Jörðum jarðefnaeldsneytið 2035 og verum fyrirmynd

Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir hvetur Íslendinga til að gera betur í loftslagsmálum og setja skýr markmið um að Íslandi verði jarðefnaeldsneytislaust árið 2035.

Auglýsing

Við vitum að ástandið er alvar­legt í lofts­lags­mál­um. Ísland vill og getur verið fyr­ir­mynd. Við erum að gera vel á mörgum svið­um, en vitum líka að við þurf­um, verðum og getum gert betur til að draga úr losun gróð­ur­húsa­lof­t­eg­unda.

Setjum okkur skýrt mark­mið um að notkun jarð­efna­elds­neytis á Íslandi verði hætt árið 2035. Óljós pró­sentu mark­mið, sem eru ekki að skila árlegum árangri í sam­drætti á los­un, virka ekki. Stað­festum þetta mark­mið með laga­setn­ingu sem skuld­bindur stjórn­völd að vinna með skipu­lögðum hætti að þessu mark­mið og skila reglu­lega skýrslu um fram­gang og fram­vindu.

Ísland hefur allar for­sendur til að vera fyr­ir­mynd í lofts­lags­mál­um. Í dag erum við það ekki, en við getum auð­veld­lega orðið það. Við erum eyja sem flytur inn allt sitt jarð­efna­elds­neyti. Það er sam­fé­lags­lega hag­kvæmt fyrir okkur að hætta að flytja það inn og skipta yfir í inn­lenda orku­gjafa. Við eigum næga end­ur­nýj­an­lega orku, eitt­hvað sem nágranna­þjóðir okkar öfunda okkur mikið af. Notum hana af skyn­semi og notum hana rétt. Notum hana til þess að losna við bensín og dísil reyk­inn sem veldur okkur skaða og spillir heilsu.

Auglýsing

Land­vernd hefur lýst eftir skýrum og mæl­an­legum mark­miðum í lofts­lags­mál­um. Að hætta brennslu jarð­efna­elds­neytis er lyk­il­lausn. Að græða upp örfoka land og end­ur­heimta vot­lendi er nauð­syn­leg við­bót.

Orku­skipti í sam­göngum eru hafin og nær allir bíla­fram­leið­endur í heim­inum í dag fram­leiða nú raf­magns­bíla. Þró­unin hefur jafn­vel farið fram úr björt­ustu von­um. Þetta er hægt! Nýlega var einnig birt grein í Morg­un­blað­inu um þær fram­farir sem eru að eiga stað varð­andi að raf­væða flug­sam­göngur í fram­tíð­inni.

Það þarf kjark og útsjón­ar­semi til þess að vera fyr­ir­mynd; til að taka erf­ið­ar, en til lengri tíma litið skyn­sam­legar ákvarð­an­ir. Það er aug­ljóst að Ísland getur verið sjálf­bært um orku og því ætti það að vera sjálf­sagt mál að setja okkur slíkt mark­mið.

Gerum betur í lofts­lags­mál­um, setjum skýr mark­mið um að Íslandi verði jarð­efna­elds­neyt­is­laust árið 2035.

Til þess að kom­ast þangað þarf að feta sig áfram með mark­vissum hætti á næstu árum:

  • 2020 Auka fjár­magn í nýsköpun og þróun fyrir notkun hreinna orku­gjafa í flug­sam­göngum í sam­starfi við grann­þjóð­ir.
  • 2023 Banna inn­flutn­ing á bensín og dísil­bíl­um.
  • 2025 Banna inn­flutn­ing vinnu­vélum og tækjum sem ekki ganga fyrir hreinum orku­gjöf­um.
  • 2025 Öll opin­ber fram­kvæmda­svæði noti ein­göngu tæki sem ganga fyrir hreinum orku­gjöf­um.
  • 2025 Jarð­efna­elds­neyt­is­lausar almenn­ings­sam­göngur á landi
  • 2030 Fyrsta raf­far­þega­flug inn­an­lands.
  • 2030 Jarð­efna­elds­neyt­is­lausar lands­sam­göng­ur.
  • 2030 Jarð­efna­elds­neyt­is­lausar sjó­sam­göng­ur.
  • 2035 Jarð­efna­elds­neyt­is­laus fiski­skipa­floti.
  • 2035 Jarð­efna­elds­neyt­is­laust milli­landa­flugs.

Höf­undur er vara­for­maður Land­verndar og í for­svari fyrir lofts­lags­hóp sam­tak­anna.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ragnheiður sat hjá þegar útvarpsstjóri var ráðinn
Ragnheiður Ríkharðsdóttir á sæti í stjórn RÚV en sat hjá í ráðningaferlinu vegna tengsla við fólk sem sóttist eftir starfinu.
Kjarninn 28. janúar 2020
Guðmundur Halldór Björnsson
Samruni eða fjandsamleg yfirtaka – Hvað á sameinað félag að heita?
Kjarninn 28. janúar 2020
Vigdís og Kolbrún gagnrýna ráðningu Stefáns en Dagur óskar RÚV til hamingju
Tveir oddvitar í minnihluta borgarstjórnar segist óttast að ráðning Stefáns Eiríkssonar sem útvarpsstjóra verði til þess að það muni halla á fréttaflutning úr borgarstjórn. Dagur B. Eggertsson gaf Stefáni sín „bestu meðmæli“ og óskar RÚV til hamingju.
Kjarninn 28. janúar 2020
Ingrid Kuhlman
Býður dánaraðstoð heim misnotkun?
Kjarninn 28. janúar 2020
Enginn má undan líta – óviðjafnanleg sögustund í Landnámssetri
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Öxina, sögustund í Landnámssetri.
Kjarninn 28. janúar 2020
Stefán Eiríksson nýr útvarpsstjóri RÚV
Stefán Eiríksson, sem hefur undanfarin ár gegnt starfi borgarritara og var þar áður lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, hefur verið ráðinn útvarpsstjóri RÚV.
Kjarninn 28. janúar 2020
Nýr útvarpsstjóri RÚV kynntur í dag
Stjórn RÚV tók ákvörðun um næsta útvarpsstjóra á fundi í gærkvöldi. Fjórir stóðu eftir í síðustu viku. Nýr útvarpsstjóri verður kynntur á næstu klukkutímum.
Kjarninn 28. janúar 2020
Kristbjörn Árnason
Breytt staða í jafnréttisbaráttunni
Leslistinn 28. janúar 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar