Ellefu prósentin og milljónirnar 200

Þóra Kristín Þórsdóttir skrifar um þann hluta barna í Reykjavík sem eru ekki í mataráskrift innan grunnskóla Reykjavíkur.

Auglýsing

Það hefur verið gríðarlega mikil umræða um gæði skólamáltíða undanfarið og sérstaklega að hve miklu leyti innleiða eigi grænmetisfæði í skólunum, með umhverfið að leiðarljósi. Frábær umræða en byggir samt á þeirri hugmynd að skólamáltíðir standi öllum börnum til boða. Svo er hins vegar ekki. Og þá spyr man, hvaða tilgangi eiga skólamáltíðir að þjóna?

Til að taka af allan vafa er auðvitað grundvallaratriði að fyrst boðið er upp á mat í skólanum séu þessar skólamáltíðir bragðgóðar og vel samansettar (þar sem unnið er með regnbogann af grænmeti, farið er eftir lýðheilsuviðmiðum í samsetningu o.s.frv) og í því sambandi er nýja matarstefnan mikil bót frá því sem áður var. Góður skólamatur skiptir hins vegar fjölskyldur máli á mismunandi hátt, og það er þarna sem stefna borgarinnar er gölluð.

Auglýsing
Fyrir meirihluta fjölskyldna, þar sem fjárráð eru næg þannig að börnin fá allt sem þau þurfa og allt er í þokkalega góðu,  hafa skólamáltíðir þann tilgang að létta álagi. Ef börnin fá vel að borða í hádeginu þarf aðeins að pakka grænmeti og ávöxtum fyrir morgunnaslið, og ef þannig liggur á þarf ekki að hafa samviskubit yfir einföldum kvöldmáltíðum, a.m.k. við og við.  Að öllu jöfnu ættu skólamáltíðir líka að vera félagslegar, auka fjölbreytni næringarinntökunnar sem og að bæta mikilvægum þáttum inn í matarmenningu barnanna, sem er auðvitað bónus, en það er vinnusparnaðurinn fyrir foreldra sem er aðalatriðið. Fyrir börnin sjálf skiptir nefnilega  í sjálfu sér ekki meginmáli hvort boðið er upp á skólamáltíðir eða ekki, þar eð það væru foreldrarnir sem myndu bera byrðarnar ef hætt væri að bjóða upp á þessa þjónustu. Ef skólamáltíðirnar væru lagðar af myndi það einfaldlega þýða, á þessum heimilum, að foreldrarnir leggðu aukinn metnað í nestið sem og í kvöldmáltíðirnar. Þessi börn væru sumsé flest á góðu fæði eftir sem fyrir, en álagið á foreldra væri meira.

Ellefu prósentin

Svo eru það hin börnin, þau sem koma af heimilum þar sem matur er ekki nægur og/eða ekki nógu næringarríkur. Fyrir þessi börn er algjört lykilatriði að fá mat í skólanum.  En hann er ekki í boði fyrir þau öll. Nánar tiltekið eru, innan grunnskóla Reykjavíkur, 11% barnanna ekki í mataráskrift. Engar opinberar upplýsingar er að finna um þennan hóp en leiða má að því líkum að þó einhver hluti þessara barna geti ekki verið í mataráskrift vegna fæðuofnæmis, -óþols eða af menningarlegum ástæðum, séu að mestum hluta þarna um að ræða börn af fátækari heimilum. 

Af hverju? Jú, foreldrar greiða tæplega 500 kr á dag fyrir skólamáltíðina, eða 9800 kr. á mánuði, óháð fjárhags-, atvinnu- og hjúskaparstöðu og fæst ekki afsláttur af þessu gjaldi nema fleiri en tvö börn á heimilinu séu í mataráskrift. Fyrir heimili með tvö eða fleiri börn í grunnskóla kostar það því 19600 krónur á mánuði að hafa þau í mat í skólanum sem er mikið fyrir margar fjölskyldur, sérstaklega einstæðar mæður.

200 milljónirnar

Samkvæmt Matarstefnu Reykjavíkurborgar 2018–22 er áætlað að sá rekstrarkostnaður sem bætist við vegna stefnunnar verði að allt að 204 milljónir á ári (þar af 130 milljónir í 3-5 starfsmanna deild um matarmál borgarinnar). Það er 10 milljónum meira en það kostar að gefa 1650 börnum (11% af grunnskólabörnum í Rvk) ókeypis mataráskrift í heilt ár. Og það tryggja þessum börnum mataráskrift er ekki tæknilega flókið, því hægt væri að skilyrða fríar mataráskrift við þá forsendu að ráðstöfunartekjur heimilisins væru undir einhverju ákveðnu marki og  svo sækja tekjuupplýsingarnar til hins opinbera eins og gert er þegar úrskurðað er um fjárhagslega aðstoð og húsaleigubætur.  Þá þarf bara að ákveða hvar mörkin eiga að liggja.

Í öllu falli verður að teljast undarlegt að fé og orku sé veitt í að hanna bændamarkaði og sköpun nýrrar skipulagsheildar innan borgarinnar á meðan í borginni fyrirfinnast börn sem ekki geta treyst því að fá að borða heima hjá sér og hin frábæra lausn, skólamáltíðir, eru ekki enn orðnar að þeirri félagslegu aðstoð sem þær ættu klárlega að vera.  En þetta þarf ekki að vera annað hvort –eða. Við getum vel gert bæði.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Davíð Helgason, einn stofnenda og fyrrum forstjóri Unity.
Segir Ísland geta orðið „einhvers konar tilraunasetur fyrir framtíðina“
Frumkvöðullinn og milljarðamæringurinn Davíð Helgason flytur til Íslands í sumar og ætlar að fjárfesta í fyrirtækjunum sem vinna gegn loftslagsvandanum. Að hans mati er margt sem gerir landið að góðum fjárfestingarkosti.
Kjarninn 18. maí 2021
Palestínumennirnir fimm fyrir utan húsnæði Útlendingastofnunar í Hafnarfirði í dag.
„Við viljum frekar deyja á götunni á Íslandi en að fara aftur til Grikklands“
„Íslensk yfirvöld hlusta ekkert á okkur. Þó að þau viti hvernig ástandið er í okkar heimalandi og þær áhyggjur sem við höfum. Ég meina, húsin sem við bjuggum í hafa sum verið jöfnuð við jörðu.“ Þetta segir Palestínumaður sem er lentur á götunni á Íslandi.
Kjarninn 18. maí 2021
Fasteignaverð hækkar meira með hverjum mánuðinum sem líður, þar sem eftirspurn er mikil og minna er um nýbyggingar.
Ekki meiri hækkun síðan árið 2017
Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 13,7 prósent í apríl á ársgrundvelli, miðað við vísitölu Þjóðskrár. Vísitalan hefur ekki hækkað jafnmikið milli ára síðan í desember 2017.
Kjarninn 18. maí 2021
Þröstur Ólafsson
Var þanþolið rofið?
Kjarninn 18. maí 2021
„Þegar mikil eftirspurn er eftir húsnæði getur fyrirvari um ástandsskoðun fasteignar talist kauptilboði til frádráttar,“ segir í greinargerð með þingsályktunartillögunni.
Ástandsskýrslur fylgi öllum seldum fasteignum
Nýsamþykkt þingsályktunartillaga felur ráðherra að móta frumvarp um ástandsskýrslur fasteigna. Slíkum skýrslum er ætlað að auka traust í fasteignaviðskiptum en ábyrgð vegna galla sem ekki koma fram í ástandsskýrslum mun falla á matsaðila.
Kjarninn 18. maí 2021
Allir hljóta að hafa skoðun á vegferð Ísraelsmanna að mati Hönnu Katrínar Friðriksson þingmanns Viðreisnar.
„Við Íslendingar höfum sterka rödd á alþjóðavettvangi“
Íslensk stjórnvöld þurfa að láta í sér heyra og hvetja aðra til að gera slíkt hið sama vegna átaka milli Ísraels og Palestínu að mati þingmanna Viðreisnar og Framsóknarflokks. Þó svo að íslenska þjóðin sé fámenn hafi hún sterka rödd og hana þurfi að nota.
Kjarninn 18. maí 2021
Samkvæmt ASÍ og BSRB er skuldasöfnun ríkisins ekki áhyggjuefni þegar vextir eru lágir
Gagnrýna „afkomubætandi ráðstafanir“ og vilja breyta fjármálareglum
Sérfræðingahópur á vegum ASÍ og BSRB varar stjórnvöld við að beita niðurskurði í yfirstandandi kreppu og segir að fjármálareglur hins opinbera þurfi að vera sveigjanlegri í nýrri skýrslu um efnahagsleg áhrif faraldursins.
Kjarninn 18. maí 2021
Græni miðinn er aftur kominn upp á gafl Hafnarborgar.
Listaverk sem fjarlægt var af bæjaryfirvöldum í Hafnarfirði komið upp á nýjan leik
Listaverk þeirra Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar var fjarlægt af gafli Hafnarborgar fyrr í þessum mánuði að beiðni bæjaryfirvalda. Listaverkið er nú aftur komið upp en líklega hafa bæjaryfirvöld látið undan þrýstingi fagfélaga að mati listamannanna.
Kjarninn 18. maí 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar