Farsímar og smitrakning

Magnús Karl Magnússon, prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands, hvetur Íslendinga til að hjálpast að og sigrast á þeirri óværu sem við stöndum nú frammi fyrir.

Auglýsing

Við erum enn í miðri baráttu við COVID-19 faraldurinn, það gengur vel en við verðum að halda einbeitingunni. Ein af björtu hliðunum í starfi sóttvarnalæknis er hið háa hlutfall af greindum einstaklingum sem reynast nú þegar vera í sóttkví. Með öðrum orðum, þegar einstaklingur er greindur jákvæður þá er hann þegar í sóttkví. Af hverju var hann í sóttkví? Það er eingöngu vegna þess að þau sem báru smitið í hann/hana höfðu sagt frá sínum ferðum og þannig vaknaði grunur að viðkomandi gæti verið sýktur. Ef við komum einstaklingum í sóttkví áður en viðkomandi byrjar að sýkja fleiri þá getum við slitið þetta ferli sem veiran treystir á til að dreifa sér.

Eftir því sem fleiri sýkjast þá verður erfiðara fyrir smitrakningarteymin að halda áfram að rekja hvert og eitt þessara tilfella. Hér getur tæknin hjálpað okkur. Við göngum flest með síma sem getur sagt til um ferðir okkar og séð hvernig við ferðumst í tíma og rúmi. Hverja við hittum, hve lengi o.s.frv. Þetta er öflug tækni, en hún er mjög lævís. Hún er í dag notuð af öllum samfélagsmiðlum, oftast án okkar vitundar. Hún hefur kosti en hún hefur líka galla.

Auglýsing
Í mínum huga þá vega kostirnir margfalt upp gallana þegar við stöndum frammi fyrir þessum vágesti. Sá aðili sem mun bera ábyrgð á gögnum okkar er landlæknir sjálf. Hennar embætti mun hafa aðgang að gögnum ef við viljum það. Sumum finnst í eðli sínu óhugnanlegt að hið opinbera fylgist með okkur. Það er skiljanlegt en nú skulum við hvert og eitt okkar velta fyrir okkur þessum spurningum:

Ef að við sýkjumst, viljum við með öllum ráðum tryggja að þeir sem hafa mögulega sýkst af okkur fái upplýsingar um það sem allra fyrst?

Við göngum með síma daginn út og inn. Þannig skapast verðmætt fótspor um ferðir okkar. Treystum við Landlæknisembættinu fyrir því að nota gögnin eingöngu til þess að berjast gegn þessari óværu?

Fyrir mig er einfalt að svara þessum spurningum. Ég vil svo sannarlega nota öll möguleg ráð til að hjálpa samborgurum mínum. Ég treysti engum betur en landlæknisembættinu að fara vel með mínar persónulegu upplýsingar.

Hjálpumst að og sigrumst á þessari óværu.

Höfundur er prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árvakur hf. gefur út Morgunblaðið, mbl.is og útvarpsstöðina K100.
Útgáfufélag Morgunblaðsins tapaði 75 milljónum þrátt fyrir 100 milljóna ríkisstyrk
Tap Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, minnkaði um 135 milljónir á milli ára. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins þakkar veigamiklum hagræðingaraðgerðum fyrir það að reksturinn hafi batnað þrátt fyrir veirufaraldurinn.
Kjarninn 26. júlí 2021
Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Bandaríkin ætla að halda ferðabanni gagnvart Evrópu til streitu enn um sinn
Íslendingar og aðrir Evrópubúar munu ekki geta sótt Bandaríkin heim alveg á næstunni án þess að hafa sérstakar undanþágur. Í ljósi útbreiðslu delta-afbrigðis kórónuveirunnar hefur Bandaríkjastjórn ákveðið að halda núverandi ferðatakmörkunum í gildi.
Kjarninn 26. júlí 2021
Eyþór Eðvarðsson
Fjórar spurningar um loftslagsmál sem kjósendur þurfa að fá svar við
Kjarninn 26. júlí 2021
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar