Leikhús fáránleikans: Um opinn aðgang og útgáfu fræðigreina

Sigurgeir Finnsson fjallar um mikilvægi opins aðgangs að vísindaniðurstöðum.

Auglýsing

Tón­list­ar­maður fær opin­beran styrk til að gefa út lag. Hann vill gefa lagið út hjá virtu erlendu útgáfu­fyr­ir­tæki. Til þess að gera það þarf hann að gefa útgáfu­fyr­ir­tæk­inu lagið og afsala sér öllum höf­und­ar­rétt­i.  Lagið er gefið út á raf­rænu formi á Inter­net­inu á virtri safn­plötu, sem er svo gefin út á streym­isveitu en er ekki aðgengi­legt nema greitt sé fyrir aðgang­inn. Hægt er að kaupa sóla­hrings­að­gang að lag­inu á 50$ en aðgang í mánuð á 250$. 

Ofan­greint dæmi á sér enga stoð í raun­veru­leik­an­um, a.m.k. ekki hvað tón­list­ar­út­gáfu varð­ar. Tón­list­ar­fólk fær greitt fyrir plötu­sölu og fjölda streym­is­hlust­ana (það mætti gjarnan fá greitt meira en það er önnur saga). Ég sem unn­andi tón­listar get keypt mér aðgang fyrir fjöl­skyld­una að Spotify á litlar 2000 kr. á mán­uði. Ef við heim­færum þetta dæmi hins vegar upp á útgáfu fræði­greina í vís­inda­tíma­ritum er þetta raun­in.

Upp­haf vís­inda­tíma­rita­út­gáfu má rekja aftur til árs­ins 1665 þegar tvö tíma­rit komu út í fyrsta skipti, Philosophical Transact­ions í London og Journal des Sça­vans í Par­ís. Frá þeim tíma skap­að­ist sú hefð að höf­undar vís­inda­greina fengu ekki borgað fyrir skrif sín heldur var þeim launað með þeim heiðri að fá grein sína birta í virtu tíma­riti. Það er svo enn í dag og byggj­ast fram­gangs­kerfi háskól­anna á þessum heiðri. Höf­undur fær birta grein í vís­inda­tíma­riti og afsalar sér um leið höf­und­ar­rétti til útgáfu­fyr­ir­tæk­is­ins. Rit­rýnar fá heldur ekki borgað fyrir sína vinnu og tíma­ritið er svo selt sem áskrift­ar­tíma­rit. 

Auglýsing

Áskriftir að prent­uðum tíma­ritum sem útgef­endur seldu bóka­söfnum og háskólum var við­skipta­mód­elið sem var við lýði fyrir tíma Inter­nets­ins. Þetta við­skipta­módel er enn við lýði þó svo að nýir mögu­leikar til miðl­unar hafi orðið til með til­komu Inter­nets­ins. Það er því ekk­ert tækni­legt sem stendur í vegi fyrir að vís­inda­greinar séu opnar á net­inu. Hug­myndin um opinn aðgang (e. Open access) kom fyrst fram í upp­hafi 21. ald­ar­innar sem and­svar við þessu við­skipta­mód­eli. Þrátt fyrir að hug­myndin um opinn aðgang hafi verið til í 15-20 ár er lungað af nið­ur­stöðum rann­sókna sem fjár­magn­aðar eru með opin­beru fé enn birtar í tíma­ritum sem eru lokuð og bundin áskriftum eða með birt­ing­artöf­um. Vís­inda­tíma­rit voru framan af gefin út af vís­inda­fé­lögum og háskólum en gríð­ar­leg sam­þjöppun hefur orðið á þessum mark­aði á síð­ustu ára­tugum og nú er svo að stærstur hluti útgef­ins vís­inda­efnis er á höndum fárra risa útgáfu­fyr­ir­tækja (s.s Elsevi­er, Wiley, Sprin­ger, Taylor & Francis og Sage). Bóka­söfn og háskólar eru aðal við­skipta­vinir þess­ara útgáfu­fyr­ir­tækja. Rekstur þess­ara stofn­ana er fjár­magn­aður með opin­beru fé sem m.a. er notað er til að kaupa áskriftir að tíma­ritum hér­lendis í gegnum Lands­að­gang og sér­á­skriftir háskól­anna. Áskrift­ar­gjöld fara sífellt hækk­andi og sem dæmi má benda á að heild­ar­kostn­aður raf­rænna áskrifta í gegnum Lands­að­gang á árinu 2017 var 187,8 millj­ónir og þá eru ekki taldar með sér­á­skriftir sem háskóla­bóka­söfnin greiða auka­lega. Kostn­aður á heims­vísu er um 7.6 millj­arða €. Það eru gríð­ar­legir fjár­mun­ir, fjár­munir sem gætu nýst háskólum og bóka­söfnum bet­ur. Heims­byggðin stendur frammi fyrir gríð­ar­legum vanda­mál­um, sjúk­dóm­ar, lofts­lags­breyt­ingar o.s.frv. Eng­inn einn vís­inda­maður getur leyst vand­ann en með sam­eig­in­legu átaki er hugs­an­lega hægt að leysa ýmis vanda­mál. Vís­inda­menn þurfa því að hafa greiðan aðgang að öllu mögu­legu efni til að byggja rann­sóknir sínar á. Það er ekki hægt meðan sumar rann­sóknir eru lok­aðar á bak við gjald­vegg og það er ekk­ert bóka­safn eða háskóli í heim­inum sem hefur efni á því að kaupa áskriftir að öllum tíma­ritum sem gefin eru út.

Eins og áður var sagt kostar fjöl­skyldu­að­gangur að Spotify um 2000 kr. á mán­uði. Ef ég ætl­aði að kaupa mér aðgang að gagna­safni eins og ProQuest myndi það kosta mig tugi millj­óna ári. Efni sem rétti­lega ætti að vera opið öllum en er í stað­inn selt til háskóla og bóka­safna á upp­sprengdu verði. Þetta er leik­hús fárán­leik­ans. Sem betur fer höfum við Lands­að­gang, en það er keyptur aðgang­ur, ekki opinn.

Vikan 21. – 27. októ­ber er alþjóð­leg vika opins aðgangs sem haldin er nú í 12. skipti víðs vegar um heim all­an. Þema vik­unnar í þetta skipti er Open for Whom? Equity in Open Knowledge sem við höfum þýtt á íslensku sem Hver hefur aðgang? Þekk­ing öllum opin. Til­gangur vik­unnar er að efla umræðu og vit­und um opinn aðgang og tala fyrir að opinn aðgangur að rann­sókn­ar­nið­ur­stöðum verði sjálf­gefin en ekki und­an­tekn­ing­in. Lands­bóka­safn Íslands – Háskóla­bóka­safn mun í þess­ari viku deila ýmsum fróð­leik um opinn aðgang á heima­síðu sinni.

Höf­undur er verk­efna­stjóri hjá Lands­bóka­safni Íslands - Háskóla­bóka­safni

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar