Heilagar kýr eða bíllaus lífsstíll

Steinar Frímannsson segir að hér á landi sé einhver einkennileg trú á einkabílisma en ótrúleg neikvæðni gagnvart strætisvögnum.

Auglýsing

Í öllum sam­fé­lögum er eitt­hvað það sem menn vilja alls ekki hrófla við. Oft er því líkt við heilögu kýrnar á Ind­landi. Við höfum okkar heilögu kýr hér á landi. Svo sann­ar­lega. 

Sam­kvæmt kolefn­is­bók­haldi Hag­stofu Íslands svarar heild­ar­losun Íslend­inga á gróð­ur­húsa­loft­teg­undum til um 14 milljón tonnum af CO2. Af þessu eru um 9 milljón tonn talin vegna land­nýt­ingar en það hefur verið tekið út úr bók­hald­inu, senni­lega vegna þess að sá útreikn­ingur er ekki byggður á nægi­lega góðum gögn­um.  

Sam­göngur á landi valda um um einnar milljón tonna útblæstri.  Þar sjá menn vafa­laust fyrir sér stóra trukka sem aka um veg­ina, og það er álitið mesta böl. En notkun stórra vöru­bíla orsakar aðeins um 18 % af þessu. Sá þáttur sem er lang­sam­lega stærstur er fólks­bíl­ar, það er bílar sem skráðir eru fyrir 3 til 9 far­þega. Einka­bíll­inn. Fólks­bílar orsaka með öðrum orðum 60 % af þessum útblæstri eða 600.000 tonn af CO2.  Hér getur almenn­ingur gert sitt til að draga úr útblæstri. Með bíl­lausum lífs­stíl. Og það er senni­lega ódýrasta og fljót­virkasta aðgerðin sem völ er á í lofts­lags­mál­u­m.  

Auglýsing
Það eru nefni­lega til aðrar lausnir en einka­bíll­inn. Reið­hjól, stræt­is­vagnar eða hestar post­ul­anna. En til þess að gera bíl­lausan lífs­stíl aðlað­andi þurfa margir að koma að. Í skipu­lagi og rekstri bæj­ar­fé­laga verður að gera ráð fyrir þessum val­kosti og að hann sé jafnt settur öðr­um. Það þýðir bæði að aðstaða sé fyrir hendi, að allar tækni­legar lausnir mið­ist við að fólk noti ekki bíl. Þetta er vissu­lega spurn­ing um tækni­lausnir en ekki síður um hug­ar­far.  

Stræt­is­vagna­kerfið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu má bæta mik­ið. Og það er í gangi end­ur­skipu­lagn­ing á leiða­kerfi Strætó BS í tengslum við svo­kall­aða borg­ar­línu. Lagt er upp með að stytta ferða­tíma með strætó innan höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. Nú hafa verið kynntar áætl­anir um upp­bygg­ingu á Borg­ar­línu sem menn telja að öllu muni breyta. Von­andi. En þessar hug­myndir virka þannig þegar þær eru skoð­aðar að hér eigi ein­fald­lega að setja upp ein­hvern súper­strætó sem er í eðli og skipu­lagi eins og það kerfi sem hefur fengið á sig slíkt orð að fjöldi fólks lítur á það sem neyð­ar­úr­ræði að nota það. Og á mörgum er að heyra að þessi kostur sé ekki til. 

Það eru fleiri þættir en bara gæði stræt­is­vagna­kerf­is­ins sem hafa áhrif á hvort fólk velur bíl­lausan lífs­stíl.  Nálægð almennrar þjón­ustu, svo sem barna­heim­ila og dag­vöru­versl­ana við heim­ili eða vinnu­stað skiptir máli.  

Margir, sér­stak­lega þeir sem búa nálægt vinnu­stað kjósa að nota reið­hjól.  Raf­magns­reið­hjól eru til­tölu­lega nýr val­kost­ur, hentar ágæt­lega en raf­drifið er alls ekk­ert skil­yrði. Þó er lík­legt að raf­mót­or­inn verði til þess að hjólið verði notað meira, t.d. þegar blæs dálítið hressi­lega. Raf­magns­skútur eru nýr og góður val­kostur í þeirri flóru sem fyrir er. 

Það er ekki nauð­syn­legt að allir til­einki sér bíl­lausan lífs­stíl. Sumir þurfa á bíl að halda vegna vinnu og ann­arra ann­marka á líf­inu. Bíl­laus lífs­stíll þarf líka ekki endi­lega að þýða að eiga ekki bíl. Heldur að nota bíl­lausar lausnir við sem mest af dag­legu lífi. Svo sem ferðir til og frá vinnu og aðrar ferðir innan þétt­býl­is. En auð­vitað er ljóst að í dreif­býli þurfa menn á bíl að halda. 

Auglýsing
Áætlun um sam­göngu­mál á Höf­uð­borg­ar­svæð­inu gerir ráð fyrir um 50 millj­örðum króna í nýjar vega­fram­kvæmdir og 50 millj­örðum í Borg­ar­lín­u.  Þessi útgjöld gætu senni­lega spar­ast að mestu leyti ef dregið væri úr umferð einka­bíla. Verð­mið­inn á einka­bíl­is­mann hefur þannig verið reikn­aður upp á 100 millj­arða.  Því að með því að draga úr notkun einka­bíls­ins getur núver­andi gatna­kerfi auð­veld­lega annað álag­inu og ekki þarf sér­a­kreinar fyrir stræt­is­vagna. Vissu­lega þarf að leggja í ein­hvern kostn­að, en hann er fjarri þeim tölum sem hafa verið kynnt­ar.  

Það er hug­ar­farið sem mest strandar á. Hér á landi er ein­hver ótrú­leg nei­kvæðni gagn­vart stræt­is­vögn­um. Margir segja að það komi ekki til greina að þeir stígi upp í slíkt far­ar­tæki. Ekki vegna þess að þeir þekki svo vel til heldur er þetta ein­hvern veg­inn neðan við þeirra virð­ingu, eða hvað það nú er.  Einnig er hér ein­hver ein­kenni­leg trú á einka­bíl­isma. Sé eitt­hvað sagt eða gert í þá átt að efla þurfi almenn­ings­sam­göngur og þá rís gjarnan upp hópur fólks og talar um aðför að einka­bíln­um. Það má kannski segja að það sé aðför að einka­bíl­isma. En er ekki rétt og sjálf­sagt að tala gegn vanda­mál­u­m? 

En það er auð­vitað aðför að einka­bílnum að halda þessu fram. Það eru víða heilagar kýr. Á Íslandi eru þær úr blikk­i. 

Höf­undur er í lofts­lags­hópi Land­vernd­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar