Ætlar enginn (virkilega) að gera neitt í þessu?

Fyrrverandi utanríkisráðherra skrifar um að arðurinn af auðlindum Íslands, líkt og í Namibíu, renni til fámenns forréttindahóps í skjóli pólitísks valds.

Auglýsing

Mútu­greiðslur Sam­herja til að krækja í arð­væn­legar veiði­heim­ildir í Namibíu og felu­leik­ur­inn með gróð­ann á Kýpur og Dubai, ætti að vera Íslend­ingum ærin ástæða til að líta í eigin barm. Ísland er auð­linda­hag­kerfi. Hvernig er háttað venslum auð­jöfranna, sem hafa náð yfir­ráðum yfir sjáv­ar­auð­lind þjóð­ar­inn­ar, við stjórn­mála­flokka og stjórn­mála­menn? Ef skyggnst er undir yfir­borð­ið, kemur þá ekki á dag­inn, að það er fleira líkt með skyldum „í Súdan og Gríms­nes­inu“ en flestir halda við fyrstu sýn?

Rifjum upp nokkrar lyk­il­stað­reynd­ir:

  1. Ástæðan fyrir því, að kvóta­kerf­inu var komið á (1983-91) var sú að við ótt­uð­um­st, að frjáls sókn leiddi til ofveiði og jafn­vel útrým­ingar helstu nytja­stofna.
  2. Mark­miðið var tví­þætt: ­sjálf­bær nýt­ing fiski­stofna, sem byggði á vís­inda­legri ráð­gjöf um veiði­þol og aukin arð­semi þessa und­ir­stöðu­at­vinnu­vegar þjóð­ar­innar með því að draga úr sókn­ar­kostn­aði (fækka skip­um, auka sér­hæf­ing­u). Til þess að ná síð­ar­nefnda mark­mið­inu verður að heim­ila útgerð­ar­að­ilum fram­sal – skipti á veiði­heim­ildum – til að auð­velda sér­hæf­ingu og lækka kostn­að.
  3. Við það að ríkið tekur að sér að tak­marka sókn og skammta veiði­heim­ildir eru hand­hafar veiði­heim­ildar lausir við sam­keppni, sem ella hefði að lokum étið upp hagnað allra. Við þetta mynd­ast „auð­lind­arenta“. Hún er sá arður sem eftir stend­ur, þegar allur annar kostn­að­ur, rekstr­ar- og fjár­fest­ing­ar­kostn­að­ur, þ.m.t. fjár­magns­kostn­aður og afskrift­ir, hefur verið greidd­ur. Auð­lind­arentan er and­lag veiði­gjalds­ins, sem hand­hafar veiði­heim­ilda eiga að greiða eig­and­anum (þjóð­inni) fyrir sér­leyfið til að nýta auð­lind­ina án sam­keppni. Þetta er ekki skatt­ur. Þetta er leigu­gjald fyrir sér­rétt­ind­i. 
  4. Auð­linda­gjald­ið, sem Norð­menn inn­heimta af hand­höfum nýt­ing­ar­réttar olíu­auð­lind­ar­inn­ar, rennur í þjóð­ar­sjóð­inn, sem nú er orð­inn öfl­ug­asti fjár­fest­ing­ar­sjóður í heimi. Með þessu móti rennur arð­ur­inn af auð­lind, sem er lögum sam­kvæmt eign þjóð­ar­inn­ar, til þjóð­ar­innar allrar – en ekki til for­rétt­inda­að­ila.
  5. Þegar afla­marks­kerfið v ar fest í sessi 1988, fengum við jafn­að­ar­menn því fram­gengt, að þjóð­ar­auð­lindin var lýst sam­eign þjóð­ar­innar að lög­um. Þetta gerðum við til að girða fyrir einka­eign­ar­rétt á veiði­heim­ild­um. Þegar fram­salið var lög­leitt (1990), settum við jafn­að­ar­menn skil­yrði fyrir sam­þykki þess. Við bættum við var­úð­ar­á­kvæði, sem enn stendur og hljóðar svo: „Út­hlutun veiði­heim­ilda... myndar ekki eign­ar­rétt eða óaft­ur­kall­an­legt for­ræði ein­stakra aðila yfir veiði­heim­ild­inn­i“. Tíma­bund­inn nýt­ing­ar­réttur skyldi því hvorki mynda lögvar­inn einka­eign­ar­rétt né bóta­skyldu á rík­ið, ef úthlutun veiði­heim­ilda yrði breytt síð­ar.
  6. Fyrst í stað var sjáv­ar­út­veg­ur­inn sokk­inn í skuld­ir. Auð­lind­arentan – sem and­lag veiði­gjalds – mynd­að­ist því ekki fyrr en að fáeinum árum liðn­um. Með nokk­urri ein­földun (aukin skulda­byrði erlendra lána eftir gjald­mið­ils­hrunið 2008) má segja, að s.l. tvo ára­tugi hafi auð­lind­arentan numið hund­ruðum millj­arða króna. Í vand­aðri grein um málið í Kjarn­anum (16.10.19) tíund­aði rit­stjór­inn, Þórður Snær Júl­í­us­son, nokkrar lyk­il­stærð­ir, sem varða þetta mál. Á ára­bil­inu 2010-18 hafa hand­hafar veiði­heim­ilda greitt sér arð ,sem nemur 92,5 millj­örðum kr. Á ára­bil­inu 2008-18 hefur arð­semi sjáv­ar­út­vegs­ins batnað sem nemur 447 millj­örðum kr. Hagur sjáv­ar­út­vegs­ins hefur því batnað mörgum sinnum meir en sem nemur álögðum veiði­gjöld­um, sem duga varla fyrir kostn­aði rík­is­ins af þjón­ustu við sjáv­ar­út­veg­inn (haf­rann­sókn­ir, land­helg­is­gæsla, hafnir o.s. frv.)
  7. Lögum sam­kvæmt má eng­inn einn útgerð­ar­að­ili eiga meira en sam­svarar 12% af verð­gildi heild­ar­kvót­ans. Þórður Snær upp­lýsti, að þetta laga­á­kvæði er ekki virt í reynd. Þegar litið er á fyr­ir­tækja­sam­steypur ein­stakra aðila, hefur hinum stærstu leyfst að rjúfa þak­ið. Meira en helm­ingur veiði­heim­ilda í íslensku lög­sög­unni er nú í hönd­um fimm aðila.
    Auglýsing
    Þar fara fremstir í flokki Brim (áður Grand­i), Sam­herj­a­sam­steyp­an, vinnslu­stöðin í Vest­manna­eyj­um, Kaup­fé­lag Skag­firð­inga og fylgi­fiskar og Þor­björn í Grinda­vík. 
  8. Þessir aðilar hafa því í reynd hirt bróð­ur­part­inn af auð­lind­arent­unni í eigin þágu og kom­ast upp með að borga fyrir for­rétt­indin veiði­gjald til mála­mynda, sem dugar varla fyrir útlögðum kostn­aði rík­is­ins fyrir þjón­ustu við atvinnu­grein­ina. Það er ekki nema von, að Þórður Snær spyrji: „Ætlar eng­inn að gera neitt í þessu?“ Hvar er sjó­manna­fé­lag­ið? Hvar er verka­lýðs­hreyf­ing­in? Hvar er stjórn­ar­and­stað­an? Hvernig væri að þeir fjöl­miðl­ar, sem nú virð­ast hafa rankað við sér, kynntu þennan nýja léns­aðal – sægreif­ana – sem virð­ast hafa náð hreðja­tökum á póli­tíkus­unum – fyrir þjóð­inni? Hvernig er það: Kynnti ekki Þor­steinn Már íslenska sjáv­ar­út­vegs­ráð­herr­ann fyrir kollega hans í Namibíu með þeim ummæl­um, að þetta væri hans ráð­herra í rík­is­stjórn Íslands?

Nið­ur­staðan er þessi:

Afla­marks­kerfið með fram­sali hefur á s.l. tveimur ára­tugum skilað til­ætl­uðum árangri varð­andi sjálf­bæra nýt­ingu fiski­stofna og stór­aukna arð­semi sjáv­ar­út­vegs­ins. Þessi árangur hefur náðst fyrir til­verknað rík­is­valds­ins ,sem hefur tekið að sér að tak­marka sókn og úthluta veiði­heim­ild­um. Gall­inn á gjöf Njarðar er hins vegar sá, að þrátt fyrir lög, sem kveða á um sam­eign þjóð­ar­innar og eiga að girða fyrir einka­eign­ar­rétt á veiði­heim­ild­um, hefur auð­lind­arent­an, sem við þetta myndast, runnið því sem næst öll til örfá­menns hóps kvóta­eig­enda. Við þetta hefur mynd­ast ný stétt ofur­ríkra, sem þiggur auð sinn í skjóli póli­tísks valds.

Þar með erum við aftur komin til Namib­íu. Það sama hefur gerst hér og þar. Arð­ur­inn af auð­lindum þjóð­anna rennur til fámenns for­rétt­inda­hóps í skjóli póli­tísks valds. Ég end­ur­tek spurn­ingu Þórðar Snæs: „Ætlar eng­inn virki­lega að gera neitt í þessu?“

Á tylli­dögum tala stjórn­mála­menn fjálg­lega um nor­ræna sam­vinnu. Spurn­ing okkar Þórðar Snæs snýst um kjarna máls­ins: Ætlum við að una því að vera í reynd skrípa­mynd af arð­rændri nýlendu eða ætlum við að skipa okkur í sveit með hinum nor­rænu vel­ferð­ar­ríkj­um, sem flestum dóm­bærum mönnum ber nú orðið saman um, að séu fyr­ir­mynd­ar­þjóð­fé­lög sam­tím­ans? Hvernig væri að Alþingi Íslend­inga gerði nú út af örk­inni fámennan hóp sæmi­lega viti­bor­inna manna og sendi til gamla lands­ins, Nor­egs, til að kynna sér fram­sýna auð­lindapóli­tík í þágu almanna­hags­muna? Við þurfum ekki að finna upp hjól­ið.

Höf­undur var for­maður Alþýðu­flokks­ins – jafn­að­ar­manna flokks Íslands – 1984-96.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar