Lesum og segjum sögur

Björg Árnadóttir skrifar um aðferðir til að gera lestur skemmtilegan og innihaldsríkan.

Auglýsing

– Amma, hvar keypt­irðu eig­in­lega sjón­varpið þitt? spyr son­ar­dóttir mín sem er nýkomin á skóla­aldur og tekin að temja sér gagn­rýna hugs­un. Það gengur víst ekki lengur að telja henni trú um að ég eigi sjón­varp án barna­efn­is. Yfir­leitt finnst mér ekki fal­legt að hag­ræða sann­leik­anum í sam­skiptum við börn en þessi hvíta lygi hefur þó reynst mér vel af því að mig langar frekar að lesa fyrir hana en sitja með henni yfir tal­settum teikni­mynd­um. 

Ég er af fyrstu kyn­slóð sjón­varps­not­enda á Íslandi. Sjón­varps­tæki kom inn á æsku­heim­ili mitt þegar ég var níu ára gömul en á þessum tímum vorum við þess öll full­viss að sjón­varps­á­horf væri á ein­hvern hátt af hinu illa og þyrfti að tak­marka. Á ung­lings­ár­unum átt­aði ég mig fyrst á að hægt væri að senda út sjón­varps­efni öll kvöld vik­unn­ar, jafn­vel á björtum sum­ar­kvöld­um. Full­orðin og flutt til Sví­þjóðar sá ég fyrst sjón­varp fyrir hádegi þegar börnin mín sett­ust fyrir framan barna­efnið að morgni eins og tíðk­að­ist. Þetta var snemma á níunda ára­tug síð­ustu aldar og önnur tækni­bylt­ing var yfir­vof­andi – mynd­banda­væð­ing­in. Slíku tækni­undri var að sjálf­sögðu ekki hleypt mót­þróa­laust inn á heim­il­ið. Það var ekki fyrr en syn­irnir gerðu upp­reisn gegn úreltum hug­myndum for­eldr­anna og unnu nákvæma úttekt á tækja­kosti nágrann­anna að fjár­fest var í tæki sem laut ekki lög­málum línu­legrar dag­skrár. Reyndar höfðu þeir nokkra reynslu af því að horfa á vídeó heima fyrir vegna þess að stund­um, þegar við for­eldr­arnir þurftum að kaupa okkur frið, leigðum við víd­eó­box. Það var mynd­bands­tæki ásamt einni spólu sem hafa mátti í tutt­ugu og fjóra tíma. Þá  gláptu drengirnir mínir frá morgni til kvölds á sömu mynd­ina og guð má vita hvort ekki var læðst fram um nætur til að njóta töfra hins teikn­aða heims. 

Undur upp­lest­urs­ins

Þótt ég hafi horft með afkom­endum mínum á margt gott sjón­varps­efnið kýs ég fremur að lesa með þeim enda höfum við átt bestu stund­irnar með bók í hönd. Ég las upp­hátt fyrir börnin mín þrjú í tæp þrjá­tíu ár; byrj­aði þegar sá elsti var ung­barn og hætti þegar sú yngsta var komin vel á gift­ing­ar­ald­ur. Upp­lestur úr barna­bókum reynd­ist bæði mér og þeim góð leið til að læra sænsku og síðar önnur tungu­mál. Við lærðum líka ýmis­legt annað nyt­sam­legt af bókum þótt upp­lestr­ar­stund­irnar hafi ekki endi­lega verið vits­muna­legs eðlis heldur fremur til­finn­inga­legs af því að stöðug umræða átti sér stað um innra líf per­són­anna. Fátt skapar rólegra and­rúms­loft á heim­ili og meiri nánd barns og for­eldris en að kúrt sé saman yfir bók. Mið­barnið drakk bók­menntir í sig frá blautu barns­beini af því að iðu­lega fylgd­ust að nær­ing­ar­inn­taka þess nýfædda og upp­taka þess eldri á and­legri fæðu. Ég vona að báðir tengi ómeð­vitað og eilíf­lega lestur bóka við líf­gef­andi móð­ur­mjólk­ina.

Auglýsing

Við lásum hvers kyns bæk­ur. Strák­arnir vildu að sjálf­sögðu njóta töfra hins teikn­aða heims í bók­ar­formi og ég gerði mitt besta til að túlka mynda­bækur á sann­fær­andi hátt þótt aldrei hefði ég af því sér­staka unun. Fljót­lega gerðum við með okkur samn­ing: Alltaf skyldi lesið úr tveimur bók­um, fyrst að þeirra vali og svo mínu. Það var ekk­ert létt­meti sem ég valdi ofan í börnin mín en þau vönd­ust því fljótt að með­taka erf­iða texta með eyr­un­um. Sjálf ólst ég upp við að lesnir væru hús­lestr­ar, sögur sagðar og hlustað saman á útvarps­leik­rit svo að mér fannst hlustun eðli­leg leið til að læra. Ég kynnti hverju barn­anna minna Sálm­inn um blómið á sjötta aldurári þeirra og þegar ég var um skeið einka­móð­ur­máls­kenn­ari sonar míns á kostnað sænska rík­is­ins setti ég Nóbelskáldið á námskrá þriðja bekkjar grunn­skóla. Hann varð hrif­inn af Heims­ljósi.  

Eftir því sem les­færni barn­anna fleygði fram hættu þau að leggja sjálf bækur til upp­lest­urs en ég sá alfarið um valið á fram­halds­sög­um. Þá las ég upp­hátt bækur sem ég ætl­aði hvort sem er að lesa að því gefnu að ég teldi þær hafa nokk­urt upp­eld­is­gildi. Stundum velti ég því fyrir mér hvort allur þessi upp­lestur reynd­ist fremur lestr­ar­letj­andi en hvetj­andi en sá að öll urðu þau fljótt læs enda voru þau í raun að lesa sjálf þegar ég kom bók­inni þannig fyrir að þau gætu fylgst með stöf­unum rað­ast saman í orð um leið og ég las þau. Dóttir mín var komin á full­orð­insár þegar ég hætti að lesa fyrir hana úr heims­bók­mennt­un­um. Hún tók ung upp þann sið að for­vitn­ast um hvað væri að ger­ast í þeim bókum sem ég las fyrir sjálfa mig. Ég minn­ist þess að eitt sinn þegar ég lá í suð­rænum sund­laug­ar­garði með spennu­bók í hönd kom hún til mín með nýfundna leik­fé­laga af ýmsum þjóð­ernum og bað mig um að greina hópnum frá plotti sög­unn­ar. 

Sam­eig­in­leg ímyndun mann­kyns

Sögur eru límið í sam­fé­lagi manna. Án sagna gætum við aðeins átt sam­fé­lög þar sem allir þekkt­ust. Í bók sinni Sapi­ens – mann­kyns­saga í stuttu máli, sem nýverið kom út í íslenskri þýð­ingu (JPV útgáfa, 2019), segir sagn­fræð­ing­ur­inn Yuval Noah Har­ari á aðgengi­legan hátt frá því hvernig mann­fólkið hefur með félags­legri hug­smíð tvinnað saman ótrú­lega flókið net sagna úr ímynd­uðum veru­leika. Hann telur leynd­ar­málið að baki þess að millj­ónum tak­ist að vinna og búa saman vera að allir trúi sömu goð­sögn­un­um, þeim trú­ar­legu en ekki síst goð­sög­unum sem við höfum í sam­ein­ingu skapað um aðra óáþreif­an­lega þætti sam­fé­laga okk­ar.  

Banda­ríski goð­sagna­fræð­ing­ur­inn Jos­eph Camp­bell setti um miðja síð­ustu öld fram hina þekktu kenn­ingu um hetju­ferð­ina (The Her­o´s Jour­ney) í bók­inni A Hero with A Thousand Faces (1949). Hann taldi, eftir að hafa rann­sakað heim goð­sagn­anna um ára­bil, að allar lytu þær sama frá­sagn­ar­fræði­lega lík­an­inu. Síðar hafa fræð­i-og lista­menn sýnt fram á að hetju­ferðin birt­ist ekki ein­göngu í fornum sögnum heldur einnig í klass­ískum sem og sam­tíma-­bók­menntum og kvik­myndum en ekki síst í lífs­sögum hverrar mann­eskju. Hetju­ferðin fjallar um sögu­hetju sem heyrir kall til breyt­inga. Eftir að hafa horfst í augu við það sem hindrar hana stígur hún inn í heim ævin­týr­is­ins þar sem hún mætir marg­vís­legum ögrun­um, deyr tákn­rænum dauða en end­ur­fæð­ist, vinnur sigra, fer í gegnum ferli frið­þæg­ingar og snýr aftur til fyrri heim­kynna sem umbreytt mann­eskja. Sú gjöf sem raun­veru­leg hetja þiggur í hetju­ferð sinni kemur sam­fé­lagi hennar öllu til góða.

Hetju­ferðin sem hjálp­ar­tæki

Ég tók hug­mynd­inni um hetju­ferð­ina fagn­andi þegar ég kynnt­ist henni fyrst eftir að hafa lif­að, lesið og kennt rit­list í ára­tugi. Sjálf skynj­aði ég hvernig ég hafði allt mitt líf farið í lengri og styttri hetju­ferðir eins og  lýst er hér að ofan en einnig speglað mig í ferðum ímynd­aðra hetja í hljóði fyrir sjálfa mig en upp­hátt með afkom­endum mín­um. Þegar ég fór að nota hetju­ferð­ina í kennslu átt­aði ég mig enn betur á því að lestur og skrif eru sam­eig­in­leg sjálfs­hjálp­ar­vinna mann­legra sam­fé­laga enda speglum við líf okkar og líðan stöðugt í veg­ferð hetj­unn­ar.  

Hetju­ferðin birt­ist ekki síst í afþrey­ing­ar­iðn­aði nútím­ans og því velti ég fyrir mér hvers vegna mér finn­ist enn að það hljóti að vera börnum holl­ara að lesa um hetju­ferðir en að horfa á þær mynd­gerðar á skjá. Í hetju­ferð­ar­þjálfun sem ég fór nýverið í gegnum fann ég skýr­ingu sem heill­aði mig. Hún er sú að nútíma neyslu­hættir á frá­sögnum feli gjarnan í sér að barnið fylgi ekki sögu­hetj­unni í gegnum allan ofan­greindan þroska­hring. Börn sjá brot úr myndum og með­taka því ekki á sama hátt skila­boðin um að hverri hetju sé mik­il­vægt að klára þroska­hring­inn eins og börn gerðu þegar þau hlust­uðu á ömmu sína ljúka sög­unni af Búkollu á þeim orðum að bónda­sonur hafi komið heim breyttur mað­ur. Þótt ég skammist mín enn örlítið fyrir að hafa stundum geymt dreng­ina mína daglangt framan við víd­eó­boxið hugga ég mig við að þeir hljóti að hafa náð að með­taka hetju­ferð­ar­boð­skap þeirrar einu myndar sem horft var á. Mér hefði þótt gaman að geta gripið til þess frá­sagn­ar­fræði­lega verk­færis sem hetju­ferðin er á meðan ég las sem mest upp­hátt fyrir börn og ég hvet alla for­eldra til að hjálpa börnum sínum að skoða ferðir sögu­hetja í bókum og myndum sem þroska­hring. Ég held að það gæti orðið lestr­ar­hvetj­andi sjálfs­vinna fyrir börn jafnt sem full­orðn­a.  

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar