Hvenær er gott að snúa sér að öðru og hvenær er gott að þrauka?

Ingrid Kuhlman skrifar um þversagnarkenndar kröfur í skrýtnum og breytilegum heimi.

Auglýsing

Við lifum í skrýtnum heimi þar sem hraði breyt­ing­anna gerir þver­sagn­ar­kenndar kröfur til okk­ar. Ann­ars vegar eigum við að sýna aðlög­un­ar­hæfni, sleppa fyrir fram mót­uðum hug­mynd­um, taka nýjum hug­myndum opnum örmum og vera fljót að grípa tæki­færi. Hins vegar þurfum við að læra að sýna úthald þegar við höfum ástríðu fyrir verk­efni eða hug­mynd í stað þess að snúa okkur strax að þeirri næst­u. 

Hvenær er gott að taka ákvörðun um að snúa sér að öðru?

1. Þegar þú ert farin að skaða heilsu þína eða sam­bönd 

Stundum verðum við hel­tekin af því sem við erum að reyna að áorka og notum það sem leið til að sanna okk­ur. Þegar drif­kraft­ur­inn er að ná árangri getur það farið á kostnað ann­arra mik­il­vægra þátta í lífi okk­ar. Þegar vinnan á hug manns allan gefur maður sér stundum ekki tíma til að skemmta sér með vinum sín­um. Eða maður missir ítrekað af kvöld­mat með fjöl­skyld­unni til að geta skilað góðu verki. 

Auglýsing
Ef þetta hljómar kunn­ug­lega er kom­inn tími á að end­ur­meta líf þitt. Hverjir skipta þig mestu máli í líf­inu? Hvaða drauma langar þig að elta? Hvaða minn­ingar viltu skapa? Lífið er mála­miðl­un. Hvar ætlar þú að gefa eft­ir?

2. Þegar þú upp­lifir ekki gleði við að vinna að mark­mið­unum

Stundum verjum við miklum tíma í að elta drauma ann­arra og missum tengslin við það hver við erum, fyrir hvað við stöndum og hvað okkur langar raun­veru­lega að gera. Við missum gleð­ina og erum ekki lengur í tengslum við gildi okk­ar. 

Ef þessi til­finn­ing hljómar kunn­ug­lega er gott að gefa þér tíma til að velta fyrir þér hvaða lífi þú viljir lifa og hvers konar arf­leifð þú viljir skilja eft­ir. Hvað veitir þér mesta ánægju og lífs­fyll­ingu? Þegar þú finnur svörin er gott að breyta um stefnu. Það er ekki góð til­finn­ing að leggja mikið á sig til að ná árangri og klifra met­orða­stig­ann til að upp­götva þegar á topp­inn er komið að hann stóð við rangan vegg.

3. Þegar þú ert of hrædd/ur við að sleppa

Það er ekki óal­gengt að ákveða að vera kyrr jafn­vel þó að við erum óham­ingju­söm í vinn­unni eða sam­bandi af því að okkur finnst við ekki hafa neitt annað val. Kannski höfum við verið í sama starf­inu alla ævi og kunnum ekk­ert ann­að. Eða við höfum fjár­fest það mikið í sam­band­inu að til­hugs­unin um að yfir­gefa þæg­inda­hring­inn fyllir okkur ótta, jafn­vel eftir að okkur er ljóst að það virkar ekki lengur fyrir okk­ur. 

Ef þú kann­ast við þessa til­finn­ingu er gott að taka lítil skref sem eru veita þér áskorun en varpa þér ekki um koll. Stækk­aðu tengsla­net­ið, verðu tíma með öðru fólki eða skráðu þig á nám­skeið til að læra nýja færni. Spurðu sjálfa/n þig: Á hvaða sviðum þarf ég að fara út fyrir þæg­inda­hring­inn? Hvaða skref gæti ég tekið núna? Hvað hefur mig alltaf langað til að gera en aldrei gert?

Hvenær er gott að þrauka?

1. Þegar þú trúir ekki á sjálfa/n þig 

Stundum sleppum við hlutum sem veita okkur ánægju af því að við erum ekki sann­færð um eigið ágæti. Við höfum til­hneig­ingu til að bera okkur saman við aðra og finnst við oft ekki stand­ast þann sam­an­burð. 

Ef þú kann­ast við þetta þarftu að færa athygl­ina yfir á það sem þú gerir vel. Hverjir eru styrk­leikar þín­ir? Ef þér dettur ekk­ert í hug, hugs­aðu þá um aðstæður þar sem þú varst upp á þitt besta eða náðir árangri þvert gegn vænt­ing­um. Hvaða innri hæfi­leikar hjálp­uðu þér? Hvernig get­urðu virkjað þá að nýju?

2. Þegar þú flögrar frá einni hug­mynd til ann­arrar

Sumir halda sig ekki nógu lengi við áætlun sína þar sem þeir gleyma sér í hverri þeirri hug­mynd sem þeim dettur í hug. Þetta gæti verið merki um sköp­un­ar­gáfu en einnig merki um að við höfum ekki skuld­bundið okkur að fullu. 

Ef þetta hljómar kunn­ug­lega er gott að ákveða að helga þig verk­efn­inu, starf­inu, sam­band­inu eða hverju öðru sem er. Hvert er þitt hlut­verk og hvaða ábyrgð berðu? Hvernig teng­ist það fram­tíð­ar­sýn þinni? Hvaða skref ætlarðu að taka til að gera hana að veru­leika?

3. Þegar þú vænst þess að hlut­irnir verði auð­veld­ir 

Margir fyll­ast eld­móði við að fá hug­mynd en gef­ast upp þegar á móti blæs. Ef þú missir áhug­ann þegar þú stendur frammi fyrir vax­andi áskor­unum er gott að reyna að tengj­ast aftur leið­inni að mark­miðum þín­um. Hvaða áskor­anir gæt­irðu þurft að takast á við? Hvað ætlarðu að gera þegar þú ert ekki í stuði. Hvers óskarðu þér, hver er útkoman sem þú stefnir að, hvaða hindr­anir gætu komið upp og hvernig ætlarðu að tækla þær?

Þótt gott sé að leita sér aðstoðar þegar maður er ekki viss um leið­ina, þurfa svörin að koma innan frá. Því meiri sjálfs­þekk­ingu sem við höf­um, þeim mun minna látum við álit ann­arra hafa áhrif á okk­ur. Sá sem veit hvert hann stefnir mun síður vill­ast.

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Þekk­ing­ar­miðl­unar og með MSc í hag­nýtri jákvæðri sál­fræði.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þjóðskrá afhendir upplýsingar um meðlimi í trú- og lífsskoðunarfélögum
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál mat það svo að netföng væru ekki viðkæmar persónuupplýsingar.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS.
SFS segjast gera kröfu til sjávarútvegsins um að starfa heiðarlega og löglega
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segjast vilja vera fyrirmynd og í fremstu röð í heiminum þegar kemur að sjávarútvegi. Þau ætla að styðja stjórnvöld í aðgerðum sínum sem eru tilkomnar vegna Samherjamálsins.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Kristbjörn Árnason
Enn einu sinni springur kapítalisminn í loft upp á græðginni og siðleysinu
Leslistinn 19. nóvember 2019
Árni M. Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra.
Fyrrverandi ráðherra á meðal stjórnenda stofnunar sem gerir úttekt á útgerðum
Árni Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, er aðstoðarframkvæmdastjóri fiskveiðisviðs stofnunarinnar sem Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, hefur falið að gera úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
FAO vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra mun hafa frumkvæði að því Alþjóðamatvælastofnunin vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða sem stunda veiðar og eiga í viðskiptum með aflaheimildir í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Björgólfur úr stjórn Sjóvá „vegna anna“
Björgólfur Jóhannsson hefur ákveðið að víkja tímabundið úr stjórn Sjóvá. Hann var stjórnarformaður félagsins. Björgólfur tók nýverið við forstjórastöðunni hjá Samherja.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Julian Assange
Rannsókn gegn Assange felld niður
Samkvæmt WikiLeaks hefur rannsókn á hendur Julian Assange verið felld niður. Ritstjóri miðilsins, Kristinn Hrafnsson, segir að um réttarfarsskandal sé að ræða.
Kjarninn 19. nóvember 2019
GAMMA lokar starfsstöð sinni í Garðarstræti og flytur til Kviku
GAMMA, sem fór mikinn í íslensku fjármálalífi síðastliðinn áratug, er nú vart til nema að nafninu til. Starfsemi fyrirtækisins hefur verið flutt í nýjar höfuðstöðvar Kviku.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar