Að kalla hlutina sínum réttu nöfnum

Matthildur Björnsdóttir fjallar um það sem hún kallar aðra sýn á hugtakið mannréttindi um rétt barna til að vita faðerni sitt og stöðuveitingar kvenna.

Auglýsing

Það er svo gott að lesa um að það sé frum­varp í gangi um að gefa börnum þau mann­rétt­indi að vita hvaðan allt hrá­efnið í þau hafi kom­ið.

Hrá­efnið er sæði frá karl­inum og egg frá kon­unni, og svo er það ferlið sem ger­ist inni í móð­ur­líf­inu sem setur svo sitt mark á og í ein­stak­ling­inn sem kemur út með þá sál og þá ferð sem sú sál hefur átt.

Þegar ég lærði um til­vist hálf­bróður okkar systra fyrir slatta af ára­tugum síð­an, þá kom rétt­læt­is­til­finn­ingin um það, sams­konar rétt­læt­is­til­finn­ing upp í mér um rétt þess barns sem kemur í heim­inn að fá að vita hver faðir þess sé sú sama sem höf­undur frum­varps­ins hún Silja Dögg Gunn­ars­dóttir er með í gangi núna. Og var sú sama til­finn­ing sem reis upp í mér fyrir hönd hans þá árið 1963 og okkar og Silja Dögg talar um. En hann var ekki gervi­frjóvg­unar barn, bara leynd­ar­mál þar til einn dag.

Auglýsing

Við lærðum um hann frá því að strákur í næsta húsi hitti hann uppi á golf­velli og spurði hann svo hverra manna hann væri, eins og var algengt þá sem var ára­tugum áður en „öpp“ komu í heim­inn til að fá upp­lýs­ingar frá.

Dreng­ur­inn úr næsta húsi var alveg undr­andi að heyra þennan dreng segja nafn sitt og nafn föður síns, sem dreng­ur­inn vissi vel hver væri af því að son­ur­inn sagði hvað faðir sinn gerði, því að sá maður átti heima í næsta húsi við hann, og hann vissi ekki til að við ættum neinn bróð­ur.

Hann sagði systur minni svo frá því sem hann hafði lært þegar hann kom heim, og hún kom svo inn grát­andi til að fá að vita hvort það væri satt sem strák­ur­inn hafði sagt henni, og þau urðu að við­ur­kenna mjög skömmustu­leg yfir að jú það væri satt.

Það var engin sam­hygð í mér þá með föður okkar sem hafði skaffað sæðið í hann eða hvernig honum myndi líða við vissum að lokum um til­vist hálf­bróður sem hann hafði ætlað að leyna okkur hinum börnum sín­um. Hann ætl­aði sér greini­lega aldrei að setja okkur niður til að til­kynna okkur um þennan hálf­bróð­ur. Hann var orð­inn tíu ára áður en við fengum að vita um til­vist hans og átti heima stutt frá okk­ur.

Það var réttur þessa hálf­bróður til að þekkja okk­ur, og okkar að þekkja hann, sem var málið hjá mér því að hann var trú­lega sak­laus hluti af þessu ferli í öðr­um. Eða var sálin með það á hreinu hvað væri að ger­ast?

Hugs­an­lega.

Áströlsk gervi­frjóvg­un­ar­börn börð­ust fyrir létti á leynd­inni

Mann­vera sem á rétt á að fá að vita hverjir lögðu saman í lík­amann henn­ar.

Hér í Ástr­alíu höfum við séð við­töl við ung­menni sem eru gervi­frjóvg­unar börn og fóru að leita að feðrum sínum fyrir slatta af árum síð­an, sem sumir feður opn­uðu fyrir að afkvæmin hefðu sam­band við. Og nú geta nýjir sæð­is­gjafar hér í Ástr­al­íu, eða alla vega ekki í ein­hverjum fylkj­um, ekki verið í fel­um, þó að lögum yfir fyrri sæð­is­gjafa hafi ekki verið breytt svo að ég viti. En mig minnir að samt hafi börnum verið gert eitt­hvað auð­veld­ara að leita að þeim.

Þau ung­menni sáu og sjá það sem mann­rétt­indi að vita hvaðan hrá­efnið í þau kom og það af ótal ástæðum og sumar þeirra stærstu eru tengd heilsu og mögu­legum arf­gengum heilsu­vanda­mál­u­m.Því þegar við sleppum gömlu helgi slepju dulúð­un­inni af þessum mál­efnum þá fyrst gæti eitt­hvað batn­að. Og þau vildu auð­vitað að lögin myndu afnema þetta með leynd­ina.

Það var lengi svo mikil geð­klofa­bilun í trú­ar­brögðum og stjórn­völd studdu slíkt í kring um allt varð­andi sæði og egg, en meira varð­andi sæð­ið. Konur dreifa ekki eggjum sínum á sama hátt og karlar geta og margir gera með sæð­ið. Og það var það sem réði rétt­læt­ingu þess­arar leyndar í þessa ára­tugi, þar til að alla vega sum börn sem komu í heim­inn á þann hátt krefj­ast þess að fá að vita hver fað­ir­inn væri, hver hefði lagt til sæðið í þau.

Það að nær eng­inn fékk nærri nóga fræðslu um öll atriði getn­að­ar­kerf­is­ins um aldir og ekki heldur þegar ég var í skóla, var og er enn kannski sann­leikur og sorg­legur hluti af þessu sér­kenni­lega dæmi. Sæði og egg hrein­lega gerð að ein­hverju hærra en mann­legu og því ekki átt að fræða um það.

Það var ekki fyrr en nokkuð nýlega sem sú alvöru sann­leika veru­leika­mynd kom upp í höfð­inu á mér um þetta kerfi sem eng­inn átti að fá að læra um um ald­ir. Kerfi sem er á einn veg of óstýri­látt og skapar ótal slæmar afleið­ingar vegna eðlis síns.

  1. Það að getn­að­ar­færa kerfið er það síð­asta í lík­am­anum til að virkj­ast.
  2. Það er ekki í neinu sam­bandi við heila­búið þegar kemur að rök­hyggju eða skyn­semi.
  3. Svo er það sem ég kalla frekju­magnið greini­lega mis­mun­andi á milli ein­stak­linga og með karl­kyn mjög oft tengt inn á karl­horm­óna eina.
  4. Stað­reyndin er svo líka að margir eiga erfitt með að hafa hemil á því ferli og þeim hraða horm­óna, og túlka það sem svo að þeir verði að fá úrlausn á því inn í lík­ama konu sama hvaða afleið­ingar verði.

Samt gátu ekki allar konur sem vildu orðið barns­haf­andi þegar þær vildu. Og til að veita þeim það komu lækna­vís­indin inn með sams­konar hjálp og kúnum var veitt er atriði sem ég lærði nýlega um upp­færslu á þeirri aðferð hér í Ástr­alíu til að verða notuð til að hjálpa mann­kyni. En ég upp­lifði það vanda­mál ekki sjálf.

Það er sér­kenni­legt að það sé enn verið að halda í þessa trú í sumum að virkni þeirra kerfa í konum og körlum verði að vera haldið leyndum í dulúð og helg­i­slepju.

Minni kyn­slóð var haldið frá að fá að læra um það í heilsu­fræð­inni þar sem þeim kafla var sleppt af vand­ræða­gangi kenn­ara í að tjá sig um þau atriði. Og það frá áhrifum og ráð­ríki trú­ar­bragða sem höfðu afar sjúk­leg við­horf um þessa hluti.

Og blessuð gervi­-frjóvg­un­ar-­börnin eru enn að líða fyrir þá leynd sem og önnur börn frá skyndi­mök­um. Og það trú­lega víða um heim­inn enn þann dag í dag, þó að lækna­vís­indin skilji kerfið og gæti frætt mann­kyn rétt um öll atrið­in. Þessi atriði hanga enn alla vega að ýmsu leyti á sömu spýt­unni.

Losti er ekki alltaf ást og skapar oft börn sem ekki er óskað eftir

Og fað­ir­inn oft víðs fjarri áður en konan veit að barn varð til.

Þegar ég sá í sjón­varp­inu hér að það er maður frá Banda­ríkj­unum sem hefur boðið sæði sitt upp á Face­book og hefur verið hér í Ástr­alíu að keyra um til að veita það konum sem vilja börn, en kannski ekki maka. Svo eru það þau sam­kyn­hneigðu sem hafa víst líka tekið við gjöf­inni. Hann á víst von á 106 börn­um. Sum þeirra hafa þegar fæðst hér.

Mað­ur­inn sem hafði gefið sæði fyrir 106 börn hafði þá ein­földu skoðun að öll börn sem fædd­ust væru hopp­andi glöð yfir að vera til. Það er því miður mik­ill ein­feldn­ings­háttur eins og við sjáum í auknum sjálfs­vígum meðal ung­linga.

Ég fékk strax samúð með þessum börnum hins banda­ríska sæð­is­dreifara og velti því fyrir mér hvort þetta sé í raun sið­legt frá nátt­úr­unnar hendi að einn ein­stak­lingur geri það sem hann er að ger­a,hvað varðar mann­kyn sem hefur ýmis verð­gildi um mann­rétt­indi, eða telur sig alla vega hafa, sem maður getur auð­vitað verið í vafa um. Jafn­vel dýr hafa sínar reglur um slíkt í sínum hóp­um.

Í kerfum sjúkra­húsa þar sem sæð­is­gjafir eru geymd­ar, eru eða eiga að vera tak­mörk fyrir fjölda sæð­is­gjafa og fóst­ur­vísa sem hver maður megi gefa, sem er mun minna en það sem þessi maður er að dreifa. En læknar hafa samt stundum tekið sitt eigið sæði og sett ótak­mark­aðan fjölda út í heim frá eigin sæði og endað í fang­elsi yfir þegar komst upp um þá.

Ég nota hráa orðið sæð­is­dreif­ingu karla í þessu til­felli og þau eru í gangi í millj­ónum til­fella um allan heim. Því þegar við sleppum gömlu helgi slepju dulúð­un­inni af þessum mál­efn­um, þá fyrst gæti eitt­hvað batn­að.

Það tóm­læti og áhuga­leysi og afteng­ing frá sínu eigin hrá­efni hefur því miður verið ansi algengt um aldir og við enn að sjá dæmi um það í þátt­unum „Who do you think you are“ frá Ancestry stofn­un­inni. Hver heldur þú að þú sért? En ég myndi frekar túlka það í að finna út hvaðan við­kom­andi komi. Og hefur trú­lega líka verið hluti af ástæð­unni fyrir að leyfa leynd á hverjir hafi gefið sæðið fyrir gervi­frjóvg­an­irn­ar.

Af hverju virð­ast trú­ar­brögð velja að hafa þessa helg­i-slikju-hræsni yfir þetta með þörf karla til að dreifa sæði sínu, sem þeir hafa gert um aldir án þess að menn­irnir ætli að elska kon­urnar né sinna börnum eða elska þá sem komu frá atferli þeirra eða mis­notkun á ein­hvern hátt.

En konur fá alltaf alla skömm­ina, og oft­ast líka alla ábyrgð­ina á því og þá líka börnum sem fæð­ast. Þeir ganga ekki með þau.

Þegar svo er, sé ég það sem mikla kúg­un.

Svo er annað til­felli sem einnig er þörf á að sé kallað sínum réttu nöfnum og er líka tengt þessu með kyn­líf og áhrif

Það er þetta með að konur séu ekki að fá þær stöður sem þær hafi alla hæfi­leika til að sinna.

Þá er það spurn­ing um þetta bil á milli þeirrar þarfar ungra kvenna í dag að tjalda lík­ömum sínum á því sem hægt sé að segja að sé heims­svið­ið, og þess að það sem þær tjalda þar sé það sem þær sjái sem það mik­il­væg­asta um sig, og um hverjar þær séu.

Það er mjög hugs­an­legt að skila­boð­in, og þá jafn­mikið und­ir­með­vit­und­ar-skila­boð­in, sem þær sendi til karla sem rök­leg skila­boð séu sem tæl­ing. Og það án þess að velta því fyrir sér hvort það að senda slíkar myndir á fjöl­miðla séu skila­boð inn í annan hluta karl­manna, alla vega þeirra karl­manna sem geta bara séð konu ann­að­hvort sem kyn­tákn, eða sem gáf­aða, en ekki endi­lega hvort tveggja í einu. Sumir karl­menn sjá hvort tveggja en aðrir ekki.

Því að ofurá­hersla á kyn­þokka er oft einnig dul­búin ætlun fyrir að fá menn til við sig kyn­ferð­is­lega, gæti því miður líka um leið verið að hindra ýmsar aðrar fram­farir í jafn­rétti og stöðu­veit­ing­um. Og það sér­stak­lega fyrir konur sem eru langt á eftir karl­kyni í mögu­leikum þess að fá stöð­ur. Svo spurn­ingin er hvaða ald­urs­hópur kvenna er það sem er ólík­legri til að fá stöður og hefur það eitt­hvað að gera með hvort þær hafa sent nekt­ar­myndir út í heim eða ekki?

Ég sá grein um það í DV í vik­unni um hversu konur séu aft­ar­lega í því að fá stöður og þá sá ég strax teng­ing­una á milli þess­arar ofur-á­herslu á það sem teng­ist getn­aði, lík­am­legu aðdrátt­ar­afli, og ytra útliti lík­ama og þess sem gæti verið lík­legt til að setja hindrun á að konur séu teknar nógu alvar­lega hvað varðar innri eig­in­leika og hæfi­leika til að fá stöð­ur.

Það er ef og þegar karl­kynið er enn að sjá þær sem kyn­leik­föng, en ekki sem gáf­aðar og hæfi­leik­a­ríkar eins og við höfum séð í hegðun þeirra karla sem eru fyrir rétti fyrir að sjá kven­kyn sem leik­föng handa sér. Af því að þeir halda ímynd sinni um konur fyrst og fremst tengda kyn­þörfum sín­um, sem þá því miður stað­festir gömlu við­horfin um að líta niður á konur nema fyrir kyn­mök.

Og ef ungar konur eru að etja slíku að þeim í fjöl­miðlum dag­inn út og inn um að stækka á sér rass­ana eða setja plast í brjóst­in, eru þær því miður að hjálpa við að halda þeim til­finn­inga­lega í því ástandi sem þeir eru fastir að spóla í, í stað þess að taka þá í ferð inn í heilabú sín, gáfur og hæfi­leika.

Eru konur að skemma fyrir starfs­frama sínum með sýn­ingum á lík­ömum sín­um?

Það var sorg­legt að lesa á DV að það gengur svo hægt fyrir okkur konur að fá algert jafn­rétti í vinnu­mark­aðnum þarna úti. Þegar ég svo sé svona margar ungar konur setja lík­ams­hluta­myndir af sér í alla þessa fjöl­miðla af hinum og þessum lík­ams­hlutum eða öllum lík­am­anum nökt­um. Atriði sem eiga það til að senda þau skila­boð til heims­ins að þær sjái sig fyrst og fremst sem kyn­tákn, og að per­sónu­leiki þeirra snú­ist í raun ein­göngu um það hvernig lík­amar þeirra líta út, frekar en hverjar þær eru þarna inni í sér og skrifa eitt­hvað um sinn innri veru­leika­heim.

Ef það er svo stór­kost­legt afrek að hafa stækkað á sér rass­inn eða láta alla vita að brjóstin eru full af plasti til að fá þau til að sýn­ast stærri, og þær þá kyn­þokka­fyll­ri, þá er það spurn­ing um í augum hverra það væri.

Þá virð­ist það sýna að sú mann­vera hefur engan áhuga á því sem er í heila­búi sínu heldur öllu sem er á botn­in­um, eða fyrir framan sig.

Einn dag­inn hér í Marion versl­un­ar­smið­stöð­inni sá ég unga konu, og var brjósta­hald­ar­inn mjög áber­andi og hrein­lega eins og hann væri að ýta brjóst­unum út úr sér. Og sú stað­reynd sem konur eru að upp­lifa eftir að hafa þjón­aði mann­kyni með barn­eign­um, heim­il­is­haldi og svo oft lág­launa­vinnu eru að sjá að það var og er ekki metið af neinum yfir­völdum í pen­ing­um. Það er bara gert í hjali á tylli­dögum eins og mæðra og kvenna­dög­um, en þegar kemur að því að meta það til fjár að börnin eru heil­brigð­ari frá brjósta­mjólk, er það ekki séð sem hags­bót fyrir pen­inga­hólf rík­is­stjórna, bara mjólk­ur­duft af því að það þarf að kaupa það. Sú mjólk er ekki keypt, en allur mat­ur­inn sem hefur verið keyptur og borð­aður svo að mjólkin verði til er keypt­ur.

Þetta sýnir að verð­mæta­mat á mann­kyni er enn stór­brenglað á svo marga vegu og þær sem hafa gefið mest, fá minnst þegar upp er stað­ið. Ungar konur gætu átt eftir að taka slíkt til umhugs­unar og ákveða frekar að sjá um að þær verði ekki að lepja dauð­ann úr skel í ell­inni sem gæti þýtt að engin börn popp­uðu út úr þeim og engin ókeypis brjósta­mjólk held­ur.

Þegar ég var í yfir­haln­ingar vinn­unni hér í Adelaide sagði konan sem sá um nám­skeiðið að það væri jú í lagi að mála sig og klæða sig fal­lega, en hún sagði að það væri mik­il­vægt að við vissum hug­lægt hvaða skila­boð við sendum frá okk­ur.

Ef við erum að nota útlitið til að tæla sendum við út þess­konar orku, en ef við not­uðum það til að sýna okkar sönnu innri liti, þá erum við að senda út allt ann­ars­konar skila­boð. Það er hægt að vera glæsi­lega vel útlít­andi, án þess að vera að senda út tæl­ing­ar­boð. Þegar aðrir karl­menn hafa meiri áhuga fyrir konu sem þeir skilji á klæða­burð­inum að sé áhuga­verður per­sónu­leiki, og að það sé hægt að eiga inni­halds­ríkar við­ræður við hana tekur það dæmið á aðrar hæð­ir.

„Tæl­ing­ar-beit­u-­leið­in“ og útboðið er ekki endi­lega heldur gagn­leg leið ef verið er að óska eftir lífs­tíðar félaga.

Rétt nekt eða illa metin

Það hvernig hinir nor­rænu hafa kunnað að vera innan um nakta lík­ama hvers ann­ars eins og í sund­laugum án þess að glápa á hvert ann­að. Og án þeirra vikt­or­íönsku við­horfa til nektar sem margir í ensku mæl­andi löndum hafa, og ég vitn­aði stundum í sund­laugar á Íslandi þegar eng­inn sturtu­vörður var á svæð­inu og þær ensku áttu erfitt með að fara úr öllu í sturtu­klefa svæð­inu. Ég hef verið að bera saman hér við fólk hvernig þetta var í sund­laugum á Íslandi.

Það að maður gat verið í sturtu og séð ein­hvern sem maður hafði ekki séð í langan tíma og byrjað að spjalla allsnakt­ar, án þess að neinir í bað­klef­unum væru að glápa eða gera athuga­semd­ir.

Þá lætur það mig velta því fyrir mér hvað sé að ger­ast með það, þegar svo margar ungar konur eru svo upp­teknar í þessum teg­undum aug­lýs­inga á lík­ömum sínum og að setja mynd­irnar út í alheim­inn.

Af hverju þurfa allir í heim­inum að sjá þetta allt með rassa, brjóst, og ann­að?

Hugsa þær um hvað það geti gert starfs­frama sínum nú þegar allir vinnu­veit­endur geta skoðað allt sem sett er út í alheim á fjöl­miðla­hlað­borði nútím­ans og dregið álykt­anir um ráðn­ingu eða ekki út frá því?

Ung­linga­feg­urðin hverfur smám saman og þá verður von­andi mun meira af ýmsu góðu til hið innra í mann­ver­unni til að byggja líf næstu ára­tuga á, og þær ráðnar fyrir það sem er hið inn­ra, frekar en bara umbúð­irn­ar.

Það er sorg­legt að sjá hversu svaka­leg áhersla er í dag á ytra útlit á fjöl­miðl­um. Hvað eru þessar ungu konur að fá út úr því?

Ég ólst upp við að vera ekki séð sem nógu vel útlít­andi af móð­ur. Svo sá ég að ég leit hvorki verr né betur en aðrar stelpur og var sátt við það, en var ekki með útlitið í fjöl­miðlum fyrr en núna í þessu blaði.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar