Ímyndarherferð SFS

Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, telur að ný fundarherferð SFS sé samkeyrð með átaki stjórnvalda til að auka gagnsæi í mikilvægum atvinnugreinum.

Auglýsing

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi (SFS) boð­uðu nýverið til fundar um gagn­sæi í sjáv­ar­út­vegi. Annar ræðu­maður var Þórður Snær Júl­í­us­son á Kjarn­anum og flutti erindið „Það sem sjáv­ar­út­veg­ur­inn þarf að gera til að byggja upp traust“. SFS réðst ekki á garð­inn þar sem hann er lægstur – en eftir er að sjá hvort sam­tökin taka mark á gagn­rýni Þórðar Snæs. Rík­is­stjórnin hyggst nú leggja fram frum­varp um aukið gagn­sæi hjá fyr­ir­tækjum í sjáv­ar­út­vegi og öðrum sem skipta þjóð­ar­búið miklu máli. Her­ferð SFS er vel tíma­sett. 

Fyr­ir­myndin Lands­virkjun

Fyrir ára­tug síð­an, af ástæðum sem óþarfi er að tíunda hér, réðst Lands­virkjun í ímynd­ar­her­ferð til  að upp­lýsa almenn­ing um að Lands­virkjun væri eign þjóð­ar­innar og því væri öllum vel­komið að kynna sér starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins; að ekki væri um að ræða ein­ok­un­ar­fyr­ir­tæki sem mynd­aði múr utan um hags­muni stór­iðju­fyr­ir­tækja á Íslandi með lágt orku­verð að leið­ar­ljósi.

Lands­virkjun nýtir jú sam­eig­in­legar auð­lindir þjóð­ar­innar líkt og útgerð­ar­menn, og fyr­ir­tækið er í þjóð­ar­eign.

Umhverf­is­stefna

Lands­virkjun lét ekki þar við sitja heldur gerð­ist aðili að ­sam­tök­unum UN Global Compact, sam­tökum fyr­ir­tækja sem setja sér skýr við­mið í umgengni við nátt­úr­una og – ekki síður – í sam­skiptum við almenn­ing. 

Sjáv­ar­út­veg­ur­inn

Afstaða Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi er sú að óum­deilt sé „á meðal okkar helstu sér­fræð­inga að afla­heim­ildir njóta verndar eign­ar­rétt­ar­á­kvæðis 72. greinar stjórn­ar­skrár­innar sem atvinnu­rétt­indi, sbr. 1. gr. 1. við­auka við Mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu“. Ergo: SFS fall­ast ekki á auð­linda­á­kvæði í stjórn­ar­skrána nema þessi „eign­ar­rétt­ur“ verði við­ur­kennd­ur.

For­rétt­indi útgerð­ar­manna

Þeir sem fjár­festu í útgerð á fyrri ára­tugum og keyptu afla­heim­ildir (kvóta) efn­uð­ust gríð­ar­lega en eru nú, að mati SFS, ófærir um að leggja meira af mörkum til sam­fé­lags­ins. Útgerð­ar­menn hafna ein­dregið hærri gjöldum fyrir aðgang að sam­eig­in­legri auð­lind lands­manna.

Til­trú almenn­ings á þennan mál­flutn­ing SFS er vissum tak­mörk­unum háð. Til dæmis almennri skyn­semi.

Umhverf­is­mál

Lengi vel litu útgerð­ar­menn á yfir­vof­andi umhverf­isvá sem kerl­inga­bækur vís­inda­manna enda væru þeir á mála hjá öfga­sam­tök­um. Þeg­ar  frétta­manni verður á að gera því skóna að stjórn­endur Sam­herja hafi mútað ráða­mönnum í Namib­íu, þá er ekki talið nægja að fara fram á leið­rétt­ingu heldur er hótað mál­sókn og athygli vakin á því að „… fram­ganga af þessu tagi getur valdið tjóni sem er bóta­skylt og fjár­hæðir ráð­ist af þeim við­skipta­hags­munum og orð­spori sem er und­ir“. Svo virð­ist sem lýð­ræð­is­skynjun útgerð­ar­manna sé í öfugu hlut­falli við ríki­dæmi þeirra.

Auglýsing
Á síð­asta ári buðu Sam­tök atvinnu­lífs­ins til fundar um hugs­an­lega aðild íslenskra fyr­ir­tækja að UN Global Compact á sviði sjáv­ar­út­vegs. Þar eð keppi­naut­arnir í Nor­egi hafa þegar gerst aðilar að þessum alþjóð­legu sam­tökum er kannski best hrista af sér heim­ótt­ar­skap­inn og sækja um aðild.

Slíkri aðild fylgir á hinn bóg­inn kvöð um skikk­an­lega fram­komu við almenn­ing, þar með talið þá fjöl­miðlar sem flytja fréttir af sjáv­ar­út­vegi. Þetta er and­lega erfitt fyrir Bogesen.

Umhverfiskönnun Gallup

Í nýlegri könnun Gallup á afstöðu Íslend­inga til lofts­lags­breyt­inga (og SFS áttu þátt í að kosta) kemur fram að SFS njóta ekki mik­ils trausts þegar kemur að aðgerðum til að draga úr los­un. Þannig telja 81,5% aðspurðra að kolefn­is­spor sjáv­ar­út­vegs­ins sé stórt, 60% telja að sjáv­ar­út­veg­ur­inn standi sig illa við að minnka kolefn­is­sporið og 57,5% telja að sjáv­ar­út­veg­ur­inn hafi litlum árangri náð und­an­farin tvö ár við að minnka kolefn­is­spor sitt. 

Full­yrð­ingar SFS um að greinin hafi þegar náð mark­miðum Par­ís­ar­samn­ings­ins vekja greini­lega ekki mikla lukku. Senni­lega geldur sjáv­ar­út­veg­ur­inn fyrir hof­móð­ug­heit og þrá­láta and­stöðu gegn sam­drætti í losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda. 

And­staða SFS við kolefn­is­gjald til að draga úr olíu­notkun er kunn. Þó hefur útgerðin náð árangri við að draga úr bruna olíu – og það er sann­ar­lega hrós­vert, jafn­vel þótt haft sé í huga  að þar átti hátt elds­neyt­is­verð hlut að máli auk hug­sjóna­fun­ans fjár­fest­ingu í vélum sem brenna minna elds­neyti. Í stað þess að draga úr losun vilja sam­tökin nú fá afslátt á kolefn­is­gjaldi.

Svart­olía

Í umsögn SFS um fyrstu útgáfu að aðgerða­á­ætlun rík­is­stjórn­ar­innar í lofts­lags­málum seg­ir: „Í dag eru 7 skip sem brenna svartolíu og fimm til við­bótar eru útbúin til að brenna svartol­íu. Vand­séð er að íslensk stjórn­völd geti bannað notkun svartol­íu, nema innan íslenskrar land­helgi (12 mílna), og slíkt bann tæki fyrst og fremst til íslenskra skipa.“ 

Enn­fremur leggst SFS „... gegn því að strang­ari kröfur verði settar en þær sem IMO [Al­þjóða-­sigl­inga­mála­stofn­un­in] gerir í þessum mála­flokki“.

Sem sé: Eng­inn stuðn­ingur frá SFS við þá stefnu rík­is­stjórn­ar­innar að „banna notkun svartolíu í efna­hags­lög­sögu Íslands“.

En nú þarf SFS á þjóð­inni að halda ...

Í umsögn SFS um frum­varp til fjár­laga 2019 segir að það sem af er þess­ari öld hafi „ umhverf­is­að­stæður á Íslands­miðum breyst með þeim hætti að streymi hlýsjávar kringum landið hefur þyngst hlut­falls­lega og nú teygir hlýsjáv­ar­svæðið sig langt norður og vestur fyrir landið þar sem áður var kald­ari sjór. Þessi breyt­ing hefur haft víð­tækar afleið­ingar fyrir líf­rík­ið, t.d. á útbreiðslu loðnu, ýsu og fleiri teg­unda til norð­urs, auk þess sem þekkt sam­bönd, sem áður höfðu verið met­in, þarfn­ast nú end­ur­mats við breyttar aðstæð­ur. Á sama tíma hafa stórir nytja­stofnar upp­sjáv­ar­fiska gengið inn á Íslands­mið – síld, kolmunni og mak­ríll – sem auka kröfur um veru­lega auknar rann­sóknir af ýmsum ástæð­u­m.“

Eina orðið sem vantar í þessa rök­semda­færslu SFS um nauð­syn þess að ríkið leggi meira fé til rann­sókna er orðið lofts­lags­breyt­ing­ar. Hug­tak sem  útgerð­ar­menn flokk­uðu – lengst af – sem enn eitt dæmið um óprút­tnar fjár­plógs­her­ferðir öfga­sam­taka. Líf­ríki hafs­ins er sann­ar­lega ógn­að, það tekur miklum sjá­an­legum breyt­ingum ár frá ári, sjór­inn súrn­ar. Útgerð­ar­menn verða að sann­færa við­skipta­vini sína um að þeir standi vakt­ina við vernd þessa líf­rík­is. Og þeir verða að sann­færa þjóð­ina sem leggur út fyrir kostn­að­in­um.

Erf­iðar mark­aðs­að­stæð­ur?

Í umsögnum sínum um veiði­gjald til­taka SFS jafnan að frek­ari álögur á grein­ina muni draga úr hag­kvæmni og rýra sam­keppn­is­stöðu sjáv­ar­af­urða á erlendum mörk­uð­um. Þar með sitji íslenska þjóðin uppi með Svarta-­Pétur ef útgerðin er látin borga fyrir aðgang sinn að auð­lind­un­um. Á móti kemur hins vegar að á þeim mörk­uðum þar sem neyt­endur búa við lýð­ræði vex eft­ir­spurn eftir sam­fé­lags­legri ábyrgð. Eft­ir­spurn eftir mat­vörum sem valda ekki losun eykst. Ekki er ein­göngu spurt um slíka ábyrgð sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja hér heima,  heldur líka ann­ars staðar þar sem íslensku fyr­ir­tækin stunda útgerð, hvort heldur það er í Þýska­landi eða Namib­íu. Þau fyr­ir­tæki sem skila auðu gætu lent í vand­ræðum við að selja hjá smá­sölu­fyr­ir­tækjum á borð við Marks & Spencer eða Whole Food Market, þessum sem borga mest fyrir hrá­efn­ið.

Átak SFS

Því ber sann­ar­lega að fagna að SFS efni til sam­tals um gagn­sæi og þá vá sem steðjar að líf­ríki hafs­ins. Á hinn bóg­inn verður að ætl­ast til þess að sam­talið leiði strax til aðgerða; að SFS legg­ist á eitt með rík­is­vald­inu um að svart­olía verði bönn­uð. Ekki bara innan 200 mílna efna­hags­lög­sögu Íslands heldur á norð­ur­slóð­um. Enn­frem­ur, SFS verður að leggja fram trú­verð­uga áætlun um veru­legan sam­drátt í losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda fyrir árið 2030. Að sjálf­sögðu er hækkun kolefn­is­gjalds ein leið til að hvetja útgerð­ar­menn til meiri orku­sparn­aðar eða til að nota elds­neyti sem ekki eykur á lofts­lags­vand­ann.

Fram­tíð barna okkar krefst þess að losun verði því sem næst núll og útgerð­ar­menn verða að sýna að þeir ætli að leggja sitt af mörkum til að Ísland nái kolefn­is­hlut­leysi árið 2040.

Höf­undur er for­maður Nátt­úru­vernd­ar­sam­taka Íslands.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar