COVID-19: Að vita betur en þeir sem best vita

Hjálmar Gíslason skrifar um viðbrögð við útbreiðslu veirunnar sem veldur COVID-19 veirunni og segir það grafalvarlegt að grafa undan tiltrú fólks á tilmælum og ákvörðunum hins opinbera.

Auglýsing

Ég geri ráð fyrir að flestum sem tjá sig um COVID-19 veiruna og við­brögð við henni hér­lendis gangi gott til með inn­leggi sínu.

Það sem ég ótt­ast samt að margir átti sig ekki á, er að með því að draga aðgerðir yfir­valda í efa - oft­ast með því að heimta harð­ari aðgerðir en þær sem gripið hefur verið til - kann við­kom­andi að vera að „auka hætt­una”.

Hvers vegna? Vegna þess að eftir því sem fólk heyrir fleiri ólíkar og mis­mun­andi útgáfur af því hvað sé rétt og satt, og hvað sé rétt að gera, því minna treystir það „öllu” sem sagt er um málið og verður "ónæmt" fyrir upp­lýs­ingum um málið óháð því hvaðan þær koma. Á end­anum verður það svo til þess að fólk verð­ur­ lík­legra til að leiða mik­il­væg til­mæli hjá sér og fara þannig óvar­legar en ella.

Þegar fólk veit ekki hverju það á að trúa, þá hættir það nefni­lega að trúa nokkru.

Það er gott að vera gagn­rýn­inn, spyrja spurn­inga og vilja skilja, en við þurfum öll að bera virð­ingu fyrir þeim sér­fræð­ingum og því fag­fólki sem starfar fyrir okkur í því að lág­marka skað­ann. Fólk sem hefur gert það að ævi­starfi sínu að læra um, rann­saka og búa sig undir akkúrat þessar kring­um­stæður „er” betur í stakk búið til að meta kost­ina í stöð­unni hverju sinni og taka ákvarð­anir út frá bestu mögu­legu upp­lýs­ingum og þekk­ingu. Sem það fólk hefur - öfugt við okkur hin sem viljum læra og skilja sem mest, en höfum kannski sett ein­hverja klukku­tíma, eða að hámarki daga, í að ­Goog­le-a og lesa okkur til síð­ustu vik­urnar og höfum okkar nýj­ustu upp­lýs­inga úr frétta­miðl­um.

Auglýsing
Ef maður tekur af sér álhatt­inn og hættir að trúa því að það fólk sem í þessu vinni kunni að stjórn­ast af ein­hverjum öðrum hvötum en að koma okkur sem best í gegnum þetta (hald­iði virki­lega að hags­munir ferða­þjón­ust­unnar séu tekn­ir fram yfir­ lýð­heilsu? Af ­sótt­varna­lækn­i?), þá er reyndar bráð­ein­falt að finna svör við spurn­ingum eins og:

  • Af hverju er land­inu ekki lok­að?
  • Af hverju er ekki búið að setja á sam­komu­bann?
  • Af hverju eru ferða­menn ekki settir undir sama hatt og þeir sem hér búa og starfa?
  • Af hverju er vond hug­mynd að loka alla sem koma frá útlöndum inni í Egils­höll?
  •  o.s.frv.

Ég held svei mér þá að öllum þessum spurn­ingum hafi hrein­lega verið svarað á þessum stór­góðu upp­lýs­inga­fundum sem haldnir eru dag­lega. Sumum margoft.

Það er grafal­var­legt mál - sér­stak­lega og sér í lagi við svona kring­um­stæður - að grafa undan til­trú fólks á til­mælum og ákvörð­unum hins opin­bera. Það ætti eng­inn að gera nema hafa mjög ríkar ástæður til og þá annað hvort vegna sér­fræði­þekk­ingar sinn­ar, eða upp­lýs­inga sem yfir­völd hafa ekki. Það eru til leiðir fyrir slíkar upp­lýs­ingar og það eru líka til leiðir til að koma áhyggjum sínum og spurn­ingum á fram­færi með hóg­værum hætti.

Já, ykkur gengur gott til, en lík­lega er það besta sem þið getið gert til að við komumst sem best út úr þessu að hætta að gagn­rýna opin­berar ákvarð­anir og tala eins og þið séuð hand­hafar sann­leik­ans í þessu máli.

Það gæti hrein­lega bjargað manns­líf­um!Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri GRID og stjórn­ar­for­maður Kjarn­ans.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ný fjarskiptalög gætu kostað Sýn 325 milljónir króna
Í ársreikningi Sýnar er fjallað um lagasetningu sem er í pípunum, og er bæði íþyngjandi og ívilnandi fyrir fyrirtækið. Annars vegar er um að ræða frumvarp til nýrra fjarskiptalaga og hins vegar frumvarp um styrkveitingar til einkarekinna fjölmiðla.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Twitter búið að opna útibú í Reykjavík
Í lok síðasta mánaðar var útibú fyrir Twitter skráð í fyrirtækjaskrá. Stofnandi Ueno, sem seldi fyrirtækið nýverið til samfélagsmiðlarisans, vann fyrsta daginn sinn fyrir Twitter hérlendis í dag.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Hlöðver Skúli Hákonarson
Fjölmiðlaeyjan Ísland
Kjarninn 27. febrúar 2021
Andrés Pétursson
Evrópusambandslöndin tapa á Brexit
Kjarninn 27. febrúar 2021
Tæp 42 prósent Íslendinga eru á móti því að Ísland gangi í Evrópusambandið, samkvæmt nýlegri könnun Maskínu.
Íslendingarnir sem vilja helst ekki ganga í ESB
Litlar hreyfingar eru á afstöðu Íslendinga til inngöngu í ESB á milli ára og tæp 42 prósent segjast andvíg inngöngu. Kjarninn skoðaði hvaða hópar á Íslandi eru mest á móti Evrópusambandsaðild.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Rannsóknir eru þegar hafnar á virkni og öryggi bóluefnis AstraZeneca fyrir börn og segir Jóhanna það mikið fagnaðarefni.
Ef börn verði ekki bólusett gæti faraldur brotist út á meðal þeirra
Þegar faraldur fær að ganga óáreittur um ákveðna næma hópa fara sjaldgæfir atburðir að eiga sér stað. „Sjaldgæfir alvarlegir atburðir sem við viljum ekki sjá,“ segir Jóhanna Jakobsdóttir líftölfræðingur.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Samherji Holding hefur enn ekki skilað ársreikningi fyrir árið 2019
Hálfu ári eftir að lögboðinn frestur til að skila inn ársreikningum rann út þá hefur félagið sem heldur utan um erlenda starfsemi Samherja, meðal annars allt sem snýr að Namibíuumsvifum þess, ekki skilað inn sínum fyrir árið 2019.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Langflest hagsmunagæslusamtök landsins, sem reyna að hafa áhrif á hvernig löggjöf og aðrar ákvarðanir innan stjórnmála og stjórnsýslu þróast, eru til heimilis í Hús atvinnulífsins við Borgartún 35.
Búið að skrá 27 hagsmunaverði og birta vefsvæði með upplýsingum um þá
Tilkynningum á hagsmunaverði sem reyna að hafa áhrif á stjórnmál og stjórnsýslu í starfi sínu, og áttu samkvæmt lögum að berast um áramót, hefur rignt inn síðustu daga eftir að forsætisráðuneytið sendi ítrekun.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar