Stöðvum jarðvegseyðingu, björgum framtíðinni

Tryggvi Felixson, formaður Landverndar, skrifar grein í tilefni af alþjóðlegum degi jarðvegs, sem var 5. desember 2019.

Auglýsing

Sam­ein­uðu þjóð­irnar hafa und­an­farin ár til­einkað 5. des­em­ber bar­átt­unni gegn eyð­ingu jarð­vegs. Í ár er það gert undir slag­orð­unum „stöðvum jarð­vegseyð­ingu, björgum fram­tíð­inn­i“. Það vefst varla fyrir nokkrum manni að moldin er und­ir­staða lífs­ins á jörð­unni. Hins vegar virð­ist mikið skorta upp á skiln­ing á mik­il­vægi jarð­vegs­verndar og sjálf­bærar nýt­ingar jarð­vegs og gróð­urs. Jarð­vegseyð­ing er böl víða um heim sem ógnar lífs­af­komu manna og eyðir líf­fræði­legri fjöl­breytni. Þessi dagur á að minna okkur á þetta og að frek­ari aðgerðir til að fyr­ir­byggja frek­ari jarð­vegseyð­ingu séu nauð­syn­leg­ar.

Land­vernd, land­græðslu- og umhverf­is­vernd­ar­sam­tök Íslands, héldu upp á 50 ára afmæli sitt nýlega. Sam­tökin voru stofnuð af fólki og sam­tökum sem litu svo á að við það að  jarð­veg­ur­inn á land­inu okkar væri að fjúka út í buskann, væru Íslend­ingar að missa fót­fest­una og sjálfan grund­völl lífs­ins á land­inu okk­ar. Einn stofn­enda Land­vernd­ar, Ingvi Þor­steins­son nátt­úru­fræð­ing­ur, skrif­aði í grein í 50 ára afmæl­is­riti sam­tak­anna: „Telja má víst að sú gíf­ur­lega rýrnun land­kosta sem gróð­ur- og jarð­vegseyð­ing hefur valdið á lið­lega 1100 árum Íslands­byggðar sé án sam­jafn­aðar mestu ham­farir sem yfir þjóð­ina hafa geng­ið, og þær hafa í ald­anna rás valdið henni meiri hörm­ung­um, rýrn­unar lífs­kjara og neyð en nokkur önnur áföll“. Þrátt fyrir ára­tuga bar­áttu og aðgerðir en enn langt til land að jarð­vegseyð­ing á Íslandi heyri sög­unni til­.  

Gæða­stýr­ing í sauð­fjár­rækt

Nýleg skýrsla Ólafs Arn­alds pró­fess­ors um gæða­vottun og styrk­veit­ingar til sauð­fjár­ræktar (Rit Lbhl nr. 118)  sýnir að jarð­vegs­vernd hefur svo sann­an­lega ekki  fengið þann sess í íslenska stjórn­sýslu sem henni ber. Lög kveða svo á að styrki til sauð­fjár­ræktar eigi ekki að greiða að fullu nema land­notkun og land­bóta­á­ætl­anir séu í sam­ræmi við gild­andi við­mið og regl­ur. Sem betur fer upp­fyllir mik­ill meiri­hluti bænda þessi skil­yrði og fær þá styrki sem þeim ber. 

Auglýsing
En tæp­lega fimmt­ungur sauð­fjár­beitar er á landi þar sem þessi skil­yrði eru ekki upp­fyllt, segir í nið­ur­stöðu Ólafs fram­an­greindir rann­sókn. Engu að síður fá þeir bændur sem stunda þess háttar búskap órétt­mætan fullan styrk. Þessu verður kippa í lið­inni svo ósjálf­bær beit verði stöðv­uð. 

Losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda

Jarð­vegseyð­ing er líka böl fyrir lofts­lag­ið. Talið er að heild­ar­losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda á Íslandi á árinu 2017 hafi verið um 14 millj­ónir tonna CO2 ígilda. Þar af voru tæpar fimm millj­ónir tonna vegna beinna umsvifa lands­manna (sam­göng­ur, iðn­að­ur, land­bún­að­ur, úrgang­ur) en rúmar níu millj­ónir tonna frá fram­ræstu vot­lend­i.  Þessu til við­bótar eru vís­bend­inga um að illa far­inn úthagi á Íslandi geti verið að losa 2 til 20 millj­ónir tonna CO2 árlega. End­ur­heimt land­gæða er því mik­il­væg lofts­lags­að­gerð.

Birki­skógar

End­ur­heimt birki­skóga er sér­stak­lega verð­ugt verk­efni fyrir okkur Íslend­inga. Við land­nám er talið að birki hafi þakið um 25 til 30 pró­sent lands­ins, en nú þekja þeir aðeins um 1,5 pró­sent. Verndun birki­skóga er sterkur leikur í verndun líf­fræði­legrar fjöl­breytni hér á landi; að styrkja og varð­veita til fram­tíðar þær teg­undir sem hafa frá upp­hafi skapað íslenska nátt­úru og þrif­ist hér á landi í árþús­und­ir, og bindur þar að auki kolefni. Meðal brýnna verk­efna er að varð­veita betur þá birki­skóga sem telja má nátt­úru­vætti vegna sér­stöðu. Leyn­ings­hól­ar, við mynni Vill­inga­dals inn­ar­lega í Eyja­firði, eru dæmi um slíka nátt­úruperlu sem og Teigs­skógur á Vest­fjörð­u­m. 

Birki­skógum má ekki spill með því að gróð­ur­setja í þá erlendar trjá­teg­und­ir, teg­undir sem með tím­anum stærðar sinnar vegna geta lagt þá undir sig. Flestar erlendar trjá­teg­undir ætti ekki að nota nema í þar til skil­greindum reitum þar sem ætl­unin er að rækta nytja­skóg eða ­skjól­skóga, sem auð­lind fyrir kom­andi kyn­slóð­ir. Við upp­græðslu almennt ætti að nota inn­lendar teg­undir eða tryggja fram­vindu nátt­úr­legs gróð­urs með vernd­un. Það síð­ast nefnda er að ger­ast á Skeið­ar­ár­sandi án telj­andi aðkomu manna. Á nyrsta hluta hans er nú að vaxa upp birki þar sem áður var auðn. Hér námum fyrstu birki­plönt­urnar land fyrir um 30 árum nú er útbreiðslan orðin yfir 30 km2. Þetta sýnir að nátt­úr­leg fram­vinda gróð­urs getur verið öflug og mik­il­vægt er að nýta hana til fulls því hún styður jafn­framt að mark­miðum um líf­fræði­legan fjöl­breyti­leika. Nátt­úr­leg fram­vinda tekur tíma en er bæði hag­kvæm og far­sæl leið til jarð­vegs­verndar sem jafn­framt býr í hag­inn fyrir líf­fræði­lega fjöl­breytni. Höfum það í huga við gerð land­græðslu- og skóg­rækt­ar­á­ætl­ana í fram­tíð­inni.

Höf­undur er for­maður Land­vernd­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar