Eru konur kannski menn?

Þóra Sveinsdóttir fjallar um orðið maður og hvort að konur ætli sér að afsala sér því orði.

Auglýsing

Í gömlum sögnum segir svo frá

er konur bjuggu körlum hjá.

Saman þau lifðu í sælu á jörð,

vin­átta, sam­vinna, leikur og störf.

Kæru lands­menn, þing­menn, rök­hyggju­menn, efa­hyggju­menn, hug­sjóna­menn, for­menn, fund­ar­menn, athafna­menn, félags­menn, afreks­menn, íþrótta­menn og allir menn. Ég er með smá hug­leið­ing­u. 

Ætlum við konur að afsala okkur orð­inu mað­ur? Er það skref áfram í jafn­rétt­is­bar­átt­unni eða erum við að skjóta okkur í fót­inn og afhenda körlum þetta orð á silf­ur­fati til einka­nota? Orðið maður hefur verið notað yfir Homo Sapi­ens lengur en elstu menn muna. Það hefur verið sam­heiti yfir konur og karla. Mað­ur, mann­eskja, mann­kyn. Til aðgrein­ingar frá öðrum líf­verum á jörð­inni.

Auglýsing

Mann­kyn skipt­ist í kven­kyn og karl­kyn og maður í kven­mann og karl­mann. Eða þannig var það alla­vega. Er þetta núna orðið að mann­kyni og kven­kyni?

Oft heyrði ég talað um menn og dýr jarð­ar­inn­ar. Var þá aldrei verið að meina konur líka? Hef ég mis­skilið þetta þegar talað er um menn jarð­ar­inn­ar? Erum við konur þá þriðja teg­undin sem föllum ekki undir orðið maður eða mann­eskja? Spurn­ing hvort við séum kvenn­eskj­ur.

Tvistið í þessu öllu er að við menn­irnir hættum nán­ast að nota orðið karl fyrir mörgum árum síðan (nema við­kom­andi heiti það) og tóku karl­arnir orðið maður yfir. Þetta áttum við konur hins vegar ekki að leyfa að fara í gegn og þar liggja mis­tök­in, enda er auð­veld­ara að taka til okkar þegar verið er að tala um menn heldur en að breyta stórum hluta orða­safns­ins með því að skeyta orð­inu kona í fleiri fleiri orð í stað mað­ur.

Ég trúi að allir menn séu jafnir (karlar séu jafnir kon­um) og vil alls ekki hætta að vera mað­ur. Nú er búin að vera svo mik­ill þrýst­ingur á að nota orðið kona út um allt þó verið sé að tala um menn. Við heyrum setn­ingar eins og „kæru fund­ar­menn..../og kon­ur“ eins og þær séu ekki menn. Ef hins vegar væri sagt „kæru fund­ark­ar­l­ar“ væri mjög við­eig­andi að bæta við „og kon­ur“. 

Af þessu leiðir að til verða orð eins og for­kona. Hvað er nú það? Jú, prófið að setja orðið maður í stað konu þá kveikið þið. 

Eftir að ég heyrði orið for­kona fór ég að hlusta betur eftir þessu og fór að pæla út frá þessu. Sama kvöld og ég heyrði for­konu orðið í útvarp­inu sat ég yfir einum fót­bolta­leik. Lýsand­inn tal­aði um leik­mann og leik­menn á vell­inum nokkrum sinnum á meðan leiknum stóð. Flaug þá í gegnum huga minn hvort sami lýsandi myndi tala um leikkonur á vell­inum ef leik­menn­irnir væru kon­ur.

Í fram­haldi af því ætti maður árs­ins jafn­mikið að geta verið karl eins og kona ann­ars værum við að tala um „karl árs­ins“ og þá „konu árs­ins“.

Afreks­maður getur af sömu ástæðu verið kona eða karl. Við hér á Íslandi erum heppin með það að nafnið á afreks­mann­inum upp­lýsir í flest öllum til­fellum hvort um konu eða karl sé að ræða. 

Í stað þess að afsala okkur orð­inu maður skulum við öll vera gáfu­menn og byrja að tala um karla og konur ef við viljum aðgreina kynin en nota orðið menn ef við tölum um bæði kyn­in.

Megi allir menn vera jafnir

Með virð­ingu og vin­semd

Þóra Sveins­dóttir

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Erlendum ríkisborgurum sem ákveða að búa á Íslandi hefur fjölgað gríðarlega hratt á undanförnum árum.
Fjórði hver íbúi á Suðurnesjum útlendingur
Tveir af hverjum þremur erlendum ríkisborgurum sem búa á Íslandi búa á höfuðborgarsvæðinu. Þrír af hverjum fjórum þeirra búa annað hvort þar eða á Suðurnesjunum. Það sveitarfélag sem er með lægst hlutfall útlendinga er einungis með einn útlending á skrá.
Kjarninn 21. janúar 2020
Reynt að múta lögreglumanni í Namibíu
Spillingarlögreglan hefur handtekið mann, sem reyndi að hindra framgang réttvísinnar við rannsókn á Samherjaskjölunum.
Kjarninn 21. janúar 2020
Friðrik Rafnsson
Lestur er leikfimi hugans
Kjarninn 21. janúar 2020
„Lúalegt bragð“ að ala á samviskubiti foreldra
Kvenréttindafélag Íslands hefur sent borgarráði opið bréf vegna fyrirhugaðrar styttingar opnunartíma leikskóla í Reykjavíkurborg.
Kjarninn 21. janúar 2020
Þorgerður spyr Katrínu um hverjar skaðabótakröfur stórútgerðarinnar séu
Búið er að leggja fram skriflega fyrirspurn til forsætisráðherra um hversu háa upphæð stórútgerðir eru að krefja íslenska ríkið vegna úthlutunar á makrílkvóta. Kjarninn óskaði fyrst eftir þeim upplýsingum í fyrrasumar en ríkið vill ekki afhenda þær.
Kjarninn 21. janúar 2020
Rúmur hálfur milljarður í utanlandsferðir þingmanna og forseta þingsins á tíu árum
Rúmar 60 milljónir fóru í utanlandsferðir embættis forseta Alþingis og þingmanna árið 2018. Kostnaðurinn var minnstur árið 2009 – rétt eftir hrun.
Kjarninn 21. janúar 2020
Ólafur Örn Nielsen ráðinn aðstoðarforstjóri Opinna kerfa
Nýir fjárfestar komu að Opnum kerfum í fyrra og hana nú ráðið bæði nýjan forstjóra og aðstoðarforstjóra.
Kjarninn 21. janúar 2020
Auður ríkustu konu Afríku byggður á arðráni fátækrar þjóðar
Frá Angóla og víða um Afríku, Evrópu og Mið-Austurlönd, liggur flókið net fjárfestinga í bönkum, olíu, sementi, fjarskiptum, fjölmiðlum og demöntum. Ríkasta kona Afríku segist hafa byggt þetta ævintýralega viðskiptaveldi sitt upp á eigin verðleikum.
Kjarninn 21. janúar 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar