Ferðaþjónusta á tímamótum

Jóhannes Þór Skúlason
, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, skrifar um uppbyggingu og framtíð ferðaþjónustunnar hér á landi.

Auglýsing

Íslensk stjórn­mál og íslensk efna­hags­mál hafa í gegnum tíð­ina allt of oft ein­kennst af skamm­tíma­hugsun og plástr­a­lækn­ing­um. Lík­lega má kenna um að Ísland hefur verið frum­fram­leiðslu­hag­kerfi nán­ast alla tíð, örsmátt hag­kerfi þar sem dyntir nátt­úr­unnar og sveiflur í heims­bú­skapnum hafa ásótt þjóð­ar­bú­skap­inn eins og draugar lið­inna jóla. 

Löngum hafa íslenskir stjórn­mála­menn óskað þess að fjöl­breytni ykist í atvinnu­lífi lands­ins og er þá gjarnan verið að vísa til fleiri útflutn­ings­stoða sem dempað gætu hag­sveiflur og tryggt meiri stöð­ug­leika í efna­hags­líf­inu. Með því að þoka íslenskum þjóð­ar­bú­skap í átt að stöð­ug­leika væri auð­veld­ara að horfa til langs tíma og leggja upp stefnur til upp­bygg­ingar atvinnu­lífs og bættra lífs­kjara. 

Lengi vel virt­ist þetta draum­sýn ein. En ekki leng­ur. 

Auglýsing

Sjálf­bærni er lyk­ill að stöð­ug­leika

Á síð­ustu 10 árum hefur ferða­þjón­ustan vaxið í grund­vall­arat­vinnu­grein á Íslandi og svarað kall­inu um aukna fjöl­breytni í atvinnu­lífi lands­ins. Þessi „nýja“ atvinnu­grein er kær­komin við­bót við aðra grunnatvinnu­vegi þjóð­ar­innar og hún hefur svo sann­ar­lega ýtt undir stöð­ug­leika í þjóð­ar­bú­skapn­um. 

Aldrei fyrr í lýð­veld­is­sög­unni hefur vöru- og þjón­ustu­jöfn­uður verið sam­fellt jákvæður um svo langt skeið. Aldrei fyrr hefur náðst við­líka árangur í vexti og fjöl­breytni atvinnu­tæki­færa á lands­byggð­inni. Sjaldan eða aldrei hafa lífs­gæði auk­ist svo hratt í sam­fé­lögum um allt land eins og und­an­farin tíu ár. Og aldrei fyrr hafa stjórn­mála­menn getað gert sér von um að raun­veru­legur stöð­ug­leiki náist til lengri tíma í efna­hags­mál­u­m. 

Því þó að eft­ir­spurn eftir ferða­þjón­ustu sveiflist til og frá eftir gengi gjald­miðla, flug­fram­boði og fleiri þáttum er varan ekki sömu tak­mörk­unum háð og aðrar mik­il­vægar atvinnu­greinar hún er í rík­ara mæli sjálf­leið­rétt­andi. Þegar ferða­mönnum fjölgar hratt styrk­ist gengi krón­unnar vegna mik­illar eft­ir­spurnar eftir íslensku krón­unni og gjald­eyrir flæðir inn í land­ið. Mikil eft­ir­spurn hækkar verð á ferða­þjón­ustu­vörum og Ísland verður dýr­ari áfanga­staður fyrir erlenda ferða­menn. Það hefur í för með sér að eft­ir­spurn minnkar og að öllu öðru óbreyttu gefur krónan eft­ir, áfanga­stað­ur­inn verður ódýr­ari og eft­ir­spurn eykst á ný. 

Þannig er hægt að segja að erlend eft­ir­spurn eftir ferða­þjón­ustu með til­heyr­andi óbeinum og afleiddum áhrifum á aðrar atvinnu­greinar lúti öðrum lög­málum en útflutn­ingur á þeirri útflutn­ings­fram­leiðslu sem við höfum átt að venj­ast. Tengsl útfluttrar ferða­þjón­ustu við aðrar mik­il­vægar stoð­greinar hefur þannig aukið fjöl­breytni og stöð­ug­leika í íslensku efna­hags­lífi. Gjald­eyr­is­forð­inn er mynd­ar­leg­ur, gengið stöðu­gra, verð­lagið að nálg­ast mark­mið pen­inga­stefn­unn­ar, vextir í sögu­legu lág­marki og hrein staða við útlönd for­dæma­laust góð. Allt hefur þetta þýð­ingu fyrir stöðugra atvinnu­líf og þar með stöðugri lífs­gæði íbú­anna. 

Sjálf­bær áfanga­staður jafnar þannig af sveiflur í eft­ir­spurn yfir ákveð­inn tíma. Og það er einmitt sjálf­bærni sem er lyk­il­at­riði.

Til að efna­hags­líf­ið, sam­fé­lagið og stjórn­mála­menn í stefnu­mörk­un­ar­hug­leið­ingum fái notið gæða stöð­ug­leik­ans sem ferða­þjón­ustan býður upp á þá skiptir mestu að Ísland sé sjálf­bær áfanga­staður fyrir ferða­menn. Það er ekki sjálf­sagður hlut­ur. Það kostar bæði pen­inga og vinn­u. 

Vel gert en verk­efni við hvert fót­mál

Íslend­ingar hafa í raun gert ótrú­lega vel í að byggja upp ferða­þjón­ustu á hlaupum und­an­farin 10 ár. Það er í raun krafta­verki lík­ast. Við höfum sann­ar­lega staðið okkur vel undir pressu. Í hand­bolt­anum væri svona árangur lík­lega þakk­aður „ís­lensku geð­veik­inn­i“. Það er heldur ekki fjarri lagi hér. 

Íslend­ingar gripu tæki­færi sem varð til við ham­farir í nátt­úru og efna­hags­lífi, fjöldi erlendra ferða­manna hefur fjór­fald­ast á þeim tíu árum sem eru liðin og Ísland er nú einn af heit­ustu áfanga­stöðum heims. Mark­aðs- og kynn­ing­ar­starf hefur unnið til alþjóð­legra verð­launa fyrir mark­aðs­setn­ingu og aug­lýs­inga­her­ferð­ir. Hér hafa byggst upp þús­undir fyr­ir­tækja og tek­ist hefur að gera þetta á þann veg að 96% allra ferða­manna sem heim­sækja Ísland segj­ast vera ánægðir með ferð­ina og 90% Íslend­inga segj­ast finna fyrir bættum lífs­kjörum í sinni heima­byggð vegna upp­bygg­ingar ferða­þjón­ustu.

Þetta er hreint ótrú­legur árang­ur. 

Auð­vitað er fjöl­margt sem við getum gert bet­ur, bæði atvinnu­lífið og stjórn­völd. Þó það nú væri. Við sem sam­fé­lag eigum að sjálf­sögðu að geta horft til baka og lært af mis­tök­unum eftir 10 ára hraðan og sam­felldan vöxt. Ekk­ert sam­fé­lag hefði getað tekið við 25-40% fjölgun ár eftir ár án þess að ein­hver verk­efni höfn­uðu úti í skurði.

En það er þá verk­efni okkar núna að læra af mis­tök­un­um, bæta og laga það sem hægt er að gera bet­ur, að draga verk­efnin upp úr skurð­inum og koma þeim á beinu braut­ina og skipu­leggja umhverfi ferða­þjón­ust­unnar þannig að næsti ára­tugur geti orðið til þess festa í sessi stöð­ug­leik­ann og lífs­kjara­bót­ina til fram­tíð­ar. 

Það verk­efni er reyndar þegar hafið í sam­starfi stjórn­valda og atvinnu­grein­ar­inn­ar. Stefnurammi fyrir íslenska ferða­þjón­ustu til 2030 hefur þegar verið kynntur af ferða­mála­ráð­herra og nú stendur yfir vinna við aðgerða­bundna stefnu­mótun til 2025 á grund­velli þess ramma. Vinnu við hana á að vera lokið í mars næst­kom­andi, um það leyti sem fjár­mála­á­ætlun til næstu fimm ára verður lögð fram á Alþing­i. 

Fjár­fest­ing er lyk­ill að auknum arði sam­fé­lags­ins 

Hér víkur því sög­unni að sam­hengi stöð­ug­leika, stefnu­mörk­unar og sjálf­bærni.

Ef íslensk stjórn­völd vilja í raun byggja upp sjálf­bæra ferða­þjón­ustu og sjálf­bæran áfanga­stað til fram­tíðar - og byggja sam­hliða undir efna­hags­legan stöð­ug­leika - verður sú stefnu­mótun að end­ur­spegl­ast mjög skýrt í höf­uð­skjali rík­is­fjár­mála næstu ára, fjár­mála­á­ætlun fyrir tíma­bilið 2021-2025. 

Fjár­mála­á­ætl­unin nær yfir helm­ing þess tíma­bils sem fram­tíð­ar­sýn ferða­þjón­ust­unnar spann­ar. Það er því mik­il­vægt að verk­efnin sem ætlun er að ráð­ast í til að ná mark­miðum um sjálf­bæra ferða­þjón­ustu séu full­fjár­mögnuð í fjár­mála­á­ætl­un­inn­i. 

Þetta er auð­velt að segja, erf­ið­ara að fjár­magna. En þannig er það jú með öll verk­efni rík­is­ins. 

Stað­reyndin er hins vegar sú að ferða­þjón­ustan skilar í dag nægum tekjum til sam­fé­lags­ins til að standa undir þeirri fjár­mögnun (og meira til). Á árinu 2018 voru nettó tekjur ríkis og sveit­ar­fé­laga af ferða­þjón­ustu um 65 millj­arðar króna – svona svipað og heill Land­spít­ali. 

Til að fjár­magna for­gangs­verk­efni stefnu­mót­un­ar­innar þyrfti lík­lega ein­ungis að verja um 5-7% þeirrar upp­hæðar til fjár­fest­ingar í þágu atvinnu­grein­ar­innar árlega á gild­is­tíma fjár­mála­á­ætl­un­ar­inn­ar. Þegar horft er til þess að eitt af mark­miðum stefnu­mót­un­ar­innar er að auka útgjöld ferða­manna hér á landi svo þau verði um 700 millj­arðar króna árið 2030 og að tekjur hins opin­bera auk­ist jafn­hliða er það ein­fald­lega skyn­sam­leg fjár­fest­ing. 

Upp­skeran af slíkri fjár­fest­ingu mun bæta arð­semi og sjálf­bærni í atvinnu­grein­inni og mun byggja undir stöðugra efna­hags­líf, auknar tekjur ríkis og sveit­ar­fé­laga, fjöl­breytt­ari atvinnu­tæki­færi, sterk­ari byggðir og betri lífs­kjör fólks um allt land. 

Næsti ára­tugur ber í sér gríð­ar­legt tæki­færi til slíkrar upp­bygg­ing­ar. Tæki­færi til að áfanga­stað­ur­inn Ísland verði leið­andi í sjálf­bærri ferða­þjón­ustu. Tæki­færi til að raun­gera draum­inn um meiri stöð­ug­leika í efna­hags­líf­inu á grunni fjöl­breytt­ara atvinnu­lífs og sjálf­bærs vaxtar til fram­tíð­ar.

Tím­inn til að grípa það er núna.

Höf­undur er 
fram­kvæmda­stjóri Sam­taka ferða­þjón­ust­unnar

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sema Erla Serdar
Erum við nokkuð að gleyma einhverjum?
Kjarninn 28. mars 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar.
Vonbrigði með brot á samkomubanni síðasta sólarhring
Staðfest smit eru nú orðin 963 hér á landi en 79 nýir einstaklingar greindust með smit í gær. Enn er ekki um veldisvöxt að ræða sem er mjög jákvætt. Aftur á móti varð yfirlögregluþjónn fyrir vonbrigðum með brot á samkomubanni en það er talið bera árangur.
Kjarninn 28. mars 2020
Logi Einarsson
Styðjum fleiri en þá stóru
Kjarninn 28. mars 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna: Nú gefst tækifæri til að leiðrétta „mistökin“
Formaður Eflingar leggur til að allir þeir milljarðar sem greiddir hafa verið í arð til eigenda fyrirtækja á síðustu árum verði gerðir upptækir af ríkinu og notaðir til að fjármagna íslenskt samfélag.
Kjarninn 28. mars 2020
Telja hagsmuni eldri borgara landsins hunsaða
Stjórn Landssambands eldri borgara skorar á sveitarfélög og ríki að gera betur við eldri borgara landsins í COVID-19 faraldri.
Kjarninn 28. mars 2020
Eiríkur Ragnarsson
Það er karlmannlegt að haga sér eins og kona
Kjarninn 28. mars 2020
Þórður Snær Júlíusson
Skammist ykkar
Kjarninn 28. mars 2020
Skúli Eggert Þórðarson ríkisendurskoðandi skrifar undir umsögn stofnunarinnar.
Ríkisendurskoðun vill skýrara orðalag um endurgreiðsluskyldu á brúarlánum
Orðalagið „að tryggja eftir föngum endurgreiðslu“, getur mögulega falið í sér að skuldari sem fái brúarlán tryggt af hinu opinbera líti svo á að í lánveitingunni felist ekki fortakslaus krafa um endurgreiðslu ef greiðslufall verður hjá honum.
Kjarninn 28. mars 2020
Meira úr sama flokkiÁlit