Hákarlahlaupið

Auglýsing

Ég er aðdá­andi Sól­veigar Önnu Jóns­dóttur for­manns Efl­ingar og mér fannst löngu tíma­bært að nýtt fólk kæm­ist til áhrifa innan verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar. Slík hreyf­ing á að vera lif­andi afl en ekki sú stein­gelda stofnun sem mér fannst hún stundum orðin og hún á að vera rót­tæk. Það er hún núna. Auð­vitað hljótum við öll að styðja bar­áttu lág­launa­fólks fyrir betri kjör­um. Og umboð Efl­ingar til aðgerða er gríð­ar­lega sterkt.

En svo er varað við svoköll­uðu höfr­unga­hlaupi. Það er fárán­lega ósann­gjarnt að ætla að gera fólkið á lægstu laun­unum ábyrgt fyrir því höfr­unga­hlaupi sem hækkun launa kann að hafa í för með sér. Það var nefni­lega ekki lág­launa­fólkið sem hóf það hlaup heldur hálauna­fólkið eins og lesa má í ótal fréttum frá síð­ustu tveimur árum. Hlaupið er ekki nýhaf­ið. Sumir höfr­ung­arnir tóku til­hlaup. Hér eru nokkrar fréttir sem ég fann með lág­marks­gúggli:

Svona hafa laun rík­is­for­stjóra hækkað

Auglýsing

Launa­hækk­anir rík­is­for­stjóra slá­andi

For­stjórar hafa hækkað um 398 þús­und, afgreiðslu­fólk á kassa um 86 þúsun

Allir sjá að þessar hækk­anir á síð­ustu árum eru ekki í neinu sam­bandi við þær hækk­anir sem venju­legu launa­fólki hafa boð­ist og reyndar eru launin það ekki held­ur. Hæst­laun­aði rík­is­for­stjór­inn sam­kvæmt efstu frétt­inni var með 4,8 millj­ónir á mán­uði. Fyrir venju­legt fólk hljómar það meira eins og happ­drætt­is­vinn­ingur en mán­að­ar­laun. Sá sem fær 300.000 kr. á mán­uði er 16 mán­uði að vinna sér inn þá upp­hæð. For­stjór­arnir og kannski ekki síst rík­is­for­stjór­arnir eru því höfr­ung­arn­ir. Efl­ing­ar­fólkið kannski meira eins og síld. 

En. Svo er það stóra mynd­in. Ég ótt­ast nefni­lega að fleiri krónur í veskið skili sér ekki í betri kjörum til fram­tíð­ar. Hugs­an­lega ef greitt væri út í gulli eða alvöru­pen­ingum en mata­dor­pen­ing­arnar sem við notum hér á landi eru drasl og verð­gildi þeirra langt frá því að vera fasti sem hægt er að stóla á. 

Fyrir hrun var Ísland hálauna­land. Það segir ekk­ert um kaup­mátt launa­fólks þá eða lífs­gæði almennt, bara það að við gátum breytt krón­unum okkar í evr­ur, stokkið upp í flug­vél og lifað eins og kóngar í öðrum lönd­um. Svo hrundi banka­kerfið og Ísland varð allt í einu lág­launa­land. Samt breytt­ist krónu­talan sem fólk fékk útborgað ekki en sú upp­hæð dugði bara mun skemur því verð­gildi krón­unnar hafði rýrn­að. Þeir sem álp­uð­ust til útlanda gátu vart keypt sér kaffi­bolla, slík var dýr­tíð­in. Svo­leiðis líður öllum ferða­mönn­unum sem hingað koma enda landið aftur orðið hálauna­land. Lág­marks­laun á Íslandi núna eru kr. 300.000.- en á Spáni eru þau 900 evrur eða ríf­lega kr. 124.000.- Aft­ur. Það segir ekk­ert um kaup­mátt.

Því er oft haldið fram að Ísland sé stétt­laust þjóð­fé­lag. Örlítil þekk­ing á Íslands­sög­unni ætti að sann­færa alla um að svo sé ekki og hafi aldrei ver­ið. Frá upp­hafi hefur verið gríð­ar­legur munur á þeim sem eiga og þeim sem eiga ekki. Hluti land­náms­mann­anna voru þræl­ar, fólk sem annað fólk hafði numið á brott og hneppt í ánauð. Og þótt þræla­hald hafi verið bannað tók ekki mikið betra við með vist­ar­bandi og tak­mörk­uðum rétt­indum þeirra sem ekki voru af réttu kyni eða eigna­laus­ir. Þegar kosið var til Alþingis 1844 voru til dæmis aðeins 2,3% íbúa lands­ins með kosn­inga­rétt. Varla dæmi um stétt­laust þjóð­fé­lag?

Það sem þó er gott í okkar sam­fé­lagi og hefur oft verið ruglað saman við stétt­leysi er að til­tölu­lega auð­velt er fyrir flestalla sem á annað borð hafa til þess elju, áhuga og hæfi­leika að sækja sér mennt­un. Það er fremur auð­velt þrátt fyrir að vel­ferð­ar­kerfið sé alls ekki eins burð­ugt hér á landi og á hinum Norð­ur­lönd­unum þar sem nemar fá jafn­vel náms­styrki í stað náms­lána. Því er svo logið að okkur að menntun sé ávísun á betri kjör. Svo er ekki. Þau sem mennta sig til þess að sinna öðru fólki fá þá menntun t.d. sjaldn­ast metna til hærri launa. Spyrjið bara hjúkr­un­ar­fræð­inga og leik­skóla­kenn­ara. Sama á við um hug­vís­indi. Hugs­an­lega borgar það sig þó fjár­hags­lega að mennta sig til að hugsa um pen­inga. 

Mér hefur fund­ist mesta stétt­skipt­ingin á Íslandi vera á milli þeirra sem eiga og þeirra sem eiga ekk­ert. Þegar ég starf­aði í stjórn­málum varð ég þeirrar gæfu aðnjót­andi að fólk treysti mér fyrir ýmsum upp­lýs­ingum um sig og sitt við­ur­væri sem hjálp­uðu mér að skilja líf þeirra og til­veru. Eitt af því voru fjár­mál fólks, útborguð laun eða bætur og svo útgjöld. Ég átt­aði mig fljót­lega á því að sá sem býr einn í leigu­í­búð við starfs­lok og er gert að lifa á líf­eyri úr almanna­trygg­inga­kerf­inu getur það alls ekki. Slíkt er ein­fald­lega ógjörn­ingur enda húsa­leiga hér á landi almennt alltof há og nauð­synjar dýr­ar. Hjón sem fá sömu upp­hæð hvort um sig en búa í skuld­lausu hús­næði geta hins vegar haft það fínt á sínum líf­eyri. Þótt alltaf sé ein­hver kostn­aður af fast­eign­inni er hann mun lægri en leiga og hag­kvæmara fyrir tvo að búa sam­an. Þeir sem eiga skuld­laust íbúð­ar­hús­næði eru líka lík­legri til að hafa getað komið sér upp spari­fé. Eignir geta oft af sér meiri eign­ir. Eigna­leysi við­heldur eignaleysi. 

Aðstæður fólks skipta nefni­lega máli, oft öllu máli. Í aug­lýs­ingum Efl­ingar sem nefnd­ust „Jóla­sögur úr borg­inni“ seg­ist ein þeirra kvenna sem þar segir frá vinnu sinni í mötu­neyti fyrir aldr­aða að fyrir 100% vinnu fái hún um kr. 355.000.- eða á milli kr. 260.000–270.000.- útborg­að. Svo greiðir hún kr. 252.000 í leigu og auð­vitað skiljum við öll að þetta er reikn­ings­dæmi sem gengur ekki upp. Hún getur ekki dregið fram lífið á 10 þús­und kalli á mán­uði. Sam­kvæmt kröfu­gerð Efl­ingar í samn­inga­við­ræðum við borg­ina ættu lág­marks­laun að vera kr. 425.000 við lok samn­ings sem á að gilda í þrjú ár og þannig hækka um kr. 125.000. Til að ein­falda dæmið skulum við bæta þeirri upp­hæð ofan á laun kon­unn­ar. Hún fengi þá kr. 480.000.- fyrir 100% vinnu og kr. 351.300.- útborgað sam­kvæmt reikni­vél stað­greiðslu hjá skatt­inum (ég setti engar við­bót­ar­greiðslur inn, svo sem orlof eða greiðslur í stétt­ar­fé­lag, svo þessi upp­hæð er ríf­leg). Eftir að hafa greitt leigu ætti hún því um kr. 100.000 til að lifa af og öll skiljum við að það er auð­veld­ara en að lifa af kr. 10.000.- Nema bara að lík­legt er að leigan myndi hækka líka og þar komum við að hákörlun­um. 

Ef rík­is­for­stjórar eru höfr­ungar þá eru þeir sem allt eiga hér á landi hákarlar og þeir geta gert það sem þeim sýn­ist. Þeir geta til dæmis keypt bíó­hús­næði og ákveðið að hækka leig­una svo mikið að ekki sé hægt að halda áfram að reka bíó þar. Þeir geta líka keypt blokk á Akra­nesi og gert 18 fjöl­skyldur hús­næð­is­laus­ar. Og umfram allt þá virð­ast þeir geta ávaxtað eignir sínar eins og það sé heilög skylda sam­fé­lags­ins að tryggja þeim ávallt góða ávöxt­un. 

Árið 2001 kost­aði kr. 35.000.- að leigja 67 fm íbúð með sér­inn­gangi og aðgangi að þvotta­húsi á góðum stað í Kópa­vogi. Sam­kvæmt verð­lags­reikni­vél Hag­stof­unnar jafn­gildir það ríf­lega kr. 81.000.- á verð­lagi dags­ins í dag. Þessi til­tekna íbúð er ekki í útleigu núna en á vefnum Leigu­skjól eru ódýr­ustu tveggja her­bergja íbúð­irnar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu á kr. 180.000 og upp í kr. 300.000.- Ef leigu­verð hefði hald­ist í hendur við verð­þróun á þessum tíma væri senni­lega létt­ara að lifa að kr. 300.000.- lág­marks­launum en það er. 

En af hverju er þetta svona? Árið 2001 var erfitt fyrir venju­legt fólk að kaupa íbúð­ar­hús­næði, sér­stak­lega fyrstu íbúð, alveg eins og nú. Einu lánin sem buð­ust flestum voru hjá Íbúða­lána­sjóði. Hámarks­lán var, ef ég man þetta rétt, 12,5 millj­ónir króna. Á árunum 2004-8 voru það hins vegar bank­arnir sem lán­uðu flestum íbúða­kaup­endum hús­næð­is­lán og mun auð­veld­ara var að stand­ast greiðslu­mat. Og allt í einu var ekk­ert hámark og hús­næð­is­verð, og þar með leigu­verð líka, hækk­aði upp úr öllu valdi. Hugs­an­lega voru hámarks­lán Íbúða­lána­sjóðs árið 2001 alltof lág og dugðu ekki fyrir bygg­ing­ar­kostn­aði. En það sem við upp­lifðum svo var að hús­næði­kostn­aður margra varð allt í einu á pari við ráð­stöf­un­ar­tekjur þeirra en ekki 25% þeirra eins og talið er eðli­legt. Við vitum að hækkun fast­eigna­verðs fyrir hrun var bóla en vegna ýmissa sér­ís­lenskra lausna eins og verð­trygg­ingar sprakk hún ekki almennilega í hrun­inu. Heim­ilin voru gríð­ar­lega skuld­sett og erfitt að selja íbúðir á lægra verði en fólk skuld­aði. Hús­næð­is­verð er enn hátt þótt það hafi lækkað tölu­vert á tíma­bili og m.a. ferða­menn og útleiga til þeirra skap­aði skort sem hélt upp verð­in­u. 

Víða um heim hefur svipað ástand mynd­ast í borg­um. Mikil ásókn hefur verið í hús­næði og hákarl­arnir séð sér leik á borði og braskað með þeim afleið­ingum að venju­legt fólk hefur að óbreyttu ekki haft efni á að leigja sér þak yfir höf­uð­ið. Heim­ili er grunn­þörf og þótt við við­ur­kennum að íbúðir geti verið mark­aðsvara þá má það aldrei vera háð mark­aðs­öfl­unum hvort við getum búið ein­hvers stað­ar. Á Íslandi átt­uðu menn sig á því fyrir mörgum ára­tugum og byggðu verka­manna­bú­staði fyrir tekju­lægra fólk og félags­legar íbúð­ir. Verka­manna­bú­staða­kefið var eyði­lagt og leyst upp og sveit­ar­fé­lög, sem lögum sam­kvæmt ber skylda til að sjá þeim sem þurfa fyrir félags­legu hús­næði hafa mörg hver kom­ist upp með að gera það ekki. Hér hafa verið gerðar til­raun­ir, t.d. með Bjargi, fast­eigna­fé­lagi, til að koma upp vísi að slíku kerfi aftur en það þarf bara svo miklu meira til. 

Nýlega komst Berlín í heims­frétt­irnar fyrir að hafa fryst leigu­verð næstu fimm árin. Borg­ar­yf­ir­völd hafa líka yfir­tekið íbúðir sem eitt sinn voru félags­legar þegar leigu­fé­lagið sem hafði rekið þær ætl­aði að selja þær hæst­bjóð­andi. Víðar hafa borg­ar­yf­ir­völd og önnur stjórn­völd ráð­ist í aðgerðir til að tryggja stöð­ug­leika á leigu­verði – tryggja að hákarl­arnir geti ekki bara alltaf kraf­ist þess að fá næstum allar ráð­stöf­un­ar­tekjur okk­ar. Við þær aðstæður þýðir nefni­lega lítið að hækka kaup­ið. Hákarl­arnir sem allt eiga eru fyrir löngu búnir að vinna höfr­unga­hlaup­ið. Og ætlum við virki­lega ekki að gera neitt til að reyna að stöðva þá? 

 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None