Uppbygging fjölmiðla í þágu almennings

Framkvæmdastjóri Kjarnans skrifar um tækifæri ráðamanna til að bæta rekstrarumhverfi fjölmiðla.

Auglýsing

Við höfum verið hressi­lega minnt á mik­il­vægi fjöl­miðla og mik­il­vægi öfl­ugra blaða­manna að und­an­förnu. Nægir að nefna upp­ljóstr­anir Kveiks um Sam­herja í Namibíu og viða­mikla umfjöllun Kjarn­ans um pen­inga­þvætti og skort á reglu­verki sem hindrar slíkt athæfi hér á landi. Dæmin eru auð­vitað miklu miklu fleiri. Öfl­ugir fjöl­miðlar og öfl­ugir blaða­menn eru nauð­syn­legir hér á landi sem ann­ars stað­ar. Við þurfum fjöl­miðla sem upp­lýsa almenn­ing, veita vald­höfum aðhald og styrkja þannig stoðir lýð­ræð­is­ins.

Ráða­menn hafa nú tæki­færi til að bæta rekstr­ar­um­hverfi fjöl­miðla til muna gegnum frum­varp til breyt­inga á lögum um fjöl­miðla sem Lilja Dögg Alfreðs­dóttir mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra hefur mælt fyrir og komið er til umfjöll­unar í alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd. Stuðn­ingur rík­is­ins við einka­rekna fjöl­miðla í frum­varp­inu er í formi end­ur­greiðslu á hluta kostn­aðar sem fellur til við öflun og miðlun frétta og frétta­tengds efn­is. 

Fólk vill styrkja lýð­ræðið

Verði frum­varpið að lögum breytir það miklu fyrir rekstur á fálið­uðum frétta­miðli eins og Kjarn­an­um. Yfir­bygg­ing okkar er lítil og lang­sam­lega stærstur hluti kostn­aðar eru laun rit­stjórn­ar. Með bættu rekstr­ar­um­hverfi og sann­gjörnum end­ur­greiðslum gæti draum­ur­inn um að stækka og efla mið­il­inn enn frekar færst örlítið nær. 

Auglýsing
Kjarninn hefur frá því í lok árs 2016 boðið les­endum sjálfum að styrkja mið­il­inn. Styrkj­endum hefur fjölgað jafnt og þétt síð­ast­liðin þrjú ár og fyrir þann stuðn­ing erum við sem skipum rit­stjórn Kjarn­ans ákaf­lega þakk­lát. Það færir okkur byr í seglin að finna fyrir því að fólk vill styrkja frjálsan fjöl­miðil til frétta­skrifa. Vef­ur­inn okkar er opinn og allir hafa jafnan aðgang að fréttum og frétta­skýr­ingum Kjarn­ans. Stuðn­ing­ur­inn sem við finnum segir okkur að fólk almennt hefur þörf fyrir öfl­uga fjöl­miðla, skilur vel mik­il­vægi þeirra og vill gjarnan taka þátt í styrkja lýð­ræðið með því að halda þeim gang­and­i. 

Ábyrgð bæði hjá ráða­mönnum og fjöl­miðlum

Þing­menn standa nú frammi fyrir því að geta lagt sitt af mörkum til því að bæta rekstr­ar­um­hverfi fjöl­miðla hér landi í formi end­ur­greiðslna að nor­rænni fyr­ir­mynd. Því fylgir mikil ábyrgð að færa fé úr sjóðum almenn­ings og því fylgir líka ábyrgð að taka við fé úr sam­eig­in­legum sjóð­um. Það er skylda fjöl­miðla sem þiggja greiðslur gegnum fjöl­miðla­frum­varp­ið, verði það að lög­um, að nýta féð í það sem því er ætlað - að efla umræðu í land­inu og stuðla að vönd­uðum frétta­flutn­ingi sem veitir aðhald. 

Kjarn­inn tekur hlut­verk sitt gagn­vart almenn­ingi alvar­lega og það sem af er ári hafa alls 409 frétta­skýr­ingar verið birtar á Kjarn­anum og 2.367 frétt­ir. Kjarn­inn vill líka vera vett­vang­ur  umræðu og á árinu hafa 539 skoð­ana­greinar verið birt­ar, langstærstur hluti þeirra eru aðsendar grein­ar. Skoð­ana­efni rit­stjórn­ar, leið­arar og önnur skrif þar sem skoð­anir rit­stjórnar birt­ast eru 1,7% af öllu efni Kjarn­ans. 

Skyldur fjöl­miðla við almenn­ing eru ríkar og tryggð Kjarn­ans er aðeins við les­end­ur, það breyt­ist ekki þótt hluti rit­stjórn­ar­kostn­aðar fáist endu­greidd­ur. Að sama skapi er það skylda þing­manna sem taka ákvarð­anir um að útdeila fé að skoða vand­lega hvernig féð kemur best að not­um. Um þetta var til að mynda fjallað þegar lögð var fram metn­að­ar­full nýsköp­un­ar­stefna fyrir Ísland á dög­un­um, sem allir flokkar studdu og komu að því að móta. Þar er lögð sér­stök áhersla á það að fjár­magn „rann­sókna og frum­kvöðla” frekar en í „um­sýslu og yfir­bygg­ingu” eins og það var orðað í kynn­ingu á Nýsköp­un­ar­land­inu Íslandi. Auð­veld­lega mætti heim­færa þessa hugsun á fram­lög til fjöl­miðla. 

Pen­ingum úr sjóðum almenn­ings er aug­ljós­lega betur borgið hjá minni fjöl­miðlum en þeim stærri sem hafa safnað upp tapi gegnum árin. Fjár­magn til minni miðla með skýra sýn á hlut­verk sitt og ábyrgð er til þess fallið að nýt­ast beint í ráðn­ingu fleiri blaða­manna. Fjár­magn sem veitt er til stærri miðla er lík­legra til að fara í umsýslu og yfir­bygg­ing­u. 

Hærri end­ur­greiðsla og lægra þak

Með því að hækka end­ur­greiðslu­hlut­fall rit­stjórn­ar­kostn­aðar og lækka hámarks­greiðslu sem ein­stakur fjöl­mið­ill getur fengið gætu þing­menn stuðlað að því að féð sem til fjöl­miðla rennur nýt­ist frekar í fjölgun blaða­manna við störf. Flótti úr blaða­manna­stétt hefur verið til umfjöll­un­ar, meðal ann­ars í leið­ara rit­stjóra Kjarn­ans nýverið. Það ætti að vera sér­stakt keppi­kefli þing­manna sem nú velta fyrir sér fjöl­miðla­frum­varp­inu að tryggja að það stuðli að því að blaða­mönnum fjölg­i. 

Styrkt­ar­að­ilar Kjarn­ans standa undir dágóðum hluta launa­kostn­aðar Kjarn­ans og fyrir það erum við þakk­lát. End­ur­greiðslur á hluta kostn­aðar við rit­stjórn myndi skipta sköpum fyrir frek­ari upp­bygg­ingu Kjarn­ans. Við leggjum okkur fram um að gæta hófs í yfir­bygg­ingu en viljum að sjálf­sögðu fara í öllu að ákvæðum í kjara­samn­ingum blaða­manna. Kjarn­inn hefur þegar samið við Blaða­manna­fé­lag Íslands og mætt sann­gjörnum kröfum um bætt kjör á meðan stærri miðl­ar,  sem útlit er fyrir að fái marg­föld fram­lög á við Kjarn­ann gegnum end­ur­greiðslur á kostn­aði, þrá­ast enn við í kjara­deil­unni við blaða­menn. 

Viljum bæta í hóp­inn

Við hjá Kjarn­anum viljum gjarnan sækja fram, þróa frétta­vef­inn okkar áfram, nýta enn fleiri leiðir við miðlun frétta og frétta­tengds efn­is, sækja okkur frek­ari þekk­ingu, bæta enn frekar í hóp vand­aðra blaða­manna og leggja okkur almennt fram um að bjóða fram­úr­skar­andi frétta­efni fyrir les­endur okk­ar. 

Það þurfti sann­ar­lega kraft og áræðni í bland við skap­andi frum­kvöðla­hugsun til að láta sér detta í hug að stofna frétta­mið­il­inn Kjarn­ann árið 2013 í sam­keppni við mun stærri miðla. Stjórn­mála­menn sem nýlega hafa sett nafn sitt við metn­að­ar­fulla stefnu um nýsköpun þar sem talað er sér­stak­lega um „virð­ingu fyrir frum­kvöðlum og skap­andi ein­stak­lingum í efna­hags­lífi og menn­ingu” mættu gjarnan skoða end­ur­greiðslur til fjöl­miðla í sama ljósi og styrkja frekar minni miðla sem hafa getu og vilja til að byggja sig upp almenn­ingi til heilla. Krafan hlýtur alltaf að vera að það fé sem er til skipt­anna renni þangað sem það þjónar lýð­ræð­inu best. 

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Kjarn­ans.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit