Mótum framtíðina saman

Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, skrifar um samkeppnishæfni íslenska hagkerfisins og hvetur stjórnvöld til að móta sína eigin atvinnustefnu.

Auglýsing

Með ákvörð­unum okkar í dag höfum við áhrif á morg­un­dag­inn. Sam­keppn­is­hæfni er nokk­urs konar heims­meist­ara­mót þjóða í lífs­gæð­um. Þeim mun betri sem sam­keppn­is­hæfnin er, þeim mun meiri verð­mæti verða til og þar með verður meira til skipt­anna fyrir okkur öll. Með ákvörð­unum okkar í dag þarf að örva fjár­fest­ingu, sjá til þess að ný tæki­færi blóm­stri og mannauð­ur­inn eflist. Þetta eru lyk­il­þættir í atvinnu­stefnu sem Sam­tök iðn­að­ar­ins kynntu fyrir um ári síð­an. Vel færi á því að stjórn­völd mörk­uðu sína eigin atvinnu­stefnu sem væri rauður þráður í annarri stefnu­mótun og væri ætlað að auka verð­mæta­sköpun á Íslandi, lands­mönnum öllum til heilla.

Ár nýsköp­unar

Árið 2020 verður ár nýsköp­unar hjá Sam­tökum iðn­að­ar­ins. Sam­tökin kynntu nýsköp­un­ar­stefnu sína í febr­úar 2019 í aðdrag­anda þess að stjórn­völd mót­uðu sína stefnu um nýsköp­un. Stefna stjórn­valda var kynnt síð­ast­liðið haust og hefur ráð­herra kynnt aðgerðir í kjöl­far­ið, meðal ann­ars hug­myndir um Kríu – sjóð sem fjár­festir í sprot­um. Ísland er nýsköp­un­ar­land, segir í stefnu stjórn­valda. Þetta er stærri yfir­lýs­ing en ætla mætti í fyrstu þar sem þetta segir að stjórn­völdum er alvara með það að efla nýsköpun og gera hana árang­urs­rík­ari en hingað til hefur ver­ið. Því ber að fagna.

Nýsköpun snýst um ný tæki­færi, um þróun og um lausnir á sam­fé­lags­lega mik­il­vægum verk­efn­um. Þannig getur nýsköpun átt sér stað í rót­grónum fyr­ir­tækjum jafnt og í nýjum sprot­um. Nýsköpun byggir að miklu leyti á hug­viti en einnig þarf hand­verk til að láta hug­myndir verða að veru­leika. Hug­vitið er óþrjót­andi upp­spretta sem þarf að virkja en það er án landamæra og þess vegna reyna ríki heims að auka nýsköpun með stefnu­mörk­un. Í því ljósi er sér­stak­lega jákvætt að íslensk stjórn­völd hafi mótað metn­að­ar­fulla stefnu sem fylgt er eft­ir. Með ári nýsköp­unar vilja Sam­tök iðn­að­ar­ins leggja sitt af mörkum til að efla nýsköpun og ný tæki­færi á Íslandi.

Auglýsing

Auka þarf fjár­fest­ingar

Fjár­fest­ing í dag er hag­vöxtur á morg­un. Það þarf frek­ari fjár­fest­ingar til að byggja undir fram­tíð­ar­vöxt. Seðla­bank­inn hefur lækkað vexti á árinu til þess að örva fjár­fest­ingu. Það hefur enn ekki skilað til­ætl­uðum árangri og mun ekki skila sér nema vextir lækki enn meira. Það er vegna þess að lægri vextir Seðla­bank­ans hafa ekki leitt til lægri útláns­vaxta bank­anna. Seðla­banki sem bregst við fjár­málum hins opin­bera verður að taka til­lit til banka­skatta og áhrifa þeirra en það virð­ist ekki vera gert í nægum mæli. Þá eru rík­ari eig­in­fjár­kröfur á banka­starf­semi hér á landi heldur en ann­ars staðar og það þýðir hærri vext­ir. Það þarf að hugsa út fyrir kass­ann til að breyta þessu og það hlýtur að verða gert á nýju ári.

Þessi staða hefur til að mynda áhrif á íbúða­fjár­fest­ingu. Næstu ára­tugi þarf að reisa um tvö þús­und íbúðir á ári að með­al­tali svo lands­menn hafi þak yfir höf­uð­ið. Reglu­verk og kerfi sem er þungt í vöfum tefur upp­bygg­ingu sem og ofan­greind staða á fjár­mála­mark­aði. Þessu þarf að breyta og yfir­lýs­ing rík­is­stjórn­ar­innar í tengslum við Lífskara­samn­ing­inn lofar þar góðu. Í sjón­máli eru mestu umbætur í ára­tugi en þar þurfa allir að leggja hönd á plóg svo þær geti orðið að veru­leika – ríki og stofn­an­ir, sveit­ar­fé­lög og iðn­að­ur­inn. Von­andi verða stór skref stigin árið 2020.

Stór­á­tak þarf við upp­bygg­ingu inn­viða eins og lands­menn hafa verið minntir á und­an­farin miss­eri. Vega­kerfið hefur verið und­ir­fjár­magnað þó það horfi til betri vegar á næstu árum. Opin­berar bygg­ingar hafa legið undir skemmdum vegna myglu sem stafar meðal ann­ars af of litlu við­haldi. Flutn­ings­kerfi raf­orku brást lands­mönnum í óveðr­inu skömmu fyrir jól og raf­magns­laust var svo dögum skipti með til­heyr­andi tjóni. Alvar­leg bilun varð á dög­unum í heita­vatns­lögn á höf­uð­borg­ar­svæð­inu þar sem Land­spít­al­inn þurfti að ræsa gufukatla til að hita bygg­ing­ar. Við göngum að traustum innviðum sem sjálf­sögðum hlut. Þegar þeir virka sem skyldi tökum við ekki eftir þeim en ef þeir bregð­ast þá hefur það mikil áhrif. Þessi staða hefur að miklu leyti legið lengi fyrir en nú er aðgerða þörf til að tryggja öryggi lands­manna.

Fjöl­breyttir mögu­leikar með starfs­námi

Með efl­ingu mannauðs er einkum tvennt sem þarf að gera. Ann­ars vegar þarf fleiri mennt­aða í svoköll­uðum STEM fögum en það eru raun­vís­indi, tækni­grein­ar, verk­fræði og stærð­fræði. Tæki­færin eru óþrjót­andi en það hamlar mjög verð­mæta­sköpun að geta ekki fengið fólk með rétta hæfni til starfa. Hins vegar þarf mun fleiri starfs- og tækni­mennt­aða á Íslandi. Í löndum Evr­ópu eru að með­al­tali um 50% starfs­mennt­aðir ein­stak­ling­ar. Hér á landi er hlut­fallið um þriðj­ung­ur. Af þeim félags­mönnum Sam­taka iðn­að­ar­ins sem vilja ráða fólk til starfa eru um ¾ að leita að starfs­mennt­uðu fólki. Eft­ir­spurnin er því sann­ar­lega til staðar en þetta lýsir ágæt­lega færni­m­is­ræmi á íslenskum vinnu­mark­aði. Þetta er mjög kostn­að­ar­samt fyrir íslenskt sam­fé­lag og úr þessu verður að bæta. 

Breytt lands­lag – atvinnu­stefna 

Sam­keppn­is­hæfni íslenska hag­kerf­is­ins hefur að miklu leyti sveifl­ast með gengi krónu. Sögu­lega séð hefur gengi krónu gefið veru­lega eftir í efna­hagslægð. Þar með batnar sam­keppn­is­staða íslenskra fyr­ir­tækja þar sem erlendar vörur verða dýr­ari. Þetta ger­ist ekki núna þegar hag­kerfið dregst aðeins saman eftir langvar­andi hag­vaxt­ar­skeið. End­ur­reisn efna­hags­lífs­ins tókst vonum framar og sam­hliða upp­gangi ferða­þjón­ustu voru stoð­irnar treystar svo um mun­aði. Skuldir heim­ila, fyr­ir­tækja og ríkis hafa lækkað umtals­vert, erlendar eignir eru umfram erlendar skuldir og aukin fjöl­breytni er í útflutn­ingi. Saman styrkir þetta stoðir hag­kerf­is­ins og áhrif þess koma nú fram í minni sveifl­um. Fyrir vikið verður ekki leið­rétt­ing á sam­keppn­is­stöð­unni og það fækkar störfum í einka­geir­anum hér á landi.

Evr­ópu­sam­bandið mótar nú atvinnu­stefnu sem verður kynnt árið 2020. Henni er fyrst og fremst ætlað að tryggja sam­keppn­is­hæfni Evr­ópu gagn­vart stór­þjóðum eins og Kína og Banda­ríkj­unum en kín­versk fyr­ir­tæki hafa aukið hlut­deild sína á vest­rænum mörk­uðum á kostnað vest­rænna fyr­ir­tækja. Atvinnu­stefna ESB mun í gegnum EES samn­ing­inn hafa áhrif hér á landi. Það ætti að vera íslenskum stjórn­völdum metn­að­ar­mál að móta sína eigin stefnu til að efla sam­keppn­is­hæfni Íslands sem tekur mið af íslenskum hags­munum en ekki ein­göngu hags­munum stærstu ríkja og fyr­ir­tækja í Evr­ópu. Sam­tök iðn­að­ar­ins hafa lagt sitt af mörkum til þess­arar umræðu og gáfu sam­tökin út ítar­lega skýrslu um atvinnu­stefnu haustið 2018. Í stuttu máli gengur slík stefna út á að bæta almenn skil­yrði til rekstrar enda hækka öll skip á flóði. Slík stefna stuðlar að efl­ingu mannauðs, auk­inni nýsköp­un, bættum starfs­skil­yrðum og auk­inni fjár­fest­ingu, meðal ann­ars í innvið­um. Slík stefna ætti að vera rauður þráður í annarri stefnu­mótun hins opin­bera.

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Sam­taka iðn­að­ar­ins.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rúmlega 30 starfsmönnum sagt upp hjá Póstinum
Pósturinn mun hætta dreifingu á ónafnamerktum fjölpósti á höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesi, Selfossi og Akranesi en breytingin mun leiða til um 200 milljóna króna lækkunar kostnaðar á ársgrundvelli.
Kjarninn 29. janúar 2020
Elfa Ýr Gylfadóttir
Eiga íslenskir fréttamiðlar sér framtíð?
Kjarninn 29. janúar 2020
Mútugreiðslur Airbus leiða til mörg hundruð milljarða sektar
Stærsti flugvélaframleiðandi heims hefur samið sig frá sakamálarannsókn vegna mútugreiðslna.
Kjarninn 29. janúar 2020
Ragnheiður sat hjá þegar útvarpsstjóri var ráðinn
Ragnheiður Ríkharðsdóttir á sæti í stjórn RÚV en sat hjá í ráðningaferlinu vegna tengsla við fólk sem sóttist eftir starfinu.
Kjarninn 28. janúar 2020
Guðmundur Halldór Björnsson
Samruni eða fjandsamleg yfirtaka – Hvað á sameinað félag að heita?
Kjarninn 28. janúar 2020
Vigdís og Kolbrún gagnrýna ráðningu Stefáns en Dagur óskar RÚV til hamingju
Tveir oddvitar í minnihluta borgarstjórnar segist óttast að ráðning Stefáns Eiríkssonar sem útvarpsstjóra verði til þess að það muni halla á fréttaflutning úr borgarstjórn. Dagur B. Eggertsson gaf Stefáni sín „bestu meðmæli“ og óskar RÚV til hamingju.
Kjarninn 28. janúar 2020
Ingrid Kuhlman
Býður dánaraðstoð heim misnotkun?
Kjarninn 28. janúar 2020
Enginn má undan líta – óviðjafnanleg sögustund í Landnámssetri
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Öxina, sögustund í Landnámssetri.
Kjarninn 28. janúar 2020
Meira úr sama flokkiÁlit