Að skilja okkur sjálf: Þriðji hluti

Árni Már Jensson skrifar síðustu greinina í greinarflokki um stjórnarskrármál.

Auglýsing

Til­vist­ar­kreppa íslenskra stjórn­mála snýst ekki um vinstri, hægri eða miðju. Hún snýst um sammann­legt eðli, sjálf­hverfu, hroka, fé, og vald­girnd. Við þessum brestum er engin skjót­virk lausn
 önnur en að hvert okkar fyrir sig líti í eigin barm, rækti and­ann, leiði hug­ann að æðri gildum lífs­ins,
iðrist, fyr­ir­gefi, og geri náung­anum og sjálfum sér betur í dag en í gær, því það sem við gerum
öðrum til góðs, umb­unar lífið okk­ur. Stjórn­mála­menn eru þessu lög­máli ekki und­an­skildir frekar en
 við öll.

Á heima­síðu Betra Íslands er skrif­að:

„Stjórn­ar­skráin verður end­ur­skoðuð á þessu kjör­tíma­bili í sam­starfi allra flokka á þingi. Háskóli Íslands & Betra Ísland bjóða upp á sam­ráð við stjórn­völd þar sem almenn­ingur getur haft áhrif á fyr­ir­huguð frum­vörp um breyt­ingar á stjórn­ar­skrá.“

Skoðum inn­tak fram­an­greinds orða­lags:

„Stjórn­ar­skráin verður end­ur­skoðuð á þessu kjör­tíma­bili í sam­starfi allra flokka á þing­i.“

Fram­an­greind setn­ing felur í sér full­yrð­ingu um að allir flokkar á þingi muni end­ur­skoða stjórn­ar­skrá Íslands en raunin er sú að flokkar og þing­menn eru kosnir til tíma­bund­inna valda af almenn­ingi til að fram­fylgja dag­legum rekstri rík­is­stofn­ana. Þeir eru full­trúar almenn­ings sem hefur aldrei fram­selt upp­runa valds né stjórn­ar­skrár­vald til flokk­anna.

Auglýsing

Svo seg­ir; „... þar sem almenn­ingur getur haft áhrif á fyr­ir­huguð frum­vörp um breyt­ingar á stjórn­ar­skrá.“ – „... getur haft áhrif ...“, - felur í sér að mögu­lega getur almenn­ingur haft áhrif en er þó háð því hvað for­mönnum flokk­anna finnst. Þetta orða­lag er í meira lagi und­ar­legt; að full­trúar valds­ins setji umbjóð­endum sín­um, upp­runa valds­ins, skil­yrði og kosti sem þessa, „... almenn­ingur getur haft áhrif á fyr­ir­huguð frum­vörp ...“ Þessi almenn­ing­ur, sem vísað er til, er upp­runi valds­ins og hið eina vald sem heim­ild hefur til að breyta stjórn­ar­skrá lýð­veld­is­ins.

Það hljómar eins og hár­togun að kryfja fram­an­greinda setn­ingu til mergjar en orða­lagið er einmitt lýsandi fyrir þá rang­túlkun sem á sér stað meðal kjör­inna full­trúa til þess valds sem þeim er tíma­bundið falið. Túlkun hug­taks­ins lýð­ræði er fyrir löngu orðin vill­andi meðal þing­manna og það sem meira er, þjóð­in, upp­runi valds­ins, er ekki heldur viss um sína stöðu í stjórn­skip­un­inni sem ber vott um lang­tíma bjögun á skil­grein­ingu valds­ins, upp­runa þess og full­trúum í lýð­ræð­is­rík­inu. Á Íslandi ein­kenn­ist stjórn­skip­unin af full­trúa­lýð­ræði sem felst í því að á Alþingi, sem fer með lög­gjaf­ar­valdið ásamt for­seta Íslands, sitja kjörnir full­trúar almenn­ings.

­Sam­ráð þetta og aðferð­ar­fræði myndi bera vott um jákvætt skref í átt lýð­ræð­is­þró­unar væri ekki um að ræða skoð­ana­könnun sem lýtur að breyt­ingu á stjórn­ar­skrá sem þegar hefur verið breytt fyrir sjö árum síð­an. Eins og ég hef rakið í fyrri greinum sama tit­ils, og þjóðin þekkir best, var lang­þráð þjóð­ar­at­kvæða­greiðsla haldin þann 20.10.2012 þar sem 2/3 hluta kjós­enda völdu til­lögur Stjórn­laga­ráðs til grund­vallar betrumbættri stjórn­ar­skrá Lýð­veld­is­ins. Án þess að halla almennri aðferða­fræði, Betra Íslands og Félags­vís­inda­deild HÍ, er fram­kvæmdin nú, til þess fallin að yfir­skyggja fyrri vilja þjóðar og end­ur­skrifa einn mik­il­væg­asta kafla í sögu lýð­veld­is­ins sem er mið­ur.

Sjálfs­á­kvörð­un­ar­réttur þjóð­ar­innar

Stjórn­skipun Íslands IV þátt­ur, 6. Sjálfs­á­kvörð­un­ar­réttur þjóð­ar­innar bls 97. 

„Það hafa löngum verið skiptar skoð­anir um það, hvar rík­is­valdið ætti eig­in­lega upp­tök sín, hver væri frum­upp­spretta þess. Kon­ungar töldu áður fyrr vald sitt runnið frá guði. Þeir töldu sig ríkja af guðs náð. Þeir gáfu svo þing­unum hlut­deild í valdi sínu. Þessu gagn­stæð er sú kenn­ing, að frum­upp­spretta rík­is­valds­ins sé hjá þjóð­inni. Sú kenn­ing var sett fram í heim­speki­ritum á átj­ándu öld. Skýr­ast kom hún fram í riti Rous­seau „Contrat soci­al”, sem kom út árið 1762. Þessi kenn­ing hlaut við­ur­kenn­ing í frönsku mann­rétt­inda­yf­ir­lýs­ing­unni frá 1789. Í 3.gr. hennar var svo fyrir mælt: „Allt þjóð­fé­lags­vald á rætur sínar hjá þjóð­inni. Engin stofnun og eng­inn ein­stak­lingur geta farið með vald, nema bein­línis þaðan sé runn­ið.” Og í 6.gr. mann­rétt­inda­yf­ir­lýs­ing­ar­innar var m.a. kom­ist svo að orði: „Í lög­unum birt­ist almanna­vilj­inn. Allir borg­arar eiga rétt á að taka þátt í samn­ingu þeirra, annaðhvort sjálfir eða með kjörnum full­trú­um.“ Ákvæði í þessa átt hafa síðan verið tekin upp í ýmsar stjórn­ar­skrár. 


Fyrsta stjórn­ar­skrá Íslands, stjórn­ar­skráin frá 1874, var sem kunn­ugt er gefin af kon­ungi. Hún var því eigi byggð á þeirri kenn­ingu, að hið sam­ein­aða þjóð­fé­lags­vald væri frá þjóð­inni runn­ið. Stjórn­ar­skráin frá 1920 var sam­þykkt af Alþingi, það síðan rofið lögum sam­kvæmt og efnt til nýrra kosn­inga. Síðan var hún sam­þykkt af nýju þingi og stað­fest af kon­ungi. Samt verður naum­ast stað­hæft, að hún hafi byggst á kenn­ing­unni um sjálfs­á­kvörð­un­ar­rétt þjóð­ar­inn­ar. Öðru máli gegn­ir
aftur á móti um lýð­veld­is­stjórna­skrána. Hún er ótví­rætt byggð á þeirri skoð­un, að upp­spretta rík­is­valds­ins sé hjá þjóð­inni sjálfri. Sú kenn­ing er raun­veru­lega grund­völlur stjórn­ar­skrár­innar og lýð­veld­is­stofn­un­ar. Þegar sam­bands­laga­samn­ing­ur­inn við Dani var niður fall­inn 1944, var á því byggt, að Íslenska þjóðin hefði óskor­aðan rétt til að setja sér stjórn­ar­skrá og velja sér stjórn­ar­form. Stjórn­ar­skráin og stjórn­ar­form­ið, sem talið var, ber og vitni þeirri skoð­un, að rík­is­valdið eigi upp­tök sín hjá þjóð­inni. Sú stefna lýsir sér í kjöri þjóð­höfð­ingja og þings og kemur einnig fram í því, að til­tekin lög­gjaf­ar­mál­efni skal bera undir þjóð­ar­at­kvæði, sbr. 11. gr., 26. gr. og aðra mgr. 70. gr. stjskr. Sjálfs­á­kvörð­un­ar­réttur þjóð­ar­innar er sam­kvæmt þessu grund­vall­ar­regla Íslenskrar stjórn­skip­un­ar.“

Vísir þann 31.10.2012 eftir Björgu Thoraren­sen laga­pró­fess­or: 


„Stjórn­skipun Íslands bygg­ist á þeirri grunn­hug­mynd vest­rænna lýð­ræð­is­ríkja að upp­spretta alls rík­is­valds kom frá þjóð­inni. Í því felst að þjóðin hefur end­an­legt vald til að ákveða þær leik­reglur sem hand­hafar rík­is­valds skulu fylgja. Með öðrum orð­um; þjóðin er stjórn­ar­skrár­gjaf­inn. Öll lýð­ræð­is­ríki byggja stjórn­skipun sína á grunn­stoð­inni um upp­sprettu valds­ins. Gilda jafnan reglur um setn­ing­ar­hátt og síð­ari breyt­ingar á stjórn­ar­skrá sem tryggja vand­aða máls­með­ferð og gera breyt­ingar örð­ugri en á almennum lög­um. Þær stuðla að sam­hljómi og sátt milli þjóð­ar­innar og þjóð­kjör­inna full­trúa um kjöl­festu stjórn­skipu­lags­ins. Spornað er við því að stjórn­ar­skrár­breyt­ingar stjórn­ist af dæg­ur­sveiflum um póli­tísk deilu­efni og naumum sitj­andi þing­meiri­hluta á hverjum tíma eða minni­hluta kjós­enda í háværum þrýsti­hóp­um, sem reiða sig á þögn meiri­hlut­ans.“

Skoðum aðeins af hverju Alþingi er ekki búið að lög­leiða til­lögur Stjórn­laga­ráðs jafn­vel þó þær séu sam­þykktar af 2/3 hluta kjós­enda. Hér er sam­an­burður á auð­linda­frum­varpi Stjórn­laga­ráðs, merkt A og til­lögum for­manna flokk­anna, merkt B og dæmi hver fyrir sig.

A/Til­laga Stjórn­laga­ráðs

Eft­ir­far­andi er óbreytt og orð­rétt til­laga Stjórn­laga­ráðs frá 2012, 34. gr.:

„Auð­lindir í nátt­úru Íslands, sem ekki eru í einka­eigu, eru sam­eig­in­leg og ævar­andi eign þjóð­ar­inn­ar. / Eng­inn getur fengið auð­lind­irn­ar, eða rétt­indi tengd þeim, til eignar eða var­an­legra afnota og aldrei má selja þær eða veð­setja. / Til auð­linda í þjóð­ar­eign telj­ast nátt­úru­gæði, svo sem nytja­stofn­ar, aðrar auð­lindir hafs og hafs­botns innan íslenskrar lög­sögu og upp­sprettur vatns- og virkj­un­ar­rétt­inda, jarð­hita- og náma­rétt­inda. Með lögum má kveða á um þjóð­ar­eign á auð­lindum undir til­tek­inni dýpt frá yfir­borði jarð­ar. / Við nýt­ingu auð­lind­anna skal hafa sjálf­bæra þróun og almanna­hag að leið­ar­ljósi. Stjórn­völd bera, ásamt þeim sem nýta auð­lind­irn­ar, ábyrgð á vernd þeirra. Stjórn­völd geta á grund­velli laga veitt leyfi til afnota eða hag­nýt­ingar auð­linda eða ann­arra tak­mark­aðra almanna­gæða, gegn fullu gjaldi og til til­tek­ins hóf­legs tíma í senn. Slík leyfi skal veita á jafn­ræð­is­grund­velli og þau leiða aldrei til eign­ar­réttar eða óaft­ur­kall­an­legs for­ræðis yfir auð­lind­un­um.“

Meg­in­rök þess að leiða í lög til­lögu auð­lind­ar­á­kvæðis Stjórn­laga­ráðs, er að hún var lýð­ræð­is­lega samin af þjóð­fundi sem studdur var af Alþingi og öllum stjórn­mála­flokk­um, útfærð af Stjórn­laga­ráði og sam­þykkt af 2/3 meiri­hluta þjóðar í lög­legri þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu 20.10.2012, og er því skýr vilji þjóð­ar. Sam­þykktar til­lögur Stjórn­laga­ráðs í þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­unni 20.10.2012, eru að meg­in­inntaki nið­ur­staða þjóð­fund­ar­ins 2010 sem skipu­lagður var af Alþingi ein­róma og studdur öllum flokkum og þjóð. Sem sagt sam­þykkt og stutt af 63 þing­mönnum af 63 mögu­leg­um. Auð­lind­ir, nýt­ing þeirra, sjálf­bærni og afgjald er þjóð­inni mik­il­væg­ara en svo að rétt­læt­an­legt sé að um þær gildi reglu­gerðir og lög rík­is­stjórna með meiri­hluta Alþingis frá þingi til þings. Stjórn­ar­skráin þarf að ramma inn og úthýsa núver­andi óvissu um eign­ar­hald, rentur og veð­setn­ingu svo henti­stefnur í þágu þeirra sem hugs­an­lega ásæl­ast auð­lind­irnar fyrir ósann­gjarnt gald fái ekki að ráða för. Upp­runi alls valds er hjá þjóð.

Auglýsing

B/Til­laga for­manna flokk­anna

Eft­ir­far­andi er nýfram­sett upp­á­stunga rík­is­stjórn­ar­innar frá for­mönnum flokk­anna (fengin af Sam­ráðs­gátt – opið sam­ráð stjórn­valda við almenn­ing, 11. maí 2019) er svohljóð­andi:

„Auð­lindir nátt­úru Íslands til­heyra íslensku þjóð­inni. Nýt­ing auð­linda skal grund­vall­ast á sjálf­bærri þró­un. / Nátt­úru­auð­lindir og lands­rétt­indi sem ekki eru háð einka­eign­ar­rétti eru þjóð­ar­eign. Eng­inn getur fengið þessi gæði eða rétt­indi tengd þeim til eignar eða var­an­legra afnota. Hand­hafar lög­gjaf­ar­valds og fram­kvæmd­ar­valds fara með for­ræði og ráð­stöf­un­ar­rétt þeirra í umboði þjóð­ar­inn­ar. / Veit­ing heim­ilda til nýt­ingar á nátt­úru­auð­lindum og lands­rétt­indum sem eru í þjóð­ar­eign eða eigu íslenska rík­is­ins skal grund­vall­ast á lögum og gæta skal jafn­ræðis og gagn­sæ­is. Með lögum skal kveða á um gjald­töku fyrir heim­ildir til nýt­ingar í ábata­skyn­i.“

Meg­in­rök fyrir því að hafna til­lögu auð­lind­ar­á­kvæðis nefndar for­manna stjórn­mála­flokka, er að hún er ekki samin né sam­þykkt af þjóð og lýtur því ekki vilja þjóð­ar, auk þess sem vilji þjóðar stendur skýr, óhagg­aður og sam­þykktur í fram­an­greindri, mun ítar­legri, rök­fast­ari og þjóð­hags­lega hag­kvæm­ari til­lögu Stjórn­laga­ráðs sam­þykktri í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu 20.10.2012. ­Af­sláttur í orða­lagi og til­lögu for­mann­anna er tals­verður og gefur til­efni til efa­semda um holl­ustu full­trúa valds­ins við þjóð. Upp­runi valds til stjórn­ar­skrár­breyt­inga er ekki hjá for­mönnum né öðrum tíma­bundið kjörnum full­trúum þjóð­ar, heldur hjá þjóð.

Að fram­an­sögðu:

Orða­lag for­mann­anna í til­lögu B er veru­lega útþynnt frá til­lögu A, Stjórn­laga­ráðs. Af hverju? Því skyldu full­trúar almenn­ings vilja lak­ara auð­linda­á­kvæði en almenn­ingur semur sér? Hvaða hald­bæru rök styðja lak­ari til­lögu for­manna flokk­anna nú, frá sam­þykktri til­lögu stjórn­laga­ráðs í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu? Fyrir orða­lags­breyt­ingu for­mann­anna liggja engin rök þjóð­ar­meg­in. Inn­tak og orða­lag sam­þykktra til­lagna Stjórn­laga­ráðs byggja að meg­in­efni á nið­ur­stöðu þjóð­fund­ar­ins og er mun hag­felld­ara þjóð en inn­tak og orða­lag í til­lögu for­mann­anna.

Skoðum nánar sam­hengi hlut­anna og stjórn­skipun Íslands í tengslum við hrun­ið, bús­á­halda­bylt­ing­una og þeirrar vakn­ingar sem í kjöl­farið varð; þjóð­fund­inn, stjórn­laga­þing, stjórn­laga­ráð og þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­una. 


Höf­uð­ein­kenni íslenskrar sjórn­skip­unar

Stjórn­skipun Íslands útg., 1960, 1978, önnur útg., Aðal­drættir og grund­völlur Íslenskrar stjórn­skip­un­ar, IV þátt­ur, 1. Sér­stök stjórn­ar­skrá, bls. 90-91. Bókin er í end­ur­út­gáfu höf­und­ar
undir rit­stj. Gunn­ars G Schram. Þar skrifar Ólafur Jóhann­es­son laga­pró­fessor og fyrrum dóms­mála- og for­sæt­is­ráð­herra eft­ir­far­and­i:
 

„Helztu grund­vall­ar­reglur og höf­uð­ein­kenni íslenzkrar stjórn­skip­unar eru þessi: Sér­stök stjórn­ar­skrá, lýð­veld­is­stjórn­ar­form, grein­ing rík­is­valds­ins, þing­ræði, lýð­ræði, sjálfs­á­kvörð­un­ar­réttur þegn­anna og rík mann­rétt­inda­vernd.“ 


Auglýsing

„Það er höf­uð­ein­kenni íslenskrar stjórn­skip­un­ar, að meg­in­drættir stjórn­skipu­lags­ins eru ákveðnir í sér­stakri stjórn­ar­skrá, sem sett er með öðrum og vand­aðri hætti en almenn lög.“ – Jafn­framt er á það bent að glöggt verði að greina á milli stjórn­ar­skrár­gjafans og almenna lög­gjafans. – „Al­menni lög­gjaf­inn má aldrei ganga inn á svið stjórn­ar­skrár­gjafans. Af þessum sökum verður stjórn­ar­fyr­ir­komu­lagið vafa­laust hald­betra og var­an­legra en ella myndi. Stjórn­ar­skráin getur staðið af sér hin tíðu veðra­brigði stjórn­mál­anna og stund­ar­á­tök þjóð­fé­lags­afl­anna.

Stjórn­ar­skrána má því með réttu kalla kjal­festu þjóð­fé­lags­ins. Hitt er annað mál, að engin stjórn­ar­skrá, hversu vönduð sem er og hversu tryggi­lega sem um hana er búið, getur stað­ist til lengdar ef hún er orðin alger­lega and­stæð ríkj­andi hug­ar­stefnum og þjóð­fé­lags­skoð­un­um. Séu slík straum­hvörf virt að vettugi, og stjórn­ar­skránni haldið óbreyttri, bíða hennar sömu örlög og nátt­trölls­ins í þjóð­sög­unni, hana dagar uppi og hún verður að steini, dauðum bók­staf, sem eng­inn hirðir um, hvort sem hún er sett til hliðar með bylt­ingu eða með öðrum hljóð­lát­ari hætti. Þeir varn­ar­múr­ar, sem reistir eru um stjórn­ar­skrána, mega því ekki verða til þess að stöðva eðli­lega fram­vindu þjóð­lífs­ins.“ 

Skýr­ing: 

Hér að framan er feit­letr­uð, (af hendi und­ir­rit­aðs), skýr­ing á aðstæðum sem bein­línis lýtur að því sem seinna raun­gerð­ist á Íslandi í eft­ir­mála hruns fjár­mála­kerf­is­ins 2008. Bús­á­halda­bylt­ingin olli straum­hvörfum og var raun­veru­leg bylt­ing þegn­anna gegn sið­rofi sem kaf­sigldi efna­hag þjóðar og afkomu þorra almenn­ings og fyr­ir­tækja í skjóli vald­bjög­un­ar, m.a. vegna úreltrar stjórn­ar­skrár sam­kvæmt nið­ur­stöðu Rann­sókn­ar­nefndar Alþingis (2010, 8. bindi, bls. 184): Hvað felst í fram­an­greindum orðum Ólafs Jóhann­es­sonar laga­pró­fess­ors „... alger­lega and­stæð ríkj­andi hug­ar­stefnum og þjóð­fé­lags­skoð­un­um“? 

