Nokkur orð um Hálendisþjóðgarð

Þröstur Ólafsson hagfræðingur skrifar um frumvarpsdrög um Hálendisþjóðgarð og hvernig gamalkunn frekjukrafa þröngra sérhagsmuna sem stríði gegn almannahag hafi strax heyrst þegar þau komu fram.

Auglýsing

Hálendi eða öræfi lands­ins eru komin á dag­skrá. Þau eru þunga­miðja lands­ins sem ásamt umlykj­andi haf­inu eru einu nágrannar okkar til sitt hvorrar hand­ar. Þessir grannar settu okkur oft stól­inn fyrir dyrnar um leið og dulúð þeirra og ókennd voru fyr­ir­heit og þrá til betra lífs. Þegar þjóðin fór að mann­ast eftir end­ur­reisn alþingis 1874, heima­stjórn og síðan full­veldi, hófst nýt­ing, sem síðar varð að arðráni, á þessum hirð­is­lausu auð­lind­um. Fram­haldið þekkjum við, gróð­ur­auðn öræfanna, hrun fiski­stofna og rof vist­kerfa. Um miðjan níunda ára­tug lið­innar aldar var haf­ist handa við að vernda og skyn­sem­isnýta fiski­mið­in. Lög­fest var jafn­framt ófrá­víkj­an­leg eign þjóð­ar­innar yfir þeim. Hálendið lág hins vegar óbætt hjá garði, mönn­um, skepnum og veðri að bráð. 

Öræfin í þjóð­arsál­inni

Hálendið er hjarta lands­ins: þaðan rennur blóð þess til sjáv­ar; þar er heið­ríkjan feg­ur­st; þar eru óveðrin grimmust; þar voru töfrar þess mest­ir; þar ríkir tign almætt­is­ins, eins og eitt­hvert skáldið hlýtur að hafa sagt. Lengi framan af öldum voru öræfin vett­vangur sagna og drauma. Yfir þeim hvíldi bæði dulúð og óræður beygur sem staf­aði af óþekkt­um, enda­lausum­ víð­ern­um. Í þjóð­sög­unum fóstr­uðu hrjóstrug öræfin þrá þjóð­ar­innar eftir grös­ugum logn­værum döl­um, frjósömum fjalla­byggðum og þæg­ara, örlát­ara lífi. Þá hvíldi hálendið ósnert í djúpum hug­ar­fylgsnum þjóð­ar­inn­ar. Þetta breytt­ist með tutt­ug­ustu öld­inni og ýtunni. Af kappi var haf­ist handa við að virkja og mikil fjölgun sauð­fjár leiddi til þess að heima­hagar dugðu ekki. Bændur fóru að reka á fjall. Með mann­virkjum og víð­tækri umferð var hálendið rænt sál sinni og töfr­um. 

Nátt­úru­vernd og/eða spillinýt­ing?     

Saga nátt­úru­verndar á hálend­inu er orðin löng og ekki átaka­laus. Ára­tugum saman ríktu deilur um friðun Þjórs­ár­vera, einnig um friðun Lax­ár- og Mývatns­svæð­is­ins. Deilan um verndun Þjórs­ár­vera var harð­vít­ug, lang­vinn og löngum tví­sýn. Harð­vít­ugastar voru þó deil­urnar um Kára­hnjúka­virkjun og víð­erni Snæ­fells. Með Háls­lóni hurfu að eilífu fágætar og fjöl­marg­ar ­fossa- og nátt­úruperl­ur. Margir full­yrða að aldrei hafi verið unnið annað eins spell­virki á hálendi lands­ins. Nú spyrja menn sig - hvað var svona mikið í húfi að spilla þyrfti svo ein­stakri og óend­ur­kræfri nátt­úru ? Þannig mætti rekja sig fram og halda til haga þeim usla sem spillinýt­ing og mann­virki hafa valdið öræf­unum í formi uppi­stöðu­lóna, veitu­skurða ásamt umbreyt­ingum á vatnaf­ari og vist­kerfi. Er þá ótalin sú mikla ofbeit sem Land­græðslan greinir frá, að enn sé við­var­andi. Hálendið hefur öll þessi ár verið bit­bein milli spillinýt­ingar og vernd­ar. Að und­an­skildum ein­staka afmörk­uðum vernd­ar­svæðum hefur spillinýt­ing haft vinn­ing­inn. Sú afstaða er algeng að feg­urð­ar­nautn sé ómerki­leg sóun á álnýt­an­legri hálend­isauð­lind. Aðeins beit sauð­kind­ar­innar og virkj­anir og nú síð­ast bit­mynt­ar-­gagna­ver flokk­ist undir mark­tæka nýt­ingu. Von­andi megna erlendir ferða­menn að breyta þessu gild­is­mati. Nú má ekki skilja fyrr­sagt þannig að sér­hver virkjun á hálend­inu sé óalandi. Hálendis­virkj­anir voru okkur flestar mik­il­væg­ar, þótt þær spilltu. Kára­hnjúka­virkjun var það hins vegar ekki. Þar var ómet­an­legu fórnað fyrir rýran ábata.

Auglýsing

Átök halda áfram 

Loks­ins, loks­ins kemur fram heild­stæð og ítar­leg loka­skýrsla eða frum­varps­drög um Hálend­is­þjóð­garð. Það var þarfa­verk þegar þjóð­lendulögin voru sam­þykkt á sínum tíma og gild­is­svið þeirra afmark­að. Með þeim lögum hafði þjóðin fengið bréf um að eiga þjóð­lend­urnar eins og fiski­mið­in. Ekki vega stjórn­un­ar­á­hrif ­þjóð­ar­innar þó þungt í frum­varps­drög­un­um. Harð­vítug and­staða gegn frum­varps­drög­unum kom strax frá sveit­ar­fé­lögum sem land eiga að þjóð­lend­un­um. Þau kröfð­ust m.a. óbreytts, jafn­vel auk­ins stjórn­un­ar- og skipu­lags­valds yfir þjóð­lend­unum og neit­uðu að deila nokkru af valdi sínu með almanna­vald­inu. Hér er á ferð gam­al­kunn frekju­krafa sam­fé­lags­afla sem vön eru að ná fram þröngum sér­hags­munum sem stríða gegn almanna­hag í krafti áhrifa sinna á Alþingi. Það má ekki ger­ast í þetta sinn. Þessi ósvífna heimt­ing end­ur­speglar átökin um verndun hálend­is­ins. Gild­is­mat gegn beru valdi. Skyldu sveitarfélögin vera svona stolt yfir stjórnun sinni á hálend­inu fram til þessa? Erfitt er að skiljast við þetta efni án þess að minn­ast á efa­semdir margra um hæfi fjölda dreif­býl­is­sveit­ar­fé­laga til að fjalla um og skera úr flóknum álita­mál­um. Allt of mörg sveit­ar­fé­lög búa ekki yfir þeim mannauði og pen­ingum sem til þarf svo stjórn­sýsla þeirra geti talist skila­góð. Þau eru því ekki aflögu­fær.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Menningarpólítísk nýbreytni
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Endalausa þræði eftir sviðslistahópinn Streng.
Kjarninn 15. júlí 2020
Birgir Birgisson
Á villtum götum
Kjarninn 15. júlí 2020
Donald Trump Bandaríkjaforseti mun halda fund í Atlanta í kvöld og tilkynna um breytingar sínar á náttúruverndarlögunum.
Trump ætlar að veikja náttúruverndarlögin
Í kvöld mun Donald Trump tilkynna breytingu á náttúruverndarlögum Bandaríkjanna. Lögum sem standa vörð um þátttöku almennings í ákvarðanatöku þegar kemur að framkvæmdum á borð við olíuleiðslur og hraðbrautir.
Kjarninn 15. júlí 2020
Benedikt Jóhannesson
Tengslin milli útgerðarinnar og stjórnmálaflokka verði að rofna
Fyrrverandi formaður Viðreisnar og fjármála- og efnahagsráðherra spyr hversu lengi Íslendingar eigi að láta bjóða sér óbreytt ástand.
Kjarninn 15. júlí 2020
Miklar landslagsbreytingar þetta árið í Surtsey
Nú stendur yfir árlegur líffræðileiðangur í Surtsey en sérstaka athygli vöktu landslagsbreytingar þar sem jarðvegur hefur skolast úr hlíðum og út í haf. Það hefur myndað sandstrendur á austanverðri eynni.
Kjarninn 15. júlí 2020
Herferðin styðst við kenningar um að það að öskra af lífs og sálarkröftum sé streitulosandi.
Öskur útlendinga munu hljóma á sjö stöðum á Íslandi
Í nýrri herferð Íslandsstofu eru útlendingar hvattir til að taka upp öskur sín sem síðan munu glymja í gegnum hátalara víðs vegar um Ísland. Streitulosun og ferðalög eru markmiðin.
Kjarninn 15. júlí 2020
„Nú var það þannig að ég var tekin í gíslingu“
Öll þau fimmtíu og sjö ríki sem eiga aðild að ÖSE hafa neitunarvald þegar kemur að skipan æðstu yfirmanna. „Fyrir svona rúmum mánuði síðan hefði mér ekki dottið þetta í hug – að þetta væri yfirvofandi,“ segir Ingibjörg Sólrún í samtali við Kjarnann.
Kjarninn 15. júlí 2020
Bæjarhúsin að Heyklifi.
Hágæða ferðaþjónusta „sem á engan sinn líka“ þarf ekki í umhverfismat
Á jörðinni Heyklifi sunnan Stöðvarfjarðar er áformað að reisa hótel og heilsulind fyrir um 250 gesti. Framkvæmdaaðili hyggst reyna að raska „sérstæðri og tilkomumikilli“ náttúru svæðisins sem minnst en hún einkennist af klettakömbum og klettóttri strönd.
Kjarninn 15. júlí 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar