Nýtt raforkuverð Elkem virðist úr takti við markaðsverð

Landsvirkjun fær um 500 milljónir Bandaríkjadala í tekjur á ári eða sem nemur 62,5 milljörðum króna.

Auglýsing

Járn­blendi­verk­smiðjan á Grund­ar­tanga í Hval­firði hóf fram­leiðslu árið 1979. Nú fjórum ára­tugum síðar kom að því að upp­haf­legi raf­orku­samn­ing­ur­inn rynni skeið sitt á enda. Í dag er verk­smiðjan með fram­lengdan orku­samn­ing við Lands­virkjun til tíu ára og gerð­ar­dómur nýlega búinn að ákvarða nýtt raf­orku­verð. Þessi grein fjallar um helstu for­send­urnar sem þar var stuðst við og vikið er að nokkrum álita­málum vegna umfjöll­unar gerð­ar­dóms­ins. Nið­ur­staðan er sú að vís­bend­ingar eru um að hið nýja raf­orku­verð til Elkem sé ekki fylli­lega í takti við mark­aðs­verð í ámóta við­skipt­um.

Elkem kaupir um 7% af raf­orku­fram­leiðslu Lands­virkj­unar

Á Grund­ar­tanga starf­rækir norska fyr­ir­tækið Elkem járn­blendi­verk­smiðju sem mun vera sú næst stærsta í heim­in­um. Verk­smiðjan reis upp úr miðjum átt­unda ára­tug lið­innar ald­ar, hefur verið stækkuð og eig­enda­skipti hafa orðið að hluta­bréf­un­um. Í dag er Elkem í eigu í kín­versks rík­is­fyr­ir­tæk­is.

Járn­blendi­verk­smiðjan er núna fjórði stærsti raf­orku­kaup­and­inn á Íslandi, en stendur þó álver­unum þremur tals­vert að baki í orku­magni. Allt frá upp­hafi hefur verk­smiðjan keypt alla raf­ork­una frá Lands­virkj­un. Orku­samn­ingur Lands­virkj­unar við járn­blendi­verk­smiðj­una er upp­haf­lega frá árinu 1975 og skyldi hann gilda í 40 ár frá fyrsta afhend­ing­ar­degi raf­magns, sem var í mars 1979.

Auglýsing

Á þeim 40 árum sem liðin eru frá því raf­orku­samn­ing­ur­inn tók gildi hafa nokkrar breyt­ingar verið gerðar á hon­um, m.a. vegna stækk­unar verk­smiðj­unnar og breyt­inga á reikni­reglum á orku­verð­inu. Með orku­samn­ingn­um, eins og hann hefur verið frá síð­asta sam­komu­lagi aðil­anna þar að lút­andi fyrir um ára­tug síð­an, hefur Lands­virkjun verið skuld­bundin til að útvega Elkem 1.035 GWst á ári. Þau raf­orku­við­skipti nema nú u.þ.b. 7% af öllu því raf­magni sem Lands­virkjun selur árlega.

Gamli samn­ing­ur­inn á skjön við raf­orku­við­skipti nútím­ans

Flutn­ings­kostn­aður raf­orku er umtals­verður hluti kostn­að­ar­ins við að útvega og afhenda stór­iðju raf­magn. Í gamla samn­ingnum frá 1975 var kostn­aður vegna raf­orku­flutn­ings­ins inni­fal­inn í orku­verð­inu. Enda var flutn­ings­fyr­ir­tækið Lands­net ekki orðið til þegar sá samn­ingur var gerður og Lands­virkjun bar sjálf ábyrgð á raf­orku­flutn­ing­un­um. Elkem greiddi því ekki afmarkað flutn­ings­gjald, sem er ólíkt því sem ger­ist í flestum raf­orku­við­skiptum í dag.

Raf­orku­notkun járn­blendi­verk­smiðj­unnar er hlut­falls­lega nokkru sveiflu­kennd­ari en ger­ist hjá álver­un­um. Svo virð­ist sem gamli samn­ing­ur­inn hafi lagt óvenju ríka afhend­ing­ar­skyldu á Lands­virkj­un, án þess að fyr­ir­tækið fengi nokkrar auka­greiðslur eða sér­stakar greiðslur fyrir það að hafa jöfn­un­ar­afl til­tækt fyrir Elkem. Þetta er ólíkt því sem ger­ist í flestum raf­orku­við­skiptum í dag. Það var því ýmis­legt í gamla samn­ingnum sem virð­ist nokkuð á skjön við nútím­ann og flesta þá orku­samn­inga sem gilda á Íslandi í dag.

Samn­inga­við­ræður byrj­uðu 2015

Eins og áður sagði skyldi gamli samn­ing­ur­inn gilda til marsloka 2019. Í honum var þó ákvæði þess efnis að að Elkem væri heim­ilt að fram­lengja raf­orku­við­skiptin um tíu ár, en þá skyldi sér­stakur gerð­ar­dómur ákvarða raf­orku­verðið sem skyldi gilda þann fram­lengda tíma (2019-2029).

Þegar við­ræður hófust milli Lands­virkj­unar og Elkem um nýjan orku­samn­ing, snemma árs 2015, varð brátt ljóst að Lands­virkj­unar var ekki til­búin í að semja aftur um ámóta verð eins og í gamla samn­ingn­um. Að mati Lands­virkj­unar þurfti orku­verðið að hækka veru­lega og auk þess að verð­leggja raf­orku­flutn­ing­inn sér­stak­lega og einnig það raf­magn sem mætir sveiflu­kenndri raf­orku­þörf verk­smiðj­unn­ar.

Nokk­urra ára árang­urs­lausar við­ræður

Næstu þrjú árin áttu sér stað meira en tveir tugir samn­inga­funda milli fyr­ir­tækj­anna um áfram­hald­andi raf­orku­við­skipti. Þar voru ýmsar leiðir rædd­ar. M.a. kom til skoð­unar sú leið að tengja orku­verðið við verð á nor­ræna raf­orku­mark­aðn­um, sem var einmitt nið­ur­staðan í nýjum samn­ingi Lands­virkj­unar og Norð­ur­áls árið 2016. Einnig var rætt um mögu­leik­ann á föstu verði með e.h.k. vísi­tölu­teng­ingu, sem er leiðin sem farin var í nýjum orku­samn­ingi Lands­virkj­unar og ISAL árið 2010. En engin nið­ur­staða náð­ist.

Málið til gerð­ar­dóms

Þegar farið var að stytt­ast í að gamli raf­orku­samn­ing­ur­inn rynni út ákvað Elkem að nýta heim­ild í samn­ingnum um að fram­lengja raf­orku­við­skiptin um tíu ár. Þar með var virkjað ákvæði í gamla samn­ingnum um að sér­stakur gerð­ar­dómur skyldi ákveða hvaða verð yrði á raf­orkunni það tíu ára tíma­bil.

Nýja raf­orku­verðið er trún­að­ar­mál

Næstu mán­uð­ina var gagna aflað og lög­menn máls­að­ila skýrðu sjón­ar­mið umbjóð­enda sinna fyrir gerð­ar­dómn­um. Það var svo í júní s.l. (2019) sem dóm­ur­inn birti ákvörðun sína um nýtt raf­orku­verð vegna tíma­bils­ins 2019-2029. Um nið­ur­stöðu gerð­ar­dóms­ins um orku­verðið ríkir trún­aður og því veit vænt­an­lega eng­inn, utan máls­að­ila, lög­manna þeirra og dóm­ar­anna, hvert nýja verðið nákvæm­lega er.

Aðrir íslenskir stór­iðju­samn­ingar til grund­vallar orku­verð­inu

Í umfjöllun Eft­ir­lits­stofn­unar EFTA (ESA) um nýja raf­orku­samn­ing­inn er útskýrt að við verð­á­kvörðun gerð­ar­dóms­ins var byrjað á að líta til þess hvaða orku­verð önnur stór­iðja á Íslandi er að greiða. Þannig skyldi gerð­ar­dóm­ur­inn finna til­tekið við­mið­un­ar­verð, sem væri sam­bæri­legt við það raf­orku­verð sem önnur stór­iðja hér greiðir Lands­virkj­un.

Einnig leit gerð­ar­dóm­ur­inn til kostn­aðar við að flytja raf­magn og hvort rök væru til að veita afslátt af við­mið­un­ar­verð­inu. Um leið gætti dóm­ur­inn að því hvort raf­orku­verðið væri innan þess ramma að ekki væri um að ræða rík­is­styrk í skiln­ingi samn­ings­ins um Evr­ópska efna­hags­svæðið (EES). 

Íslenskir stór­iðju­samn­ingar eru á breiðu verð­bili

Við mat á við­mið­un­ar­verði leit gerð­ar­dóm­ur­inn til raf­orku­verðs­ins sem álver ISAL, Fjarða­áls og Norð­ur­áls greiða Lands­virkjun og líka til orku­verðs­ins sem kís­il­verk­smiðja PCC á Bakka greið­ir. Þessi fjögur fyr­ir­tæki greiða vel að merkja langt í frá sama verð fyrir raf­magn­ið. Álver Fjarða­áls greiðir Lands­virkjun t.a.m. miklu lægra raf­orku­verð heldur en hin fyr­ir­tækin þrjú og aug­ljóst er að sá geysistóri upp­runa­legi samn­ingur frá 2003 er ekki í nokkrum takti við verð til stór­iðju á raf­orku­mörk­uðum í dag. Engu að síður áleit gerð­ar­dóm­ur­inn að líta yrði m.a. til þessa samn­ings til að finna við­mið­un­ar­verð­ið.

Hér er vert að taka fram að í raf­orku­samn­ingum sem eru upp­hafs­samn­ingar hjá stór­iðju­verk­smiðjum er til­neig­ing til að raf­orku­verð sé tals­vert mikið lægra en í end­ur­nýj­uðum samn­ing­um. Stóri raf­orku­samn­ing­ur­inn við Fjarðaál frá 2003 er þar gott dæmi, en álverið á Reyð­ar­firði nýtur mjög lágs raf­orku­verðs og senni­lega ein­hvers allra lægsta stór­iðju­verðs í heim­inum í dag. Þá eru og vís­bend­ingar um að kís­il­verk­smiðja PCC á Bakka við Húsa­vík greiði hóf­legt orku­verð miðað við aðra nýlega orku­samn­inga. Þessir tveir samn­ingar hafa því mögu­lega báðir dregið raf­orku­verðið vel niður við verð­á­kvörðun gerð­ar­dóms­ins og þó einkum samn­ing­ur­inn við Fjarða­ál.

Tek­ist á um verð á bil­inu ca. 20-40 USD/MWst

Ef ein­ungis hefði verið miðað við samn­inga Lands­virkj­unar við PCC og Fjarðaál gæti nið­ur­staða gerð­ar­dóms­ins hafa u.þ.b. legið á bil­inu 20-30 USD/MWst. En hefðu nýju samn­ing­arnir við ISAL og Norð­urál ráðið verð­inu er lík­legt að nið­ur­staða gerð­ar­dóms­ins um nýtt raf­orku­verð til Elkem hefði verið ein­hvers­staðar á bil­inu u.þ.b. 30-40 USD/MWst. Þetta eru vel að merkja grófar við­mið­an­ir. En kannski má segja að svig­rúm gerð­ar­dóms­ins, sam­kvæmt samn­ing­bundnum við­mið­unum í samn­ingi Lands­virkj­unar og Elkem, hafi legið á bil­inu 20-40 USD/MWst. Hlut­verk dóms­ins var að taka öll umrædd stór­iðju­verð og finna út frá þeim við­mið­un­ar­verð sem end­ur­spegli stór­iðju­verð hér núna og út gild­is­tíma hinna fram­lengdu raf­orku­við­skipta, þ.e. næstu tíu árin. Hver nið­ur­staðan var hefur ekki verið gefið upp. Mögu­lega var þar stuðst við með­al­verð eða vegið með­al­verð.

Slátrun á Elkem eða hóf­leg hækk­un?

For­maður Verka­lýðs­fé­lags Akra­ness hefur farið hörðum orðum um nið­ur­stöðu gerð­ar­dóms­ins. Hann hefur sagt hækk­un­ina nema um 1,1 til 1,5 millj­örðum króna á ári og sagt að þar með sé verið að „slátra“ járn­blendi­verk­smiðj­unni. Um nið­ur­stöðu gerð­ar­dóms­ins um orku­verðið ríkir trún­aður milli máls­að­ila og það er því ráð­gáta hvernig við­kom­andi verka­lýðs­for­maður veit eða telur sig vita verðið sem dóm­ur­inn ákvað. En séu þessar upp­lýs­ingar rétt­ar, þ.e. að hækk­unin nemi um 1,1-1,5 millj­örðum króna á árs­grund­velli, þýðir það að hver MWst til Elkem sé að hækka um u.þ.b. 9-12 USD.

Sá sem þetta skrifar veit ekki enn hvort umræddar upp­lýs­ingar um að árleg verð­hækkun Elkem nemi u.þ.b. 1,1-1,5 millj­arða króna séu réttar og þar að auki munar miklu á hærri töl­unni (12 USD) og þeirri lægri (9 USD). En ef þessar tölur eru nærri lagi þá er verð­hækk­unin eitt­hvað minni en sú hækkun sem grein­ar­höf­undur spáði í grein fyrir um tveimur árum.

Þetta gæti verið vís­bend­ing um að nýja verðið til Elkem sé í reynd hóf­legt. Um leið er alveg rétt að hækkun upp á 1,1-1,5 millj­arða á árs­grund­velli myndi vissu­lega merkja að hið nýja raf­orku­verð er hlut­falls­lega mikið hærra en gamla orku­verðið var. En gamla verðið var mjög lágt.

Lands­virkjun vildi hærra verð

Miðað við það sem sagt hefur verið opin­ber­lega af hálfu Lands­virkj­unar um nið­ur­stöðu gerð­ar­dóms­ins fól hún í sér umtals­verða hækkun frá því verði sem Elkem greiddi áður. Elkem hefur ekk­ert gefið uppi opin­ber­lega um nið­ur­stöð­una. Það liggur fyrir að Lands­virkjun hefði viljað fá tölu­vert hærra verð en gerð­ar­dómur ákvað. Að mati Lands­virkj­unar fól nið­ur­staðan í sér „óþarf­lega lágt“ verð og lægra verð heldur en Lands­virkjun er til­búin að semja við aðra um. Þetta merkir vænt­an­lega að Lands­virkjun sé ekki alveg sátt við orku­verðið sem gerð­ar­dóm­ur­inn ákvað, þ.e. að fyr­ir­tækið hafi talið eðli­legt að verð­hækk­unin til Elkem yrði meiri.

Er nýja verðið nálægt því að vera ígildi rík­is­styrks?

Tak­mörkuð ánægja Lands­virkj­unar með nið­ur­stöðu gerð­ar­dóms­ins kemur einnig fram í grein for­stjóra fyr­ir­tæk­is­ins á vef­svæði Kjarn­ans í ágúst s.l. Þar segir að nýja orku­verðið til Elem sé svo lágt að það nái varla með­al­kostn­að­ar­verði virkj­ana Lands­virkj­unar og sé jafn­framt veru­lega undir kostn­að­ar­verði síð­ustu virkj­ana fyr­ir­tæk­is­ins. Og í nýlegum skrifum Lands­virkj­unar á sam­fé­lags­miðl­inum Face­book sagði að raf­orku­verð í nýjum samn­ingi Elkem nái „hvorki kostn­að­ar­verði núver­andi virkj­ana Lands­virkj­unar né nýrra virkj­ana­kosta“ og að „samn­ingur Elkem sé á meðal þeirra hag­stæð­ustu sem í gildi séu í heim­in­um“. 

Þetta eru athygl­is­verð orð. Ekki verður annað séð en að í þeim felist að Lands­virkjun álíti að nýja verðið sé mjög hóf­legt og að gerð­ar­dóm­ur­inn hafi í aðferða­fræði sinni jafn­vel valdið Lands­virkjun nokkrum von­brigð­um. Það er freist­andi að velta því fyrir sér hvort orða­lag Lands­virkj­unar merki að nýja orku­verðið til Elkem sé í reynd svo lágt að það sé nálægt því að vera ígildi rík­is­styrks og þar með nán­ast óeðli­lega lágt verð.

ESA áleit raf­orku­verðið byggja á eðli­legum sjón­ar­miðum

ESA komst þó að þeirri nið­ur­stöðu að ekki væri ástæða til að ætla að raf­orku­verðið sem gerð­ar­dóm­ur­inn ákvað væri ígildi rík­is­styrks í skiln­ingi EES. Ekk­ert væri athuga­vert við aðferða­fræð­ina við upp­setn­ingu og for­sendur gerð­ar­dóms­ins og að ekk­ert bendi til ann­ars en að orku­fyr­ir­tæki í einka­eigu hefði fall­ist á sams­konar aðferða­fræði eins og Lands­virkjun gerði í gerð­ar­dóms­á­kvæðum gamla samn­ings­ins. Þar með er ESA ekki að full­yrða að nýja verðið sé í góðu sam­ræmi við algengt mark­aðs­verð á raf­orku til stór­iðju í nýlegum samn­ing­um; ein­ungis að segja að einka­fyr­ir­tæki hefði getað samið um sams­konar gerð­ar­dóms­með­ferð og verð­við­mið­anir eins og Lands­virkjun gerði.

Arð­semi Lands­virkj­unar fer hækk­andi

Eins og áður sagði virð­ist sem ákvæði í gamla samn­ingnum milli Lands­virkj­unar og Elkem hafi skyldað gerð­ar­dóm­inn til að líta m.a. til samn­ing­anna við Fjarðaál og PCC við ákvörðun á verð­við­miði. Og að þeir samn­ingar hafi dregið við­mið­un­ar­verðið tölu­vert nið­ur. Það sem hífði verðið upp á móti eru nýlegu samn­ing­arnir við ISAL og Norð­urál. Nið­ur­staðan varð veru­leg hækkun frá hinu gamla botn­verði Elkem. En þó eitt­hvað minni hækkun en Lands­virkjun hefði viljað og hóf­legt verð miðað við kostnað virkj­ana.

Hvað sem þessu nýja verði Elkem líður þá má áfram gera ráð fyrir að með­al­verð á raf­orku til stór­iðju á Íslandi muni smám saman halda áfram að mjakast upp á við. Og nálg­ast það að verða sam­bæri­legra við stór­iðju­verð t.a.m. í Nor­egi og Banda­ríkj­unum og víðar erlend­is. Þessi þróun mun færa arð­semi Lands­virkj­unar í átt til þess sem sjá má hjá sam­bæri­legum fyr­ir­tækjum á hinum Norð­ur­lönd­unum og víð­ar. Sem er eðli­leg þró­un. Um leið er þessi þróun mikið hags­muna­mál fyrir eig­endur Lands­virkj­un­ar, sem er íslenska ríkið og þar með almenn­ingur á Ísland­i. 

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri vind­orku­fyr­ir­tæk­is­ins Zephyr Iceland. Það sem fram kemur í grein­inni byggir einkum á umfjöllun Eft­ir­lits­stofn­unar EFTA (ESA) um málið.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar