Jörðum jarðefnaeldsneytið 2035 og verum fyrirmynd

Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir hvetur Íslendinga til að gera betur í loftslagsmálum og setja skýr markmið um að Íslandi verði jarðefnaeldsneytislaust árið 2035.

Auglýsing

Við vitum að ástandið er alvar­legt í lofts­lags­mál­um. Ísland vill og getur verið fyr­ir­mynd. Við erum að gera vel á mörgum svið­um, en vitum líka að við þurf­um, verðum og getum gert betur til að draga úr losun gróð­ur­húsa­lof­t­eg­unda.

Setjum okkur skýrt mark­mið um að notkun jarð­efna­elds­neytis á Íslandi verði hætt árið 2035. Óljós pró­sentu mark­mið, sem eru ekki að skila árlegum árangri í sam­drætti á los­un, virka ekki. Stað­festum þetta mark­mið með laga­setn­ingu sem skuld­bindur stjórn­völd að vinna með skipu­lögðum hætti að þessu mark­mið og skila reglu­lega skýrslu um fram­gang og fram­vindu.

Ísland hefur allar for­sendur til að vera fyr­ir­mynd í lofts­lags­mál­um. Í dag erum við það ekki, en við getum auð­veld­lega orðið það. Við erum eyja sem flytur inn allt sitt jarð­efna­elds­neyti. Það er sam­fé­lags­lega hag­kvæmt fyrir okkur að hætta að flytja það inn og skipta yfir í inn­lenda orku­gjafa. Við eigum næga end­ur­nýj­an­lega orku, eitt­hvað sem nágranna­þjóðir okkar öfunda okkur mikið af. Notum hana af skyn­semi og notum hana rétt. Notum hana til þess að losna við bensín og dísil reyk­inn sem veldur okkur skaða og spillir heilsu.

Auglýsing

Land­vernd hefur lýst eftir skýrum og mæl­an­legum mark­miðum í lofts­lags­mál­um. Að hætta brennslu jarð­efna­elds­neytis er lyk­il­lausn. Að græða upp örfoka land og end­ur­heimta vot­lendi er nauð­syn­leg við­bót.

Orku­skipti í sam­göngum eru hafin og nær allir bíla­fram­leið­endur í heim­inum í dag fram­leiða nú raf­magns­bíla. Þró­unin hefur jafn­vel farið fram úr björt­ustu von­um. Þetta er hægt! Nýlega var einnig birt grein í Morg­un­blað­inu um þær fram­farir sem eru að eiga stað varð­andi að raf­væða flug­sam­göngur í fram­tíð­inni.

Það þarf kjark og útsjón­ar­semi til þess að vera fyr­ir­mynd; til að taka erf­ið­ar, en til lengri tíma litið skyn­sam­legar ákvarð­an­ir. Það er aug­ljóst að Ísland getur verið sjálf­bært um orku og því ætti það að vera sjálf­sagt mál að setja okkur slíkt mark­mið.

Gerum betur í lofts­lags­mál­um, setjum skýr mark­mið um að Íslandi verði jarð­efna­elds­neyt­is­laust árið 2035.

Til þess að kom­ast þangað þarf að feta sig áfram með mark­vissum hætti á næstu árum:

  • 2020 Auka fjár­magn í nýsköpun og þróun fyrir notkun hreinna orku­gjafa í flug­sam­göngum í sam­starfi við grann­þjóð­ir.
  • 2023 Banna inn­flutn­ing á bensín og dísil­bíl­um.
  • 2025 Banna inn­flutn­ing vinnu­vélum og tækjum sem ekki ganga fyrir hreinum orku­gjöf­um.
  • 2025 Öll opin­ber fram­kvæmda­svæði noti ein­göngu tæki sem ganga fyrir hreinum orku­gjöf­um.
  • 2025 Jarð­efna­elds­neyt­is­lausar almenn­ings­sam­göngur á landi
  • 2030 Fyrsta raf­far­þega­flug inn­an­lands.
  • 2030 Jarð­efna­elds­neyt­is­lausar lands­sam­göng­ur.
  • 2030 Jarð­efna­elds­neyt­is­lausar sjó­sam­göng­ur.
  • 2035 Jarð­efna­elds­neyt­is­laus fiski­skipa­floti.
  • 2035 Jarð­efna­elds­neyt­is­laust milli­landa­flugs.

Höf­undur er vara­for­maður Land­verndar og í for­svari fyrir lofts­lags­hóp sam­tak­anna.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ásta Logadóttir, Lárus S. Guðmundsson og Ólafur Hjálmarsson
Þétting byggðar – Lýðheilsa og lífsgæði
Kjarninn 31. október 2020
Steingrímur J. Sigfússon hættir
Forseti Alþingis mun ekki vera í framboði í næstu þingkosningum. Það verður í fyrsta sinn frá 1978 sem hann verður ekki í framboði til Alþingis.
Kjarninn 31. október 2020
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Arion banki búinn að höfða mál gegn Fjármálaeftirlitinu
Fjármálaeftirlit Seðlabankans sektaði Arion banka um tæpar 88 milljónir króna í sumar. Ástæðan var sú að upplýsingar um fyrirhugaðar fjöldauppsagnir í bankanum birtust í fjölmiðlum. Arion banki vill að ákvörðunin verði ógild.
Kjarninn 31. október 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, annar forstjóri Samherja, er stjórnarformaður Síldarvinnslunnar.
Eigið fé Síldarvinnslunnar nú 50 milljarðar króna
Síldarvinnslan hefur verið dugleg við að kaupa upp aflaheimildir síðust ár. Hún er að uppistöðu í eigu Samherja og fjölskyldufyrirtækis annars forstjóra Samherja. Saman halda útgerðir sem tengjast forstjórum Samherja á um 20 prósent af öllum kvóta.
Kjarninn 31. október 2020
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra lét Katrínu Jakobsdóttir forsætisráðherra vita af málinu eftir að ráðuneyti hans fékk ábendingu um það.
Kristján Þór upplýsti Katrínu um samskipti skrifstofustjóra við Stjórnartíðindi
Sjávarútvegsráðherra upplýsti forsætisráðherra um það í júlímánuði síðastliðnum að í júlí í fyrra hefði þáverandi skrifstofustjóri ráðuneytis hans átt samskipti við Stjórnartíðindi og látið fresta birtingu nýrra laga um laxeldi, sem kom fyrirtækjunum vel.
Kjarninn 31. október 2020
Jeff Bezos forstjóri Amazon
Metfjórðungur hjá Amazon
Tekjur Amazon á síðustu þremur mánuðum voru rúmlega fjórum sinnum meiri en landsframleiðsla Íslands í fyrra.
Kjarninn 30. október 2020
Guðni Bergsson er formaður KSÍ.
Íslandsmótið í knattspyrnu flautað af – efstu liðin krýnd Íslandsmeistarar
Valur er Íslandsmeistari í knattspyrnu karla og Breiðablik Íslandsmeistari kvenna.
Kjarninn 30. október 2020
Þríeykið og aðrir sérfróðir viðbragðsaðilar njóta yfirburðatrausts hjá Íslendingum – en á bilinu 94-96 prósenst segjast treysta því að fá áreiðanlegar upplýsingar um veirufjárann þaðan.
Íslendingar treysta sérfróðum yfirvöldum og fjölmiðlum vel í tengslum við COVID-19
Vinnuhópur þjóðaröryggisráðs um upplýsingaóreiðu í tengslum við COVID-19 hefur skilað af sér skýrslu. Þar kemur m.a. fram að traust til þríeykisins og annarra sérfróðra yfirvalda er afgerandi og traust til innlendra fjölmiðla sömuleiðis mjög mikið.
Kjarninn 30. október 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar