Jörðum jarðefnaeldsneytið 2035 og verum fyrirmynd

Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir hvetur Íslendinga til að gera betur í loftslagsmálum og setja skýr markmið um að Íslandi verði jarðefnaeldsneytislaust árið 2035.

Auglýsing

Við vitum að ástandið er alvar­legt í lofts­lags­mál­um. Ísland vill og getur verið fyr­ir­mynd. Við erum að gera vel á mörgum svið­um, en vitum líka að við þurf­um, verðum og getum gert betur til að draga úr losun gróð­ur­húsa­lof­t­eg­unda.

Setjum okkur skýrt mark­mið um að notkun jarð­efna­elds­neytis á Íslandi verði hætt árið 2035. Óljós pró­sentu mark­mið, sem eru ekki að skila árlegum árangri í sam­drætti á los­un, virka ekki. Stað­festum þetta mark­mið með laga­setn­ingu sem skuld­bindur stjórn­völd að vinna með skipu­lögðum hætti að þessu mark­mið og skila reglu­lega skýrslu um fram­gang og fram­vindu.

Ísland hefur allar for­sendur til að vera fyr­ir­mynd í lofts­lags­mál­um. Í dag erum við það ekki, en við getum auð­veld­lega orðið það. Við erum eyja sem flytur inn allt sitt jarð­efna­elds­neyti. Það er sam­fé­lags­lega hag­kvæmt fyrir okkur að hætta að flytja það inn og skipta yfir í inn­lenda orku­gjafa. Við eigum næga end­ur­nýj­an­lega orku, eitt­hvað sem nágranna­þjóðir okkar öfunda okkur mikið af. Notum hana af skyn­semi og notum hana rétt. Notum hana til þess að losna við bensín og dísil reyk­inn sem veldur okkur skaða og spillir heilsu.

Auglýsing

Land­vernd hefur lýst eftir skýrum og mæl­an­legum mark­miðum í lofts­lags­mál­um. Að hætta brennslu jarð­efna­elds­neytis er lyk­il­lausn. Að græða upp örfoka land og end­ur­heimta vot­lendi er nauð­syn­leg við­bót.

Orku­skipti í sam­göngum eru hafin og nær allir bíla­fram­leið­endur í heim­inum í dag fram­leiða nú raf­magns­bíla. Þró­unin hefur jafn­vel farið fram úr björt­ustu von­um. Þetta er hægt! Nýlega var einnig birt grein í Morg­un­blað­inu um þær fram­farir sem eru að eiga stað varð­andi að raf­væða flug­sam­göngur í fram­tíð­inni.

Það þarf kjark og útsjón­ar­semi til þess að vera fyr­ir­mynd; til að taka erf­ið­ar, en til lengri tíma litið skyn­sam­legar ákvarð­an­ir. Það er aug­ljóst að Ísland getur verið sjálf­bært um orku og því ætti það að vera sjálf­sagt mál að setja okkur slíkt mark­mið.

Gerum betur í lofts­lags­mál­um, setjum skýr mark­mið um að Íslandi verði jarð­efna­elds­neyt­is­laust árið 2035.

Til þess að kom­ast þangað þarf að feta sig áfram með mark­vissum hætti á næstu árum:

  • 2020 Auka fjár­magn í nýsköpun og þróun fyrir notkun hreinna orku­gjafa í flug­sam­göngum í sam­starfi við grann­þjóð­ir.
  • 2023 Banna inn­flutn­ing á bensín og dísil­bíl­um.
  • 2025 Banna inn­flutn­ing vinnu­vélum og tækjum sem ekki ganga fyrir hreinum orku­gjöf­um.
  • 2025 Öll opin­ber fram­kvæmda­svæði noti ein­göngu tæki sem ganga fyrir hreinum orku­gjöf­um.
  • 2025 Jarð­efna­elds­neyt­is­lausar almenn­ings­sam­göngur á landi
  • 2030 Fyrsta raf­far­þega­flug inn­an­lands.
  • 2030 Jarð­efna­elds­neyt­is­lausar lands­sam­göng­ur.
  • 2030 Jarð­efna­elds­neyt­is­lausar sjó­sam­göng­ur.
  • 2035 Jarð­efna­elds­neyt­is­laus fiski­skipa­floti.
  • 2035 Jarð­efna­elds­neyt­is­laust milli­landa­flugs.

Höf­undur er vara­for­maður Land­verndar og í for­svari fyrir lofts­lags­hóp sam­tak­anna.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tíu staðreyndir um sölu ríkisins á hlut í Íslandsbanka
Til stendur að selja allt að 35 prósent hlut í ríkisbanka í sumar. Upphaf þessa ferils má rekja til bankahrunsins. Hér er allt sem þú þarft að vita um ætlaða bankasölu, álitamál henni tengt og þá sögu sem leiddi til þeirrar stöðu sem nú er uppi.
Kjarninn 25. janúar 2021
Seðlabankinn telur enn mikilvægt að hafa samráðsvettvang á borð við þann sem greiðsluráð bankans er.
Hlutverk svokallaðs greiðsluráðs Seðlabankans til skoðunar
Seðlabankinn skoðar nú hlutverk greiðsluráðs bankans sem sett var á fót með ákvörðun Más Guðmundssonar fyrrverandi seðlabankastjóra í upphafi árs 2019. Ráðið hefur einungis komið einu sinni saman til fundar.
Kjarninn 25. janúar 2021
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna.
Yellen sýnir á spilin
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna, vill þrepaskiptara skattkerfi og auka fjárútlát ríkissjóðs til að aðstoða launþega í kreppunni. Hún er líka harðorð í garð efnahagsstefnu kínverskra stjórnvalda og vill takmarka notkun rafmynta.
Kjarninn 24. janúar 2021
Magga Stína syngur Megas ... á vínyl
Til stendur að gefa út tónleika Möggu Stínu í Eldborg, þar sem hún syngur lög Megasar, út á tvöfaldri vínylplötu. Safnað er fyrir útgáfunni á Karolina Fund.
Kjarninn 24. janúar 2021
Helga Dögg Sverrisdóttir
Bætum kynfræðsluna en látum lestrargetu drengja eiga sig
Kjarninn 24. janúar 2021
Ný útlán banka til fyrirtækja umfram uppgreiðslur voru um átta milljarðar í fyrra
Ný útlán til atvinnufyrirtækja landsins á nýliðnu ári voru innan við tíu prósent þess sem þau voru árið 2019 og 1/27 af því sem þau voru árið 2018.
Kjarninn 24. janúar 2021
Býst við að 19 þúsund manns flytji hingað á næstu fimm árum
Mannfjöldaspá Hagstofu gerir ráð fyrir að fjöldi aðfluttra umfram brottfluttra á næstu fimm árum muni samsvara íbúafjölda Akureyrar.
Kjarninn 24. janúar 2021
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra.
Áfram gakk – En eru allir í takt?
Fulltrúar atvinnulífsins taka vel í skýra stefnumörkun utanríkisráðherra í átt að eflingu utanríkisviðskipta. Þó er kallað eftir heildstæðari mennta- og atvinnustefnu sem væri grundvöllur fjölbreyttara atvinnulífs og öflugri útflutningsgreina.
Kjarninn 24. janúar 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar