Lækkun, lækkun, lækkun

Framkvæmdastjóri Orkuseturs segir að rafbílar geti lækkað raforkuverð landsmanna.

Auglýsing

Umræða um raf­væð­ingu sam­gangna hefur einkum snú­ist um lofts­lags­mál enda vand­séð hvernig ná megi skuld­bind­ingum Íslands án stór­tækrar raf­væð­ingu í bíla­flota lands­ins.  Raf­væð­ing sam­gangna hefur þó mun meiri áhrif en að draga úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda. Jákvæð áhrif raf­væð­ingar eru víð­tæk­ari en margir halda. Þegar talað er um raf­væð­ingu sam­gangna er verið að tala um raf­bíla, raf­stræt­is­vagna og raf­hjól.  Já, líka raf­hjól því að rann­sóknir sýna að raf­hjól eru enn lík­legri til að koma í stað bíl­ferða en hefð­bundin hjól.

Lækkun rekstr­ar­kostn­aðar í sam­göngum

Sam­kvæmt skýrslu Háskól­ans í Reykja­vík er raf­væð­ing sam­gangna nú þegar þjóð­hags­lega hag­kvæm, óháð lofts­lags­mál­um. Sú hag­kvæmni mun bara aukast eftir því sem fram­leiðslu­kostn­aður raf­bíla lækk­ar.  Þegar sá kostn­aður verður á pari við bens­ín­bíla, eins og flestir grein­endur spá að ger­ist ein­hvern tíma á næstu 10 árum, þá þarf auð­vitað enga háskóla­rann­sókn til að átta sig á hag­kvæmni raf­bíla fyrir íslenskan efna­hag.  Hvað er það sem gerir raf­bíla svona hag­kvæma? Jú, það er orku­nýtn­in. Raf­bílar þurfa bara þriðj­ung af þeirri orku sem bens­ín­bílar þurfa til að keyra sömu vega­lengd. Það er sem sagt ekki lágt verð á raf­orku sem gerir raf­bíl­inn eft­ir­sókn­ar­verðan heldur sú stað­reynd að þú þarft um þrefalt meira af olíu­-kWst til að kom­ast sömu vega­lengd og raf­bíll­inn kemst á raf­-kWst. Þetta þýðir að þó að veggjöldin væru tekin af bens­íni þá væri samt hag­stæð­ara að keyra raf­bíl­inn.  Ofan á þetta kemur svo ein­fald­leiki raf­bíls­ins sem snar­minnkar allt við­hald.  Árlegur kostn­að­ar, bara við olíu­skipti og síur ofl. í bens­ín­bíl­um, getur t.d. hlaupið á tugum þús­unda. 

Nið­ur­staða: Með raf­væð­ingu lækkar heild­ar­kostn­aður við sam­göngur óháð skatt­lagn­ingu.

Auglýsing

Lækkun olíu­verðs

Raf­bílar munu hafa áhrif á olíu­verð svo fram­ar­lega sem lög­málið um fram­boð og eft­ir­spurn gildi. Áætlað er að raf­bílar heims muni á þessu ári draga úr olíu­eft­ir­spurn sem nemur 60 milljón lítrum á dag en þar vega  raf­stræt­is­vagnar mest. Þetta er staðan í dag og í raun tekur raf­magnið út enn meiri olíu­þörf í sam­göngum því raf­vespur, raf­hjól og raf­hlaupa­hjól eru ekki inn í þessum töl­um. Fjöldi slíkra tækja skiptir nú þegar tugum millj­óna á heims­vísu. Hvað eru 60 milljón olíu­lítrar á dag? Til sam­an­burðar er meðal inn­an­lands­notkun Íslands á dag um 1,7 milljón lítrar af olíu.  Raf­væð­ing sam­gangna á heims­vísu er því nú þegar búinn að taka út olíu­eft­ir­spurn sem nemur meira en þrjá­tíu og fimm­faldri Íslands­notkun á olíu. Því miður er olíu­eft­ir­spurn þó enn að vaxa en raf­væð­ingin er alla­vega nú þegar farin að halda aftur af enn meiri eft­ir­spurn og þar með verð­hækk­un­um. Fyrir utan áhrif raf­væð­ingar á heims­mark­aðs­verð ættu áhrifin að verða tvö­föld hér á landi. Þar sem við Íslend­ingar erum að skipta úr inn­fluttri orku yfir í inn­lenda munu áhrifin breyta vöru­skipta­jöfn­uði lands­ins, sem lík­lega þýðir sterk­ari stöðu krón­unn­ar. Það mun þrýsta enn frekar á lækkun olíu­verðs hér á landi.

Nið­ur­staða: Ef ríki heims munu styðja við þessa þróun mun raf­væð­ing lækka olíu­verð eða í versta falli draga úr verð­hækk­unum á næstu árum.  

Lækkun raf­orku­verðs

Raf­bílar munu líka hafa áhrif á raf­orku­verð en ekki til hækk­unar eins og flestir halda heldur frekar til lækk­un­ar.  Bíddu, er það ekki á skjön við ofan­greint lög­mál um fram­boð og eft­ir­spurn? Nei, í fyrsta lagi kemur hin frá­bæra orku­nýtni raf­bíla inn í mynd­ina.  Raf­bílar munu minnka olíu­þörf þrisvar til fjórum sinnum meira en þeir munu auka eft­ir­spurn eftir raf­orku. Orku­nýtni raf­bíla er svo mikil að sam­kvæmt ON myndi allur fólks­bíla­floti lands­manna þurfa aðeins um 3% af raf­orku­fram­leiðslu Íslands, sem varla dugar til að þrýsta á miklar verð­hækk­an­ir.  En mögu­leg lækkun raf­orku­verðs vegna raf­bíla mun þó kom fram með öðrum hætti. Eins og flestir vita er raf­orku­reikn­ingur lands­manna sam­an­settur af raf­orku­fram­leiðslu ann­ars vegar og flutn­ing og dreif­ingu hins­veg­ar. Um helm­ingur raf­orku­verðs er því kostn­aður við flutn­ing og dreif­ingu raf­orku og þar gilda svo­lítið aðrar breytur en hrein mark­aðslög­mál.  Það má líkja þessu við heimsendar pizz­ur. Ef þú pantar pizzu þá þarf að baka eina pizzu og senda einn bíl með pizzuna. Þú greiðir fyrir pizzu og flutn­ing. Ef þú pantar hins­vegar 5 pizzur fyrir stór­veislu á sama tíma, þá þarf vissu­lega að baka 5 pizzur en það er nóg að senda bara einn bíl. Fram­leiðslu­kostn­aður er sem sagt sá sami per pizzu en flutn­ings­kostn­aður verður auð­vitað minni, vegna þess að allar pizz­urnar kom­ast fyrir í einum bíl. Sama gildir um raf­bíla þ.e. raf­orku­þörf þeirra rúm­ast langoft­ast innan raf­línu­kerf­is­ins sem fyrir er.  

Það er ekki víst að pizzu­fyr­ir­tækið lækki send­ing­ar­kostnað við þessa 5 pizzu hag­ræð­ingu og mögu­lega hirða þeir ágóð­ann. Það gilda hins­vegar önnur lög­mál um flutn­inga­fyr­ir­tæki raf­orku. Flutn­ings- og dreifi­fyr­ir­tæki raf­orku eru háð sér­leyfi sem þýðir að þau hafa lög­bundin tekju­mörk.  Með ein­földum hætti má segja að ef tekjur þeirra aukast umfram við­halds- og upp­bygg­ing­ar­þörf þá ber þeim að lækka verð á flutn­ingi. Með öðrum orðum þá mun betri nýt­ing raf­lína, með til­komu raf­bíla, lækka raf­orku­verð til lengri tíma. Ofan á þetta skapa raf­bílar mögu­leika á hag­kvæmri geymslu raf­orku í geymum sínum sem, ef rétt er haldið á spöð­un­um, geta tekið út óhag­kvæma afltoppa og dreift álagi með skil­virk­ari hætti.

Nið­ur­staða: Raf­bílar geta lækkað raf­orku­verð lands­manna

Auð­vitað ættu lofts­lags­mál ein og sér að vera nægur hvati til auk­innar raf­væð­ingar í sam­göngum en það er líka mik­il­vægt að átta sig á jákvæðum afleiddum áhrif­um. Það er vel mögu­legt að áhrif raf­væð­ingar sam­gangna muni hafa góð áhrif á efna­hag allra lands­manna í fram­tíð­inni, líka hjá þeim sem skipta síð­astir yfir í raf­vædda fram­tíð. Það verða alltaf til gler­harðir aft­ur­halds­seggir sem enn munu keyra á gam­al­dags bens­ín­bílum eftir 10- 20 ár og lýsa upp húsið með gömlum glóp­er­um. Það skondna er að þeir munu lík­lega samt græða, á raf­væð­ingu sam­gangna okkar hinna, í gegnum lægra olíu­verð og lægra raf­orku­verð.  

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Orku­set­urs.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar