Upp skalt á kjöl klífa

Jón Baldvin Hannibalsson skrifar um nýja bók eftir Svein Harald Øygard: Í víglínu íslenskra fjármála. Þetta er seinni grein af tveimur.

Auglýsing

„Við berum ekki aðeins ábyrgð á gjörð­u­m okk­ar, heldur einnig því sem við látum ógert.“ Moliére.

Eftir á að hyggja telst það hafa verið vel til fundið hjá Stein­grími J. að panta seðla­banka­stjóra að láni frá kollega sín­um, fjár­mála­ráð­herra Nor­egs. 

Þar með vorum við laus  við heim­an­fengin vensl og tengsl, sem valda hags­muna­á­rekstrum og opna fyrir laumu­gáttir fyr­ir­greiðslu og spill­ing­ar. Strák­ur­inn fékk skyndi­nám­skeið í rekstri seðla­banka á vegum seðla­banka­stjóra Nor­egs. Það reynd­ist vera góð hjálp í við­lög­um, þótt skyndi­hjálp væri, því að mað­ur­inn var aug­ljós­lega vel verki far­inn hag­fræð­ingur fyr­ir.

Hjálp í við­lögum

Framundan voru mán­uðir og miss­eri milli heims og helju. En upp frá því fer landið að rísa.

Eftir að hafa fyr­ir­gert öllu trausti alls stað­ar, var landið tekið inn á gjör­gæslu­deild Aþjóða­gjald­eyr­is­sjóðs­ins (IM­F). Mér leist satt að segja ekki á blik­una vegna skelfi­legrar reynslu af kol­rangri nýfrjáls­hyggjupóli­tík sjóðs­ins í þró­un­ar­ríkjum heims­ins á und­an­förnum ára­tug­um. IMF hefur að eigin sögn komið við sögu í 136 kreppum hins kapital­íska heims­kerfis frá stofnun sinni upp úr seinna stríði til þessa dags. 

Það kom mér því þægi­lega á óvart, að Ísland breytti IMF meira en IMF breytti Íslandi. Þá á ég fyrst og fremst við, að IMF – öfugt við fyrri stefnu – kom þegar í stað á „capi­tal controls“ – gjald­eyr­is­höft­um. Það var til þess að fyr­ir­byggja fjár­flótta og til að forða frekara geng­is­hruni. Og til að byggja upp samn­ings­stöðu gagn­vart skyndigróða­fíklum, sem kenndir eru við jökla­bréf og snjó­hengju. Þetta skipti sköpum um fram­hald­ið. 

Auglýsing
Annað sem skipti sköpum og sann­aði, að Íslend­ingar voru ekki með öllu heillum horfn­ir, var neyð­ar­lög­in. Þar með voru bank­arnir þjóð­nýttir –  og það sem meira var – inn­stæður spari­fjár­eig­enda voru settar í for­gang hjá þrota­búum gömlu bank­anna umfram hluta­bréfa – og skulda­bréfa – eig­end­ur. Þetta átti eftir að bjarga Ices­a­ve, eins og síðar kom á dag­inn. Um það hefur verið fjallað ræki­lega (sjá t.d. nýlega bók mína: Tæpitungu­laust, 3. hluti, kafli 11, „Hrunið – orsakir og afleið­ingar – íslenska dæmi­sagan“ bls. 278 og kafli 15: „Leið Íslands út úr Hrun­in­u“, bls. 313). Hver átti frum­kvæðið að því að breyta með lögum for­gangs­röðun kröfu­hafa í þrota­bú­in? Ég hef orð manna sem til þekkja fyrir því, að Ragnar Önund­ar­son, fv. banka­stjóri, eigi heið­ur­inn af því. Sé það rétt, verður hann að telj­ast meðal helstu vel­gjörð­ar­manna þjóð­ar­inn­ar.

Svo er ýmsu við að bæta því til skýr­ing­ar, hvers vegna Ísland náði sér aftur á strik fyrr og betur en nokkur maður þorði að vona, þegar útlitið var sót­svart í miðju Hrun­i.  Ísland var eina land­ið, þar sem ger­vallt fjár­mála­kerfið var ein rjúk­andi rúst. Það þýddi, að hvort sem mönnum (IMF þar með talið) lík­aði betur eða verr, var óhjá­kvæmi­legt að afskrifa skuldir í stórum stíl. Það var ekki tækni­lega mögu­legt að bjarga bönk­unum með því að láta skatt­greið­endur borga töp­in, eins og gert var ann­ars staðar að kröfu evr­ópska seðla­bank­ans og IMF. Og fjár­magns­höftin gáfu þjóð­rík­inu samn­ings­stöðu til þess að semja um nið­ur­fell­ingu skulda, sem ella hefði varla verið lið­ið. 

Við­reisn

Hvernig átti að end­ur­reisa bankana? Ríkj­andi skoð­un, byggð á reynslu Skand­in­ava frá banka­krepp­unni í upp­hafi 10nda ára­tugar 20stu ald­ar, var hin svo­kall­aða „sænska leið“. Sam­kvæmt henni átti að safna öllum „eitr­uð­um“ lánum í vondan banka sem væri rík­is­rek­inn og reyndi síðan eftir bestu getu að inn­heimta það sem íná­an­legt var. Þar með væri restin af banka­kerf­inu komin með heil­brigð­is­vott­orð til að þjóna atvinnu­lífi og heim­il­u­m. 

Þetta hefði ekki getað gengið á Íslandi. Ástæðan er sú, að  allt að 70% fyr­ir­tækja voru tækni­lega gjald­þrota. Hefði því öllu verið sópað í „vond­an“ banka, hefði verið of lítið afgangs til að end­ur­reisa hag­kerf­ið. Við þessar kring­um­stæður hefur leiðin sem valin var –  nefni­lega að taka öll útistand­andi inn­lend lán og inn­lendar inni­stæður í nýja banka – reynst afar vel. Frá­sögnin af því, hvernig umsamd­ist, (sjá bls. 248-51) er væg­ast sagt ævin­týra­leg. Og gefur öðrum þjóð­um, sem lenda í svip­uðum sporum síð­ar, eft­ir­breytni­vert for­dæmi.

Ann­að, sem Íslend­ingar gerðu í ríkj­andi neyð­ar­á­standi og er svo sann­ar­lega öðrum þjóðum til fyr­ir­mynd­ar, var að skipa rann­sókn­ar­nefnd Alþingis til að greina orsakir og afleið­ingar Hruns­ins og skila nið­ur­stöðum um, hverjir bæru á því ábyrgð, þannig að allir mættu af læra. Hitt er svo annað mál, að Alþingi og þeir stjórn­mála­flokk­ar, sem í hlut eiga (Sjálf­stæð­is-Fram­sókn­ar­flokkur og SF undir lok­in) hafa for­smáð nið­ur­stöður nefnd­ar­innar og látið undir höfuð leggj­ast að gera upp við for­tíð sína og ábyrgð á Hrun­in­u. 

Það var líka til  fyr­ir­myndar að setja á stofn emb­ætti sér­staks sak­sókn­ara til að lög­sækja þá, sem sann­an­lega höfðu gert sig seka um lög­brot. Fyrir vik­ið  eiga sögu­fals­arar ögn erf­ið­ara með að rang­túlka sög­una. Og for­dæmi hafa verið sköpuð fyrir því, að menn kom­ast ekki upp með hvað sem er, þar með talin lög­brot í krafti auðs og valda.

Þannig getum við talið upp margt sem skýr­ir, hvers vegna Ísland náði sér betur og fyrr en aðrar þjóðir á strik eftir Hrun: Sjálf­stæð pen­inga­stefna (á manna­máli geng­is­fell­ing), neyð­ar­lög­in, fjár­magns­höft­in, skulda­af­skriftir í stórum stíl, engin banka­björgun á kostnað skatt­greið­enda, hag­kvæmir samn­ingar um end­ur­fjár­mögnun banka­kerf­is­ins, skýrsla rann­sókn­ar­nefndar Alþingis á orsökum Hruns­ins, sér­stakur sak­sókn­ari og sak­fell­ing fjár­glæfram­anna. Fyrir utan heppni og hag­stæð ytri skil­yrði, eins og t.d. dóm EFTA-­dóm­stóls­ins um Ices­ave og marg­földun ferða­manna­fjöld­ans.

Mis­tök

En rétt er að halda því til haga, að annað tókst miður en skyldi.

Eitt af því var að hafa upp á þýfi eig­enda gömlu bank­anna. Um þetta er fjallað á bls. 247-249. Þar seg­ir:

Auglýsing
„Meðal margra brýnna mála ræddum við, hvort við ættum að leita uppi þá pen­inga, sem helstu eig­endur og stjórn­endur bank­anna kynnu að hafa tekið út úr bönk­unum rétt fyrir Hrun. „Allir stóru bank­arnir á Íslandi voru sýktir af lána­starf­semi út á vensl... oft hafa pen­ing­arnir verið sendir í skatta­skjól í löndum þar sem eign­ar­hald er ógagn­sætt með öllu... Ég mælti með því, að allt yrði reynt. Fjár­mála­ráð­herr­ann í Nor­egi hafði tekið á slíku til­viki með því að gera út elt­ing­ar­leik, sem stóð í ára­tug. Sér­fræð­ing­arnir fengu greiddan hluta af því, sem þeir end­ur­heimtu. Svo fór, að digrir sjóðir fundust“ (bls. 247).

Svein Har­ald fékk þessu ekki fram­gengt. Hann bók­aði sér­stöðu sína og seg­ist enn var þeirrar skoð­un­ar, að þrota­búin hefðu átt að gera meira til þess að hafa uppi á sjóð­um, sem voru lík­lega í fel­um. Í stað þess að fara að þessum ráðum, bauð seðla­bank­inn síðar slíkum aðilum upp á sér­stök vild­ar­kjör í því skyni að fá huldu­féð heim. Það er trú­lega umdeildasta ákvörðun Más Guð­munds­sonar á ann­ars far­sælum ferli hans. Enda hefur sá gjörn­ingur án efa stuðlað að vax­andi ójöfn­uði í okkar sam­fé­lagi og var þó ekki á  bæt­andi.

„Skjald­borg heim­il­anna“?

Slag­orðið um „skjald­borg um hag heim­il­anna“ vakti í upp­hafi vænt­ing­ar, sem erfitt reynd­ist að standa við með skil­virkum og trú­verð­ugum hætti. Umfjöllun höf­undar um þetta vand­með­farna efni (bls. 283-86) er ófull­nægj­andi. Menn þreif­uðu sig áfram í myrkrinu: Tíma­bundin stöðvun afborg­ana af geng­is­felldum og verð­tryggðum lán­um. Þak á láns­upp­hæð (110% af verð­trygg­ing­u). Umreikn­ingur geng­is­felldra erlendra lána í íslenskar krónur á upp­haf­legu gengi. Sá bögg­ull fylgdi þó skamm­rifi, að þrátt fyrir að dóm­stólar hefðu dæmt þessi lán ólög­leg, var lán­tak­endum refsað með aft­ur­virkum seðla­banka­vöxtum á þessum lán­um. Hví­lík stjórn­sýsla! Emb­ætti umboðs­manns skuld­ara var stofn­að. Er það ekki ennþá með opna búð? Loks er að geta leið­rétt­ingar Sig­mundar Dav­íðs, sem banka­skatt­ur­inn á hina end­ur­reistu og þjóð­nýttu banka stóð undir að hluta.

En hver var árang­ur­inn? Erlendar kann­anir sýna, að 42% allra neyslu­lána renna til 20% hinna tekju­hæstu, en 20% hinna tekju­lægstu eru aðeins með 6% (sjá bls. 285). Var útkoman hér á sömu lund – tekju­til­færsla til hinna  tekju­hæst­u? 

Af þessu til­efni er sér­stök ástæða til að minna á gagna­grunn Seðla­bank­ans, sem Sveinn Har­aldur segir eins­dæmi á heims­vísu. Höf­und­arnir er Þor­varður Tjörvi Ólafs­son (son­ar­sonur Ein­ars Olgeirs­son­ar, læri­föður míns í marx­isma forðum daga), og Karenar Áslaugar Vign­is­dótt­ur. Þetta er, að sögn, „gagna­grunnur heim­il­anna á lands­vís­u“. Á bls. 281 seg­ir: „Þarna er hægt að sjá gögn um það, hvað ein­stak­lingur hefur í tekj­ur, einnig gögn um skatta, lán, yfir­drátt, fjöl­skyldu­stærð  og – sam­setn­ingu, stað­setn­ingu, ald­ur, lífs­skil­yrði og hús­næði“ o.s. frv. Enn fremur seg­ir, að unnt sé að „líkja eftir í gagna­grunn­in­um“ afleið­ingum Hruns­ins. Þetta á við um lækkun geng­is, verð­bólgu, verð­lags­hækk­an­ir, atvinnu­leysi, breyt­ingar á laun­um, skatt­lagn­ingu og bótum og sveifl­urnar á fast­eigna­mark­aðn­um. 

Spurn­ing: Með þetta þarfa­þing í hönd­un­um, hvers vegna tókst ekki að koma fyr­ir­hug­aðri hjálp í við­lögum á hús­næð­is­mark­aðnum betur til skila til þeirra, sem mest þurftu á að halda? Þetta þurfa fræði­menn að rann­saka ofan í kjöl­inn. Í þessu sam­hengi er vert að vísa á rann­sókn Stef­áns Ólafs­son­ar, pró­fess­ors, á aðgerðum rík­is­stjórnar Jóhönnu Sig­urð­ar­dóttur (2009-13) til að verja vel­ferð­ar­þjón­ust­una í Hrun­inu (sjá Stefán Ólafs­son, Mary Daly, Olli Kan­gas og Joakim Pal­me: Welfare and the Great Recession, O.U.P.)

Synda­selir og sögu­lok

Hverjir eru synda­sel­irnir í þess­ari sögu? - séð með glöggum augum gests­ins. Með vísan til spak­mælis Moliére, sem vísað var til í upp­hafi, um að menn beri ekki bara ábyrgð á gjörðum sínum heldur líka hinu, sem þeir létu ógert (van­ræksla), má draga þá í tvo dilka: Í fyrri hópnum eru eig­endur og stjórn­endur bank­anna,  mat­stofn­an­irnar – og hinir ósnert­an­legu end­ur­skoð­endur – vegna þess sem þeir gerðu. Í hinum hópnum eru stjórn­völd, for­ystu­menn ráð­andi stjórn­mála­flokka og lyk­il­menn stjórn­sýsl­unn­ar, sem og eft­ir­lits­stofn­an­irn­ar, seðla­banki og fjár­mála­eft­ir­lit – fyrst og fremst vegna þess sem þeir létu ógert. Van­ræktu skyldur sín­ar.

Sem ég skrifa þessi orð skýst eft­ir­minni­leg tala upp í hug­ann – 147. Hvað er svona merki­legt við hana? Það er þetta: Vitr­ing­arnir þrír, sem stýrðu rann­sókn­inni á orsökum og afleið­ingum Hruns­ins, yfir­heyrðu 147 ein­stak­linga vegna rann­sókn­ar­inn­ar. Þetta voru menn og konur sem voru í for­ystu­hlut­verkum og báru ábyrgð á hag lands og lýðs. For­ystu­menn stjórn­mála­flokka, ráð­herrar í lyk­il­hlut­verk­um, ráðu­neyt­is­stjór­ar, for­stöðu­menn Seðla­banka og fjár­mála­eft­ir­lits, stjórn­endur fjöl­miðla, fyrir nú utan höf­uð­paurana sjálfa í bönkum og við­skipt­um. Ekki einn ein­asti þeirra – alls eng­inn – kann­að­ist við að bera nokkra ábyrgð á óför­un­um, hvorki með gerðum sínum né aðgerð­ar­leysi. „Not my depart­ment“. Það var svar­ið. Þetta var allt saman ein­hverjum öðrum að kenna. – Er þetta ekki eft­ir­minni­leg­asta lexí­an?

Auglýsing
Hver var nið­ur­stað­an, að mati IMF, þegar Ísland loks losn­aði úr gjör­gæsl­unni? Mark Flana­gan, verk­efn­is­stjóri hjá Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðn­um, lýsir því með eft­ir­far­andi  orð­u­m: 

„Ís­landi hefur farið fram á öllum þeim for­gangs­svið­um, sem samið var um. Allt það sem sam­komu­lag var gert um, stóðst. Þegar um ágrein­ing var að ræða, lágu báðar hliðar máls­ins fyr­ir, og lausn fannst. Önnur lönd sem fylgja áætl­un, segja já, já og já, en gera svo ekki neitt. Þannig var það aldrei á Ísland­i“.  – Hér kveður heldur betur við annan tón um vinnu­brögð og verk­lag í íslensku stjórn­sýsl­unni heldur en var að venj­ast fyrir Hrun.

Óleyst vanda­mál

Gott og bless­að, svo langt sem það nær. En hvað má af þessu læra? Þar er efst á blaði okkar óleysta eilífð­ar­vanda­mál – íslenska krón­an, útþynnt og geng­is­felld ad infinit­um. Stað­geng­ill henn­ar, verð­trygg­ing­ar­krón­an,  veltir allri áhættu okkar sveiflu­kennda efna­hags­lífs yfir á herðar skuld­ara  – breytir lán­tak­endum í skulda­þræla, en slær skjald­borg – ekki um heim­ilin – heldur um fjár­magns­eig­end­ur.­Lausnin – að ganga í Evr­ópu­sam­bandið og taka upp evru – er því miður ekki fýsi­legur kostur að sinni, að feng­inni reynslu af hinum glat­aða ára­tug evru­svæð­is­ins vegna getu­leysis að fást við afleið­ingar fjár­málakreppu. Hvað segir reynsla norska seðla­banka­stjór­ans honum um þessa ráð­gátu?

„Sumir segja, að Ísland kenni okkur gildi þess að hafa sveigj­an­legt gengi. Það er að nokkru leyti rétt. Víð­tæk geng­is­lækkun verður til þess að hægt er að aðlaga í einu lagi kostn­að­ar­liði ,sem ann­ars gætu kallað á mörg hund­ruð ákvarð­an­ir, póli­tíska íhlut­un, samn­inga og þrjósku. Samt skal minnt á, að sveigj­an­leiki geng­is­ins átti mik­inn þátt í að skapa upp­haf­lega vand­ann. Geng­is­lækkun hefði heldur ekki gagn­ast að ráði, ef henni hefði ekki  verið fylgt eftir með fryst­ingu launa af hálfu aðila vinnu­mark­að­ar­ins“ (sjá bls. 396-7).

Þetta er vand­inn í hnot­skurn. Hann er óleyst­ur. Þar til lausnin finn­st, verðum við að vona, að gáfna­ljósin í pen­inga­stefnu­nefnd geti haldið okkar veik­burða fleyi á floti.

Þegar til lengri tíma er lit­ið, er ljóst hvað vant­ar, að mati Sveins Har­alds til þess að lang­þráður draumur okkar um stöð­ug­leika til fram­búðar geti ræst. Gefum Sveini Har­aldi loka­orðin (bls.384):

„Það liggur ljóst fyrir hvað vant­ar, svo að vöxtur verði stöð­ugur og sjálf­bær: fjöl­breytni í fram­leiðslu­iðn­aði, aukna sam­keppni, ákveðna pen­inga­stefnu, skýr­ari tekju­staðla og aðhald í rík­is­fjár­mál­um, lík­lega með stöð­ug­leika­sjóð rík­is­ins til þess að kór­óna allt sam­an. Ísland þarf meira á slíku að halda en önnur rík­i.  Hvert verður gengið eig­in­lega, þegar síð­asti ferða­mað­ur­inn hættir við að kom­a“?

Höf­undur er fyrr­ver­andi utan­rík­is­ráð­herra.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar