og þvert á flokka. Þessi við­leitni birt­ist í tví­þættri stefnu. Annar ang­inn er auð­vitað Borg­ar­línan þar sem mark­miðið er að mynd­ar­legur hluti borg­ar­búa geti reitt sig á almenn­ings­sam­göngur til flestra ferða. Byggð á höf­uð­borg­ar­svæð­inu er ákaf­lega gisin sem veikir rekstr­ar­grund­völl almenn­ings­sam­gangna og því byggir hinn ang­inn á því að þétta byggð á höf­uð­borg­ar­svæð­inu veru­lega. Því er stundum slegið fram í opin­berri umræðu og í fjöl­miðlum að þetta tvennt sé ein­hvers­konar einka­á­huga­mál meiri­hluta borg­ar­innar eða borg­ar­stjóra en slíkt er órafjarri lagi. Um þessi tvö stefnu­mál ríkir ein­hugur meðal allra sveit­ar­fé­laga höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins.

Núgild­andi svæð­is­skipu­lag höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins er til þess að gera mjög fram­sækin stefnu­mót­un­ar­á­ætl­un. Innan þess hefur verið mótuð ákaf­lega mik­il­væg stefna meðal sveit­ar­fé­lag­anna að koma böndum á útþenslu byggðar (e. urban sprawl) með því að skil­greina vaxt­ar­mörk sveit­ar­fé­lag­anna tals­vert þröngt. Höf­uð­borg­ar­svæð­ið, eins og svo margar aðrar borgir sem tóku vaxt­ar­kippi á miðri síð­ustu öld, er grátt leikin af illa skipu­lagðri útþenslu byggð­ar. Í sem fæstum orðum er útþensla byggðar dýr – efna­hags­lega, heilsu­fars­lega, umhverf­is­lega og félags­lega. Skilj­an­lega ríkir um það ein­hug­ur, meira að segja í póli­tískt fjöl­breyttri flóru höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, að koma böndum á útþenslu byggðar og þétta borg­ar­netið eins og kostur er.

Önnur mik­il­væg for­senda svæð­is­skipu­lags höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins felst í þeirri áætlun að íbúum höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins muni fjölga um 70.000 manns til árs­ins 2040. Í því er fólgið ákveðið sókn­ar­færi höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins um að koma þeim íbúa­fjölda fyrir innan þétt­ing­ar­reita og þar af leið­andi slá tvær kunn­ug­legar flugur í einu höggi: Tempra ótví­ræð nei­kvæð áhrif útþenslu byggðar og styrkja veru­lega rekstr­ar­grund­völl Borg­ar­línu.

Auglýsing

Atvinnu­svæðið teygir út anga sína

Í Morg­un­blað­inu nýlega birt­ist við­tal við borg­ar­full­trúa úr Breið­holt­inu sem skaut að áhuga­verðri athuga­semd: „Bróðir minn býr í Þor­láks­höfn og er 35 mín­útur að keyra að austan til vinnu í Graf­ar­vogi, en ég gjarnan um þrjú korter að kom­ast niður í Ráð­hús héðan úr Breið­holt­i.“

Fyrir 13,5 millj­ónir er hægt að tryggja sér nýbyggða, rúm­lega 40 fer­metra íbúð í Þor­láks­höfn en sam­bæri­leg ný íbúð á höf­uð­borg­ar­svæð­inu kostar á bil­inu 32-39 millj­ón­ir. Auð­vitað er full­kom­lega skilj­an­legt að fast­eigna­verð á lands­byggð­inni sé ekki jafn hátt og á höf­uð­borg­ar­svæð­inu en sveit­ar­fé­lögin í nágrenni höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins virð­ast vera átta sig á þeim gæðum sem fel­ast í til­tölu­lega mik­illi nálægð við höf­uð­borg­ar­svæðið og ætla að not­færa sér það til að trekkja að íbúa, upp­bygg­ingu og skatt­tekjur með ódýrum lóð­um. Á heima­síðu Hvera­gerð­is­bæjar má finna frétt frá síð­ustu ára­mótum þar sem gríð­ar­leg íbúa­fjölgun í bænum er fyrst og fremst sett í sam­hengi við nálægð við höf­uð­borg­ar­svæð­ið: „Hvera­gerði er vin­sæll bær til búsetu enda njóta íbúar nálægðar við höf­uð­borg­ar­svæðið en njóta samt lífs­gæða lands­byggð­ar­inn­ar. Íbúum í Hvera­gerði hefur fjölgað um 857 frá því árið 2000 eða um 48,8%.“ Lands­hluta­sam­tök Suð­ur­nesja og Vest­ur­lands líta bæði svo á að nálægð við höf­uð­borg­ar­svæðið sé mik­ill kostur og lyk­il­at­riði í upp­bygg­ingu ein­stakra bæja.

Sveit­ar­fé­lögin í kringum höf­uð­borg­ar­svæðið (Akra­nes, Hvera­gerði, Vog­ar, Grinda­vík, Reykja­nes­bær, Ölfus og Árborg svo ein­hver séu nefnd) eru einmitt þau sveit­ar­fé­lög sem vaxið hafa hvað mest síð­ustu ár umfram önnur íslensk sveit­ar­fé­lög en til að mynda hefur íbúa­fjöldi þess­ara sveit­ar­fé­laga vaxið um 57% síð­ast­liðin 20 ár meðan á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hefur fjölgað um 35%. Nákvæm­lega hvað skýrir þennan gíf­ur­lega vöxt eru áhöld um en aug­ljós­lega eiga öll þessi sveit­ar­fé­lög einn mik­il­vægan þátt sam­eig­in­legan: Nálægð við höf­uð­borg­ar­svæð­ið.

Dæmið frá borg­ar­full­trú­anum er langt því frá eins­dæmi eins og flestir geta vottað um – höf­uð­borg­ar­svæðið sem atvinnu­svæði er miklu stærra en vaxt­ar­mörk þess segja til um. Í nýlegri rann­sókn kemur fram að allt að fjórð­ungur vinn­andi íbúa Hvera­gerð­is, Ölf­uss og Akra­ness starfi á höf­uð­borg­ar­væð­inu en hlut­fallið er nær þriðj­ungi þegar kemur að Vog­um. Þeim 70 þús­und nýju ein­stak­lingum sem höf­uð­borg­ar­svæðið gerir ráð fyrir á næstu 20 árum er því að bjóð­ast val­kostur sem gæti sett allar for­sendur svæð­is­skipu­lags höf­uð­borg­ar­svæð­ins um þétt­ingu byggðar og Borg­ar­línu úr skorð­um.

Auk þess að gera þétt­ingu byggðar og Borg­ar­línu erf­ið­ara fyrir er aug­ljóst að sá fjöldi Hver­gerð­inga, Skaga­manna og Reykja­nes­búa sem dag­lega sækja vinnu inn á höf­uð­borg­ar­svæðið komi þangað á einka­bíl með til­heyr­andi sliti, meng­un, svifryki, hávaða og álagi á vega­kerfi. Varla hefur farið fram hjá neinum að sveit­ar­fé­lög höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins (og þá sér­stak­lega Reykja­vík) hafi það fram­ar­lega á stefnu­skránni að draga veru­lega úr umferð einka­bíls­ins og því gæti verið um að ræða veru­lega strik í reikn­ing þeirra fyr­ir­ætl­ana. Sveit­ar­fé­lögin á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hafa tekið höndum saman og lyft grettistaki í átak­inu gegn útþenslu byggðar en nágranna­sveit­ar­fé­lögin hafa gripið bolt­ann á lofti og upp er komin snúin staða fyrir höf­uð­borg­ar­svæð­ið.

Homo economicus

Fyrir sér­stak­lega þá sem vinna í útjaðri höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins getur aug­ljós­lega verið mjög freist­andi að velja sér frekar búsetu í nágranna­sveit­ar­fé­lagi heldur en í hring­iðu höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins þegar í húfi eru ótví­ræð gæði lands­byggða­lífs, mögu­lega styttri ferða­tími til og frá vinnu og umtals­vert lægra hús­næð­is­verð. Þetta er reikn­ings­dæmi sem fólk, ekki síst vænt­an­legir fast­eigna­kaup­end­ur, er að velta mjög alvar­lega fyrir sér. Um það vitnar 17% íbúa­fjölgun í Árborg og Grinda­vík síð­ustu 10 ár til dæmis og 20% hækkun fast­eigna­verðs á Akra­nesi á örfáum árum.

Ekki er seinna vænna fyrir sveit­ar­fé­lög höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins að taka þá umræðu um hvort eða hvernig eigi að taka á þess­ari stöðu en hér er um að ræða klass­íska afleið­ingu þess að sveit­ar­fé­lög séu í sam­keppni um íbúa, upp­bygg­ingu og skatt­tekj­ur. Í ára­tugi leiddi sú sam­keppni höf­uð­borg­ar­sveit­ar­fé­lag­anna af sér galið fyr­ir­komu­lag illa skipu­lagðra úthverfa sund­ur­sneidd af hrað­brautum í kjöl­far ódýrra lóða­út­hlut­ana. Í dag hafa sveit­ar­fé­lögin á höf­uð­borg­ar­svæð­inu þó gert milli sín sam­komu­lag um að slaka á inn­an­hússam­keppn­inni til að vinna að umhverf­is­vænum sjón­ar­miðum almenn­ings­sam­gangna og þétt­ingu byggð­ar. Á for­sendum umhverf­is­ins er því ekki lengur verið að bjóða upp á ódýrar lóðir í útjaðri byggðar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu en það stöðvar ekki útjaður höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins til þess að gera það.

Höf­undur er stefnu­mót­un­ar­sér­fræð­ing­ur.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rósa Björk Brynjólfsdóttir er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, sem myndi gera afneitun helfararinnar refsiverða á Íslandi.
Vilja gera það refsivert að afneita helförinni
Tveggja ára fangelsi gæti legið við því að afneita eða gera gróflega lítið úr helförinni gegn gyðingum í seinni heimstyrjöldinni, ef nýtt frumvarp sem lagt hefur verið fram á þingi nær fram að ganga.
Kjarninn 19. janúar 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Enn reynt að banna verðtryggð lán án þess að banna þau að fullu
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur lagt fram frumvarp sem á að banna veitingu 40 ára verðtryggðra jafngreiðslulána til flestra. Þeir sem eru undanskildir eru hóparnir sem líklegastir eru til að taka lánin. Íslendingar hafa flúið verðtryggingu á methraða.
Kjarninn 19. janúar 2021
Sveinbjörn Indriðason forstjóri Isavia segir hlutafjáraukninguna gera Isavia kleift að ráðast í framkvæmdir til að auka samkeppnishæfni Keflavíkurflugvallar.
Ríkið spýtir fimmtán milljörðum inn í Isavia
Hlutafé í opinbera hlutafélaginu Isavia hefur verið aukið um 15 milljarða króna. Þetta er gert til að mæta tapi vegna áhrifa COVID-faraldursins og svo hægt verði að ráðast í framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli, sem eiga að skapa störf strax á þessu ári.
Kjarninn 19. janúar 2021
Boeing 737 MAX-vélar hafa ekki mátt fljúga í evrópskri lofthelgi frá því í mars 2019.
Evrópsk flugmálayfirvöld ætla að hleypa MAX-vélunum í loftið í næstu viku
Stjórnandi Flugöryggisstofnunar Evrópu boðaði á blaðamannafundi í morgun að Boeing 737 MAX-vélarnar, sem hafa verið kyrrsettar frá því í mars 2019, fái heimild til flugs í evrópskri lofthelgi í næstu viku.
Kjarninn 19. janúar 2021
Nafn Joe Manchin verður það fyrsta sem flýgur upp í huga fréttamanna þegar umdeild þingmál eru lögð fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings. Íhaldssamasti demókratinn mun hafa mikið um að segja hvort þau komist í gegn.
Maðurinn sem Biden þarf að semja við
Sá þingmaður sem talinn er verða með mest ítök í öldungadeild Bandaríkjaþings á komandi misserum er demókratinn Joe Manchin frá Vestur-Virginíu. Ætli demókratar að ná 51 atkvæði með sínum málum þarf að komast að samkomulagi við hann.
Kjarninn 19. janúar 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – „Hvað hefurðu eiginlega á móti lestri?“
Kjarninn 19. janúar 2021
Svartá er vatnsmesta lindá landsins.
„Heita kartaflan“ sem mun „kljúfa samfélagið í Bárðardal“
Þingeyjarsveit hefur áður skipst í fylkingar í virkjanamálum. Laxárdeilan er mörgum enn í fersku minni en í þessari sömu sveit hyggst fyrirtækið SSB Orka reisa Svartárvirkjun sem engin sátt er um.
Kjarninn 19. janúar 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Ný könnun: Næstum tveir af hverjum þremur treysta ekki Bjarna til að selja Íslandsbanka
Tekjulægri vantreysta fjármála- og efnahagsráðherra mun frekar til að einkavæða annan ríkisbankann en þeir sem eru með hærri tekjur.
Kjarninn 18. janúar 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar