Valdefling stúlkna í Úganda

Karl Fannar Sævarsson og Sigrún Björg Aðalgeirsdóttir fjalla um starf félagasamtakanna CLF sem þau eru í stjórn hjá, en það eru samtök sem reka verkmenntaskóla í Uganda.

karlogsigrun.jpg
Auglýsing

Starf CLF skól­ans í Úganda er liður í að stuðla að auknu kynja­jafn­rétti í Úganda þar sem konur hafa staðið höllum fæti í sam­fé­lag­inu – sér­stak­lega þegar kemur að mennt­un. 

Algengt er að úganskar stúlkur flosni ungar úr námi og geta ástæður þess verið marg­þætt­ar; fátækt, barn­eign­ir, óvið­un­andi aðstæður fyrir ungar stúlkur í skólum og ríkj­andi við­horf sam­fé­lags­ins um að menntun drengja sé mik­il­væg­ari en menntun stúlkna. 

Verk­nám stúlkna í Úganda og Heims­mark­mið Sam­ein­uðu Þjóð­anna

Heims­mark­miðin voru sett árið 2015 af Alls­herj­ar­ráði Sam­ein­uðu þjóð­anna og eru safn 17 mark­miða sem öll eiga að stuðla að bættum lífs­kjörum og auknum mann­rétt­indum fólks um heim all­an. Starf sam­tak­anna CLF á Íslandi, sem reka verk­mennta­skóla fyrir stúlkur í Úganda, tekur hlið­sjón af heims­mark­mið­unum í sínu starfi, þá sér­stak­lega er varðar mark­mið fjögur og fimm sem snúa að menntun fyrir alla og jafn­rétti kynj­anna. CLF á Íslandi eru sam­tök sem hafa starfað óslitið frá árinu 2004 með það að mark­miði að styðja syst­ur­sam­tök sín í Úganda, Candle Light Founda­tion, en þau sam­tök stofn­aði Erla Hall­dórs­dóttir árið 2001 til að styðja við bág­staddar stúlkur í Kampala, höf­uð­borg Úganda.

Auglýsing
Bætt verk­menntun snertir heims­mark­miðin á marg­þættan hátt, en þó aðal­lega mark­miðið er snýr að mennt­un. Þar segir að fyrir árið 2030 skuli vera búið að tryggja konum jafnt sem körlum jafnan aðgang að verk­mennt­un. Skal það vera óháð sam­fé­lags­legri stöðu fólks, bæði hvað varðar efna­hags­legar for­sendur til að stunda nám og ann­arra hind­r­ana sem geta komið í veg fyrir að ung­menni í við­kvæmri stöðu stundi nám. Þá skal einnig vera búið að hækka veru­lega hlut­fall þeirra sem hafa góða verk­færni. Sé úr þessu bætt mun það hafa góð áhrif á þau sem starfa í iðn­aði, skapa bæði ný og mann­úð­leg störf og hvetja til frum­kvöðla­starfs. 

Alþjóða­vinnu­mála­stofn­unin (ILO) heldur því fram að til þess að stuðla megi að bættum efna­hags­legum fram­förum svo að flestir megi njóta góðs af þurfi að líta til þriggja þátta. Það er að bæta úr lélegri mennt­un, lágri fram­leiðni og við­var­andi fátækt. Þetta sé að auki lyk­ill­inn að því að skapa mann­sæm­andi störf, ekki síst fyrir ungt fólk. Þessu tengt, er mik­il­vægt að bæði skapa og þróa verk­færni og kunn­áttu á verk­legum greinum til að halda í við síbreyti­legan vinnu­mark­að­inn. Þróun á verk­færni er því ein af und­ir­stöðum sjálf­bærrar þró­un­ar­að­stoðar og efna­hags­legrar fram­þró­un­ar. Þá hefur verk­menntun einnig hjálpað fjölda­mörgum að kom­ast inn á atvinnu­mark­að­inn. Starf CLF tekur beinan þátt í að skapa tæki­færi fyrir stúlkur og ungar konur í við­kvæmri stöðu til að þær geti tekið virkan þátt í atvinnu­líf­inu og brot­ist þannig upp úr sárri fátækt.

Candle Light Founda­tion skól­inn

Sú þekk­ing og menntun sem stúlk­urnar hafa öðl­ast í gegnum CLF skól­ann hef­ur, að sögn stúlkn­anna, haft jákvæð áhrif á líf þeirra og sjálfs­mynd. Þær hafa aukna atvinnu­mögu­leika og geta tekið þátt í að sjá fyrir fjöl­skyldum sínum og með því tekið þátt í upp­bygg­ingu úgansks sam­fé­lags. Í dag hafa yfir 2000 stúlkur fengið stuðn­ing til verk­mennt­unar hjá CLF skól­anum og flestar fengið tæki­færi á að nýta mennt­un­ina á einn eða annan hátt á atvinnu­mark­aði, sem er í takt við Heims­mark­mið númer átta sem kveður á um að lækka hlut­fall þeirra ung­menna sem eru atvinnu­laus eða stunda ekki nám. Þetta á sér­stak­lega við í Úganda sem er ein yngsta þjóð í heimi þar sem  55% þjóð­ar­innar eru undir 18 ára og eru ung­menni því hátt hlut­fall atvinnu­lausra. Með því að mennta stúlkur og auka atvinnu­mögu­leika þeirra er stuðlað að því að þær fresti barn­eignum og eign­ist jafn­vel færri börn. Það á þátt í að stöðva ríkj­andi hringrás fátæktar sem er við­haldið meðal ann­ars með barna­hjóna­böndum og barn­eignum ungra ómennt­aðra stúlkna.  

Auglýsing
Verkmenntaskólinn sem CLF starf­rækir er til húsa í húsa­kynnum sem byggð voru fyrir styrk frá Utan­rík­is­ráðu­neyti Íslands og fram­lögum sem safnað var af sjálf­boða­liðum CLF á Íslandi. Skól­inn er stað­settur rétt fyrir utan Kampala, höf­uð­borg Úganda. Eftir að skól­inn var byggður jókst eft­ir­spurn eftir inn­göngu í almennt nám við skól­ann frá fólki sem býr í nágrenni hans. Úr varð að CLF hóf að bjóða upp á menntun á efra grunn­skóla­stigi með það að mark­miði að auka bæði sjálf­bærni skól­ans og aðgengi barna í nærum­hverfi skól­ans að mennt­un. Nú þarf að bregð­ast við þessum breyt­ing­um, meðal ann­ars með stækkun skóla­bygg­ing­ar­innar og kaupum á skóla­gögn­um. Með þessum breyt­ingum verður hægt nýta skóla­lóð­ina enn bet­ur, án þess þó að draga úr upp­runa­legu mark­miði og aðal­á­herslu skól­ans sem er að bjóða bág­stöddum stúlkum upp á verk­nám. 

Þann 24. ágúst næst­kom­andi munu hlauparar CLF á Íslandi taka þátt í Reykja­vík­ur­mara­þoni Íslands­banka og safna um leið fé sem rennur óskipt í stækkun CLF skól­ans svo hægt sé að taka á móti fleiri nem­endum og kaupa tæki og tól sem tengj­ast dag­legum rekstri skól­ans.  Hér má heita á hlaupara CLF á Íslandi í Reykja­vík­ur­mara­þon­inu og hér má kaupa vörur til styrktar skól­an­um.

Höf­undar eru með­stjórn­endur í stjórn CLF á Íslandi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar