Það er svo gott að lesa um að það sé frumvarp í gangi um að gefa börnum þau mannréttindi að vita hvaðan allt hráefnið í þau hafi komið.
Hráefnið er sæði frá karlinum og egg frá konunni, og svo er það ferlið sem gerist inni í móðurlífinu sem setur svo sitt mark á og í einstaklinginn sem kemur út með þá sál og þá ferð sem sú sál hefur átt.
Þegar ég lærði um tilvist hálfbróður okkar systra fyrir slatta af áratugum síðan, þá kom réttlætistilfinningin um það, samskonar réttlætistilfinning upp í mér um rétt þess barns sem kemur í heiminn að fá að vita hver faðir þess sé sú sama sem höfundur frumvarpsins hún Silja Dögg Gunnarsdóttir er með í gangi núna. Og var sú sama tilfinning sem reis upp í mér fyrir hönd hans þá árið 1963 og okkar og Silja Dögg talar um. En hann var ekki gervifrjóvgunar barn, bara leyndarmál þar til einn dag.
Við lærðum um hann frá því að strákur í næsta húsi hitti hann uppi á golfvelli og spurði hann svo hverra manna hann væri, eins og var algengt þá sem var áratugum áður en „öpp“ komu í heiminn til að fá upplýsingar frá.
Drengurinn úr næsta húsi var alveg undrandi að heyra þennan dreng segja nafn sitt og nafn föður síns, sem drengurinn vissi vel hver væri af því að sonurinn sagði hvað faðir sinn gerði, því að sá maður átti heima í næsta húsi við hann, og hann vissi ekki til að við ættum neinn bróður.
Hann sagði systur minni svo frá því sem hann hafði lært þegar hann kom heim, og hún kom svo inn grátandi til að fá að vita hvort það væri satt sem strákurinn hafði sagt henni, og þau urðu að viðurkenna mjög skömmustuleg yfir að jú það væri satt.
Það var engin samhygð í mér þá með föður okkar sem hafði skaffað sæðið í hann eða hvernig honum myndi líða við vissum að lokum um tilvist hálfbróður sem hann hafði ætlað að leyna okkur hinum börnum sínum. Hann ætlaði sér greinilega aldrei að setja okkur niður til að tilkynna okkur um þennan hálfbróður. Hann var orðinn tíu ára áður en við fengum að vita um tilvist hans og átti heima stutt frá okkur.
Það var réttur þessa hálfbróður til að þekkja okkur, og okkar að þekkja hann, sem var málið hjá mér því að hann var trúlega saklaus hluti af þessu ferli í öðrum. Eða var sálin með það á hreinu hvað væri að gerast?
Hugsanlega.
Áströlsk gervifrjóvgunarbörn börðust fyrir létti á leyndinni
Mannvera sem á rétt á að fá að vita hverjir lögðu saman í líkamann hennar.
Hér í Ástralíu höfum við séð viðtöl við ungmenni sem eru gervifrjóvgunar börn og fóru að leita að feðrum sínum fyrir slatta af árum síðan, sem sumir feður opnuðu fyrir að afkvæmin hefðu samband við. Og nú geta nýjir sæðisgjafar hér í Ástralíu, eða alla vega ekki í einhverjum fylkjum, ekki verið í felum, þó að lögum yfir fyrri sæðisgjafa hafi ekki verið breytt svo að ég viti. En mig minnir að samt hafi börnum verið gert eitthvað auðveldara að leita að þeim.
Þau ungmenni sáu og sjá það sem mannréttindi að vita hvaðan hráefnið í þau kom og það af ótal ástæðum og sumar þeirra stærstu eru tengd heilsu og mögulegum arfgengum heilsuvandamálum.Því þegar við sleppum gömlu helgi slepju dulúðuninni af þessum málefnum þá fyrst gæti eitthvað batnað. Og þau vildu auðvitað að lögin myndu afnema þetta með leyndina.
Það var lengi svo mikil geðklofabilun í trúarbrögðum og stjórnvöld studdu slíkt í kring um allt varðandi sæði og egg, en meira varðandi sæðið. Konur dreifa ekki eggjum sínum á sama hátt og karlar geta og margir gera með sæðið. Og það var það sem réði réttlætingu þessarar leyndar í þessa áratugi, þar til að alla vega sum börn sem komu í heiminn á þann hátt krefjast þess að fá að vita hver faðirinn væri, hver hefði lagt til sæðið í þau.
Það að nær enginn fékk nærri nóga fræðslu um öll atriði getnaðarkerfisins um aldir og ekki heldur þegar ég var í skóla, var og er enn kannski sannleikur og sorglegur hluti af þessu sérkennilega dæmi. Sæði og egg hreinlega gerð að einhverju hærra en mannlegu og því ekki átt að fræða um það.
Það var ekki fyrr en nokkuð nýlega sem sú alvöru sannleika veruleikamynd kom upp í höfðinu á mér um þetta kerfi sem enginn átti að fá að læra um um aldir. Kerfi sem er á einn veg of óstýrilátt og skapar ótal slæmar afleiðingar vegna eðlis síns.
- Það að getnaðarfæra kerfið er það síðasta í líkamanum til að virkjast.
- Það er ekki í neinu sambandi við heilabúið þegar kemur að rökhyggju eða skynsemi.
- Svo er það sem ég kalla frekjumagnið greinilega mismunandi á milli einstaklinga og með karlkyn mjög oft tengt inn á karlhormóna eina.
- Staðreyndin er svo líka að margir eiga erfitt með að hafa hemil á því ferli og þeim hraða hormóna, og túlka það sem svo að þeir verði að fá úrlausn á því inn í líkama konu sama hvaða afleiðingar verði.
Samt gátu ekki allar konur sem vildu orðið barnshafandi þegar þær vildu. Og til að veita þeim það komu læknavísindin inn með samskonar hjálp og kúnum var veitt er atriði sem ég lærði nýlega um uppfærslu á þeirri aðferð hér í Ástralíu til að verða notuð til að hjálpa mannkyni. En ég upplifði það vandamál ekki sjálf.
Það er sérkennilegt að það sé enn verið að halda í þessa trú í sumum að virkni þeirra kerfa í konum og körlum verði að vera haldið leyndum í dulúð og helgislepju.
Minni kynslóð var haldið frá að fá að læra um það í heilsufræðinni þar sem þeim kafla var sleppt af vandræðagangi kennara í að tjá sig um þau atriði. Og það frá áhrifum og ráðríki trúarbragða sem höfðu afar sjúkleg viðhorf um þessa hluti.
Og blessuð gervi-frjóvgunar-börnin eru enn að líða fyrir þá leynd sem og önnur börn frá skyndimökum. Og það trúlega víða um heiminn enn þann dag í dag, þó að læknavísindin skilji kerfið og gæti frætt mannkyn rétt um öll atriðin. Þessi atriði hanga enn alla vega að ýmsu leyti á sömu spýtunni.
Losti er ekki alltaf ást og skapar oft börn sem ekki er óskað eftir
Og faðirinn oft víðs fjarri áður en konan veit að barn varð til.
Þegar ég sá í sjónvarpinu hér að það er maður frá Bandaríkjunum sem hefur boðið sæði sitt upp á Facebook og hefur verið hér í Ástralíu að keyra um til að veita það konum sem vilja börn, en kannski ekki maka. Svo eru það þau samkynhneigðu sem hafa víst líka tekið við gjöfinni. Hann á víst von á 106 börnum. Sum þeirra hafa þegar fæðst hér.
Maðurinn sem hafði gefið sæði fyrir 106 börn hafði þá einföldu skoðun að öll börn sem fæddust væru hoppandi glöð yfir að vera til. Það er því miður mikill einfeldningsháttur eins og við sjáum í auknum sjálfsvígum meðal unglinga.
Ég fékk strax samúð með þessum börnum hins bandaríska sæðisdreifara og velti því fyrir mér hvort þetta sé í raun siðlegt frá náttúrunnar hendi að einn einstaklingur geri það sem hann er að gera,hvað varðar mannkyn sem hefur ýmis verðgildi um mannréttindi, eða telur sig alla vega hafa, sem maður getur auðvitað verið í vafa um. Jafnvel dýr hafa sínar reglur um slíkt í sínum hópum.
Í kerfum sjúkrahúsa þar sem sæðisgjafir eru geymdar, eru eða eiga að vera takmörk fyrir fjölda sæðisgjafa og fósturvísa sem hver maður megi gefa, sem er mun minna en það sem þessi maður er að dreifa. En læknar hafa samt stundum tekið sitt eigið sæði og sett ótakmarkaðan fjölda út í heim frá eigin sæði og endað í fangelsi yfir þegar komst upp um þá.
Ég nota hráa orðið sæðisdreifingu karla í þessu tilfelli og þau eru í gangi í milljónum tilfella um allan heim. Því þegar við sleppum gömlu helgi slepju dulúðuninni af þessum málefnum, þá fyrst gæti eitthvað batnað.
Það tómlæti og áhugaleysi og aftenging frá sínu eigin hráefni hefur því miður verið ansi algengt um aldir og við enn að sjá dæmi um það í þáttunum „Who do you think you are“ frá Ancestry stofnuninni. Hver heldur þú að þú sért? En ég myndi frekar túlka það í að finna út hvaðan viðkomandi komi. Og hefur trúlega líka verið hluti af ástæðunni fyrir að leyfa leynd á hverjir hafi gefið sæðið fyrir gervifrjóvganirnar.
Af hverju virðast trúarbrögð velja að hafa þessa helgi-slikju-hræsni yfir þetta með þörf karla til að dreifa sæði sínu, sem þeir hafa gert um aldir án þess að mennirnir ætli að elska konurnar né sinna börnum eða elska þá sem komu frá atferli þeirra eða misnotkun á einhvern hátt.
En konur fá alltaf alla skömmina, og oftast líka alla ábyrgðina á því og þá líka börnum sem fæðast. Þeir ganga ekki með þau.
Þegar svo er, sé ég það sem mikla kúgun.
Svo er annað tilfelli sem einnig er þörf á að sé kallað sínum réttu nöfnum og er líka tengt þessu með kynlíf og áhrif
Það er þetta með að konur séu ekki að fá þær stöður sem þær hafi alla hæfileika til að sinna.
Þá er það spurning um þetta bil á milli þeirrar þarfar ungra kvenna í dag að tjalda líkömum sínum á því sem hægt sé að segja að sé heimssviðið, og þess að það sem þær tjalda þar sé það sem þær sjái sem það mikilvægasta um sig, og um hverjar þær séu.
Það er mjög hugsanlegt að skilaboðin, og þá jafnmikið undirmeðvitundar-skilaboðin, sem þær sendi til karla sem rökleg skilaboð séu sem tæling. Og það án þess að velta því fyrir sér hvort það að senda slíkar myndir á fjölmiðla séu skilaboð inn í annan hluta karlmanna, alla vega þeirra karlmanna sem geta bara séð konu annaðhvort sem kyntákn, eða sem gáfaða, en ekki endilega hvort tveggja í einu. Sumir karlmenn sjá hvort tveggja en aðrir ekki.
Því að ofuráhersla á kynþokka er oft einnig dulbúin ætlun fyrir að fá menn til við sig kynferðislega, gæti því miður líka um leið verið að hindra ýmsar aðrar framfarir í jafnrétti og stöðuveitingum. Og það sérstaklega fyrir konur sem eru langt á eftir karlkyni í möguleikum þess að fá stöður. Svo spurningin er hvaða aldurshópur kvenna er það sem er ólíklegri til að fá stöður og hefur það eitthvað að gera með hvort þær hafa sent nektarmyndir út í heim eða ekki?
Ég sá grein um það í DV í vikunni um hversu konur séu aftarlega í því að fá stöður og þá sá ég strax tenginguna á milli þessarar ofur-áherslu á það sem tengist getnaði, líkamlegu aðdráttarafli, og ytra útliti líkama og þess sem gæti verið líklegt til að setja hindrun á að konur séu teknar nógu alvarlega hvað varðar innri eiginleika og hæfileika til að fá stöður.
Það er ef og þegar karlkynið er enn að sjá þær sem kynleikföng, en ekki sem gáfaðar og hæfileikaríkar eins og við höfum séð í hegðun þeirra karla sem eru fyrir rétti fyrir að sjá kvenkyn sem leikföng handa sér. Af því að þeir halda ímynd sinni um konur fyrst og fremst tengda kynþörfum sínum, sem þá því miður staðfestir gömlu viðhorfin um að líta niður á konur nema fyrir kynmök.
Og ef ungar konur eru að etja slíku að þeim í fjölmiðlum daginn út og inn um að stækka á sér rassana eða setja plast í brjóstin, eru þær því miður að hjálpa við að halda þeim tilfinningalega í því ástandi sem þeir eru fastir að spóla í, í stað þess að taka þá í ferð inn í heilabú sín, gáfur og hæfileika.
Eru konur að skemma fyrir starfsframa sínum með sýningum á líkömum sínum?
Það var sorglegt að lesa á DV að það gengur svo hægt fyrir okkur konur að fá algert jafnrétti í vinnumarkaðnum þarna úti. Þegar ég svo sé svona margar ungar konur setja líkamshlutamyndir af sér í alla þessa fjölmiðla af hinum og þessum líkamshlutum eða öllum líkamanum nöktum. Atriði sem eiga það til að senda þau skilaboð til heimsins að þær sjái sig fyrst og fremst sem kyntákn, og að persónuleiki þeirra snúist í raun eingöngu um það hvernig líkamar þeirra líta út, frekar en hverjar þær eru þarna inni í sér og skrifa eitthvað um sinn innri veruleikaheim.
Ef það er svo stórkostlegt afrek að hafa stækkað á sér rassinn eða láta alla vita að brjóstin eru full af plasti til að fá þau til að sýnast stærri, og þær þá kynþokkafyllri, þá er það spurning um í augum hverra það væri.
Þá virðist það sýna að sú mannvera hefur engan áhuga á því sem er í heilabúi sínu heldur öllu sem er á botninum, eða fyrir framan sig.
Einn daginn hér í Marion verslunarsmiðstöðinni sá ég unga konu, og var brjóstahaldarinn mjög áberandi og hreinlega eins og hann væri að ýta brjóstunum út úr sér. Og sú staðreynd sem konur eru að upplifa eftir að hafa þjónaði mannkyni með barneignum, heimilishaldi og svo oft láglaunavinnu eru að sjá að það var og er ekki metið af neinum yfirvöldum í peningum. Það er bara gert í hjali á tyllidögum eins og mæðra og kvennadögum, en þegar kemur að því að meta það til fjár að börnin eru heilbrigðari frá brjóstamjólk, er það ekki séð sem hagsbót fyrir peningahólf ríkisstjórna, bara mjólkurduft af því að það þarf að kaupa það. Sú mjólk er ekki keypt, en allur maturinn sem hefur verið keyptur og borðaður svo að mjólkin verði til er keyptur.
Þetta sýnir að verðmætamat á mannkyni er enn stórbrenglað á svo marga vegu og þær sem hafa gefið mest, fá minnst þegar upp er staðið. Ungar konur gætu átt eftir að taka slíkt til umhugsunar og ákveða frekar að sjá um að þær verði ekki að lepja dauðann úr skel í ellinni sem gæti þýtt að engin börn poppuðu út úr þeim og engin ókeypis brjóstamjólk heldur.
Þegar ég var í yfirhalningar vinnunni hér í Adelaide sagði konan sem sá um námskeiðið að það væri jú í lagi að mála sig og klæða sig fallega, en hún sagði að það væri mikilvægt að við vissum huglægt hvaða skilaboð við sendum frá okkur.
Ef við erum að nota útlitið til að tæla sendum við út þesskonar orku, en ef við notuðum það til að sýna okkar sönnu innri liti, þá erum við að senda út allt annarskonar skilaboð. Það er hægt að vera glæsilega vel útlítandi, án þess að vera að senda út tælingarboð. Þegar aðrir karlmenn hafa meiri áhuga fyrir konu sem þeir skilji á klæðaburðinum að sé áhugaverður persónuleiki, og að það sé hægt að eiga innihaldsríkar viðræður við hana tekur það dæmið á aðrar hæðir.
„Tælingar-beitu-leiðin“ og útboðið er ekki endilega heldur gagnleg leið ef verið er að óska eftir lífstíðar félaga.
Rétt nekt eða illa metin
Það hvernig hinir norrænu hafa kunnað að vera innan um nakta líkama hvers annars eins og í sundlaugum án þess að glápa á hvert annað. Og án þeirra viktoríönsku viðhorfa til nektar sem margir í ensku mælandi löndum hafa, og ég vitnaði stundum í sundlaugar á Íslandi þegar enginn sturtuvörður var á svæðinu og þær ensku áttu erfitt með að fara úr öllu í sturtuklefa svæðinu. Ég hef verið að bera saman hér við fólk hvernig þetta var í sundlaugum á Íslandi.
Það að maður gat verið í sturtu og séð einhvern sem maður hafði ekki séð í langan tíma og byrjað að spjalla allsnaktar, án þess að neinir í baðklefunum væru að glápa eða gera athugasemdir.
Þá lætur það mig velta því fyrir mér hvað sé að gerast með það, þegar svo margar ungar konur eru svo uppteknar í þessum tegundum auglýsinga á líkömum sínum og að setja myndirnar út í alheiminn.
Af hverju þurfa allir í heiminum að sjá þetta allt með rassa, brjóst, og annað?
Hugsa þær um hvað það geti gert starfsframa sínum nú þegar allir vinnuveitendur geta skoðað allt sem sett er út í alheim á fjölmiðlahlaðborði nútímans og dregið ályktanir um ráðningu eða ekki út frá því?
Unglingafegurðin hverfur smám saman og þá verður vonandi mun meira af ýmsu góðu til hið innra í mannverunni til að byggja líf næstu áratuga á, og þær ráðnar fyrir það sem er hið innra, frekar en bara umbúðirnar.
Það er sorglegt að sjá hversu svakaleg áhersla er í dag á ytra útlit á fjölmiðlum. Hvað eru þessar ungu konur að fá út úr því?
Ég ólst upp við að vera ekki séð sem nógu vel útlítandi af móður. Svo sá ég að ég leit hvorki verr né betur en aðrar stelpur og var sátt við það, en var ekki með útlitið í fjölmiðlum fyrr en núna í þessu blaði.