Það sem sjávarútvegurinn þarf að gera til að byggja upp traust

Auglýsing

Neð­an­greint er fram­saga sem flutt var af grein­ar­höf­undi á fundi Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi um gagn­sæi í grein­inni 25. febr­úar 2020.

1. Stór­aukin upp­lýs­inga­gjöf

„Ef það á að skap­ast eitt­hvað traust milli almenn­ings og vörslu­að­ila sjáv­ar­út­vegsauð­lind­ar­innar þá þarf að sýna mun betur inn í hvernig starf­semi sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja gengur fyrir sig. Eðli­legt væri að sama upp­lýs­inga­skylda væri á öll sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki sem fá að halda á ákveðnum hluta af kvóta og hvílir á félögum sem skráð eru á hluta­bréfa­mark­að. 

Og góð rök eru fyrir því að upp­lýs­inga­skyldan ætti jafn­vel að vera ítar­legri þegar um er að ræða fyr­ir­tæki sem nýta nátt­úru­auð­lindir í sam­eig­in­legri eigu þjóð­ar. 

Í opin­berum reikn­ingum útgerð­ar­fyr­ir­tækja ætti að koma skýrt fram hvernig útflutn­ingi er hátt­að, hversu stór hluti af afla er fluttur úr landi óunn­inn og hversu stóran hluta hans fyr­ir­tæki selja sölu­fé­lögum sem þau eiga sjálf.

Í opin­berum reikn­ingum útgerð­ar­fyr­ir­tækja ætti að vera gerð skil­merki­leg grein fyrir allri starf­semi sam­stæð­unnar þannig að ekki sé nokkur vafi á því hvar raun­veru­leg fram­kvæmda­stjórn hverrar ein­ingar sé og þar af leið­andi skatt­skylda við­kom­andi sam­stæð­u. 

Það ætti líka að liggja skýrt fyrir hvar í virð­is­keðj­unni hagn­að­ur­inn er tek­inn út. Er það á Íslandi? Þýska­landi? Lúx­em­borg? Kýp­ur? Hvert er skatt­spor hvers fyr­ir­tækis í hverju landi sem það starfar?

Auglýsing
Það þarf ekk­ert að vera ólög­legt að stýra hagn­aði þangað sem það er ódýr­ast að borga skatta, en í ljósi þess að grunn­ur­inn að starf­semi útgerð­ar­fyr­ir­tækja eru veiði­heim­ildir sem eru, sam­kvæmt lögum um stjórn fisk­veiða, „sam­eign íslensku þjóð­ar­inn­ar“ þá er full­kom­lega eðli­legt að þetta liggi skýrt fyr­ir.

Í opin­berum reikn­ingum útgerð­ar­fyr­ir­tækja ætti einnig að koma fram hversu stór hluti veiði­heim­ilda er veð­sett­ur, hverjum þær eru veð­settar og fyrir hversu háa upp­hæð. Í ljósi þess að veiði­heim­ildir eru ekki eign sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­anna, og afar skiptar skoð­anir eru um hvort það ætti yfir­höfuð að heim­ila veð­setn­ingu þeirra, þá er eðli­legt að allar þessar upp­lýs­ingar liggi fyr­ir. 

Í lið­inni viku lagði rík­is­stjórnin reyndar fram drög að frum­varpi sem mun, verði það að lög­um, skil­greina 15 stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki lands­ins sem „ein­ing tengd almanna­hags­mun­um.“ Þá munu þau þurfa að lúta mun strang­ari skil­yrðum um gagn­sæi og upp­lýs­inga­gjöf. Útgerð­ar­fyr­ir­tækin og hags­muna­sam­tök þeirra ættu að styðja þetta frum­varp og jafn­vel að hafa frum­kvæði að því að stíga enn stærri skref í átt að því að stækka vasa­ljósið sem þarf að skína inn í rekstur þeirra. 

2. Tengdir aðilar

Það er auð­vitað ótrú­legt að við séum árið 2020 að baxa við að setja lög­gjöf sem skil­greinir hjón og börn þeirra sem tengda aðila í sjáv­ar­út­vegi. Þannig er hins vegar veru­leik­inn. Enn eru lög um stjórn fisk­veiða þannig að fyr­ir­tæki þarf að vera meiri­hluta­eig­andi í öðru til að telj­ast tengdur aðili, á sama tíma og sú regla er við lýði að yfir­töku­skylda skap­ist í skráðum félögum hér­lendis við 30 pró­sent eign­ar­hlut. 

Úttekt Rík­is­end­ur­skoð­unar á Fiski­stofu sem skilað var fyrir ári síðan sýndi að eft­ir­lit með því hvort yfir­ráð tengdra aðila í sjáv­ar­út­vegi yfir afla­hlut­deildum sé sam­kvæmt lög­um, er í mol­um. Þ.e. að eft­ir­lits­að­il­inn með því að eng­inn hópur tengdra aðila ætti meira en 12 pró­sent af heild­ar­afla væri ekki að sinna því eft­ir­liti í sam­ræmi við lög. „Fiski­stofa treystir nán­ast alfarið á til­kynn­ing­ar­skyldu fyr­ir­tækja við eft­ir­lit með sam­þjöppun afla­heim­ilda,“ sagði í úttekt Rík­is­end­ur­skoð­un­ar. 

Fræg­asta dæmið um ætl­aða tengda aðila, sem hafa þver­neitað því að vera tengd­ir, eru auð­vitað Síld­ar­vinnslan og Sam­herji. Í Sam­herj­a­sköl­unum svoköll­uðu sem Wiki­leaks birti í fyrra kom fram að fyrr­ver­andi for­stjóri Síld­ar­vinnsl­unnar og fram­kvæmda­stjóri við­skipta­þró­unar voru að kynna Síld­ar­vinnsl­una sem upp­sjáv­ar­hluta Sam­herja á fundum erlendis á árunum 2011 og 2012.  Í frétt sem birt­ist á vef Síld­ar­vinnsl­unnar árið 2013, ári eftir að umræddar glæru­kynn­ing­ar, var fjallað um „vill­andi full­yrð­ingar um tengsl Síld­ar­vinnsl­unnar og Sam­herja, þar sem við­kom­andi aðilar hafa vís­vit­andi reynt að gera eign­ar­hald á Síld­ar­vinnsl­unni hf. tor­tryggi­leg­t.“

Væru þessi tvö fyr­ir­tæki, og önnur sem halda á kvóta og eru í þeirra eigu, skil­greind sem tengd þá væri sam­an­lögð  afla­hlut­­deild þeirra um 16,6 pró­­sent sam­kvæmt tölum frá því í sept­em­ber, eða langt yfir lög­bundnu hámarki, sem var sett til að koma í veg fyrir að of mikið af afla­heim­ildum myndi safn­ast á fárra hend­ur. 

Ég held að ég geti full­yrt að það séu ekki vill­andi full­yrð­inga ann­arra sem hafi gert það eign­ar­hald tor­tryggi­legt.

3. Verð­myndun

Af hverju er ekki hægt að hafa bara eitt mark­aðs­verð á hverri teg­und? Af hverju er eitt verð milli tengdra aðila og ann­að, miklu hærra, verð sem sjálf­stæðar fisk­vinnslur eða sjálf­stæðir útflutn­ings­að­il­ar, og á end­anum neyt­endur á heima­mark­aði, þurfa að greiða? 

Sam­kvæmt sam­an­tekt Verð­lags­stofu skipta­verðs frá því í ágúst í fyrra greiddu norsk fisk­vinnslu­fyr­ir­tæki allt að fjór­falt hærra verð fyrir mak­ríl á síð­ustu árum miðað við það sem íslensk fyr­ir­tæki greidd­u. 

Auglýsing
Það er fullt af fólki sem skilur ekki af hverju þetta er. Af hverju er loftið ekki hreinsað með þeim hætti að allar upp­lýs­ingar eru uppi á borðum með þetta og það sé skýrt með vísun í gögn af hverju þessi verð­munur sé til stað­ar? 

Við skulum bara segja það eins og er, það er ekk­ert eft­ir­lit með milli­verð­lagn­ingu. Skatt­ur­inn sinnir því ekki. Það skapar eðli­lega tor­tryggni gagn­vart útveg­inum ef margir gruna hann um að stunda mikla milli­verð­lagn­ingu, en hann sjálfur neitar því, og ekk­ert hand­bært er sett fram með opnum og gagn­sæjum hætti til að stað­festa þá neit­un. 

Það myndi gera gríð­ar­lega mikið ef útgerð­ar­fyr­ir­tæki sem eiga sölu­fé­lög erlendis myndu ein­fald­lega sam­þykkja að opna algjör­lega bækur sínar hvað þetta varð­ar, sam­hliða því að sú ein­ing innan rík­is­skatt­stjóra sem á að hafa eft­ir­lit með þessu yrði marg­földuð að mann­afla og fjár­magni.

4. Almenn hug­leið­ing um sam­fé­lags­lega stöðu sjáv­ar­út­vegs

Í júní 2019 var greint frá því í fjöl­miðlum að sex fyr­ir­tæki í sjá­v­­­ar­út­­­vegi hafi stefnt íslenska rík­­inu vegna úthlut­unar á mak­ríl­kvóta fyrir nokkrum árum. Kvóta sem fyr­ir­tækin greiddu ekk­ert fyr­ir. 

Þau telja sig hafa orðið fyrir fjár­­tjóni, sem hefur verið sagt nema tugum millj­arða í fjöl­miðl­um.

Ég óskaði eftir því að fá stefnur þess­ara sex fyr­ir­tækja gegn íslenska rík­inu, sem er auð­vitað ekk­ert annað en fyr­ir­svar fyrir almenn­ing í land­inu, afhent­ar. Rík­is­lög­maður taldi að hann þyrfti að bera það undir lög­menn fyr­ir­tækj­anna sem um ræddi hvort þeir myndu sam­­þykkja að upp­­lýs­ingar um málin yrðu veitt­ar. Þau neit­uðu því að stefn­urnar yrðu afhent­ar. Þetta er ekki til að auka til­trú, draga úr tor­tryggni og er sann­ar­lega ekki í anda gagn­sæ­is.

Í lok árs 2018 áttu íslensk sjá­v­­­ar­út­­­vegs­­fyr­ir­tæki eigið fé upp á 276 millj­­arða króna. Frá hruni og fram til þess tíma hefur eig­in­fjár­­­staða sjá­v­­­ar­út­­­vegs­­fyr­ir­tækj­anna batnað um 355 millj­­arða króna.

Alls greiddu fyr­ir­tækin sér arð upp á 12,3 millj­­arða króna á árinu 2018. Frá árinu 2010 hafa þau greitt 92,5 millj­­arða króna til eig­enda sinna í arð­greiðsl­­ur. ­Sam­an­lagt vænk­að­ist hagur sjá­v­­­ar­út­­­veg­­ar­ins um 447,5 millj­­arða króna á einum ára­tug, og við vitum öll að það bætt­ist vel í þann sarp í fyrra, þótt þær tölur séu enn sem komið er ekki opin­ber­ar.

Sam­hliða hafa stærstu útgerðir lands­ins teygt sig inn í aðra geira. Keypt ósjálf­bæran fjöl­miðla­rekstur og sturtað millj­örðum króna í að halda honum við, með til­heyr­andi skað­legum áhrifum á sam­keppni. Orðið ráð­andi í fyr­ir­tækjum á trygg­inga­mark­aði. Flutn­inga­mark­aði. Í inn­flutn­ingi á neyt­enda­vör­um. Í upp­kaupum á atvinnu­hús­næði. Og svo fram­veg­is. 

Í nafni gagn­sæis er fullt til­efni, í fullri ein­lægni, að spyrja: Fyrir hvað eru stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækin eig­in­lega að und­ir­búa sig með því að safna saman öllum þessu auði? Hversu stóran hluta atvinnu­lífs er eðli­legt að fólk úr einum geira, sem nýtir nátt­úru­auð­lindir í almanna­eigu, nái að sölsa undir sig? 

Hversu mikið þurfa menn að eiga til að verða sátt­ir? 

Er til tala sem þarf að mæta? 

Ef svo er þá væri gagn­sætt að geta fengið hana fram.“ 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri er formaður peningastefnunefndar.
Stýrivextir hækka í níunda skiptið í röð – Nú upp í 5,75 prósent
Stýrivextir hafa verið hækkaðir upp í 5,75 prósent. Greiðslubyrði margra heimila mun fyrir vikið þyngjast. Ákvarðanir í atvinnulífi, á vinnumarkaði og í ríkisfjármálum munu skipta miklu um þróun vaxta á næstu misserum, að sögn peningastefnunefndar.
Kjarninn 5. október 2022
Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson, formenn ríkissjórnarflokkanna, sendu frá sér yfirlýsingu í apríl þar sem segir að ekki verði ráðist í frekari sölu á hlutum ríkissin í Íslandsbanka að sinni. Sú yfirlýsing stendur enn.
Standa enn við að ekki verði ráðist í frekari sölu á hlutum í Íslandsbanka
Fjármálaráðherra sagði mikilvægt að halda áfram að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka við kynningu fjárlagafrumvarpsins. Í yfirlýsingu stjórnarflokkanna frá því í vor segir að ekki verði ráðist í sölu á frekari hlutum bankans að sinni. Hún gildir enn.
Kjarninn 5. október 2022
Eyþór Arnalds var oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs hagnaðist um 388,4 milljónir vegna afskriftar á láni frá Samherja
Eigið fé félags Eyþórs Arnalds fór úr því að vera neikvætt um 305 milljónir í að vera jákvætt um 83,9 milljónir í fyrra. Félag í eigu Samherja afskrifaði seljendalán sem veitt var vegna kaupa í útgáfufélagi Morgunblaðsins.
Kjarninn 4. október 2022
Neyðarúrræði en ekki neyðarástand
Fjöldahjálparstöð fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd hefur verið opnuð í skrifstofuhúsnæði í Borgartúni þar sem Vegagerðin var áður til húsa. Hægt verður að taka á móti 150 manns að hámarki og miðað er við að fólk dvelji ekki lengur en þrjár nætur.
Kjarninn 4. október 2022
Örn Bárður Jónsson
Um skjálífi og skjána
Kjarninn 4. október 2022
Þrjú félög voru skráð á markað í sumar. Þeirra stærst er Alvotech, sem var skráð á First North markaðinn í júní. Hér sést Róbert Wessman, stofnandi og stjórnarformaður félagsins, hringja inn fyrstu viðskipti með bréfin.
Virði skráðra félaga í Kauphöllinni lækkað um 254 milljarða króna á tveimur mánuðum
Það sem af er ári hefur Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkað um 28,3 prósent. Hún hækkaði um rúmlega 20 prósent árið 2020 og 33 prósent í fyrra. Leiðrétting er að eiga sér stað á virði skráðra félaga.
Kjarninn 4. október 2022
Steingrímur J. Sigfússon
Einu sinni var Póstur og Sími
Kjarninn 4. október 2022
Svandís Svavarsdóttir er matvælaráðherra og fer með málefni sjávarútvegs.
Svandís boðar frumvarp um tengda aðila í sjávarútvegi á næsta ári
Samkvæmt lögum mega tengdir aðilar í sjávarútvegi ekki halda á meira en tólf prósent af úthlutuðum kvóta á hverjum tíma. Skiptar skoðanir eru um hvort mikil samþjöppun í sjávarútvegi sé í samræmi við þetta þak.
Kjarninn 4. október 2022
Meira úr sama flokkiLeiðari