Eru konur kannski menn?

Þóra Sveinsdóttir fjallar um orðið maður og hvort að konur ætli sér að afsala sér því orði.

Auglýsing

Í gömlum sögnum segir svo frá

er konur bjuggu körlum hjá.

Saman þau lifðu í sælu á jörð,

vin­átta, sam­vinna, leikur og störf.

Kæru lands­menn, þing­menn, rök­hyggju­menn, efa­hyggju­menn, hug­sjóna­menn, for­menn, fund­ar­menn, athafna­menn, félags­menn, afreks­menn, íþrótta­menn og allir menn. Ég er með smá hug­leið­ing­u. 

Ætlum við konur að afsala okkur orð­inu mað­ur? Er það skref áfram í jafn­rétt­is­bar­átt­unni eða erum við að skjóta okkur í fót­inn og afhenda körlum þetta orð á silf­ur­fati til einka­nota? Orðið maður hefur verið notað yfir Homo Sapi­ens lengur en elstu menn muna. Það hefur verið sam­heiti yfir konur og karla. Mað­ur, mann­eskja, mann­kyn. Til aðgrein­ingar frá öðrum líf­verum á jörð­inni.

Auglýsing

Mann­kyn skipt­ist í kven­kyn og karl­kyn og maður í kven­mann og karl­mann. Eða þannig var það alla­vega. Er þetta núna orðið að mann­kyni og kven­kyni?

Oft heyrði ég talað um menn og dýr jarð­ar­inn­ar. Var þá aldrei verið að meina konur líka? Hef ég mis­skilið þetta þegar talað er um menn jarð­ar­inn­ar? Erum við konur þá þriðja teg­undin sem föllum ekki undir orðið maður eða mann­eskja? Spurn­ing hvort við séum kvenn­eskj­ur.

Tvistið í þessu öllu er að við menn­irnir hættum nán­ast að nota orðið karl fyrir mörgum árum síðan (nema við­kom­andi heiti það) og tóku karl­arnir orðið maður yfir. Þetta áttum við konur hins vegar ekki að leyfa að fara í gegn og þar liggja mis­tök­in, enda er auð­veld­ara að taka til okkar þegar verið er að tala um menn heldur en að breyta stórum hluta orða­safns­ins með því að skeyta orð­inu kona í fleiri fleiri orð í stað mað­ur.

Ég trúi að allir menn séu jafnir (karlar séu jafnir kon­um) og vil alls ekki hætta að vera mað­ur. Nú er búin að vera svo mik­ill þrýst­ingur á að nota orðið kona út um allt þó verið sé að tala um menn. Við heyrum setn­ingar eins og „kæru fund­ar­menn..../og kon­ur“ eins og þær séu ekki menn. Ef hins vegar væri sagt „kæru fund­ark­ar­l­ar“ væri mjög við­eig­andi að bæta við „og kon­ur“. 

Af þessu leiðir að til verða orð eins og for­kona. Hvað er nú það? Jú, prófið að setja orðið maður í stað konu þá kveikið þið. 

Eftir að ég heyrði orið for­kona fór ég að hlusta betur eftir þessu og fór að pæla út frá þessu. Sama kvöld og ég heyrði for­konu orðið í útvarp­inu sat ég yfir einum fót­bolta­leik. Lýsand­inn tal­aði um leik­mann og leik­menn á vell­inum nokkrum sinnum á meðan leiknum stóð. Flaug þá í gegnum huga minn hvort sami lýsandi myndi tala um leikkonur á vell­inum ef leik­menn­irnir væru kon­ur.

Í fram­haldi af því ætti maður árs­ins jafn­mikið að geta verið karl eins og kona ann­ars værum við að tala um „karl árs­ins“ og þá „konu árs­ins“.

Afreks­maður getur af sömu ástæðu verið kona eða karl. Við hér á Íslandi erum heppin með það að nafnið á afreks­mann­inum upp­lýsir í flest öllum til­fellum hvort um konu eða karl sé að ræða. 

Í stað þess að afsala okkur orð­inu maður skulum við öll vera gáfu­menn og byrja að tala um karla og konur ef við viljum aðgreina kynin en nota orðið menn ef við tölum um bæði kyn­in.

Megi allir menn vera jafnir

Með virð­ingu og vin­semd

Þóra Sveins­dóttir

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hin harða barátta um sjónvarpið og internetið
Síminn fékk nýverið níu milljóna króna stjórnvaldssekt fyrir að hafa margbrotið ákvæði fjölmiðlalaga, með því að í raun vöndla saman sölu á interneti og sjónvarpi. Brotin voru sögð meðvituð, markviss og ítrekuð.
Kjarninn 15. desember 2019
Réttast að senda pöndubirnina heim
Upplýsingar um fund kínverska sendiherrans í Danmörku með færeyskum ráðamönnum um fjarskiptasamning hafa valdið fjaðrafoki í Færeyjum og meðal danskra þingmanna. Sendiherrann neitar að reyna að beita Færeyinga þrýstingi.
Kjarninn 15. desember 2019
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Drög að nýjum þjónustusamningi við RÚV kynnt
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur kynnt nýjan þjónustusamning við Ríkisútvarpið fyrir ríkisstjórn en núgildandi samningur rennur út um áramótin.
Kjarninn 14. desember 2019
Agnar Snædahl
Frá kreppuþakuppbyggingu og myglu
Kjarninn 14. desember 2019
Undraheimur bókmenntanna: Veisla Soffíu Auðar Birgisdóttur
Gagnrýnandi Kjarnans skrifar um „Maddama, kerling, fröken, frú. Konur í íslenskum nútímabókmenntum".
Kjarninn 14. desember 2019
Jón Baldvin Hannibalsson
Norrænt velferðarríki eða arðrænd nýlenda?
Kjarninn 14. desember 2019
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja, þegar hann tók við starfinu.
Björgólfur efast um að mútur hafi verið greiddar og telur Samherja ekki hafa brotið lög
Forstjóri Samherja telur Jóhannes Stefánsson hafa verið einan að verki í vafasömum viðskiptaháttum fyrirtækisins í Afríku. Greiðslur til Dúbaí eftir að Jóhannes hætt,i sem taldar eru vera mútur, hafi verið löglegar greiðslur fyrir kvóta og ráðgjöf.
Kjarninn 14. desember 2019
Litla hraun
Vilja að betrun fanga hefjist strax frá dómsuppkvaðningu
Starfshópur félagsmálaráðherra hefur lagt til unnið sé að bataferli einstaklinga sem hlotið hafa refsidóm strax frá uppkvaðningu dóms, á tímabilinu áður en afplánun refsingar hefst, á meðan afplánun varir og einnig eftir að afplánun lýkur.
Kjarninn 14. desember 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar