COVID-19: Að vita betur en þeir sem best vita

Hjálmar Gíslason skrifar um viðbrögð við útbreiðslu veirunnar sem veldur COVID-19 veirunni og segir það grafalvarlegt að grafa undan tiltrú tiltrú fólks á tilmælum og ákvörðunum hins opinbera.

Auglýsing

Ég geri ráð fyrir að flestum sem tjá sig um COVID-19 veiruna og við­brögð við henni hér­lendis gangi gott til með inn­leggi sínu.

Það sem ég ótt­ast samt að margir átti sig ekki á, er að með því að draga aðgerðir yfir­valda í efa - oft­ast með því að heimta harð­ari aðgerðir en þær sem gripið hefur verið til - kann við­kom­andi að vera að „auka hætt­una”.

Hvers vegna? Vegna þess að eftir því sem fólk heyrir fleiri ólíkar og mis­mun­andi útgáfur af því hvað sé rétt og satt, og hvað sé rétt að gera, því minna treystir það „öllu” sem sagt er um málið og verður "ónæmt" fyrir upp­lýs­ingum um málið óháð því hvaðan þær koma. Á end­anum verður það svo til þess að fólk verð­ur­ lík­legra til að leiða mik­il­væg til­mæli hjá sér og fara þannig óvar­legar en ella.

Þegar fólk veit ekki hverju það á að trúa, þá hættir það nefni­lega að trúa nokkru.

Það er gott að vera gagn­rýn­inn, spyrja spurn­inga og vilja skilja, en við þurfum öll að bera virð­ingu fyrir þeim sér­fræð­ingum og því fag­fólki sem starfar fyrir okkur í því að lág­marka skað­ann. Fólk sem hefur gert það að ævi­starfi sínu að læra um, rann­saka og búa sig undir akkúrat þessar kring­um­stæður „er” betur í stakk búið til að meta kost­ina í stöð­unni hverju sinni og taka ákvarð­anir út frá bestu mögu­legu upp­lýs­ingum og þekk­ingu. Sem það fólk hefur - öfugt við okkur hin sem viljum læra og skilja sem mest, en höfum kannski sett ein­hverja klukku­tíma, eða að hámarki daga, í að ­Goog­le-a og lesa okkur til síð­ustu vik­urnar og höfum okkar nýj­ustu upp­lýs­inga úr frétta­miðl­um.

Auglýsing
Ef maður tekur af sér álhatt­inn og hættir að trúa því að það fólk sem í þessu vinni kunni að stjórn­ast af ein­hverjum öðrum hvötum en að koma okkur sem best í gegnum þetta (hald­iði virki­lega að hags­munir ferða­þjón­ust­unnar séu tekn­ir fram yfir­ lýð­heilsu? Af ­sótt­varna­lækn­i?), þá er reyndar bráð­ein­falt að finna svör við spurn­ingum eins og:

  • Af hverju er land­inu ekki lok­að?
  • Af hverju er ekki búið að setja á sam­komu­bann?
  • Af hverju eru ferða­menn ekki settir undir sama hatt og þeir sem hér búa og starfa?
  • Af hverju er vond hug­mynd að loka alla sem koma frá útlöndum inni í Egils­höll?
  •  o.s.frv.

Ég held svei mér þá að öllum þessum spurn­ingum hafi hrein­lega verið svarað á þessum stór­góðu upp­lýs­inga­fundum sem haldnir eru dag­lega. Sumum margoft.

Það er grafal­var­legt mál - sér­stak­lega og sér í lagi við svona kring­um­stæður - að grafa undan til­trú fólks á til­mælum og ákvörð­unum hins opin­bera. Það ætti eng­inn að gera nema hafa mjög ríkar ástæður til og þá annað hvort vegna sér­fræði­þekk­ingar sinn­ar, eða upp­lýs­inga sem yfir­völd hafa ekki. Það eru til leiðir fyrir slíkar upp­lýs­ingar og það eru líka til leiðir til að koma áhyggjum sínum og spurn­ingum á fram­færi með hóg­værum hætti.

Já, ykkur gengur gott til, en lík­lega er það besta sem þið getið gert til að við komumst sem best út úr þessu að hætta að gagn­rýna opin­berar ákvarð­anir og tala eins og þið séuð hand­hafar sann­leik­ans í þessu máli.

Það gæti hrein­lega bjargað manns­líf­um!Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri GRID og stjórn­ar­for­maður Kjarn­ans.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Um þessar mundir eru fáir á ferli við Brandenborgarhliðið.
Evrópa opnar á ný
Frá og með 15. júní mun stór hluti íbúa Evrópu geta ferðast til annarra landa álfunar. Útgöngubann í Bretlandi líður senn undir lok. Danir í fjarsambandi geta hitt ástvini á ný.
Kjarninn 26. maí 2020
Indriði H. Þorláksson
Veirumolar – Súkkulaði fyrir sykurfíkla
Kjarninn 26. maí 2020
Ferðaþjónustufyrirtæki þurfa að vera búin undir smit meðal viðskiptavina
Öll ferðaþjónustufyrirtæki verða að vera undir það búin að takast á við smit meðal viðskiptavina sinna og þess verður að krefjast að allir aðilar geri viðbragðsáætlanir. Þetta kemur fram í skýrslu um framkvæmd skimunar meðal erlendra ferðamanna.
Kjarninn 26. maí 2020
Þuríður Lilja Rósenbergsdóttir
Velferðarkennsla og jákvæð sálfræði, af hverju?
Kjarninn 26. maí 2020
Sjúkrastofnanir telja „verulega áhættu“ felast í opnun landsins fyrir ferðamennsku
Bæði Landspítali og Sjúkrahúsið á Akureyri telja áhættu felast í opnun landsins með skimunum. Farsóttarnefnd Landspítala telur skimun einkennalausra ferðamanna takmarkað úrræði og að líklegra en ekki sé að einhverjir komi hingað smitaðir.
Kjarninn 26. maí 2020
Bæta þarf aðstöðu sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans, alveg óháð skimun á ferðamönnum.
Veirufræðideildin getur aðeins unnið 500 sýni á dag
Í skýrslu verkefnisstjórnar um undirbúning framkvæmdar vegna sýnatöku og greiningar á COVID-19 meðal farþega sem koma til landsins kemur fram að verkefnið sé framkvæmanlegt en að leysa þurfi úr mörgum verkþáttum áður en hægt verður að hefjast handa.
Kjarninn 26. maí 2020
Fjármálastefna, fjármálaáætlun og fjármálafrumvarp lögð fram samhliða í haust
Viðræður standa yfir milli stjórnar og stjórnarandstöðu hvernig haga skuli þingstörfum á næstunni. Ríkisstjórnin hefur samþykkt frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um breytingar á lögum um opinber fjármál.
Kjarninn 26. maí 2020
Eiríkur Rögnvaldsson
Flokkun fólks eftir málfari
Kjarninn 26. maí 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar