Endurmeta þarf störf tengd börnum, öldruðum og sjúkum

Prófessor við Háskóla Íslands og sérfræðingur hjá Eflingu segir að ef borgaryfirvöld komi til móts við kröfur Eflingar muni rekstur leikskóla og skyldra sviða hjá borginni batna. Endurmat á launum þessara hópa sé forsenda þess að slíkur árangur náist.

Auglýsing

Kjara­deila Efl­ingar og Reykja­vík­ur­borgar snýst um að fá fram hóf­legt end­ur­mat á störfum í neðsta enda launa­stig­ans, hjá fólki sem býr á dýrasta svæð­inu í dýrasta landi jarð­ar­innar – í Reykja­vík.

Þetta eru að stærstum hluta störf við leik­skóla og umönn­un, sem einkum eru kvenna­störf.

Þetta eru lægst laun­uðu störfin í land­inu, ekki síst þau störf sem eru á leik­skól­um.

Kvenna- og jafn­rétt­is­bar­átta síð­ustu ára hefur í auknum mæli beinst að svo­kall­aðri jafn­launa­vott­un, sem gengur m.a. út á að tryggja að lág­launa­konur séu ekki lægri en lág­launa­karl­ar.

Kyn­bundin launa­mun­ur, sem jafn­launa­vottun bein­ist að, telur almennt á bil­inu 5-10% en stétt­bund­inn launa­munur telur í hund­ruðum pró­senta. Það síð­ar­nefnda skiptir mestu máli ef menn vilja jafna stöðu og tæki­færi kvenna og karla.

Þessi jafn­launa­vottun beinir hins vegar aldrei sjónum að mun milli lág­launa­starfa og hálauna­starfa og snið­gengur þá stað­reynd að konur safn­ast í miklu meiri mæli en karlar í lág­launa­störf, sem mörg eru einmitt við upp­eldi barna á leik­skólum og við umönnun og þjón­ustu ýmiss kon­ar. 

Jafn­rétt­is­bar­átta sem horfir einkum á jafn­launa­vottun bregst lág­launa­konum í öllu því sem mestu máli skiptir varð­andi kjara­jöfnun og við­un­andi afkomu.

Enda er nið­ur­staðan sú, að lág­launa­konur hafa setið eftir og sá stóri hópur sem mannar ófag­lærð upp­eld­is­störf á leik­skólum er lægst met­inn til launa af öllum starfs­stéttum í land­inu.

Lægst metnu störfin

Eins og sjá má á mynd­inni hér að neðan er ófaglært starfs­fólk leik­skól­anna lægst í neðri enda launa­stig­ans á íslenska vinnu­mark­að­in­um, með 375.000 krónur í heild­ar­laun á mán­uði. Allra lægst!

Auglýsing
Eftir skatt gefur það 288.000 krónur á mán­uði til að lifa af. Grunn­launin eru 341.000 kr. sem eftir skatt gefur 267.000 í ráð­stöf­un­ar­tekj­ur. Þetta er langt undir fram­færslu­við­miði stjórn­valda, því sem þarf til að lifa af á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Ef ófag­lærð starfs­kona á leik­skóla færi að vinna á kassa í Bónus eða Hag­kaupum (sbr. „Af­greiðslu­fólk í dag­vöru­versl­un“ á mynd­inni) myndi hún hækka úr 375.000 í 443.000 kr. á mán­uði, eða um 68.000 krón­ur. 

Hverjir vinna á kassa í Bón­us? Jú, það er að stórum hluta ungt fólk sem er þar ein­ungis tíma­bund­ið, og reyndar margt í hluta­störfum með fram skóla­göngu. Fáir eru þar í fullu starfi.

Ef leik­skóla­starfs­fólk færi að vinna sem verka­fólk við fisk­vinnslu eða iðnað myndi það hækka launin sín úr 375.000 í um 482.000 krón­ur, eða um 110.000 krónur á mán­uði.

Og ef við­kom­andi færi að vinna við glugga- eða bíla­þvott, eða á lyft­ara þá fengjust enn hærri laun.

Er þetta eðli­legt mat á störfum við upp­eldi barna og umönnun almennt?Mynd 1.

Þegar horft er til fag­lærðra leik­skóla­kenn­ara (sem eru efstir á mynd­inni) þá fá þeir lægstu heild­ar­launin í hópi háskóla­mennt­aðra sér­fræð­inga í land­inu, eða um 543.000 krónur á mán­uði.

Það gildir síðan bæði um fag­lærða og ófag­lærða starfs­menn leik­skól­anna að engin starfs­hópur á vinnu­mark­að­inum hefur minni auka­tekjur ofan á grunn­laun­in. 

Nokkrir starfs­hópar eru með lægri grunn­laun en leik­skóla­fólk (sjá ljós­gráu súl­urnar á mynd­inn­i), en allir hafa hins vegar meiri auka­tekjur en leik­skóla­fólk (álags­greiðsl­ur, yfir­vinnu o.fl.), sem skilar þeim hærri heild­ar­launum en bjóð­ast á leik­skól­un­um.

Til­laga Efl­ingar um leið­rétt­ingu fyrir lægstu hópana lagar þessa stöðu þeirra allra lægstu lít­il­lega (um 20 til 50 þús­und kr.) – en ætti með réttu að vera meiri ef menn vilja virki­lega end­ur­skoða hið furðu­lega mat sem lagt er á störf þeirra sem vinna við upp­eldi og umönn­un.

Rekstur leik­skól­anna er ekki í sam­ræmi við lög

Í lögum um leik­skóla er skýrt að um 67% starfs­fólks skuli vera faglært. Nú er hlut­fall fag­lærðra leik­skóla­kenn­ara ein­ungis um 25%. Ófag­lærðir eru stærsti hluti starfs­manna.

Um ára­bil hefur verið við­var­andi flótti fag­lærðra starfs­manna af leik­skól­un­um, vegna vax­andi álags og mik­illar óánægju með laun.

Þess­ari þróun hefur fylgt veru­lega aukin starfs­manna­velta og tíðar fjar­vistir sem gerir allt starfið erf­ið­ara og meira krefj­andi fyrir starfs­fólk­ið. 

Þessi óheilla­þróun þýðir ekki bara að starf­semi leik­skól­anna er ekki lengur í sam­ræmi við lög, heldur eru starfs­skil­yrði allt önnur og verri en þegar þessum störfum var skipað í launa­flokk á grund­velli starfs­mats Reykja­vík­ur­borg­ar.

Það er því mikil þörf á alger­lega nýju starfs­mati sem tekur í senn mið af þessum breyttu starfs­skil­yrðum og hinu óeðli­lega van­mati á mik­il­vægi þess­ara starfa.

Ef borg­ar­yf­ir­völd koma til móts við kröfur Efl­ingar mun rekstur leik­skóla og skyldra sviða hjá borg­inni batna. End­ur­mat á launum þess­ara hópa er for­senda þess að slíkur árangur náist.

Er það ekki ábyrgð borg­ar­yf­ir­valda að tryggja að starf­semi leik­skóla sé innan ramma lag­anna?

Hvers vegna er ekki tekið á þessu máli á upp­byggi­legan hátt?

Höf­undur er pró­­fessor við HÍ og sér­­fræð­ingur í hluta­­starfi hjá Efl­ing­u-­­stétt­­ar­­fé­lagi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar