Það getur verið erfiður sannleikur að hugsa að núna sé veröldin kominn á vissan stað þar sem við þurfum að fara endurraða okkar hugsunum eða gildunum í okkar lífi. Miðað við ástandið í veröldinni í dag þá er óhjákvæmilegt að velta ekki þessari spurningu fyrir sér. En hversu miklum tíma við eyðum í að hugleiða þetta er sjálfsagt misjafnt enda er hver og einn einstaklingur að reyna að halda geði í þessu þjóðfélagi sem færist áfram á hraðbergi. Við stöndum frammi fyrir þeim tímum að tæknin er okkar besti vinur og óvinur hvernig hún auðveldar okkur að hafa samskipti við umheiminn og nálgast upplýsingar, á sama tíma er hún helsta ógn sem hægt er að stýra með markvissum og skilvirkum hætti. Má nefna að kjarnorkuvopn eru ekki eins áberandi og áður fyrr enda eru þau kominn í ósýnilegt form eins og við höfum tekið eftir nýlega gaseitrun og kóróna vírusinn. Þannig að leggjast aftur og hugsa í kyrrð og ró er nauðsynlegt til að reyna að skilja hvernig veröldin virkar og af hverju hún virkar svona. En það er ekki einsdæmi enda var mikill hugsuður eða þýski heimspekingurinn Friedrich Nietzsche sem taldi að manneskjan þyrfti að fara endurraða sínum gildum í sínu líf, ekki ýkja langt síðan. Hann talar um í bók sinni „Thus Spoke Zarathustra“ sem kom út árið 1881, að heimurinn væri á krossgötum á milli þess að glata sínum gildum og að fara endurraða þeim. Nietzsche fann fyrir breytingunum sem áttu sér stað í veröldinni á þessum tíma og sá hvernig einstaklingurinn var mikið að þjást af óþörfu. Hann vildi meina að einstaklingurinn væri búin að lifa eftir öðrum gildum en honum langaði ekki sem gerði hann bæði svekktan og ósáttan sem bjó til sterkari tilhneigingu fyrir tilgangsleysinu í hans tilvist. Nietzsche tók eftir því að eina leiðin út úr þessum þjáningum væri að endurraða sínum gildum og gerast sinn „ofurmaður“ eða „ubermensch“.
En af hverju var Nietzsche að benda á að einstaklingurinn þyrfti að fara endurraða sínum gildum er áhugaverð spurning og felur í sér langan aðdraganda. Nietzsche var vel vakandi einstaklingur sem hafði bæði menntun í guðfræði og heimspeki sem gerði það að verkum að hann hafði djúpa og víðtæka sýn inn í báða þessa heima. Það gerði honum kleift að horfa blákalt á veröldina sem stóð fyrir framan hann og hvernig hún væri búin að þróast. Í bók sinni „Beyond Good and Evil“ sem kom út árið 1886. Þar kemur hann fram með þá kenningu að sinn guð væri dáinn sem varð til þess að Nietzsche á einu augnabliki var talinn vera mesta ógn við vestrænt samfélag þar sem hann átti að hafa byggt sína kenningu og hugsun á bábilju og hreinu skeytingarleysi gagnvart trúnni. En þetta hugsunarleysi hafði líka margt fram að færa sem er áhugavert er að skoða nánar. Nietzsche las gríska heimspekinginn Sókrates í túlkun Platós, stóíska heimspekingana Epictetus og Seneca, kristin trú, franska heimspekinginn Rene Descartes, og þýska heimspekinginn George Hegel.
Í þessari grein ætla ég að reyna að svara þessari spurningu „af hverju við eigum að endurraða okkar gildum?“ Þessari spurningu verður gefið góð skil til að reyna að skilja hvað lá á bakvið hugsun Nietzsche. En ég tek það fram að þessi leið að svarinu er mín tilgáta að þessari kenningu hans eftir lestur á sömu bókum og Nietzsche las. Þannig augljóslega aðrir sem geta dregið ályktun með öðruvísi hætti. En hvernig hann túlkar þessa sögu mannsandans verður reynt að botna og sömuleiðis verður þessi kenning hans færð yfir á samfélagið á okkar tíma enda erum við á einhverskonar umbreytingarskeiði sem enginn veit hvað verður af í framhaldinu.
Sókrates
Grikkland var þekkt fyrir þekkingarlind nokkrum árum áður en kristintakan átti sér stað. Þar voru hugsuðir eins og Sókrates, Plató og Aristóteles. Þeir áttu það allt sameiginlegt að þeir rannsökuðu sál einstaklingsins og hvernig hún samræmdist samfélagsgerðinni. Sókrates skrifaði aldrei orð enda taldi hann slíkt tefja hugsunarferlið sem ætti að vera í ákveðnu flæði að hverju sinni. En nemandi hans var Plató sem heimfærði hans hugsun sem kom út í fjöldinn allan af bókum eins „Symposium“ sem var endurútgefin árið 1976 og „The Trail and Death of Socrates“ sömuleiðis endurútgefin en árið 2001.
Epictetus og Seneca
Arfleið grískra hugsunar var í höndum stóískra heimspekinga sem voru upp á þeim tímum þar sem kristnitakan var að ganga í garð og nokkrum árum eftir hana. En bæði Epictetus og Seneca voru undir áhrifum Sókratesar varðandi að beita gagnrýndi hugsun og að maðurinn ætti að lifa heilsusamlegu lífi í samræmi við eðli náttúruna. En þessar hugleiðingar koma fram í bók Epictetus „Discourse and Selected Writing“ endurútgefin árið 2004 og Seneca „Letters from a Stoic“ endurútgefin árið 2008. Að maðurinn ætti ekki að sækjast eftir meiri en hann þurfti eins og fæðu, föt, og þak yfir höfuðið. En þeir voru líka meðvitaðir um að maðurinn vildi líka sækjast eftir árangri og velgengni í sínu lífi. Þeir hugleiddu viljann sem ætti hafa mikil hlutskipti hjá einstaklingnum. Þeir vildu meina að viljinn væri drifkraftur einstaklingsins en ætti að vera í góðu samkomulagi við varkárni þannig að einstaklingurinn myndi ekki verða í sjálfheldu eða halda sjálfum sér í skefjum. Þeir voru líka sammála um að einstaklingurinn ætti að hafa æðruleysi gagnvart samfélagslegum þáttum eins og óréttlæti, ójafnrétti enda væri það í hlut mannsins að velja á milli hvar hann vildi að sinn vilji myndi orsakast. Þeir töldu einnig að einstaklingurinn ætti að mæta sínum ótta með sterkum og föstum hætti. Að dauði, líf og elli væri órjúfanlegur partur af þróun mannsins þannig að maðurinn ætti ekki að óttast slíkt.
Jesús kristur og kristilegu gildin
Kristin trú varð að veruleikum um svipað leyti og stóískir hugsuðir áttu erindi sem erfiði. Hún varð opinberleg fyrir nákvæmlega 2200 árum síðan og kom í kjölfarið á Jesús Krist og hans skilaboðum. En Jesús Krist var krossfestur fyrir að standa vörðu um réttlæti og vera fylgjandi sterkum mannlegum gildum. Með dauða hans var sett af stað siðferðiskerfi sem fólkið átti að fylgja. Trúin sjálf miðast út frá boðorðunum tíu sem sneri að „eigi skaltu þú drepa, stela eða drýgja hór“ sem var ákveðin samfélagsleg lína sem átti að miða einstaklings hugsun og hegðun. En það eru tvær hliðar á þessari trú vegna þess að einstaklingurinn getur annað hvort verið fylgjandi Jesús Krists eða þeim sem krossfestu Jesús Krist. Þetta siðferðiskerfi fékk marga hugsuðu til að velta vöngum sínum yfir hver væri hin réttmæti sannleikur á bakvið þessi trúarbrögð. Er heimurinn fylgjandi Jesús Krist eða þeim sem krossfestu hann? Þetta kemur fram í Biblíunni, Gospel of John og Gospel of Luke.
Rene Descartes
Franski heimspekingurinn Descartes var einmitt af þeim meiðum að beita gagnrýndi hugsun enda eyddi hann miklum tíma í að skilja þetta yfirskilvitlega samband manns og guðs með tillit til kristin trúar. Hann var uppi á 17. öld en er talinn vera með þeim fyrstu sem gagnrýnir þetta óáþreifanlega samband. Í bók sinni „Meditations on First Philosphy“ sem kom út árið 1641, kemur hann fram með „tvíhyggju kenninguna“ að maðurinn væri uppsettur þannig að hugur hans væri aðskilinn frá hans líkama. Ástæðuna taldi hann að þegar maðurinn væri heima hjá sér við lestur bóka þá væri hann ekki að hreyfa sinn líkama heldur væri hann aðskilinn sínum líkama. Þar væri hugur hans sem réði ferðinni og líka að maðurinn þyrfti ekki að hreyfa sína útlimi til að ímynda sér. Hann gæti setið heima hjá sér, lesið bók og ímyndað sér að hann væri annars staðar en hann væri. Þarna talaði Descartes um að hugurinn væri aðskilinn líkamanum. Þessi kenning hefur verið mikið þrætuepli og varð til þess að hugsuðir fóru að horfa á allt í lífinu frá tveimur hliðum, hvort sem það var efni eða andi, kirkjan eða vísindi eða hið jákvæða eða neikvæða.
Georg Hegel
Er þýskur heimspekingur sem velti fyrir sér einmitt þessu með það jákvæða og neikvæða eða eins og hann kallar það; þáttinn og andstæðuna. Hann er talin vera ein af brautryðjendum tilvistarstefnunnar vegna þess að tilvist mannsins var honum ofarlega í huga. Í bók sinni „Phenomenology of Spirit“ sem kom út árið 1807, braut Hegel hugann um hvað það væri sem samfélagið tækist á við sem væri margt neikvætt eins og óréttlæti, ójafnrétti, kúgun, fátækt en á sama tíma væri réttlæti, jafnrétti, ekki kúgun og fólk var vel efnað.
Tímarnir okkar með Nietzsche í baksýnisspeglinum
Það er óhætt að segja að Nietzsche hafi stúderað einstaklinginn og samfélagið í sögu mannsandans. Hvernig hann komst að að við ættum að endurraða gildum okkar var í ólínulegri þróun frá heilræðum grískra og stóískrar yfir í félagslegt taumhald sem kristin trú hafði í för með sér, tvíhyggja Descartes að þættinum og andstæðunni hjá Hegel. Hann var uppfullur af endalausum hugmyndum og var dyggur áðdáandi gagnrýndra hugsunar og var sammála um að lífið væri skilyrðislaust og þjáning væri óhjákvæmileg. Hann var í mikilli mótsögn við kristin trú og fannst skilaboðin vera á skjön við það sem Jesús Krist boðaði. Með þessu myndaði hann með sér enn sterkari skoðun að hann gæti aðskilið sjálfan sig frá þeim kenningum og hugmyndum sem hann var ekki sammála í anda Descartes. Hann þar af leiðandi leiddi hugann um hið neikvæða og jákvæða og sameinað þessa orku í eina einingu til að lifa af. Með þessu taldi hann að maðurinn ætti að endurraða sínum gildum vegna þess að siðferðiskerfið í vestrænu samfélagi væri á sandi reist eða hefði verið dulbúið sem Jesús Kristur en var í raun og veru þeir sem krossfestu Jesús Krist. Þarna taldi hann sömuleiðis að sinn guð væri dáinn sem gerði það að verkum að nýjum gildum þyrfti að huga að vegna þess að gömlu gildin væri rúin sínu trausti.
Það er alveg hægt að samræma okkar tíma í dag við það sem Nietzsche lagði fram á sínum tíma sem er að endurraða gildunum okkar. Við búum í samfélagi þar sem fals fréttir birta lýgina sem sannleikann. Ytri veruleiki er merkilegri en okkar innri veruleiki. Einstaklingurinn er metinn af hversu mikið hann á af eignum, bílum, og hvernig hans birtingarmynd kemur fyrir í tengslum við veraldlega hluti eins og föt, skartgripi, raftæki og hversu oft hann kemst erlendis. Einstaklingurinn getur verið vel klæddur frá toppi til táar og komið vel fram en er síðan með siðferði á við hýenu, hefur enga stjórnun á sínu lægsta eðli. Þetta eru hlutir sem samfélagið metur að verðleikum og skiptir innri maður ekki neinu máli eins og viðhorf til heiðarleika, sanngildi, réttlætiskenndar, jafnrétti, og sterk einstaklingsvitund. Síðan eru það loftlagsmálin sem hafa kollvarpað samfélaginu sem hefur kallað á gjörbreyta lifnaðarhætti og lífsmáta í kjölfarið. Núna síðast kórónu vírusinn sem ætlar að ýta undir efnahagshrun með einhverjum hætti. Það er margt að eiga sér stað í samfélaginu og það er enginn fásinna að hugleiða að það sé kominn mögulega tími til að við endurhugsum lífið og gildin sem við fylgjum eftir. Að rækta innri gildi óháð samfélagslegum spegli sem sýnir meir og meir hið óréttmæta sjálf sem hefur týnst í þessum hlutbundu samböndum sem manneskjan hefur þróað með sér. Til dæmis að gervi greind sé nánast að komast á þann stað sem vitund mannsins er, er augljóslega í mikilli mótsögn við þróunarkenningu Charles Darwins og tvíhyggju Rene Descartes. Líka hrein móðgun við það náttúru lögmál sem við eigum að lifa við sem er að beita rökhugsun til að geta sagst vera æðri dýrunum annars erum við að blekkja okkur. Við búum nefnilega við þau forréttindi að geta beit tungumálinu og rökhugsun sem er eins nálægt að maðurinn kemst að guði eða guðunum. Ef við tileinkum okkur þetta að við þurfum að fara endurraða gildunum okkar og förum eftir þeim gildum sem við viljum að séu leiðandi í okkar lífi, þá náum við að verða okkar „ofurmaður“ eða „ubermensch“.
Höfundur er seigluraðgjafi.