Jú, Íslend­ingar fram­kvæmdu bylt­ingu, komu rík­is­stjórn frá, settu á stofn Rann­sókn­ar-og Sann­leiks­nefnd Alþingis (RNA), komust að nið­ur­stöðu um mik­il­vægi nýrrar stjórn­ar­skrár, sömdu hana, og hafa ein­arð­lega stað­fest þá ákvörðun sína með leyni­legri kosn­ingu í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu 20.10.2012, að til­lögur um nýja stjórn­ar­skrá, byggða á nið­ur­stöðum þjóð­fund­ar­ins, útfært af Stjórn­laga­ráði, séu nauð­syn­legar lýð­ræði og þjóð. 


Sann­leiks­skýrsla RNA setti hrunið í beint sam­hengi við núgild­andi stjórn­ar­skrá frá 1944.
 

Lær­dóm­ar: 

Rann­sókn­ar­nefnd Alþingis (2010, 8. bindi, bls. 184):


„Taka þarf stjórn­ar­skrána til skipu­legrar end­ur­skoð­unar í því skyni að treysta grund­vall­ar­at­riði lýð­ræð­is­sam­fé­lags­ins og skýra betur meg­in­skyld­ur, ábyrgð og hlut­verk
­vald­hafa.” 


Bylt­ing var fram­kvæmd og rík­is­stjórn hrökkl­að­ist frá völd­um. Skýr­ari yfir­lýs­ingu um and­stöðu þjóðar við gömlu stjórn­ar­skrána er ekki hægt að gefa. Skýr­ari yfir­lýs­ingu um „al­gera and­stöðu þjóðar gagn­vart ríkj­andi hug­ar­stefnum og þjóð­fé­lags­skoð­un­um“ (gömlu stjórn­ar­skránni) getur engin þjóð gef­ið. Sjálfs­á­kvörð­un­ar­réttur þjóð­ar­innar til stjórn­ar­skrár­breyt­inga er skýr. 


Eft­ir­far­andi eru ummæli Ragn­ars Aðal­steins­son hrl., í Vísi þann 23.03.2016 en þar skrifar hann eft­ir­far­andi álit um auð­linda­á­kvæði vegna starfs stjórn­ar­skrár­nefndar Alþingis sem
hóf störf 2013 og skil­aði af sér 2016: 


„Ákvæði Stjórn­laga­ráðs var samið af óháðum og sjálf­stæðum full­trú­um, sem þjóðin hafði til þess kjörið, og Alþingi svo skipað eftir ógild­ingu Hæsta­réttar á grund­velli forms­at­riða. Ráðið vann verk­efnið fyrir opnum tjöldum og tók sjón­ar­miðum almenn­ings opnum örmum og gaum­gæfði þau. Ráðs­menn komust að sam­eig­in­legum nið­ur­stöðum um efni og orða­lag nýrrar stjórn­ar­skrár fyrir land­ið. Stjórn­ar­skrár­frum­varpið var þannig samið á lýð­ræð­is­legan hátt. Þeim, sem hafa hug á að
end­ur­semja og breyta til­lögum ráðs­ins, er vandi á hönd­um, því færa má að því rök að þeir, sem það reyna, verði að færa á það ótví­ræðar sönnur að breyt­ing­ar­til­lögur þeirra séu betur til þess fallnar að treysta almanna­hag en til­lögur ráðs­ins.” 


Grein­ar­höf­undur spyr: 


Hvaða hald­bær rök geta for­menn flokk­anna fært þjóð fyrir því að nýtt orða­lag þeirra í auð­linda­á­kvæð­inu verndi betur auð­lindir Íslands og sé Íslenskri þjóð hag­felld­ari en til­laga þjóð­fund­ar, útfærð af Stjórn­laga­ráði og sam­þykkt af 2/3 hluta kjós­enda í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu 20.10.2012? Hvaða hald­bær rök geta for­menn flokk­anna fært þjóð fyrir því að heild­ar­end­ur­skoðun stjórn­ar­skrár­inn­ar, hin Nýja íslenska stjórn­ar­skrá, sem sam­þykkt var í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu
 20.12.2012 hefur ekki verið lög­leidd á Alþingi þjóð­ar­inn­ar? 


Hug­leið­ingar um íslensk stjórn­mál og líf­ið


Það er auð­velt fyrir okkur sem ekki tóku þátt í stjórn­málum lið­inna tíma, að horfa til for­tíðar og benda á það sem betur mátti fara, mjög auð­velt. Á barns­fótum lýð­ræðis verða mis­tök stjórn­mála­manna mörg. En stjórn­mála­menn eru ein­ungis speg­ill þeirrar menn­ingar og valds sem sem þeim er látið í té af þegnum hvers tíma­bils. Í þeim efnum erum við sam­á­byrg fyrir því ástandi, jákvæðu eða nei­kvæðu sem við blas­ir. Við erum breyskar mann­verur á lær­dóms­leið en til þess að upp­skera þurfum við að vinna sam­an, öll sem eitt, þó hvert sinni sínu hlut­verki.
 

Öll erum við Íslend­ingar skyld, og bregð­umst því sjálfum okk­ur, er við lítum undan neyð sam­borg­ara okk­ar. Nei­kvæð mynd­birt­ing eig­in­girni og sjálf­hverfu fárra er fátækt margra, og hefur verið hringekja mann­legrar hegð­unar of lengi. Sam­fé­lag okkar þarf minni græðgi og meiri kær­leika. 


Amma mín brýndi fyrir mér þann ein­falda sann­leik; að það sem sagt er skuli standa. Við efndir þess­arar setn­ingar hef ég glímt all ævi og geri enn. Hvernig getur stjórn­mála­maður lifað með sjálfum sér, sem einn mað­ur, ein vit­und, ef sið­ferð­is­við­mið og gildi eru mis­jöfn eftir þeim skyldum sem hann rækir hverju sinni, sem þing­mað­ur, ráð­herra, fað­ir, móð­ir, afi, amma, systir eða bróð­ir?
 

Getur sam­viska okk­ar, sem grund­völlur sið­ferðis og rétt­læt­is, verið háð val­kvæði aðstæðna? Sam­viskan hefur stundum verið túlkuð sem leið­ar­vísir æðri vit­und­ar. Þeir sem trúa á Guð þekkja and­ans teng­ingu við sam­visk­una. Þeir sem trúa ekki á Guð þekkja sam­visk­una. Hvor hóp­ur­inn sem er, veit og skynjar að sam­viskan eða Guð vakir yfir okkur öll­um, hið ytra sem inn­ra, til leið­bein­ingar á vegi dyggð­ar­inn­ar. Okkur hefur lær­st, að göngum við gegn sam­visk­unni og betri vit­und, líður okkur illa en vel ef við þýð­umst hana. Um sam­visk­una og sann­leik­ann þurfum ekki að lesa okkur til í frum­speki eða fræð­um. Okkur er þessi með­vit­und borin og barn­fædd. 


Við þurfum að víkka sjón­deild­ar­hring­inn, rækta kær­leik, gang­ast við skyld­leika okkar og með­taka þjóð sem þá stór­fjöl­skyldu sem við erum. Sóun á orku okkar sem sam­fé­lags, í streitu, gagn­rýni og reiði í garð hvors ann­ars, drepur á dreif sam­eig­in­legri skyldu okkar að umbera og elska náung­ann, rækta lýð­ræðis­vit­und, efla mennt­un, vel­ferð, hag og ham­ingju. Nei­kvæð streita hefur lam­andi áhrif á heila­starf­semi og hug­ar­orku og letur því sköp­un­ar­gáfu okkar og þroska og er nei­kvæð í til­finn­inga­legum jafnt sem þjóð­hags­legum skiln­ingi. Við sem þjóð þurfum að hugsa og skapa og til þess þurfum við vel­meg­un, rétt­læti, öryggi, hvíld, holla nær­ingu, vand­aða mennt­un, góða heil­brigð­is­þjón­ustu, gleði, drauma og bjart­sýni. Við þurfum að end­ur­hugsa mörg gildi lífs­ins. Mestur er mannauð­ur­inn, fái hug­sjón kær­leik­ans að marka gild­is­mat okk­ar.

Ef athyglin fer í enda­laust karp um van­höld hvors ann­ars og aura­basl, missum við sjónar af þeim tæki­færum sem fara hjá. Um þetta höfum við nær­tækt og sárs­auka­fullt dæmi, hrun­ið, sem má álykta að taki 2-3 kyn­slóðir að vinna úr og jafna sig á. Hrunið er löngu orðið að sárs­auka­fullu tíma­tali í okkar sögu. Hvorki stjórn­mála­stéttin né eig­endur fjár­mála­fyr­ir­tækja ætl­uðu sér þá skelf­ingu sem þeir sköp­uðu þegn­unum og kennir þessi bitra reynsla okkur hvað best hversu mik­il­vægt það er að treysta grund­völl virks lýð­ræðis með vand­aðri stjórn­ar­skrá sem und­ir­stöðu að rétt­ar,- og sið­ferð­is­kerfi okk­ar. Við Íslend­ingar sýndum með sann­leiks­skýrslu Rann­sókn­ar­nefndar Alþing­is, undir fag­legri stjórn Páls Hreins­sonar pró­fess­ors í lög­um, að við gátum rýnt í eigin barm, iðrast, fyr­ir­gefið og lært. Við sam­ein­uð­umst öll sem eitt og settum á stofn þjóð­fund­inn sem í sögu­legum og lýð­ræð­is­legum skiln­ingi er stórmerki­legur vitn­is­burður um sjálf­bjarga þjóð á þroska­leið. Við sömdum okkur lýð­ræð­is­legri stjórn­ar­skrá og unnum að sátt, sann­leika og fyr­ir­gefn­ingu, sem inn­blés okkur sam­eig­in­lega von og drauma.

Auglýsing

Til varð hug­takið gamla og nýja Ísland til að aðskilja okkur frá von­leysi lið­inna tíma og fylla okkur von og birtu kom­andi tíma. Lýð­ræð­isum­bætur meðal þjóða hafa aldrei raun­gerst án árekstra og átaka milli valda­stétta og alþýðu. Um þetta vitnar einnig okkar saga. Yfir­grips­mikil sann­leiks­skýrsla í níu bindum opin­ber­aði það sem okkur grun­aði en vildum ekki opna augun fyr­ir; Íslensk stjórn­sýsla var slæm, mjög slæm. En nú bauðst okkur tæki­færi til að vakna upp af martröð umlið­inna ára­tuga og líta augum bjart­ari tíma. Áföll og harmur hruns­ins svipti burt möru þrælslundar og heim­ótt­ar, og skil­aði okkur hug­djarfri og end­ur­lífg­aðri þjóð­ar­sál. Okkur var ljóst að gamla Ísland, það sem við kvöddum með sárum tárum, var liðið undir lok. 


Til­vist­ar­kreppa íslenskra stjórn­mála snýst ekki um vinstri, hægri eða miðju. Hún snýst um sammann­legt eðli, sjálf­hverfu, hroka, fé, og vald­girnd. Við þessum brestum er engin skjót­virk lausn önnur en að hvert okkar fyrir sig líti í eigin barm, rækti and­ann, leiði hug­ann að æðri gildum lífs­ins, iðrist, fyr­ir­gefi, og geri náung­anum og sjálfum sér betur í dag en í gær, því það sem við gerum öðrum til góðs, umb­unar lífið okk­ur. Stjórn­mála­menn eru þessu lög­máli ekki und­an­skildir frekar en við öll. Göf­ug­mæli Krists verða aldrei ofsögð og er gullna reglan og und­ir­staða mann­helg­innar þessi: „Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra.“ 


Það er þjóð­inni engin fróun lengur að sjá stjórn­mála­menn í við­tölum fjöl­miðla, iða í skinn­inu, vipra and­lit, svitna og rang­hvolfa augum við að fara með hálf­sann­leik eða ósann­indi sem allir sjá í gegn­um. Þjóðin er nefni­lega glögg­skyggn­ari í dag en hún var fyrir 10 árum síð­an. Tíma­bil óheið­ar­leika á að vera lokið á Íslandi og við taka tímar heið­ar­leika, hug­sjóna og anda­gift­ar. Nú þarf að gefa röddum góðra stjórn­mála­manna gaum. Þær eru til, en eru ekki marg­ar, þær heyrast, en eru ekki hávær­ar. Hinir vald­sæknu sér­hags­muna­að­ilar verða að vitja síns tíma og víkja af því sjón­ar­sviði sem lýtur valds­vett­vangi almenn­ings­. 


Sæki ein­stak­lingur í völd í umboði fjöld­ans á það að vera hans helga mark­mið að þjóna fjöld­anum en ekki að koma fyrir meðal lamba sem úlfur í sauð­ar­gæru. 


Þjóðin vill að hag­sæld ríki, útgerð blóm­stri, orku­fyr­ir­tæki hagn­ist og fjár­mála­stofn­anir og fyr­ir­tæki dafni að verð­leik­um. En þetta þarf að vera á þeim for­sendum að sjálf­stæð­inu sé ekki storkað og allrar sann­girni sé gætt, og að hvorki verði illa gengið um auð­lind­ir, né arð­rán heim­ilt eða mann­rétt­indi fótum troð­in. Að sjálf­stæði okkar er vegið þegar lýð­ræð­is­bjögun og sund­ur­þykkja verður skoð­ana­mynd­andi þjóð­fé­lags­afl og það er brot á and­leg­um, sið­ferð­is­legum og lýð­ræð­is­legum mann­rétt­indum okkar og afkom­enda að virða ekki auð­lindir og sann­gjarnt afgjald þeirra. Þennan sann­leik þurfa kjörnir umboðs­menn okk­ar, alþing­is­menn, að með­taka, ætli þeir að eiga fram­tíð í stjórn­mál­u­m. 


E.t.v. er glíma and­ans við efnið dag­leg áskorun þeirra ein­stak­linga, sem fara með völd og fjár­muni almenn­ings. Ein­stak­lingur sem t.a.m. er ein­göngu knú­inn áfram af græðgi, verður henni ofur­seldur og glatar gjarnan teng­ingu við annan veru­leika en þann sem færir honum arð eða völd. Lífið í sinni fjöl­breyttu dýrð og litum verður honum eins­leitt að öðru leiti en þröng sýn á tak­mark­aða þætti veru­leik­ans, sem mynda mögu­legan far­veg fyrir fjár­-og eigna­mynd­un. Pen­ingar og völd verða hið ráð­andi gild­is­mat lífs­ins. Tengsl vina, fjöl­skyldu og vinnu­fé­laga verða hags­muna­tengsl, eða lítil sem engin ella. Lífs­hlaupið verður lítið annað en náma­gröftur og leið­angur eftir pen­ingum og eignum af þeim toga sem tak­mörk­uðum sál­ar­þroska eða æðri auð skila. Sá gráð­ugi nýtur t.a.m. ekki lista nema gildi sköp­un­ar­innar sé mæl­an­leg í pen­ingum eða ásókn ann­arra til verks­ins, en ekki vegna næmi hans og hrifn­ingar á list­sköp­un­inni sjálfri. Í huga þess gráð­uga taka dauðir hlutir á sig líf og hið eig­in­lega líf deyr anda sín­um. 


Valdið lýtur efn­is­heim­inum og er erfitt að höndla í auð­mýkt vegna hróp­andi and­stæðna efnis og anda. Ég velti stundum fyrir mér hvernig ein­stak­lingur í valda­stöðu, t.d. stjórn­mála­maður getur auð­sýnt kær­leika í garð lít­il­magn­ans eða fjöld­ans og verið eins­konar lif­andi hug­sjón rétt­lætis og göf­ug­mennsku? Eftir þessu er ósk­að. Valdið í eðli sínu bjagar sjálfs­vit­und þess sem valdið fer með, tíma­bundið eða til lang­frama. Hug­læg skil­grein­ing valds, hvers og eins, er ein­stak­lings­bundin áskor­un, gömul og ný. Sú áskorun stjórn­mála­manna að fara með umboð sitt af auð­mýkt og virð­ingu í þágu heild­ar­hags­muna þjóð­ar, er raun­veru­leg og aðkallandi. Þjóðin hefur ekki lang­lund­ar­geð til frek­ari rang­breytni, tafa eða trassa­skapar af hálfu kjör­inna full­trúa. Störf ráða­manna snú­ast um það að vera góðir valds­herrar eða vond­ir. Þol­in­mæði þjóðar er þrotin gagn­vart þeim vondu sem ætti öllum að vera ljóst.

Nú þarf þjóðin skiln­ing, heið­ar­leika og frið til að vaxa og þroska lýð­ræðis­vit­und sína og sjálfs­virð­ingu eða er það svo að almenn­ingur standi nú frammi fyrir ásetn­ings­broti hins tíma­bund­ins kjör­ins full­trúa­valds, gegn lýð­ræð­is­þróun í þágu þjóð­ar? 


Grein­ar­höf­undur ráð­leggur for­mönnum flokk­anna, kjörnum full­trúum og sitj­andi for­sæt­is­ráð­herra að breyta um betur og virða rétt og vilja þjóð­ar. Nú eru liðin sjö ár frá því þjóðin samdi og sam­þykkti sér nýja stjórn­ar­skrá og mál að töfum linni. Í stjórn­skipun Íslands er þjóðin stjórn­ar­skrár­gjaf­inn. Um þennan rétt almenn­ings er eng­inn vafi. Þjóðin hefur þeg­ar
 samið sér góða lang­þráða stjórn­ar­skrá og upp­runi valds­ins er henn­ar.
 

Höf­undur er áhuga­maður um betra líf.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Armin Laschet er nýr leiðtogi flokks Kristilegra demókrata, sem hefur tögl og haldir í þýskum stjórnmálum. Kannski tekur hann við af Merkel sem kanslari í haust.
Stormasöm vika í evrópskum stjórnmálum
Mögulegt áframhald „Merkelisma“ í Þýskalandi, barnabótaskandall hjá „teflon Mark“ í Hollandi og stjórnarkreppa af völdum smáflokks á Ítalíu er á meðal þess sem var efst á baugi í evrópskum stjórnmálum í vikunni.
Kjarninn 16. janúar 2021
Birgir Birgisson
Að finna upp hjólið
Kjarninn 16. janúar 2021
Óendurvinnanlegur úrgangur á bilinu 40 til 100 þúsund tonn á ári fram til ársins 2045
Skýrsla um þörf fyrir sorpbrennslustöðvar á Íslandi hefur litið dagsins ljós. Umhverfis- og auðlindaráðherra fagnar úttektinni og segir að nú sé hægt að stíga næstu skref.
Kjarninn 16. janúar 2021
Gauti Jóhannesson er forseti bæjarstjórnar í Múlaþingi og fyrrverandi sveitarstjóri Djúpavogshrepps.
Forseti bæjarstjórnar Múlaþings íhugar alvarlega að sækjast eftir þingsæti
Gauti Jóhannesson fyrrverandi sveitarstjóri á Djúpavogi segir tímabært að Sjálfstæðisflokkurinn eignist þingmann frá Austurlandi og íhugar framboð til Alþingis. Kjarninn skoðaði framboðsmál Sjálfstæðisflokks í Norðausturkjördæmi.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðjón S. Brjánsson sá þingmaður sem keyrði mest allra árið 2020
Í fyrsta sinn í mörgu ár er Ásmundur Friðriksson ekki sá þingmaður sem keyrði mest. Hann dettur niður í annað sætið á þeim lista. Kostnaður vegna aksturs þingmanna dróst saman um fimmtung milli ára.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.
Könnun: Fleiri andvíg en fylgjandi frumvarpi Guðmundar Inga um Hálendisþjóðgarð
Samkvæmt könnun frá Gallup segjast 43 prósent andvíg frumvarpi umhverfis- og auðlindaráðherra um stofnun Hálendisþjóðgarðs, en 31 prósent fylgjandi. Rúmlega fjórir af tíu segjast hafa litla þekkingu á frumvarpinu.
Kjarninn 16. janúar 2021
Örn Bárður Jónsson
Má hefta tjáningarfrelsi og var rétt að loka á Trump?
Kjarninn 16. janúar 2021
Bræðraborgarstígur 1 brann í sumar. Þorpið hefur keypt rústirnar og húsið við hliðina, Bræðraborgarstíg 3.
Keyptu hús og rústir á Bræðraborgarstíg á 270 milljónir og sækja um niðurrif eftir helgi
Loks hillir undir að brunarústirnar á Bræðraborgarstíg 1 verði rifnar. Nýir eigendur, sem gengið hafa frá kaupsamningi, vilja gera eitthvað gott og fallegt á staðnum í kjölfar harmleiksins sem kostaði þrjár ungar manneskjur lífið síðasta sumar.
Kjarninn 16. janúar 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar