Algjört frumkvöðlastarf í málefnum fólks með geðraskanir fagnar 20 árum á Íslandi

Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar um Klúbbinn Geysi sem á stórafmæli í dag.

Auglýsing

Í dag fagnar Klúbburinn Geysir 20 ára starfsafmæli á Íslandi. Klúbburinn er hluti af Fountain House hreyfingunni, sem rekur upphaf sitt til Bandaríkjanna á fimmta áratug síðustu aldar. 

Tilgangur hreyfingarinnar er skilgreindur í gæðastöðlum hreyfingarinnar en hann er sá að „hjálpa fólki sem á við geðræn veikindi að stríða til að að ná markmiðum sínum sem varða félagslíf, fjárhag, menntun og atvinnu’’. 

Grunn forsenda hugmyndafræðinnar er sú trú að allir hafi getu til að ná nægilega miklum tökum á áhrifum þeirra geðraskana sem þeir glíma við, til að lifa góðu lífi.  

Fountain House hreyfingin byrjaði sem grasrótarhreyfing í New York þegar hópur fólks sem kynntist á geðdeild ákvað að viðhalda því samfélagi sem myndast hafði eftir útskrift og styðja hvert annað í þeim áskorunum sem líf utan spítalans færði þeim. Árið 1948 náði félagsskapurinn, með aðstoð stuðningsaðila, að festa kaup á húsi undir starfsemina. Stuðningsaðilar tryggðu félaginu einnig fjármagn til að geta ráðið einn starfsmann. 

Fountain House var svar við starfsháttum sem virkuðu ekki

Áður en lengra er haldið er mikilvægt að geta þess að fyrir miðja síðustu öld var sú hugmynd ráðandi að fólk með geðsjúkdóma hefði ekki gott af því að búa í þéttbýli. Betra væri að því væri komið fyrir á rólegum stað úti á landi. Fólk var því tekið úr samfélaginu og flutt á stofnanir úti í sveit þar sem það dvaldi langtímum saman og missti smám saman niður þá færni sem það hafði haft til að taka þátt í verkefnum sem tilheyra daglegu lífi og starfi. 

Auglýsing
Fountain House hreyfingin var svar við þessum starfsháttum, sem byggðu ekki á vísindalegum grunni heldur á hefð sem virkaði ekki. Hreyfingin hefur talað fyrir því í áratugi að opinber stefna í geðheilbrigðismálum taki mið af því sem sýnt hafi verið fram á, með áþreifanlegum vísindalegum gögnum, að valdefli fólk og geri því kleift að vera virkir þátttakendur í samfélaginu. Vegna áherslu á gagnreynda starfshætti hefur Fountain House hreyfingin verið í áralöngu samstarfi við Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina og módelið er í sífelldri þróun miðað við bestu þekkingu vísindanna hverju sinni.

Vinnumiðaður dagur

Árið 1955 byrjaði félagsráðgjafinn John Beard að vinna í klúbbnum. Hann virkjaði atvinnulausa félaga til að vinna með honum að því að gera upp hús félagsins. Vinnan veitti félögum hlutverk og tilgang. Þannig kviknaði hugmyndin um gildi vinnumiðaðs dags. Í dag er starfsemi klúbbhúsa um allan heim byggð upp sem vinnumiðaður dagur. 

Árið 2012 birtust niðurstöður rannsóknar Schonebaum og Boyd um áhrif þess, fyrir fólk sem hefur veikst af geðsjúkdómi og hefur þurft að leggjast inn á sjúkrahús, að taka þátt í vinnumiðuðum degi áður en það fer út á almennan vinnumarkað á ný. Niðurstaða rannsóknarinnar var sú að þeir sem tóku þátt í vinnumiðuðum degi áður, entust lengur í vinnu en þeir sem reyndu að fara beint út á vinnumarkaðinn. 

Út í samfélagið á ný

Í dag er einn af lykilþáttunum klúbbhúsa að styðja félagsmenn sem vilja vinna á almennum vinnumarkaði eða að sækja sér menntun. En vegna þess að atvinnurekendur eru oft tregir til að ráða fólk til starfa sem á sögu um geðsjúkdóma, vegna ótta við veikindaforföll, samdi Fountain House hreyfingin viðmiðunarreglur árið 1958 í kringum hugmynd sem vaknaði og kölluð er Ráðning Til Reynslu (RTR). 

Hugmyndin var sú að finna leiðir til að fólk með geðraskanir fái tækifæri til að spreyta sig á vinnumarkaði, með því að taka að sér hlutastörf í 9-12 mánuði. Starfsmaður í klúbbnum setur sig þá vel inn í starfið og þjálfar áhugasaman félaga til að sinna því. Á meðan á reynslutímanum stendur styður starfsmaður klúbbsins bæði félagann og vinnuveitandann með ráðum og dáð. Ef félagi getur af einhverjum ástæðum ekki mætt til vinnu er klúbburinn ábyrgur og útvegar starfskraft sem leysir hann af. Annað hvort starfsmaður eða annar félagi hleypur þá í skarðið. Vinnuveitandinn þarf því ekki að óttast forföll heldur er honum tryggt 100% vinnuframlag. Þetta fyrirkomulag hefur verið notað víðs vegar um heim og mælst afar vel fyrir, bæði meðal félagsmanna og atvinnurekenda. 

Fyrsti félaginn sem fékk starf í gegnum Klúbbinn Geysi var Marteinn Már Hafsteinsson. Hann fékk vinnu í október árið 1999. Eftir reynslutímann fékk hann fast starf hjá fyrirtækinu sem hann gegnir enn.  Lesa má um sögu Marteins Más og fleiri félaga í Klúbbnum Geysi í bók sem kemur út fyrir jólin. Bókin er unnin af höfundi þessarar greinar í samstarfi við Klúbbinn Geysi og auglýsingastofuna Hvíta húsið. 

Hilton mannúðarverðlaunin

Árið 2014 hlaut Fountain House og Alþjóðasamtök klúbbhúsa (Clubhouse International), Hilton mannúðarverðlaunin sem eru ein merkustu mannúðarverðlaun heims. Þau eru veitt árlega til félagasamtaka sem starfa án hagnaðarsjónarmiða og hafa sýnt einstakan árangur í starfi sínu við að draga úr þjáningum fólks.

Hreyfingin berst til Íslands

Iðjuþjálfarnir Anna Sigríður Valdimarsdóttir og Anna Guðrún Arnardóttir, sem unnu saman á Kleppsspítala, komu með hugmyndafræðina hingað til lands, eftir að hafa orðið vitni að því að það var ekkert sem tók við, til að brúa bilið milli spítalavistar og samfélagsins. Eina úrræðið var að leggja fólk aftur inn á spítala, þar sem færni fólks til að taka þátt í daglegu lífi og störfum hélt áfram að minnka.

Klúbburinn Geysir hlýtur viðurkenningu fagaðila og samfélagsverðlaun 

Strax á fyrstu árum Klúbbsins Geysis fóru læknar og endurhæfingaraðilar að benda skjólstæðingum sínum á klúbbinn en það eru mikil meðmæli með starfseminni. Starf klúbbsins hefur haldið áfram að eflst og þróast og starfsmönnum hefur fjölgað í takti við aukin umsvif, fjölgun félaga og fjölgun starfa í verkefninu Ráðning Til Reynslu. 

Árið 2014 hlaut Klúbburinn Geysir Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins, eftir að hafa verið valinn úr hópi á fjórða hundrað tilnefninga.

Allir þeir sem eru að glíma við geðraskanir eða hafa sögu um slíkar raskanir eru velkomnir í Klúbbinn Geysi. Engin félagsgjöld eru í klúbbnum.

Höfundur er að skrifa bók um Klúbbinn Geysi.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ráðherra sveitarstjórnarmála mun ekki hafa frumkvæði að sameiningum sveitarfélaga með færri en 1.000 íbúa eins og upphaflega var lagt til í frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Hagræn áhrif fækkunar sveitarfélaga geti orðið fimm milljarðar
Nýlega voru breytingar á sveitarstjórnarlögum samþykktar en ein meginbreytingin felur í sér að stefnt skuli að því að lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga verði ekki undir 1.000 manns. Upphaflega stóð til að lögfesta lágmarksíbúafjölda.
Kjarninn 20. júní 2021
Ferli Rauða barónsins lauk á sama stað og hann hófst, á Stokkseyrarvelli sumarið 2016, er hann dæmdi leik heimamanna gegn Afríku.
Saga Rauða barónsins gefin út á bók
Rauði baróninn - Saga umdeildasta knattspyrnudómara Íslandssögunnar er ný bók eftir fyrrverandi knattspyrnudómarann Garðar Örn Hinriksson. Safnað er fyrir útgáfunni á Karolina Fund.
Kjarninn 20. júní 2021
Helga Björg segist óska þess að það væri meiri skilningur hjá fjölmiðlum á valdatengslum og á stöðu fólks í umfjöllunum.
„Framan af var aldrei hringt í mig, enginn hafði samband“
Fyrrverandi skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra og borgarritara gagnrýnir fjölmiðlaumfjöllun um eineltismál í ráðhúsinu en hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa í langan tíma.
Kjarninn 20. júní 2021
Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu Seðlabankans.
Segir mikla verðbólgu bitna verst á tekjulágum
Varaseðlabankastjóri peningastefnu Seðlabankans segir áhrif mikillar verðbólgu vera sambærileg skattlagningu sem herji mest á lágtekjufólk. Samkvæmt henni er peningastefnan jafnvægislist.
Kjarninn 20. júní 2021
Tveir fossar, Faxi og Lambhagafoss, yrðu fyrir áhrifum af hinni fyrirhuguðu virkjun í Hverfisfljóti.
Auglýsa skipulagsbreytingar þrátt fyrir ítrekuð varnaðarorð Skipulagsstofnunar
Skipulagsstofnun ítrekaði í vor þá afstöðu sína að vísa ætti ákvörðun um virkjun í Hverfisfljóti til endurskoðunar aðalskipulags Skaftárhrepps sem nú stendur yfir. Við því var ekki orðið og skipulagsbreytingar vegna áformanna nú verið auglýstar.
Kjarninn 20. júní 2021
Christian Eriksen var borinn af velli eftir að hann hneig niður í leik Dana gegn Finnum um síðustu helgi.
Eriksen og hjartastuðið
Umdeildar vítaspyrnur, rangstöðumörk, brottvísanir eða óvænt úrslit voru ekki það sem þótti fréttnæmast í fyrstu umferð Evrópukeppninnar í fótbolta. Nafn Danans Christian Eriksen var á allra vörum en skjót viðbrögð björguðu lífi hans.
Kjarninn 20. júní 2021
Þórdís Kolbrún hafði betur í oddvitaslagnum í Norðvesturkjördæmi.
Þórdís Kolbrún sigraði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi
Öll atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi hafa verið talin. Haraldur Benediktsson, sem leiddi listann í síðustu kosningum, lenti í öðru sæti en hann sagði nýverið að hann hygðist ekki þiggja annað sætið ef það yrði niðurstaðan.
Kjarninn 20. júní 2021
Þórdís Kolbrún tilkynnti það síðasta haust að hún myndi fara fram í Norðvesturkjördæmi og sækjast eftir oddvitasætinu.
Þórdís Kolbrún leiðir eftir fyrstu tölur í Norðvesturkjördæmi – Haraldur þriðji
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Talin hafa verið 798 atkvæði úr flestum en ekki öllum kjördeildum af um 2200 greiddum atkvæðum Teitur Björn Einarsson er sem stendur í öðru sæti.
Kjarninn 19. júní 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar