Algjört frumkvöðlastarf í málefnum fólks með geðraskanir fagnar 20 árum á Íslandi

Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar um Klúbbinn Geysi sem á stórafmæli í dag.

Auglýsing

Í dag fagnar Klúbb­ur­inn Geysir 20 ára starfs­af­mæli á Íslandi. Klúbb­ur­inn er hluti af ­Founta­in Hou­se hreyf­ing­unni, sem rekur upp­haf sitt til Banda­ríkj­anna á fimmta ára­tug síð­ustu ald­ar. 

Til­gangur hreyf­ing­ar­innar er skil­greindur í gæða­stöðlum hreyf­ing­ar­innar en hann er sá að „hjálpa fólki sem á við geð­ræn veik­indi að stríða til að að ná mark­miðum sínum sem varða félagslíf, fjár­hag, menntun og atvinn­u’’. 

Grunn for­senda hug­mynda­fræð­innar er sú trú að allir hafi getu til að ná nægi­lega miklum tökum á áhrifum þeirra ­geð­raskana ­sem þeir glíma við, til að lifa góðu líf­i.  

Founta­in Hou­se hreyf­ingin byrj­aði sem gras­rót­ar­hreyf­ing í ­New York þegar hópur fólks sem kynnt­ist á geð­deild ákvað að við­halda því sam­fé­lagi sem mynd­ast hafði eftir útskrift og styðja hvert annað í þeim áskor­unum sem líf utan spít­al­ans færði þeim. Árið 1948 náði félags­skap­ur­inn, með aðstoð stuðn­ings­að­ila, að festa kaup á húsi undir starf­sem­ina. Stuðn­ings­að­ilar tryggðu félag­inu einnig fjár­magn til að geta ráðið einn starfs­mann. 

Founta­in Hou­se var svar við starfs­háttum sem virk­uðu ekki

Áður en lengra er haldið er mik­il­vægt að geta þess að fyrir miðja síð­ustu öld var sú hug­mynd ráð­andi að fólk með geð­sjúk­dóma hefði ekki gott af því að búa í þétt­býli. Betra væri að því væri komið fyrir á rólegum stað úti á landi. Fólk var því tekið úr sam­fé­lag­inu og flutt á stofn­anir úti í sveit þar sem það dvaldi lang­tímum saman og missti smám saman niður þá færni sem það hafði haft til að taka þátt í verk­efnum sem til­heyra dag­legu lífi og starf­i. 

Auglýsing
Fountain House hreyfingin var svar við þessum starfs­hátt­um, sem byggðu ekki á vís­inda­legum grunni heldur á hefð sem virk­aði ekki. Hreyf­ingin hefur talað fyrir því í ára­tugi að opin­ber stefna í geð­heil­brigð­is­mál­u­m taki mið af því sem sýnt hafi verið fram á, með áþreif­an­legum vís­inda­legum gögn­um, að vald­efli fólk og geri því kleift að vera virkir þátt­tak­end­ur í sam­fé­lag­inu. Vegna áherslu á gagn­reynda starfs­hætti hef­ur ­Founta­in Hou­se hreyf­ingin verið í ára­löngu sam­starfi við Alþjóða­heil­brigð­is­mála­stofn­un­ina og mód­elið er í sífelldri þróun miðað við bestu þekk­ingu vís­ind­anna hverju sinni.

Vinnu­mið­aður dagur

Árið 1955 byrj­aði félags­ráð­gjaf­inn John Be­ar­d að vinna í klúbbn­um. Hann virkj­aði atvinnu­lausa félaga til að vinna með honum að því að gera upp hús félags­ins. Vinnan veitti félögum hlut­verk og til­gang. Þannig kvikn­aði hug­myndin um gild­i vinnu­mið­aðs ­dags. Í dag er starf­semi klúbb­húsa um allan heim byggð upp sem vinnu­mið­aður dag­ur. 

Árið 2012 birt­ust nið­ur­stöður rann­sókn­ar Schonebaum og ­Boyd um áhrif þess, fyrir fólk sem hefur veikst af geð­sjúk­dómi og hefur þurft að leggj­ast inn á sjúkra­hús, að taka þátt í vinnu­mið­uðum degi áður en það fer út á almennan vinnu­markað á ný. Nið­ur­staða rann­sókn­ar­innar var sú að þeir sem tóku þátt í vinnu­mið­uðum degi áður, ent­ust lengur í vinnu en þeir sem reyndu að fara beint út á vinnu­mark­að­inn. 

Út í sam­fé­lagið á ný

Í dag er einn af lyk­il­þátt­unum klúbb­húsa að styðja félags­menn sem vilja vinna á almennum vinnu­mark­aði eða að sækja sér mennt­un. En vegna þess að at­vinnu­rek­end­ur eru oft tregir til að ráða fólk til starfa sem á sögu um geð­sjúk­dóma, vegna ótta við veik­inda­for­föll, samd­i ­Founta­in Hou­se hreyf­ingin við­mið­un­ar­reglur árið 1958 í kringum hug­mynd sem vakn­aði og kölluð er Ráðn­ing Til Reynslu (RTR). 

Hug­myndin var sú að finna leiðir til að fólk með­ ­geð­rask­an­ir ­fái tæki­færi til að spreyta sig á vinnu­mark­aði, með því að taka að sér hluta­störf í 9-12 mán­uði. Starfs­maður í klúbbnum setur sig þá vel inn í starfið og þjálfar áhuga­saman félaga til að sinna því. Á meðan á reynslu­tím­anum stendur styður starfs­maður klúbbs­ins bæði félag­ann og vinnu­veit­and­ann með ráðum og dáð. Ef félagi getur af ein­hverjum ástæðum ekki mætt til vinnu er klúbb­ur­inn ábyrgur og útvegar starfs­kraft sem leysir hann af. Annað hvort starfs­maður eða annar félagi hleypur þá í skarð­ið. Vinnu­veit­and­inn þarf því ekki að ótt­ast for­föll heldur er honum tryggt 100% vinnu­fram­lag. Þetta fyr­ir­komu­lag hefur verið notað víðs vegar um heim og mælst afar vel fyr­ir, bæði meðal félags­manna og at­vinnu­rek­enda. 

Fyrsti félag­inn sem fékk starf í gegnum Klúbb­inn Geysi var Mart­einn Már Haf­steins­son. Hann fékk vinnu í októ­ber árið 1999. Eftir reynslu­tím­ann fékk hann fast starf hjá fyr­ir­tæk­inu sem hann gegnir enn.  ­Lesa má um sögu Mart­eins Más og fleiri félaga í Klúbbnum Geysi í bók sem kemur út fyrir jól­in. Bókin er unnin af höf­undi þess­arar greinar í sam­starfi við Klúbb­inn Geysi og aug­lýs­inga­stof­una Hvíta hús­ið. 

Hilton ­mann­úð­ar­verð­launin

Árið 2014 hlaut ­Founta­in Hou­se og Alþjóða­sam­tök klúbb­húsa (Clu­b­hou­se Internationa­l), Hilton ­mann­úð­ar­verð­launin sem eru ein merk­ustu mann­úð­ar­verð­laun heims. Þau eru veitt árlega til félaga­sam­taka sem starfa án hagn­að­ar­sjón­ar­miða og hafa sýnt ein­stakan árangur í starfi sínu við að draga úr þján­ingum fólks.

Hreyf­ingin berst til Íslands

Iðju­þjálf­arn­ir Anna Sig­ríður Valdi­mars­dóttir og Anna Guð­rún Arn­ar­dótt­ir, sem unnu saman á Klepps­spít­ala, komu með­ hug­mynda­fræð­ina hingað til lands, eftir að hafa orðið vitni að því að það var ekk­ert sem tók við, til að brúa bilið milli spít­ala­vistar og sam­fé­lags­ins. Eina úrræðið var að leggja fólk aftur inn á spít­ala, þar sem færni fólks til að taka þátt í dag­legu lífi og störfum hélt áfram að minnka.

Klúbb­ur­inn Geysir hlýtur við­ur­kenn­ingu fag­að­ila og sam­fé­lags­verð­laun 

Strax á fyrstu árum Klúbbs­ins Geysis fóru læknar og end­ur­hæf­ing­ar­að­il­ar að benda skjól­stæð­ingum sínum á klúbb­inn en það eru mikil með­mæli með­ ­starf­sem­inni. Starf klúbbs­ins hefur haldið áfram að eflst og þró­ast og starfs­mönnum hefur fjölgað í takti við aukin umsvif, fjölgun félaga og fjölgun starfa í verk­efn­inu Ráðn­ing Til Reynslu. 

Árið 2014 hlaut Klúbb­ur­inn Geysir Sam­fé­lags­verð­laun Frétta­blaðs­ins, eftir að hafa verið val­inn úr hópi á fjórða hund­rað til­nefn­inga.

Allir þeir sem eru að glíma við ­geð­rask­an­ir eða hafa sögu um slíkar rask­anir eru vel­komnir í Klúbb­inn Geysi. Engin félags­gjöld eru í klúbbn­um.

Höf­undur er að skrifa bók um Klúbb­inn Geysi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar