Dánarfregnir

Dr. Gunnlaugur Magnússon veltir upp hugleiðingum um endanleika alls og hver hafi tíma fyrir þannig tilvistarkreppu þegar það þarf að versla í matinn og koma krökkunum á æfingu.

Auglýsing

Á fimmtu­dag­inn síð­ast­lið­inn fékk ég fregnir af and­láti föð­urafa míns. Hann var 94 ára. Það er að sjálf­sögðu alltaf und­ir­búið að mann­eskjur sem náð hafa svo háum aldri geti dáið hvenær sem er, en afi hafði alltaf verið til­tölu­lega frískur, hugsað mikið um heils­una og ég tel að hann hafi haldið innst inni að hann myndi verða 120 ára rétt eins og við öll í kringum hann héld­um.

Afi vakn­aði sem sagt á fimmtu­dags­morgni á Grund, klæddi sig og gerði sig til­bú­inn fyrir morg­un­verð sem hann svo fór niður og snæddi. Lík­lega spjall­aði hann við ein­hvern borð­fé­laga, glugg­aði kannski aðeins í blöðin og gekk síðan upp í her­bergið sitt aft­ur. Og þar fannst hann. Við vitum ekki hvort hann dó áður en hann datt eða hvort hann hafi dáið af fall­inu. Við vitum bara að hann er fall­inn. Ljósin slökkt.

Ég tel mig hins vegar vita að hann hafi ekki verið búinn með líf­ið, hann vildi örugg­lega vera með í leiknum svo­lítið leng­ur, sér­stak­lega ef hann hefði getað sloppið undan fylgi­kvillum ell­inn­ar. Hér var á ferð­inni gam­all box­ari, maður sem þar til nýlega synti dag­lega og hafði síð­asta ára­tug­inn hækkað dag­skammt­inn af sundi í 1100 metra því það var svo ein­hæft að synda bara kíló­metra. Hann fór í langa labbit­úra og reikn­aði til að halda koll­inum klár­um. Síð­ast þegar við hitt­umst í sumar sagði hann að það væri lítið gaman að verða gam­all, hann dygði ekk­ert til í elt­ing­ar­leik við barna­barna­börnin leng­ur. 

Auglýsing
Föðuramma mín dó í febr­ú­ar. Hún var and­stætt við afa til­búin til brott­far­ar, hafði und­ir­búið útför­ina vand­lega fyrir 50 árum og slípað smá­at­riðin gegnum árin. Við töl­uðum oft um lífið og dauð­ann og þótt hún hafi verið til­búin til að yfir­gefa þennan heim, var hún ánægð með líf sitt, skin þess og skúri, og naut þess enn að lifa. Það er fáum gefið að geta litið níræð yfir far­inn veg og skilið við jarð­lífið sátt og södd líf­daga. Bréfið sem lagði eft­ir­lif­endum lín­urnar um útför­ina var jafn­hlý­legt og faðmur henn­ar, laust við til­finn­inga­semi en skreytt með húmor. Rödd hennar hljóm­aði gegnum það. 

Og nú eru þau aftur sam­einuð – ef svo má að orði kom­ast. Þau vildu bæði trúa því að þeirra biði fram­halds­líf eftir dauð­ann þar sem þau fengju að hitta þá sem þau sökn­uðu svo sárt. Þegar maður er orð­inn ríf­lega níræður er margra vina og ætt­ingja að sakna og þó ég deili ekki þess­ari trú þeirra sjálf­ur, finnst mér nota­legt til þess að hugsa að þetta hafi verið þeirra trú og von. Þessar mann­eskjur sem mér þótti svo vænt um, svo ólík, partýljónið sem elskaði bækur og var á undan mér að nota bæði tölvu­póst og face­book, og bónda­son­ur­inn sem varð úti­bús­stjóri og þynnti kaffið sitt með tevatni.

Þegar ég reyni að setja orð á sorg mín yfir and­láti ömmu og afa, finnst mér sorgin vera bæði hlý og mjúk. Ég sakna svo sann­ar­lega radd­anna þeirra, og ég finn tár á hvarmi yfir mörgum góðum minn­ing­um, dep­urð og gleði sam­of­in. Engin mann­eskja er ein­föld, sam­skipti við aðra eru oft flók­in, en ég hef verið svo hepp­inn að eiga gott sam­band við for­eldri bæði mömmu minnar og pabba, og að hafa átt þau öll á lífi fram undir fer­tugt, sem hlýtur að telj­ast ein­stakt. Og enn á ég tvö eft­ir. 

Fregnin yfir frá­falli afa fékk hins vegar nýjan blæ, strax dag­inn eftir að hann dó. Á föstu­deg­inum barst mér fréttin að gam­all æsku­vinur hefði fallið fyrir eigin hendi, fjöru­tíu ára margra barna fað­ir. Við höfðum ekki haft nein sam­skipti í meir en ald­ar­fjórð­ung, við þekktum ekki hvorn annan lengur og hefðum lík­lega ekki heils­ast út á götu, en þessar fréttir slógu mig engu að síður út af lag­inu. Fyrir utan allt hið aug­ljósa, það að við vorum vinir í æsku, að við vorum jafn­aldrar og að ég finni til með börnum hans, þá held ég að það séu and­stæð­urnar í dán­ar­fregn­unum sem ég kemst ekki yfir. 

Við erum öll til­von­andi þátt­tak­endur í dán­ar­fregnum fram­tíð­ar­innar – sem mót­tak­endur eða sem efni­viður þeirra – sama hversu gömul við erum og án nokk­urs fyr­ir­vara um smá­at­riðin eða tíma­setn­ing­una. Við vitum hvorki hvenær né hvernig dauð­ann ber að en vit­neskjan um það sem við vitum ekki en er engu að síður óum­flýj­an­legt, sam­einar okkur öll. Dán­ar­fregnir vik­unnar lýsa björtu ljósi á þessa til­vist­ar­legu þekk­ingu okkar sem við svo gjarnan reynum að geyma í skugg­an­um. Bara töl­urnar í þessum tveimur til­fellum segja sitt. Annar þeirra föllnu var næstum níu­tíu og fimm ára og hinn hefði bráðum orðið fjöru­tíu og eins. Það eru fimm­tíu og fjögur ár á milli þeirra – það er fjórtán árum meira en sá yngri náði að upp­lifa. Afi hafði verið á eft­ir­launum í næstum ald­ar­fjórð­ung, um það bil síðan ég og forni félagi minn gengum hvora leið­ina sína. Afi vildi lifa, við vitum ekki hvernig hann dó, gamli félag­inn sá dauð­ann sem útleið, en við vitum ekki af hverju. Annar þeirra upp­lifði hart­nær hund­rað ár, en var samt til í meira og var ekki búinn enn. Hinn var ekki einu sinni búinn að ná hálfum aldri afa, en virð­ist hafa verið búinn að fá nóg. Það er alltof algengt að ungir ein­stak­lingar svipti sig lífi eða deyi að óþörfu, bróðir minn sem er ell­efu árum yngri en ég hefur þegar verið við­staddur í fleiri jarð­ar­farir félaga sinna en ég hef farið í sam­tals, og það er svo óend­an­lega sorg­legt. Í nóv­em­ber heyrði ég lík­ama lenda undir lest­inni sem ég sat í, hvort það var slys eða með­vituð ákvörðun er óljóst, en atvikið minnti mig sterkt á góð­ann vin minn sem valdi að enda daga sína á lestar­teinum þegar hann gat ekki afborið lífið leng­ur. Hljóðið og til­hugs­unin yfir­gaf mig ekki í marga daga.  

Auglýsing
Sálrænir sjúk­dómar taka yfir svo mörg líf, bæði þeirra sem fá sjúk­dómana og allra þeirra sem eru í kring. Þegar mann­eskjur eru komnar á þann stað í líf­inu að þær ráði ekki við sárs­auk­ann innra með sér leng­ur, þegar þær sjá enga útleið aðra en þá end­an­legu, eru þær búnar að sann­færa sjálfar sig um að þær séu að gera það sem sé öllum fyrir bestu. Þær geta hafa leitað hjálpar margoft en ekki verið nægi­lega langt leiddar til að fá aðstoð­ina sem þær þurftu á að halda. Þegar allt er skorið við nögl er bara pláss fyrir þá sem eru of langt leidd­ir. Ekki síst er það algengt að ungir karl­menn leiti sér aðstoðar of seint og/eða taki ekki við þeirri aðstoð sem býðst. Það má tengja við sam­fé­lag sem þrátt fyrir góð orð lítur niður á þá sem þurfa á aðstoð að halda og sér­stak­lega á þá sem þurfa sál­ræna aðstoð. Þegar mann­eskja sem treður mar­vaða í stór­brimi, fálm­andi eftir föstum punkti, fær að heyra að geð­deild muni hafa sam­band eftir fjóra mán­uði til að bóka tíma, gæti hún eins heyrt að hjálpin sé á annarri plánetu, í annarri vídd, í annarri bíó­mynd.  

Að hlúa að og byggja upp umönnun kringum geð­rækt er eitt­hvað sem ráða­menn tala oft fal­lega um og vilja vera tengdir við, en svo er skorið niður þar eins og ann­ars staðar án til­lits til þeirra sem á þjón­ust­unni þurfa að halda, því jafn­vægi í fjár­hags­á­ætl­unum er mik­il­væg­ara en jafn­vægi í starf­sem­inni sem áætl­an­irnar eiga að styðja við. Sem dæmi má nefna að í Stokk­hólmi skera stjórn­mála­menn niður 600 starfs­stöður á næsta ári við Karol­inska Sjuk­hu­set og láta um leið sjúkra­hús­for­stjór­ann íslenska lofa að upp­sagn­irnar muni hvorki koma niður á gæðum starf­semi sjúkra­húss­ins né niður á sjúk­ling­un­um. Það má þykja offram­boð á heims­mæli­kvarða að hafa ráðið 600 manns að óþörfu. 

Hér væri hægt að skrifa ein­hvers­konar loka­hnykk, byggðum á mórölskum boð­skap inn­pökk­uðum í inni­halds­laus slag­orð: lifðu í núinu, njóttu stund­ar­inn­ar, upp­lifðu líf­ið, carpe diem, hugsið um hvort ann­að, live-love-eat. En reynslan sýnir að inn­sæi stund­ar­innar og með­vit­undin um end­an­leika alls er of þung til burðar í lengri tíma – ekki síst þegar hvers­dags­leik­inn og jólastressið þrengir að. Við römbum áfram og rembumst við að lifa af vik­una: „I just wanna live life and sur­vive it“ eins og Ghost­poet orð­aði það. Því hver hefur tíma fyrir til­vist­ar­kreppu og hug­leið­ingar um end­an­leika alls þegar við þurfum að versla í mat­inn og koma krökk­unum á æfingu. Hver hefur tíma til að hug­leiða sína eigin líð­an, hvað þá heldur ann­arra, í hrað­anum sem við lifum í í dag. 

Og svo – skyndi­lega – fellur ein­hver frá og minnir okkur á hversu við­kvæm við erum og hversu stutt lífið er. Lítil áminn­ing og svo­lítið inn­sæi, stutta stund

Kannski er til of mik­ils mælst að við notum þessar stundir af til­vist­ar­legu inn­sæi til að end­ur­skipu­leggja líf okkar svo það sam­svari lím­mið­anum á stofu­veggnum sem var keyptur í inn­rétt­inga­búð fyrir þar­síð­ustu jól.

Kannski er nóg að að bara velta vöngum svolitla stund og muna að lífið fer svo harka­legum höndum með mörg okkar að dauð­inn lítur út sem lausn og að úrræðin til að sjá þau og grípa þurfa að vera betri.

Ekki síst rétt svona kringum jól­in.

Höf­undur er lektor við Háskól­ann í Upp­­­söl­um, Sví­­þjóð.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar