Eru konur kannski menn?

Þóra Sveinsdóttir fjallar um orðið maður og hvort að konur ætli sér að afsala sér því orði.

Auglýsing

Í gömlum sögnum segir svo frá

er konur bjuggu körlum hjá.

Saman þau lifðu í sælu á jörð,

vin­átta, sam­vinna, leikur og störf.

Kæru lands­menn, þing­menn, rök­hyggju­menn, efa­hyggju­menn, hug­sjóna­menn, for­menn, fund­ar­menn, athafna­menn, félags­menn, afreks­menn, íþrótta­menn og allir menn. Ég er með smá hug­leið­ing­u. 

Ætlum við konur að afsala okkur orð­inu mað­ur? Er það skref áfram í jafn­rétt­is­bar­átt­unni eða erum við að skjóta okkur í fót­inn og afhenda körlum þetta orð á silf­ur­fati til einka­nota? Orðið maður hefur verið notað yfir Homo Sapi­ens lengur en elstu menn muna. Það hefur verið sam­heiti yfir konur og karla. Mað­ur, mann­eskja, mann­kyn. Til aðgrein­ingar frá öðrum líf­verum á jörð­inni.

Auglýsing

Mann­kyn skipt­ist í kven­kyn og karl­kyn og maður í kven­mann og karl­mann. Eða þannig var það alla­vega. Er þetta núna orðið að mann­kyni og kven­kyni?

Oft heyrði ég talað um menn og dýr jarð­ar­inn­ar. Var þá aldrei verið að meina konur líka? Hef ég mis­skilið þetta þegar talað er um menn jarð­ar­inn­ar? Erum við konur þá þriðja teg­undin sem föllum ekki undir orðið maður eða mann­eskja? Spurn­ing hvort við séum kvenn­eskj­ur.

Tvistið í þessu öllu er að við menn­irnir hættum nán­ast að nota orðið karl fyrir mörgum árum síðan (nema við­kom­andi heiti það) og tóku karl­arnir orðið maður yfir. Þetta áttum við konur hins vegar ekki að leyfa að fara í gegn og þar liggja mis­tök­in, enda er auð­veld­ara að taka til okkar þegar verið er að tala um menn heldur en að breyta stórum hluta orða­safns­ins með því að skeyta orð­inu kona í fleiri fleiri orð í stað mað­ur.

Ég trúi að allir menn séu jafnir (karlar séu jafnir kon­um) og vil alls ekki hætta að vera mað­ur. Nú er búin að vera svo mik­ill þrýst­ingur á að nota orðið kona út um allt þó verið sé að tala um menn. Við heyrum setn­ingar eins og „kæru fund­ar­menn..../og kon­ur“ eins og þær séu ekki menn. Ef hins vegar væri sagt „kæru fund­ark­ar­l­ar“ væri mjög við­eig­andi að bæta við „og kon­ur“. 

Af þessu leiðir að til verða orð eins og for­kona. Hvað er nú það? Jú, prófið að setja orðið maður í stað konu þá kveikið þið. 

Eftir að ég heyrði orið for­kona fór ég að hlusta betur eftir þessu og fór að pæla út frá þessu. Sama kvöld og ég heyrði for­konu orðið í útvarp­inu sat ég yfir einum fót­bolta­leik. Lýsand­inn tal­aði um leik­mann og leik­menn á vell­inum nokkrum sinnum á meðan leiknum stóð. Flaug þá í gegnum huga minn hvort sami lýsandi myndi tala um leikkonur á vell­inum ef leik­menn­irnir væru kon­ur.

Í fram­haldi af því ætti maður árs­ins jafn­mikið að geta verið karl eins og kona ann­ars værum við að tala um „karl árs­ins“ og þá „konu árs­ins“.

Afreks­maður getur af sömu ástæðu verið kona eða karl. Við hér á Íslandi erum heppin með það að nafnið á afreks­mann­inum upp­lýsir í flest öllum til­fellum hvort um konu eða karl sé að ræða. 

Í stað þess að afsala okkur orð­inu maður skulum við öll vera gáfu­menn og byrja að tala um karla og konur ef við viljum aðgreina kynin en nota orðið menn ef við tölum um bæði kyn­in.

Megi allir menn vera jafnir

Með virð­ingu og vin­semd

Þóra Sveins­dóttir

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
„Almennt má segja að skólastarf hafi gengið ágætlega frá skólabyrjun“
Ríkisstjórnin ræddi skólastarf í leik- og grunnskólum haustið 2021 vegna COVID-19 á ríkisstjórnarfundi í morgun.
Kjarninn 26. október 2021
Hagnaður Facebook á þriðja ársfjórðungi var 9 milljarðar dollarar, eða sem nemur rúmum 1.166 milljörðum króna.
Yfir þúsund milljarða króna hagnaður í skugga uppljóstrana og fækkunar yngri notenda
Hagnaður Facebook var meiri en búist var við á þriðja ársfjórðungi. Á sama tíma fækkar notendum í yngsta aldurshópnum og Facebook hyggst „endurheimta týndu kynslóðina“.
Kjarninn 26. október 2021
Fyrsta sektarákvörðun fjölmiðlanefndar sem varðar hlaðvarpsmiðlun var birt í síðustu viku.
Fjölmiðlanefnd sektar og skammar hlaðvarpsstjórnendur – og fær bágt fyrir
Árslöngum eltingaleik fjölmiðlanefndar við nokkra hlaðvarpsþætti lauk fyrir helgi með einni sektarákvörðun og tveimur álitum. Sum hlaðvörp eru nú fjölmiðlar og skráðir sem slíkir en þær raddir heyrast að eftirlitið með þessum markaði sé fram úr hófi.
Kjarninn 26. október 2021
„Nú þurfa Íslendingar að gyrða sig í brók“
Fíknigeðlæknir segir að nú þurfi Íslendingar að gyrða sig í brók svo að hið sama verði ekki upp á teningnum á Íslandi og í Bandaríkjunum varðandi ofnotkun ópíóíða.
Kjarninn 26. október 2021
Á meðal þeirra sakborninga sem setið hafa á bak við lás og slá í Nambíu frá því undir lok árs 2019 er Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra landsins.
Tvö mál orðin að einu í Namibíu
Í nýju ákæruskjali í sameinuðu sakamáli vegna Fishrot-skandalsins í Namibíu eru engir Íslendingar á meðal sakborninga, en alls eru 10 manns og 18 félög sökuð um margvísleg brot í tengslum við kvótaviðskipti Samherja í landinu.
Kjarninn 26. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Gamla höfnin í Reykjavík, örverur, kombucha og súrdeig
Kjarninn 26. október 2021
Gagnrýnir aðstöðuleysi fyrir ungmenni í Laugardalnum
Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að ungmenni í Laugardal þurfi alvöru aðstöðu til íþróttaiðkunar „ekki fleiri vinnuhópa eða góðar hugmyndir á blaði“.
Kjarninn 26. október 2021
Stefán Jón Hafstein sendifulltrúi með orðið á veffundinum í dag.
Ísland lýsir yfir vilja til að halda áfram að styðja við úttekt FAO
Sendifulltrúi Íslands lýsti því yfir á veffundi Alþjóðamatvælastofnunarinnar (FAO) að Ísland vildi halda áfram að styðja við framkvæmd rannsóknarverkefnis sem lýtur að viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum.
Kjarninn 25. október 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar