Eru konur kannski menn?

Þóra Sveinsdóttir fjallar um orðið maður og hvort að konur ætli sér að afsala sér því orði.

Auglýsing

Í gömlum sögnum segir svo frá

er konur bjuggu körlum hjá.

Saman þau lifðu í sælu á jörð,

vin­átta, sam­vinna, leikur og störf.

Kæru lands­menn, þing­menn, rök­hyggju­menn, efa­hyggju­menn, hug­sjóna­menn, for­menn, fund­ar­menn, athafna­menn, félags­menn, afreks­menn, íþrótta­menn og allir menn. Ég er með smá hug­leið­ing­u. 

Ætlum við konur að afsala okkur orð­inu mað­ur? Er það skref áfram í jafn­rétt­is­bar­átt­unni eða erum við að skjóta okkur í fót­inn og afhenda körlum þetta orð á silf­ur­fati til einka­nota? Orðið maður hefur verið notað yfir Homo Sapi­ens lengur en elstu menn muna. Það hefur verið sam­heiti yfir konur og karla. Mað­ur, mann­eskja, mann­kyn. Til aðgrein­ingar frá öðrum líf­verum á jörð­inni.

Auglýsing

Mann­kyn skipt­ist í kven­kyn og karl­kyn og maður í kven­mann og karl­mann. Eða þannig var það alla­vega. Er þetta núna orðið að mann­kyni og kven­kyni?

Oft heyrði ég talað um menn og dýr jarð­ar­inn­ar. Var þá aldrei verið að meina konur líka? Hef ég mis­skilið þetta þegar talað er um menn jarð­ar­inn­ar? Erum við konur þá þriðja teg­undin sem föllum ekki undir orðið maður eða mann­eskja? Spurn­ing hvort við séum kvenn­eskj­ur.

Tvistið í þessu öllu er að við menn­irnir hættum nán­ast að nota orðið karl fyrir mörgum árum síðan (nema við­kom­andi heiti það) og tóku karl­arnir orðið maður yfir. Þetta áttum við konur hins vegar ekki að leyfa að fara í gegn og þar liggja mis­tök­in, enda er auð­veld­ara að taka til okkar þegar verið er að tala um menn heldur en að breyta stórum hluta orða­safns­ins með því að skeyta orð­inu kona í fleiri fleiri orð í stað mað­ur.

Ég trúi að allir menn séu jafnir (karlar séu jafnir kon­um) og vil alls ekki hætta að vera mað­ur. Nú er búin að vera svo mik­ill þrýst­ingur á að nota orðið kona út um allt þó verið sé að tala um menn. Við heyrum setn­ingar eins og „kæru fund­ar­menn..../og kon­ur“ eins og þær séu ekki menn. Ef hins vegar væri sagt „kæru fund­ark­ar­l­ar“ væri mjög við­eig­andi að bæta við „og kon­ur“. 

Af þessu leiðir að til verða orð eins og for­kona. Hvað er nú það? Jú, prófið að setja orðið maður í stað konu þá kveikið þið. 

Eftir að ég heyrði orið for­kona fór ég að hlusta betur eftir þessu og fór að pæla út frá þessu. Sama kvöld og ég heyrði for­konu orðið í útvarp­inu sat ég yfir einum fót­bolta­leik. Lýsand­inn tal­aði um leik­mann og leik­menn á vell­inum nokkrum sinnum á meðan leiknum stóð. Flaug þá í gegnum huga minn hvort sami lýsandi myndi tala um leikkonur á vell­inum ef leik­menn­irnir væru kon­ur.

Í fram­haldi af því ætti maður árs­ins jafn­mikið að geta verið karl eins og kona ann­ars værum við að tala um „karl árs­ins“ og þá „konu árs­ins“.

Afreks­maður getur af sömu ástæðu verið kona eða karl. Við hér á Íslandi erum heppin með það að nafnið á afreks­mann­inum upp­lýsir í flest öllum til­fellum hvort um konu eða karl sé að ræða. 

Í stað þess að afsala okkur orð­inu maður skulum við öll vera gáfu­menn og byrja að tala um karla og konur ef við viljum aðgreina kynin en nota orðið menn ef við tölum um bæði kyn­in.

Megi allir menn vera jafnir

Með virð­ingu og vin­semd

Þóra Sveins­dóttir

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Óvenjulegur sjómannadagur framundan
Vegna COVID-19 faraldursins verður sjómannadagurinn í ár ólíkur því sem Íslendingar eiga að venjast. Þó verður lágmarksdagskrá víða um land með heiðrunum aldinna sjómanna, minningarathöfnum og veittar verða viðurkenningar fyrir björgunarafrek.
Kjarninn 5. júní 2020
Jane Goodall fór á þrítugsaldri inn í skóga Tansaníu og dvaldi þar lengi í hópi simpansa. Rannsóknir hennar gjörbreyttu þekkingu manna á öðrum dýrategundum.
Mannkynið er „búið að vera“ ef það skiptir ekki um kúrs í kjölfar COVID
„Við erum komin að tímamótum í sambandi okkar við náttúruna,“ segir Jane Goodall sem barist hefur verið náttúruvernd í sex áratugi. Hún segir að nú hafi opnast lítill gluggi til að gera róttækar breytingar svo koma megi í veg fyrir frekari hörmungar.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir og Björn Leví Gunnarsson
„Það eru nákvæmlega svona mál sem halda aftur af Íslandi“
Þingmaður Pírata gagnrýnir ákvarðanir mennta- og menningarmálaráðherra. „Svona mál leiða til lélegri niðurstaðna í öllu sem gerist í framhaldinu af því að hæfasta fólkið er ekki að taka ákvarðanirnar.“
Kjarninn 5. júní 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Eldhúsið
Kjarninn 5. júní 2020
Fjármála- og efnahagsráðuneytinu var gert að láta umbeðna tölvupósta af hendi.
Taldi tölvupósta ráðuneytis hafa komið í veg fyrir að hann fengi norræna ritstjórastöðu
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál gerði fjármálaráðuneytinu að afhenda tölvupósta um einstakling sem sóttist eftir því að verða ritstjóri norræns fræðatímarits. Sá hinn sami taldi póstana hafa spillt fyrir sér, en ráðuneytið segir að svo sé ekki.
Kjarninn 5. júní 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Ráðherra segir að pakkaferðafrumvarp hennar hafi ekki meirihluta á þingi
Frumvarp Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur um að heimila ferðaskrifstofum að borga neytendum í inneignarnótum í stað peninga mun ekki verða afgreitt á Alþingi. Hluti stjórnarþingmanna styður það ekki.
Kjarninn 4. júní 2020
Jón Baldvin Hannibalsson
Varist hræðsluáróður – Handbók um endurheimt þjóðareignar
Kjarninn 4. júní 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Hálfur milljarður í þróun á bóluefni frá Íslandi
Framlag Íslands skiptist þannig að 250 milljónir króna fara til bólusetningarbandalagsins Gavi og sama upphæð til CEPI sem er samstarfsvettvangur fyrirtækja og opinberra aðila um viðbúnað gegn farsóttum.
Kjarninn 4. júní 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar