Ellefu prósentin og milljónirnar 200

Þóra Kristín Þórsdóttir skrifar um þann hluta barna í Reykjavík sem eru ekki í mataráskrift innan grunnskóla Reykjavíkur.

Auglýsing

Það hefur verið gríð­ar­lega mikil umræða um gæði skóla­mál­tíða und­an­farið og sér­stak­lega að hve miklu leyti inn­leiða eigi græn­met­is­fæði í skól­un­um, með umhverfið að leið­ar­ljósi. Frá­bær umræða en byggir samt á þeirri hug­mynd að skóla­mál­tíðir standi öllum börnum til boða. Svo er hins vegar ekki. Og þá spyr man, hvaða til­gangi eiga skóla­mál­tíðir að þjóna?

Til að taka af allan vafa er auð­vitað grund­vall­ar­at­riði að fyrst boðið er upp á mat í skól­anum séu þessar skóla­mál­tíðir bragð­góðar og vel sam­an­settar (þar sem unnið er með regn­bog­ann af græn­meti, farið er eftir lýð­heilsu­við­miðum í sam­setn­ing­u o.s.frv) og í því sam­bandi er nýja mat­ar­stefnan mikil bót frá því sem áður var. Góður skóla­matur skiptir hins vegar fjöl­skyldur máli á mis­mun­andi hátt, og það er þarna sem stefna borg­ar­innar er göll­uð.

Auglýsing
Fyrir meiri­hluta fjöl­skyldna, þar sem fjár­ráð eru næg þannig að börnin fá allt sem þau þurfa og allt er í þokka­lega góðu,  hafa skóla­mál­tíðir þann til­gang að létta álagi. Ef börnin fá vel að borða í hádeg­inu þarf aðeins að pakka græn­meti og ávöxtum fyrir morg­un­naslið, og ef þannig liggur á þarf ekki að hafa sam­visku­bit yfir ein­földum kvöld­mál­tíð­um, a.m.k. við og við.  Að öllu jöfnu ættu skóla­mál­tíðir líka að vera félags­leg­ar, auka fjöl­breytni nær­ing­ar­inn­tök­unnar sem og að bæta mik­il­vægum þáttum inn í mat­ar­menn­ingu barn­anna, sem er auð­vitað bón­us, en það er vinnu­sparn­að­ur­inn fyrir for­eldra sem er aðal­at­rið­ið. Fyrir börnin sjálf skiptir nefni­lega  í sjálfu sér ekki meg­in­máli hvort boðið er upp á skóla­mál­tíðir eða ekki, þar eð það væru for­eldr­arnir sem myndu bera byrð­arnar ef hætt væri að bjóða upp á þessa þjón­ustu. Ef skóla­mál­tíð­irnar væru lagðar af myndi það ein­fald­lega þýða, á þessum heim­il­um, að for­eldr­arnir leggðu auk­inn metnað í nestið sem og í kvöld­mál­tíð­irn­ar. Þessi börn væru sum­sé flest á góðu fæði eftir sem fyr­ir, en álagið á for­eldra væri meira.

Ell­efu pró­sentin

Svo eru það hin börn­in, þau sem koma af heim­ilum þar sem matur er ekki nægur og/eða ekki nógu nær­ing­ar­rík­ur. Fyrir þessi börn er algjört lyk­il­at­riði að fá mat í skól­an­um.  En hann er ekki í boði fyrir þau öll. Nánar til­tekið eru, innan grunn­skóla Reykja­vík­ur, 11% barn­anna ekki í mat­ar­á­skrift. Engar opin­berar upp­lýs­ingar er að finna um þennan hóp en leiða má að því líkum að þó ein­hver hlut­i þess­ara ­barna geti ekki verið í mat­ar­á­skrift vegna fæðu­of­næm­is, -óþols eða af menn­ing­ar­legum ástæð­um, séu að mestum hluta þarna um að ræða börn af fátæk­ari heim­il­u­m. 

Af hverju? Jú, for­eldrar greiða tæp­lega 500 kr á dag fyrir skóla­mál­tíð­ina, eða 9800 kr. á mán­uði, óháð fjár­hags-, atvinnu- og hjú­skap­ar­stöðu og fæst ekki afsláttur af þessu gjaldi nema fleiri en tvö börn á heim­il­inu séu í mat­ar­á­skrift. Fyrir heim­ili með tvö eða fleiri börn í grunn­skóla kostar það því 19600 krónur á mán­uði að hafa þau í mat í skól­anum sem er mikið fyrir margar fjöl­skyld­ur, sér­stak­lega ein­stæðar mæð­ur.

200 millj­ón­irnar

Sam­kvæmt Mat­ar­stefnu Reykja­vík­ur­borgar 2018–22 er áætlað að sá rekstr­ar­kostn­aður sem bæt­ist við vegna stefn­unnar verði að allt að 204 millj­ónir á ári (þar af 130 millj­ónir í 3-5 starfs­manna deild um mat­ar­mál borg­ar­inn­ar). Það er 10 millj­ónum meira en það kostar að gefa 1650 börnum (11% af grunn­skóla­börnum í R­vk) ókeypis mat­ar­á­skrift í heilt ár. Og það tryggja þessum börnum mat­ar­á­skrift er ekki tækni­lega flók­ið, því hægt væri að skil­yrða fríar mat­ar­á­skrift við þá for­sendu að ráð­stöf­un­ar­tekjur heim­il­is­ins væru undir ein­hverju ákveðnu marki og  svo sækja tekju­upp­lýs­ing­arnar til hins opin­bera eins og gert er þegar úrskurðað er um fjár­hags­lega aðstoð og húsa­leigu­bæt­ur.  Þá þarf bara að ákveða hvar mörkin eiga að liggja.

Í öllu falli verður að telj­ast und­ar­legt að fé og orku sé veitt í að hanna bænda­mark­aði og sköpun nýrrar skipu­lags­heildar innan borg­ar­innar á meðan í borg­inni fyr­ir­finn­ast börn sem ekki geta treyst því að fá að borða heima hjá sér og hin frá­bæra lausn, skóla­mál­tíð­ir, eru ekki enn orðnar að þeirri félags­legu aðstoð sem þær ættu klár­lega að ver­a.  En þetta þarf ekki að vera annað hvort –eða. Við getum vel gert bæði.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar