Það sem var í lífi mínu árið 1964

Matthildur Björnsdóttir fjallar um áföll sem hún varð fyrir sem barn og ung kona og hvernig áfallastreitan lét á sér kræla mörgum árum síðar.

Auglýsing

Við það að lesa um hinn langa biðlista sjúk­linga á Íslandi í dag til að kom­ast jafn­vel í hjarta­að­gerð, sá ég að ég ætti að taka þjóð­ina aftur í tím­ann og segja frá upp­lifun minni árið 1964 af lækn­is­þjón­ustu og sjúkra­hús­dvöl. Enn þann dag í dag sé ég þessa sögu sem afar dul­ar­fulla og grunar mig að eitt­hvað meira hafi verið í gangi en bara hin áber­andi ástæða fyrir að ég lenti á spít­al­an­um. Og trú­lega skapa öll slík atriði áfallastreitu í mann­ver­unni, þó að barn eða ung kona skilji hana kannski aldrei almenni­lega, og allra síst á tímum þegar það orð eða hug­tak var ekki til í mál­inu eða almennri hugs­un. Þjóðin hefur auð­vitað verið meira og minna í slíku ástandi af enda­lausum ástæð­um; vegna veð­urs, slysa, og dauðs­falla og hefur hún verið iðin við að kyngja, vegna þess að það var séð sem hin mesta dyggð.

Áfallastreita er svo marg­vís­leg og blessað fólkið sem verður að bíða eftir hjarta­að­gerð upp­lifir ábyggi­lega slíkt stress og ást­vinir þeirra með þeim.

Mitt til­felli var ann­ars­konar ...

Það voru eitruð orð sem ég kem meira inn á síðar ...

Auglýsing

Nú þurfum við að fara inn í tíma þegar alla­vega for­eldrar mínir áttu mjög erfitt með að tala um virkni lík­am­ans og mest þann hluta sem sneri að getn­að­ar­færum, blæð­ingum og slíku. Alla­vega hvað mig varð­aði sem fyrsta barn­ið. Og það þó að fað­ir­inn hafi verið læknir og eig­in­konan hans vildi verða hjúkr­un­ar­kona, en gat það ekki á end­anum út af getn­að­inum sem kom mér í heim­inn.

Svo hér eru tvö slæm til­felli um veg frekj­unnar í kyn­hvöt­inni og hvernig höftin um að tjá sig um þau sköp­uðu mikið drama, sárs­auka og erf­ið­leika fyrir þá sem lifðu við það. Þessir ein­stak­lingar ættu að hafa vitað nóg um öll kerfi lík­am­ans til að fræða börn­in. En tungu­höftin voru trú­lega mikið til frá kenn­ingum kirkj­unnar um synd­ina um það kerfi. Slæmur mann­lega til­bú­inn geð­klofi.

Kenn­arar gátu ekki heldur orðað þann kafla í heilsu­fræð­inni af því að þessir hlutir lík­am­ans voru í raun á eins­konar bann­lista um tján­ingu í sam­fé­lag­inu á þessum tím­um. Þeir voru séðir sem mjög dóna­leg­ir! Og hvernig á það sem fólk er skapað með að vera séð sem dóna­legt í stað þess að vera frætt um hvernig kerfið virkar og hvers vegna og svo hvernig væri hægt að sleppa að lenda í vand­ræðum út af því.

Það er sér­kenni­legt hvernig því var öllu haldið svo leyndu sem snerti þetta frekasta kerfi í mann­verum sem heim­sækir ekki heila­búið um hvort það yrði í lagi að barn yrði til.

Ég hafði lent í sjúkra­húsi sem barn eftir að það kom í ljós að hægri mjöð­min hafði farið úr liði. Það hafði kostað að teknar voru margar röntgen­mynd­ir, svo að það hafði svo áhrif á hæð mína seinna. Og að blæð­ingar fóru ekki í gang hjá mér fyrr en um þetta leyti 1964 þegar ég var sautján ára.

Blæð­ing­arnar voru miklar, ég þvoði nær­fötin á kvöldin í vask­inum í bað­her­berg­inu þó að flottasta þvotta­vélin í bænum og þurrk­ari og líka nýmóð­ins strauvél stæðu í hinum enda íbúð­ar­innar í eld­hús­inu. En þar sem þögg­un­ar­snúran var ræki­lega utan um háls­inn á öllu lið­inu á heim­il­inu sem varð­aði þessi atriði lík­am­ans, og það á heim­ili sem hafði fimm stúlk­ur, en ekki allar komnar á blæð­ingar á þessu stigi. Þær yngri áttu nokkur ár í það.

Á heim­il­inu var bara einn karl­maður sem var fað­ir­inn. Varð­andi þetta með þvott­inn var ég aldrei spurð af þeim af hverju ég væri að þvo nær­fötin á kvöld­in, og svo rúm­fötin á morgn­ana í bað­her­berg­inu. Með for­eld­rana áhuga­lausa um þetta ferli með þvott hang­andi í bað­her­berg­inu og þess vegna engar spurn­ing­ar. Og ég auð­vitað ræki­lega í tján­ing­ar­lás með þögg­un­ar­snúr­una ræki­lega vel herta um hálsinn, þá hélt ég auð­vitað áfram að þvo af mér sjálf og hengja upp í bað­her­berg­inu. Fíll­inn í rým­inu var blóð og lík­ams­starf­semi kvenna.

Við­horfið var litað af við­horfum trú­ar­bragða um synd lík­am­ans – Hvernig átti sköpun lík­am­ans að vera synd­ugur sem slík­ur?

Ég var í hár­greiðslu­námi á þessum tíma og not­aði auð­vitað heil reið­innar ósköp af dömu­bindum þennan tíma. Ég hafði líka verið á vissu nær­ingar mót­þró­arskeiði og drakk mikið af kóki sem samt var ekki næg ástæða fyrir að lík­am­inn vildi sleppa öllu þessu blóði út úr sér.

Blæð­ing­arnar höfðu staðið í um sex vik­ur. Svo einn dag­inn þegar ég var á leið­inni í vinn­una á hár­greiðslu­stof­unni fann ég að það væri að fara að líða yfir mig, svo að ég vissi að ég yrði að snúa við og fara heim. Pabbi kom svo stuttu seinna heim og ég sagði honum þá að hann þyrfti að mæla í mér blóð­ið. Þá var það sem lækn­ir­inn sem átti víst ekki að sinna eigin börnum sam­kvæmt kenn­ingum fræð­anna, var fljótur að bregð­ast við, fór á stof­una og kom heim með tækið eftir mjög stuttan tíma. Þá kom í ljós að næstum allt blóðið í mér var hrein­lega far­ið.

Mamma var í Bret­landi á þessum tíma svo að hún var ekki með­vituð um hvað væri að ger­ast, og þá var ekki hægt að hringja í fólk um allan heim, eins og er núna.

Sjö vikna nám­skeið í hegðun í sjúkra­húsum

Það næsta sem ég vissi var að við vorum í bílnum á leið­inni á Landa­kots­spít­al­ann. Það átti eftir að verða um sjö vikna sér­kenni­leg törn. Í dag myndi engin kona vera geymd í dýru sjúkra­hús­rými í sjö vikur út af blóð­leysi, nema kannski ef það væri grunur um blóð­krabba eða eitt­hvað slíkt, slæman sjúk­dóm sem ekki var til­fellið með mig.

En þarna var ég í allar þessar vik­ur, fékk járn í æð og vítamín og blóð var tekið á hverjum degi. Ef ég ætti krónu eða doll­ara fyrir hvert skipti sem nál hefur heim­sótt æðar mínar í gegnum ævina væri ég rík kona.

Svo þar sem ég var ekki með verki og ekki á neinum verkja­lyfjum gat ég verið á ferð­inni og varð auð­vitað vitni af ansi mörgu af því sem gerð­ist á sjúkra­hús­inu.

Eitt af því sem stakk illi­lega í hjartað á mér var að vitna blessuð börnin á barna­deild­inni, sem var á sömu hæð og deildin sem ég var á, standa grát­andi við hurð­ina að gang­inum að deild­inni yfir að for­eldr­arnir voru farn­ir.

Á þeim árum voru þau sér­kenni­legu og sjúk­legu við­horf í gangi að það væri betra fyrir börnin að sjá sem minnst af for­eldrum sín­um, svo að heim­sóknir voru bara einu sinni eða tvisvar í viku.

Hugsa sér áfallastreit­una sem þau börn hafa lifað með frá þeim við­horf­um. Þau börn eru um yfir fimm­tugt og sex­tugt núna ef þau eru öll á lífi sem dvöldu þar þá og þjáð­ust. Það við­horf var líka þegar ég var sjálf barn á spít­ala árið 1948, og hefur ábyggi­lega gert sitt í mér sem ég hef ekki næga inn­sýn í.

Sjúkra­hús eru heill heimur út af fyrir sig

Eitt af því sem var mjög líkt því að vera í leik­húsi, var þegar heilt lið lækna birt­ist við rúmið og dróg gard­ín­una fyrir í kringum rúm­ið. Þá hófst hin merki­lega stétta­bar­átta eins­konar sjálfs-­mik­il­væg­is-keppni á milli þeirra, sem hafði ekk­ert að gera með sjúk­ling­inn í rúm­inu. Ein­hvers­konar sena sem ég skildi auð­vitað ekki, en upp­lifði þau sam­töl ekki hafa neitt með mig sem sjúk­ling í rúm­inu að gera.

Ég hef upp­lifað þetta á öllum sjúkra­húsum sem ég hef verið á, í ein­hverja daga. Og yfir­leitt eru sam­ræður lækna ekki um mig eða beint tengd mér eða ástand­inu, heldur virð­ist vera um stéttaríg að ræða á sér­kenni­legan hátt. Nema þeir séu að ræða lækn­is­fræði um sjúk­ling­inn án þess að leyfa honum að vera með í þeirri umræðu.

Landa­kots­spít­al­inn var kaþ­ólsktrekin stofn­un. Mér hafði ein­hvern tím­ann verið sagt að allar nunnur væru giftar Guði og væru eins­konar englar hér á jörðu. Hvernig sem það átti að birt­ast vissi ég ekki þá, nema ég taldi að þá væru þær með hlýja og nær­gætna fram­komu við veikt fólk.

En það sem ég upp­lifði af nunn­unni á þessum gangi var eitt­hvað allt annað en það sem sú saga gaf í skyn.

Stað­reyndin var að nunnan á þessum gangi var alls ekki ein af þeim nunnum sem ég hafði heyrt um að allar nunnur væru, og væru það af því að þær væru giftar Guði. Svo hvernig gat Guð verið giftur öllum þessum konum sem urðu nunn­ur? Kannski neit­aði hann að gift­ast þeim slæmu?

Þar sem ég sé ekki að það sé einu sinni mögu­legt að það sé per­sóna kölluð guð með mikið grátt skegg sem eigi að hafa alsjá­andi auga og átti víst líka að vera barnapía, dóm­ari, leið­bein­andi og svo að veita verð­laun til ein­stak­linga með rétta hegð­un, eins og trú­ar­brögð reyndu að halda að okkur að þetta kerfi væri, heldur upp­lifi ég mikið og marg­þætt og flókið kerfi sem eng­inn myndi nokkurn tíma þekkja né skilja að fullu. Hvernig geta konur sem eru nunnur virki­lega verið giftar því?

En allir geta valið að nota góðu ork­una frá því kerfi, og reynt að gera sitt besta í mann­legum sam­skipt­um, sem samt tekst því miður ekki nærri alltaf.

Nei, það var eng­inn Guð né mildi eða sam­hygð í hjóna­band­inu með þess­ari nunnu. Hún réð­ist strax að mér með rudda­skap fyrir að vera svona lág í loft­inu, eins og ég hefði gert eitt­hvað sjálf til að vera ekki eins há í loft­inu og talið væri að stelpa á þessum aldri ætti að vera. Hún sagði þetta með skömm. Ég heyrði enga kímni í tón­in­um, enda ekki mik­ill bógur með næstum allt blóðið far­ið. Svo þegar hún lærði hver faðir minn væri hnuss­aði hún, svona lítil og dóttir hans pabba þíns. Skammastu þín var það sem lá í orð­un­um.

Fjöl­breytni sér­kenni­legrar hegð­unar

Það var eldri kona í stof­unni um tíma og einn dag­inn varð það slys að bolli datt niður af nátt­borði hennar og brotn­aði. Nunnan varð æf og tal­aði eins og nú væri spít­al­inn orð­inn gjald­þrota, og hún yrði að fá pen­ing­inn fyrir boll­anum sem fyrst, svo hægt væri að bjarga fjár­hag spít­al­ans. Blessuð konan varð mjög stressuð, hringdi í mann­inn sem kom með hraði með þessar krónur til að bjarga fjár­hag spít­al­ans.

Svo var það bæna­sen­an. Á hverju kvöldi kom hún með látum inn í hverja stofu, hristi sig eða hellti sig niður á gólf í stof­unni, tuð­aði ein­hver orð sem áttu að vera bæn. Orð sem komust ekki til skila.

Svo kom mamma heim og heim­sótti mig á spít­al­ann. Það varð sér­kenni­legt sam­tal. Hún spurði mig af hverju ég hafði ekki sagt neitt, og ég benti henni þá á vand­ræða­skap­inn í henni um allt tal um slíkt (en ég hafði ekki þá hugsun í mér þá að minn­ast á hún hafði aldrei einu sinni spurt mig af hverju ég væri að þvo þessa hluti sjálf). Þá varð hún vand­ræða­leg og þagn­aði.

Svona liðu dag­arn­ir, sjö vik­ur, alls­konar önnur hegðun kom upp. Ein kona sem var í stof­unni um tíma vildi bara láta hjúkr­un­ar­konur draga glugga­tjöldin fyrir og frá, þó að ég og aðrar konur í stof­unni gætum gert það og sparað hjúkr­un­ar­konum þau spor, þar sem þær höfðu margt annað að gera sem við gátum ekki gert.

Fólk í heim­sóknum tal­aði oft eins og að það kæmi aldrei neinn á lífi út úr sjúkra­hús­um.

Maður kom á börum með svo mikið hold að það hékk alla leið niður á gólf af sjúkra­bíls-­bör­un­um. Það þurfti að taka hurð­ina af hjörum í stof­unni sem hann fór í. Svo dó bless­aður mað­ur­inn stuttu seinna. Þekkt leik­kona átti þar líka stutta dvöl, en var ekki með neina „drottn­ing­ar“ takta.

Það var auð­vitað mik­ill lær­dómur um mann­lega hegðun með því að vera þarna í þessar sjö vik­ur. Svo er það hin dul­ar­fulla spurn­ing? Af hverju var ég geymd þarna þegar faðir minn læknir hefði getað gert allt heima sem gert var við mig þar, og tekið sýnin til baka í vinn­una til rann­sókn­ar. Voru þau fegin að vera laus við mig um tíma, eða var eitt­hvað annað í gangi sem ég mun aldrei vita um.

Ég var líka notuð sem til­rauna­vera fyrir lækna­nema til að gera alls­konar lækna eitt­hvað við, allt sak­lausar æfingar fyrir þá.

Kannski var það eitt af ástæð­unum fyrir að hafa mig þar, ef ekki væri hægt að nota aðra sjúk­linga í það? Mein­laus próf.

Berg­mál traumans kast­ast langt inn í fram­tíð­ina

Það var svo ekki fyrr en löngu seinna að ég átt­aði mig á að það gæti líka hafa verið mjög „trauma“-tengd ástæða fyrir þessum miklu blæð­ing­um. Eitruð orð sem hvorki hugur né lík­ami gátu melt og reyndu þess vegna að deyja á ein­hvern hátt þannig, og það án þess að sú hugsun heim­sækti rök­hyggju-hlut­ann í mér. Þá var það fyrsta stigið af afleið­ingum þess atviks sem ég fékk ekki fylli­lega skiln­ing á fyrr en meira en hálfri öld síð­ar.

Það var atvikið sem gerð­ist ein­hverjum vikum áður en mamma fór í frí til Bret­lands að ég hafði hugsað upp­hátt þegar ég var að greiða á mömmu hárið og velti því fyrir mér hvað ég ætti að gera í sum­ar­frí­inu.

Ég hafði rétt endað sam­band við fyrsta vin af karl­kyni sem ég hafði, og það var af því að ég var ekki til­búin í kyn­líf og slíkt, en hann eldri en ég og greini­lega til­bú­inn. Ég hafði ekki sagt mömmu það, þá sagði hún, auð­vitað ferðu með vini þín­um. Þá sagði ég að ég hefði endað það sam­band.

Demban sem kom að mér og yfir mig og í mig þegar ég sagði henni að ég væri búin að enda það sam­band, en nefndi ekki af hverju ég hafði endað það. Hún hugs­aði ekki einu sinni þá hugsun að vilja vita ástæð­una. Hún spurði ekki um ástæð­una, heldur tryllt­ist. Orð full af reiði, hatri og svekk­elsi hellt­ust að mér og yfir mig. Orðin sem komu hár­beitt af hatri voru:

„Það mun aldrei neinn annar maður elska þig, það mun aldrei neinn annar líta við þér, þú munt aldrei gift­ast og líf þitt vera ömur­leg­t.“ 

Berg­mál neyð­ar­innar í henni vegna þess að ég ætl­aði ekki að gift­ast honum skap­aði greini­lega heilt „vor­tex“ og kall­aði á allar dökku hugs­an­irnar um þrána í henni til að vera laus við mig, af neyð í hug­ar­heimi henn­ar.

Ég veit ekki hvað gerð­ist í mér við að fá þessa miklu eit­ur­dembu, nema að ég var ófær um að segja neitt gegn þessum orð­um, eða geta melt orku reið­innar og hat­urs­ins sem hún hellti yfir mig ung­ling­inn. Barnið sem eyði­lagði drauma hennar um starfs­frama, og var aldrei það afkvæmi sem var þráð, heldur það sem minnti hana ævi­langt á slæm mis­tök.

Ofræði kyn­hvat­ar­innar sem er þar of oft á fullum krafti að heimta virkni, án neinnar til­lits­semi til ann­arra þarfa í ein­stak­ling­um.

Svo þeir sem telja að öll börn sem séu getin séu óska­börn þurfa að skilja að það er ósk­hyggja, en ekki reynsla nærri allra sem fæð­ast í heim­inn og hefur ekki verið hvorki fyrr eða síð­ar.

Leiðir til að deyfa heila barna

Ég náði svo að skilja nú í ell­inni að það að hafa verið færð eins og peð á tafli í mörg ár sem barn hafði skapað vissan doða eða óvirkjað hólf í heila­búi mínu. Mamma hafði yfir­gefið mig sem unga­barn til að byggja sam­band við mann­inn sem barn­aði hana, af því að þau urðu að gift­ast út af til­komu minni, og hann var þá í námi í Banda­ríkj­un­um.

Hún náði svo í mig eftir um trú­lega tvö ár og þá upp­lifði ég hana auð­vitað ekki sem móður mína. Sál­fræð­ingur hér í Ástr­alíu sagði mér að barn sem upp­lifði slíkt, upp­lifði það sem því væri rænt. Og það er til­finn­inga­lega fjar­lægt ástand. 

Hún var bara kona sem rændi mér frá afa og ömmu. Svo að heila­búið í mér hafði þá ekki öðl­ast neina sjálfs­með­vit­und, hvað þá sjálfsum­hyggju til að standa upp fyrir sjálfri mér gegn slíkri árás.

Það var svo ekki fyrr en í enda árs­ins 2017, árið sem ég varð sjö­tug að ég fékk þessa dýr­mætu athuga­semd frá syni mín­um, sem reynd­ust lyk­il­orð (enda vinnur hann við tölv­ur) til að súmma allt dæmið upp um ekki bara þessa árás á mig, heldur aðra í sama dúr af frænku eitt­hvað eftir sjúkra­hús­dvöl­ina.

Þá flæddu allar til­finn­ing­arnar og annað að mér sem ég hefði átt að hafa þá, en voru frystar í doða sjálfs­bjarg­ar­leysi kring­um­stæðn­anna. Ein­hver hólf í heila­bú­inu fóru í gang sem höfðu verið dofin í öll þessi ár.

Það að lesa fyrstu orðin í bók Bessel Van Der Holk: The Body Keeps the Score, Mind, Brain and Body in The Trans­formation of Trauma, er góð stað­fest­ing á svona hlutum sem eng­inn við­ur­kenndi á þeim tímum að gætu einu sinni verið umræðu­efni. Hvað þá vanda­mál. Hlutur til að þegja yfir.

Sú stað­reynd að fólk með hjarta­sjúk­dóma þurfi nú árið 2019 að vera á biðlist­um, mun svo sann­ar­lega skapa mikið af óþarfa stressi og oft ótíma­bærum dauðs­föllum og trauma fyrir þá og ást­vini þeirra.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar