Eru konur kannski menn?

Þóra Sveinsdóttir fjallar um orðið maður og hvort að konur ætli sér að afsala sér því orði.

Auglýsing

Í gömlum sögnum segir svo frá

er konur bjuggu körlum hjá.

Saman þau lifðu í sælu á jörð,

vin­átta, sam­vinna, leikur og störf.

Kæru lands­menn, þing­menn, rök­hyggju­menn, efa­hyggju­menn, hug­sjóna­menn, for­menn, fund­ar­menn, athafna­menn, félags­menn, afreks­menn, íþrótta­menn og allir menn. Ég er með smá hug­leið­ing­u. 

Ætlum við konur að afsala okkur orð­inu mað­ur? Er það skref áfram í jafn­rétt­is­bar­átt­unni eða erum við að skjóta okkur í fót­inn og afhenda körlum þetta orð á silf­ur­fati til einka­nota? Orðið maður hefur verið notað yfir Homo Sapi­ens lengur en elstu menn muna. Það hefur verið sam­heiti yfir konur og karla. Mað­ur, mann­eskja, mann­kyn. Til aðgrein­ingar frá öðrum líf­verum á jörð­inni.

Auglýsing

Mann­kyn skipt­ist í kven­kyn og karl­kyn og maður í kven­mann og karl­mann. Eða þannig var það alla­vega. Er þetta núna orðið að mann­kyni og kven­kyni?

Oft heyrði ég talað um menn og dýr jarð­ar­inn­ar. Var þá aldrei verið að meina konur líka? Hef ég mis­skilið þetta þegar talað er um menn jarð­ar­inn­ar? Erum við konur þá þriðja teg­undin sem föllum ekki undir orðið maður eða mann­eskja? Spurn­ing hvort við séum kvenn­eskj­ur.

Tvistið í þessu öllu er að við menn­irnir hættum nán­ast að nota orðið karl fyrir mörgum árum síðan (nema við­kom­andi heiti það) og tóku karl­arnir orðið maður yfir. Þetta áttum við konur hins vegar ekki að leyfa að fara í gegn og þar liggja mis­tök­in, enda er auð­veld­ara að taka til okkar þegar verið er að tala um menn heldur en að breyta stórum hluta orða­safns­ins með því að skeyta orð­inu kona í fleiri fleiri orð í stað mað­ur.

Ég trúi að allir menn séu jafnir (karlar séu jafnir kon­um) og vil alls ekki hætta að vera mað­ur. Nú er búin að vera svo mik­ill þrýst­ingur á að nota orðið kona út um allt þó verið sé að tala um menn. Við heyrum setn­ingar eins og „kæru fund­ar­menn..../og kon­ur“ eins og þær séu ekki menn. Ef hins vegar væri sagt „kæru fund­ark­ar­l­ar“ væri mjög við­eig­andi að bæta við „og kon­ur“. 

Af þessu leiðir að til verða orð eins og for­kona. Hvað er nú það? Jú, prófið að setja orðið maður í stað konu þá kveikið þið. 

Eftir að ég heyrði orið for­kona fór ég að hlusta betur eftir þessu og fór að pæla út frá þessu. Sama kvöld og ég heyrði for­konu orðið í útvarp­inu sat ég yfir einum fót­bolta­leik. Lýsand­inn tal­aði um leik­mann og leik­menn á vell­inum nokkrum sinnum á meðan leiknum stóð. Flaug þá í gegnum huga minn hvort sami lýsandi myndi tala um leikkonur á vell­inum ef leik­menn­irnir væru kon­ur.

Í fram­haldi af því ætti maður árs­ins jafn­mikið að geta verið karl eins og kona ann­ars værum við að tala um „karl árs­ins“ og þá „konu árs­ins“.

Afreks­maður getur af sömu ástæðu verið kona eða karl. Við hér á Íslandi erum heppin með það að nafnið á afreks­mann­inum upp­lýsir í flest öllum til­fellum hvort um konu eða karl sé að ræða. 

Í stað þess að afsala okkur orð­inu maður skulum við öll vera gáfu­menn og byrja að tala um karla og konur ef við viljum aðgreina kynin en nota orðið menn ef við tölum um bæði kyn­in.

Megi allir menn vera jafnir

Með virð­ingu og vin­semd

Þóra Sveins­dóttir

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Það þarf að fremja jafnrétti strax
Kjarninn 1. mars 2021
Krjúpa skal úti í horni við burðarvegg eða undir borði, skýla höfði og halda sér í.
KRJÚPA – SKÝLA – HALDA – er orðaröð sem rétt er að leggja á minnið
Almannavarnir hvetja fólk til að kynna sér varnir og viðbúnað vegna jarðskjálfta vegna kröftugrar jarðskjálftahrinu sem nú stendur yfir á Reykjanesskaga.
Kjarninn 1. mars 2021
Bensíndropinn er dýr um þessar mundir.
Bensínverð ekki verið hærra frá því í nóvember 2019
Hlutur olíufélaganna í hverjum seldum bensínlítra hefur ekki verið minni frá því í janúar 2020. Viðmiðunarverð á bensíni hefur þrátt fyrir það ekki verið hærra í 15 mánuði og hefur hækkað um 14 prósent frá því í maí.
Kjarninn 28. febrúar 2021
Barokkbandið Brák safnar fyrir útgáfu plötu sem skilur eftir sig menningarleg verðmæti
Ný hljómplata Barokkbandsins Brákar nefnist Tvær hliðar/ Two Sides og verður tvöföld. Hljómsveitin safnar nú fyrir upptökum og útgáfu hennar á Karolina Fund og áætlar að platan komi út í lok árs 2021.
Kjarninn 28. febrúar 2021
Freyr Eyjólfsson
Hring eftir hring
Kjarninn 28. febrúar 2021
Halla Bergþóra Björnsdóttir.
Lögreglustjóri vill ekki tjá sig um símtöl Áslaugar Örnu til sín
Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir ástæðu þess að hún vilji ekki tjá sig um símtöl dómsmálaráðherra eftir að Ásmundarsalsmálið kom upp vera þá að málið sé komið til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Kjarninn 28. febrúar 2021
„Mér leið alveg ömurlega yfir að hafa smitast“
Víðir Reynisson hefur lært „ótrúlega margt“ um mannleg samskipti frá upphafi faraldursins og hefði viljað gera sumt öðruvísi, m.a. Facebook-færsluna sem hann skrifaði um aðdraganda þess að hann smitaðist sjálfur af COVID-19.
Kjarninn 28. febrúar 2021
Mynd tengd ráninu sem var framið í Dansk Værdihåndtering árið 2008.
Ákært fyrir áform
Fyrir nokkrum dögum hófust í Danmörku réttarhöld yfir fimm mönnum. Þótt réttarhöld séu daglegt brauð eru þessi óvenjuleg því afbrotið sem ákært er fyrir hefur ekki verið framið.
Kjarninn 28. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar