Nokkur orð um Hálendisþjóðgarð

Þröstur Ólafsson hagfræðingur skrifar um frumvarpsdrög um Hálendisþjóðgarð og hvernig gamalkunn frekjukrafa þröngra sérhagsmuna sem stríði gegn almannahag hafi strax heyrst þegar þau komu fram.

Auglýsing

Hálendi eða öræfi lands­ins eru komin á dag­skrá. Þau eru þunga­miðja lands­ins sem ásamt umlykj­andi haf­inu eru einu nágrannar okkar til sitt hvorrar hand­ar. Þessir grannar settu okkur oft stól­inn fyrir dyrnar um leið og dulúð þeirra og ókennd voru fyr­ir­heit og þrá til betra lífs. Þegar þjóðin fór að mann­ast eftir end­ur­reisn alþingis 1874, heima­stjórn og síðan full­veldi, hófst nýt­ing, sem síðar varð að arðráni, á þessum hirð­is­lausu auð­lind­um. Fram­haldið þekkjum við, gróð­ur­auðn öræfanna, hrun fiski­stofna og rof vist­kerfa. Um miðjan níunda ára­tug lið­innar aldar var haf­ist handa við að vernda og skyn­sem­isnýta fiski­mið­in. Lög­fest var jafn­framt ófrá­víkj­an­leg eign þjóð­ar­innar yfir þeim. Hálendið lág hins vegar óbætt hjá garði, mönn­um, skepnum og veðri að bráð. 

Öræfin í þjóð­arsál­inni

Hálendið er hjarta lands­ins: þaðan rennur blóð þess til sjáv­ar; þar er heið­ríkjan feg­ur­st; þar eru óveðrin grimmust; þar voru töfrar þess mest­ir; þar ríkir tign almætt­is­ins, eins og eitt­hvert skáldið hlýtur að hafa sagt. Lengi framan af öldum voru öræfin vett­vangur sagna og drauma. Yfir þeim hvíldi bæði dulúð og óræður beygur sem staf­aði af óþekkt­um, enda­lausum­ víð­ern­um. Í þjóð­sög­unum fóstr­uðu hrjóstrug öræfin þrá þjóð­ar­innar eftir grös­ugum logn­værum döl­um, frjósömum fjalla­byggðum og þæg­ara, örlát­ara lífi. Þá hvíldi hálendið ósnert í djúpum hug­ar­fylgsnum þjóð­ar­inn­ar. Þetta breytt­ist með tutt­ug­ustu öld­inni og ýtunni. Af kappi var haf­ist handa við að virkja og mikil fjölgun sauð­fjár leiddi til þess að heima­hagar dugðu ekki. Bændur fóru að reka á fjall. Með mann­virkjum og víð­tækri umferð var hálendið rænt sál sinni og töfr­um. 

Nátt­úru­vernd og/eða spillinýt­ing?     

Saga nátt­úru­verndar á hálend­inu er orðin löng og ekki átaka­laus. Ára­tugum saman ríktu deilur um friðun Þjórs­ár­vera, einnig um friðun Lax­ár- og Mývatns­svæð­is­ins. Deilan um verndun Þjórs­ár­vera var harð­vít­ug, lang­vinn og löngum tví­sýn. Harð­vít­ugastar voru þó deil­urnar um Kára­hnjúka­virkjun og víð­erni Snæ­fells. Með Háls­lóni hurfu að eilífu fágætar og fjöl­marg­ar ­fossa- og nátt­úruperl­ur. Margir full­yrða að aldrei hafi verið unnið annað eins spell­virki á hálendi lands­ins. Nú spyrja menn sig - hvað var svona mikið í húfi að spilla þyrfti svo ein­stakri og óend­ur­kræfri nátt­úru ? Þannig mætti rekja sig fram og halda til haga þeim usla sem spillinýt­ing og mann­virki hafa valdið öræf­unum í formi uppi­stöðu­lóna, veitu­skurða ásamt umbreyt­ingum á vatnaf­ari og vist­kerfi. Er þá ótalin sú mikla ofbeit sem Land­græðslan greinir frá, að enn sé við­var­andi. Hálendið hefur öll þessi ár verið bit­bein milli spillinýt­ingar og vernd­ar. Að und­an­skildum ein­staka afmörk­uðum vernd­ar­svæðum hefur spillinýt­ing haft vinn­ing­inn. Sú afstaða er algeng að feg­urð­ar­nautn sé ómerki­leg sóun á álnýt­an­legri hálend­isauð­lind. Aðeins beit sauð­kind­ar­innar og virkj­anir og nú síð­ast bit­mynt­ar-­gagna­ver flokk­ist undir mark­tæka nýt­ingu. Von­andi megna erlendir ferða­menn að breyta þessu gild­is­mati. Nú má ekki skilja fyrr­sagt þannig að sér­hver virkjun á hálend­inu sé óalandi. Hálendis­virkj­anir voru okkur flestar mik­il­væg­ar, þótt þær spilltu. Kára­hnjúka­virkjun var það hins vegar ekki. Þar var ómet­an­legu fórnað fyrir rýran ábata.

Auglýsing

Átök halda áfram 

Loks­ins, loks­ins kemur fram heild­stæð og ítar­leg loka­skýrsla eða frum­varps­drög um Hálend­is­þjóð­garð. Það var þarfa­verk þegar þjóð­lendulögin voru sam­þykkt á sínum tíma og gild­is­svið þeirra afmark­að. Með þeim lögum hafði þjóðin fengið bréf um að eiga þjóð­lend­urnar eins og fiski­mið­in. Ekki vega stjórn­un­ar­á­hrif ­þjóð­ar­innar þó þungt í frum­varps­drög­un­um. Harð­vítug and­staða gegn frum­varps­drög­unum kom strax frá sveit­ar­fé­lögum sem land eiga að þjóð­lend­un­um. Þau kröfð­ust m.a. óbreytts, jafn­vel auk­ins stjórn­un­ar- og skipu­lags­valds yfir þjóð­lend­unum og neit­uðu að deila nokkru af valdi sínu með almanna­vald­inu. Hér er á ferð gam­al­kunn frekju­krafa sam­fé­lags­afla sem vön eru að ná fram þröngum sér­hags­munum sem stríða gegn almanna­hag í krafti áhrifa sinna á Alþingi. Það má ekki ger­ast í þetta sinn. Þessi ósvífna heimt­ing end­ur­speglar átökin um verndun hálend­is­ins. Gild­is­mat gegn beru valdi. Skyldu sveitarfélögin vera svona stolt yfir stjórnun sinni á hálend­inu fram til þessa? Erfitt er að skiljast við þetta efni án þess að minn­ast á efa­semdir margra um hæfi fjölda dreif­býl­is­sveit­ar­fé­laga til að fjalla um og skera úr flóknum álita­mál­um. Allt of mörg sveit­ar­fé­lög búa ekki yfir þeim mannauði og pen­ingum sem til þarf svo stjórn­sýsla þeirra geti talist skila­góð. Þau eru því ekki aflögu­fær.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar