Komur og brottfarir – #ekki í mínu nafni!

María Pétursdóttir segir að endursendingar barna og fólks í viðkvæmri stöðu aftur til Grikklands séu klárlega ekki framkvæmdar í hennar nafni!

Auglýsing

Á síð­ustu dögum og vikum hafa íslensk stjórn­völd ákveðið að senda a.m.k. fimm barna­fjöl­skyldur aftur til Grikk­lands þar sem þær hafa hlotið svo­kallað alþjóð­lega vernd og jafn­vel gengið svo langt að leigja einka­flug­vél undir fólks­flutn­ing­ana svo far­angrinum verði tryggi­lega skil­að. Búið er að fresta brott­flutn­ingi sumra þess­ara fjöl­skyldna í tvígang núna með til­heyr­andi sál­ar­stríði fyrir þær en á meðan útlend­inga­stofnun okkar Íslend­ingar leitar allra leiða til að koma þessum sak­lausu börnum af sínu fram­færi leita grísk yfir­völd ásamt yfir­völdum margra ann­ara Evr­ópu­landa allra leiða til að koma þeim í örugga höfn einmitt til ann­ara betur settra landa í álf­unni enda bæði Grikk­land og Tyrk­land algjör­lega og löngu komin að þol­mörkum þegar kemur að mót­töku flótta­fólks.

Skila­frestur á fólki

Á tímum þar sem flótta­manna­straumur heims­byggð­ar­innar er hvað mestur síðan eftir seinna stríð eða þar sem 25 millj­ónir manna eru skil­greindir með stöðu flótta­manna og yfir 70 millj­ónir manna eru á hrakn­ingum frá heim­ilum sínum til lengri eða skemmri tíma er mál til komið að Íslend­ingar taki skýra afstöðu og leggi sitt að mörkum í við­leitni sinni til að veita mann­úð­ar­að­stoð í formi mót­töku flótta­fólks og taki á móti fleira flótta­fólki en gert hefur verið hingað til. Þá séu börn og barna­fólk sem hingað leitar alls ekki sent til baka í nafni Dyfl­inn­ar­reglu­gerðar sem ekki er nauð­syn­legt að beita en er notuð eins og afláts­bréf eða nóta með skila­frest á vöru.

Auglýsing
Ástandið fyrir botni Mið­jarð­ar­hafs er sér­lega ótryggt um þessar mundir en við heyrum skelfi­legar fréttir þaðan eftir að Tyrkir opn­uðu landa­mæri sín til Grikk­lands þar sem bíða nú tug­þús­undir flótta­manna inn­göngu en talið er að Sýr­lend­ingar í Tyrk­landi séu rúm­lega 3,5 millj­ónir manna.

Flótta­börn

Flestir þeir sem þurfa að flýja heim­ili sín og taka stöðu flótta­fólks er fólk af lægri stéttum þjóð­fé­lags­ins eða um 85% þess og má segja að það sé fólk sem dæmt er til úti­gangs. Um 40% þeirra sem nú haf­ast við í Grikk­landi og Tyrk­landi eru konur og börn.

Af börnum á flótta innan Sýr­lands hafa bara nú á síð­ustu tveimur mán­uðum verið stað­fest 32 dauðs­föll aðal­lega sökum kulda en á síð­ustu tveimur árum hafa einnig lát­ist í kringum þús­und börn á ári í sjálfum stríðs­á­tök­unum og yfir 29 þús­und börn frá upp­hafi stríðs­ins. Þessar tölur eru nístandi óhuggu­leg­ar.

Talið er að tæp­lega 6 milj­ónir Sýr­lend­inga séu á flótta í nágranna­ríkjum lands­ins, flestir þó í Tyrk­landi, en yfir 41 þús­und manns haf­ast við í flótta­manna­búðum á Grísku eyj­unum Les­bos og Sam­os. Þar hefst fólk við í tjöldum við veru­lega slæmar aðstæður þar sem kuldi og vos­búð er fastur liður auk þess sem aðgangur að hreinu vatni, hrein­læti og heil­brigð­is­þjón­ustu er af skornum skammti og aðeins hluti af börn­unum í búð­unum hafa aðgang að mennt­un. Þá eru börn á flótta sér­stak­lega útsett fyrir barna­þrælk­un, man­sali og kyn­ferð­is­legu ofbeldi. Kveikur á RÚV fjall­aði um stöðu flótta­manna á dög­unum og þeirra aðstæðna sem bíða þeirra sem þegar hafa hlotið svo­kall­aða vernd svo yfir­völdum ætti vel að vera ljóst hvað þessi börn hafa þegar gengið í gegnum og hvað bíður þeirra ef þau verða send til baka.

Vax­andi andúð og óboð­legar aðstæður

Andúð bæði grískra ráða­manna á flótta­fólk­inu sem og íbúa lands­ins fer auk þess vax­andi og nýnas­istar ann­ars staðar úr heim­inum flykkj­ast einnig til lands­ins til að taka á móti fólk­inu með ógeðs­legu ofbeldi í anda kyn­þátta­hat­urs hægri þjóð­ern­is­hyggju.

Þá höfum við séð fréttir af því nýlega hvernig 6 ára barn drukkn­aði við strönd Les­bos eftir að gríski her­inn og land­helg­is­gæslan reyndu ítrekað að velta bát flótta­fólks­ins á hlið­ina og 22 ára Sýr­lend­ingur var skot­inn til bana við kom­una til lands­ins. Það ríkir því sann­ar­lega stríðs­á­stand í kringum grísku flótta­manna­búð­irnar núna og aðstæður á engan hátt boð­legar börn­um. Þá er ástandið í heim­inum hvað varðar kór­óna­veiruna ekki farið að lita fréttir þaðan enn og er senni­lega bara tíma­spurs­mál hvenær sá skellur verð­ur.

Sið­ferð­is­skortur yfir­valda

Bæði Rauði krossinn, UNICEF og aðrar hjálp­ar­stofn­anir hafa mót­mælt aðgerðum Íslenska rík­is­ins og aðferðum þess við mála­rekstur barna­fólks á flótta og hefur almenn­ingur fundið sig ítrekað knú­inn til að mæta til mót­mæla í hörku­frosti eða þurft að skrifa undir und­ir­skrifta­lista til að mót­mæla end­ur­send­ingum barna­fjöl­skyldna til Grikk­lands. Yfir­völd starfa ekki í anda þeirra laga og sið­ferðis sem við höfum sam­ein­ast um sem sam­fé­lag svo sem Barna­sátt­mála sam­ein­uðu þjóð­anna og ann­ara alþjóð­legra skuld­bind­inga auk þess að meta ekki við­kvæma stöðu ein­stak­linga út frá ráð­legg­ingum Sam­tak­anna 78 og ann­ara fag­að­ila sem koma að málum þess­ara til­teknu barna.

Þá er aug­ljóst að vilji almenn­ings og yfir­valda í útfærslu Útlend­inga­stofn­unar til að sýna mannúð í verki stang­ast algjör­lega á og er það ólíð­andi. Útlend­inga­stofnun birt­ist almenn­ingi sem ein­hvers­konar ómennsk og jafn­vel fasísk mask­ína sem hefur yfir að ráða sinni eigin lög­reglu­her­deild til að vinna fyrir sig skít­verkin því hvað annað er hægt að kalla þær ómann­eskju­legu fram­kvæmdir sem nú standa fyrir dyr­um. Ef ekk­ert er að gert mun fas­ism­inn og kyn­þátta­for­dóm­arnir sem honum fylgir verða smám saman normaliseraðir í sam­fé­lagi sem hingað til hefur verið nokkuð vel mein­andi og víð­sýnt.

Barna­sátt­mál­inn hafður að háði og spotti

Þýsk stjórn­völd héldu neyð­ar­fund nú á dög­unum í við­leitni sinni til að sækja 1500 flótta­börn til Grikk­lands og veita þeim land­vist­ar­leyfi og skora þau á stjórn­völd ann­ara vel­meg­andi Evr­ópu­landa að gera slíkt hið sama enda geti þær ekki horft upp á börn deyja við landa­mæri sín án þess að rétta þeim hjálp­ar­hönd, það stríði algjör­lega gegn þeirri sið­ferð­is­kennd sem þau hafi sett sér.

Á sama tíma og Þjóð­verjar hvetja til mann­úð­ar­að­gerða og mót­töku fleiri flótta­manna lýgur útlend­inga­stofnun í fjöl­miðlum og kæru­nefnd útlend­inga­mála synjar börnum á flótta um að tjá sig sér­stak­lega, ruglar í sál­ar­lífi þeirra með því að gefa þeim mis­vísandi skila­boð um veru sína hér og barna­sátt­mál­inn og rétt­ar­farið er bein­línis haft að háði og spotti.



Erum við stað­föst og vilj­ug?

Við sem þjóð vorum ekki spurð þegar þáver­andi ráð­herrar settu landið okkar á lista hinna stað­föstu vilj­ugu þjóða árið 2003 og gerði okkur þar með með­sek í inn­rásinni í Írak sem bætti heldur betur glóðum á bál stríð­andi fylk­inga fyrir botni Mið­jarð­ar­hafs. Þau stríðs­á­tök hafa logað stöðugt síðan og við höfum illa nýtt tæki­færin til að axla ábyrgð á hlut okkar í þeim hörm­ung­um. Það þarf að breyt­ast strax og ber okkur að setja okkur mark­mið í mál­efnum flótta­fólks sem stand­ast okkar sið­ferð­is­kennd og sjálfs­myndar sem frið­elsk­andi og her­laus þjóð.

Ég skora á stjórn­völd og þær konur sem nú standa í for­svari mála­flokks­ins á Íslandi í dag þær Katrínu Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra og Áslaugu Örnu Sig­ur­björns­dóttur dóms­mála­ráð­herra að stöðva mann­fjand­sam­legar ákvarð­anir Útlend­inga­stofn­unar og standa við þá sátt­mála sem við höfum sam­þykkt að vinna eft­ir. Ég skora á sömu stjórn­völd að vernda börn á flótta sem hingað leita og hlusta á ráð­legg­ingar hjálp­ar­stofn­ana og félaga sem starfa í anda mann­úðar og rétt­læt­is, taka umsóknir til raun­veru­legrar efn­is­skoð­unar auk þess að fram­fylgja aug­ljósum vilja almenn­ings og vera stað­föst og viljug til að vernda börn sem hingað leita.

End­ur­send­ingar barna og fólks í við­kvæmri stöðu aftur til Grikk­lands eru klár­lega ekki fram­kvæmdar í mínu nafni!

Höf­undur er mynd­list­ar­mað­ur­/­kenn­ari, örorku­líf­eyr­is­þegi og aðgerð­ar­sinni.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.
Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar