COVID-19 dregur úr loftmengun í heiminum

Freyr Eyjólfsson segir að þegar því erfiða verkefni að takast á COVID-19 verði lokið bíði okkar enn stærra verkefni: að stöðva hamfarahlýnun sem ógnar öllu lífi á jörðinni.

Auglýsing

Yfir þremur millj­örðum jarð­ar­búa í hátt í sjö­tíu löndum hefur verið skipað að halda sig heima til að hamla því að kór­ónu­veiran, sem veld­ur COVID-19 sjúk­dómn­um, breið­ist út. Mörg hund­ruð þús­und smit hafa verið stað­fest á heims­vísu, sífellt fleiri deyja og öllum er ljóst að þetta er ein skæð­asta far­sótt síð­ari tíma. Á örfáum vikum hefur heim­ur­inn gjör­breyst. Þetta er, eins og land­læknir seg­ir, alvar­legur far­aldur og alvar­leg veik­indi og nauð­syn­legt að grípa til rót­tækra aðgerða og hlýða fyr­ir­mælum yfir­valda.

Það er kannski örlítið ljós í þessu myrki að stór­lega hefur dregið úr loft­mengun um allan heim –með sam­komu- og útgöngu­banni hefur dregið úr allri fram­leiðslu og sam­göng­um. Útblástur gróð­ur­húsa­loft­teg­unda er minni, kola- og olíu­notkun hefur dreg­ist tölu­vert saman og á nokkrum vikum varð loftið allt í einu tær­ara og heil­næmara. Hreinna loft og minni umferð hef­ur hugs­an­lega bjargað mörg þús­und manns­líf­um. Nátt­úran hefur tekið und­ar­legum breyt­ingum út um allan heim á þessum for­dæma­lausu tímum

Auglýsing
Umhverfishagfræðingurinn Mars­hall Burke, sem starfar við St­an­for­d há­skól­ann, heldur úti áhuga­verðu bloggi þar hann veltir fyrir sér ýmsum umhverf­is­á­hrif­um COVID-19 far­sótt­ar­inn­ar. Hann hefur meðal ann­ars bent á og rök­stutt að minni loft­mengun hefur senni­lega bjargað fleiri manns­lífum en allur sá fjöldi sem hefur lát­ist af völd­um COVID-19. Þetta getur hins vegar breyst á næstu vikum og mán­uðum ef far­sóttin breið­ist hraðar út. Eitt er hins vegar ljóst: Þjóðir heims hafa brugð­ist við með rót­tækum hætti, sem er mik­il­vægur lær­dóm­ur, reynsla og von­andi for­dæmi fyrir nauð­syn­legar og tíma­bærar aðgerðir í loft­lags­mál­u­m. 

Loft­mengun er lífs­hættu­leg

Loft­mengun eykur líkur á fóst­ur­láti og barna­dauða. Sam­kvæmt útreikn­ing­um Burke hefur minni loft­mengun í Kína, fyrstu tvo mán­uð­ina í COVID-19 fár­inu, minni fram­leiðsla og sam­göng­ur, bjargað lífi um 4000 barna sem eru yngri en fimm ára, sömu­leiðis 73.000 manns­lífum hjá fólki sem er komið yfir sjö­tugt. Þetta eru mun fleiri en þeir sem hafa lát­ist af völd­um COVID-19. Rann­sóknir sýna að loft­mengun getur stytt ævina um heil þrjú ár; að loft­meng­un, til langs tíma, er orðin hættu­legri en tóbaks­reyk­ing­ar. Hún eykur hættu á malar­íu, fóst­ur­láti, ýtir undir ofbeldi, áfeng­is- og fíkni­efna­notk­un. Loft­mengun er því sann­ar­lega lífs­hættu­leg. Nýlegar tölur frá Ítalíu sýna að stór­lega hefur dregið úr loft­mengun í kjöl­far útgöngu- og sam­komu­banns. Mun minna mælist af köfn­un­ar­efn­is­oxíð (ni­trogen­ox­ide) í loft­inu, sem kemur frá bíl­um, vöru­bif­reið­um, orku­verum og verk­smiðj­u­m. 

Stóri lær­dóm­ur­inn

Sam­hengi lofts­lags­mála og heil­brigð­is­mála hefur allt í einu kom­ist á dag­skrá. Skóg­ar­eld­arnir í Ástr­alíu fyrr í vet­ur, sem rekja má til þurrka vegna ham­fara­hlýn­un­ar, hafa komið af stað miklum engi­sprettu­far­aldri, þeim versta í ein 70 ár. Núna sjáum við sam­stillt og öguð við­brögð út um allan heim við COVID-19 far­sótt­inni. Þessi skæða pest hefur á örfáum vikum breytt heim­in­um, en heim­ur­inn hefur líka brugð­ist hratt við. Það hefur sýnt sig að ríki heims, stór­fyr­ir­tæki og almenn­ingur geta breytt lífs­háttum sínum þegar hætta steðjar að. „Nátt­úran er að senda okkur skila­boð með­ Covid-19 veirunn­i,“ segir Inger And­er­sen, yfir­maður loft­lags­mála hjá Sam­ein­uðu þjóð­un­um. „Með því tefla nátt­úr­unni í hættu er líf okkar og heilsa sömu­leiðis í hættu­slóð­u­m.“ Undir þessi orð taka ýmsir vís­inda­menn sem benda á að fjöl­margar veirur og bakt­er­íur liggi í dvala víða í nátt­úr­unni og með breyttu lofts­lagi gætu þær farið á kreik. Það sé ekki skyn­sam­legt að ögra nátt­úr­unni of mikið því rask á henni getur haft ýmsar ófyr­ir­sjá­an­legar afleið­ing­ar. 

Við þurfum að minnka auð­linda­notkun og útblást­ur, eins og margoft hefur verið bent á, en líka að skoða lofts­lags­mál og heil­brigð­is­mál í stærra sam­hengi. Við þurfum að breyta dýra­haldi og slátrun sem getur komið af stað hættu­legum sjúk­dóm­um. Hættu­legar far­sóttir á borð við E­bólu, HIV, fuglaflens­una, S­ar­s, Zika vírus­inn hafa allar borist frá dýrum til manna, en það er mann­leg hegð­un, dýra­mark­að­ir, slátrun og ógæti­leg sam­skipti við dýr og ­nátt­úr­una ­sem hafa komið þessum far­sóttum af stað. 

Við­brögðin nú sýna að við getum tek­ist á við stór vanda­mál með því að virkja sam­taka­mátt­inn. Þegar þessu erf­iða verk­efni er lokið bíður okkar enn stærra verk­efni: að stöðv­a ham­fara­hlýn­un ­sem ógnar öllu lífi á jörð­inn­i. 

Höf­undur er sam­skipta­stjóri Terra.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fjölmargir erlendir ríkisborgarar starfa  við mannvirkjagerð á Íslandi.
Erlendum ríkisborgurum heldur áfram að fjölga þrátt fyrir samdrátt og atvinnuleysi
Á málþingi fyrir ári sagði ráðuneytisstjóri í félagsmálaráðuneytinu að það væri einfalt fyrir Ísland að „losa sig“ erlent vinnuafl þegar samdráttur yrði í efnahagslífinu. Erlendum ríkisborgurum hefur fjölgað það sem af er ári þrátt fyrir metsamdrátt.
Kjarninn 27. október 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, nýsköpunarráðherra og Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, við undirritun reglugerðanna í dag.
Opnað á hálfs árs fjarvinnu erlendra sérfræðinga með reglugerðarbreytingum
Ráðherrar í ríkisstjórninni undirrituðu í dag breytingar á reglugerðum sem gefa ríkisborgurum utan EES færi á að koma hingað til lands með fjölskyldur sínar og vinna í fjarvinnu til sex mánaða.
Kjarninn 27. október 2020
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segist ekki hafa veitt upplýsingar um fjölda hælisleitenda
Upplýsingar um komu hælisleitenda á Keflavíkurflugvöll, sem þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur birt á samfélagsmiðlum, komu ekki frá lögreglunni á Suðurnesjum, samkvæmt embættinu.
Kjarninn 27. október 2020
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair
Bætur frá Boeing vega þungt
Afkoma Icelandair fyrir vaxtagreiðslur og skatta var jákvæð um hálfan milljarð íslenskra króna á nýliðnum ársfjórðungi, þökk sé bótagreiðslum frá Boeing.
Kjarninn 27. október 2020
Milljónir hektara af regnskógum í Indónesíu og Malasíu hafa verið ruddir síðustu ár til vinnslu pálmaolíu.
Vilja takmarka notkun pálmaolíu í íslenskri framleiðslu
Pálmaolía er þrisvar sinnum verri en jarðefnaeldsneyti þegar kemur að losun gróðurhúsalofttegunda. Notkun hennar sem eldsneyti hefur aukist síðustu ár og hópur þingmanna vill banna hana í lífdísil og takmarka í allri framleiðslu á Íslandi.
Kjarninn 27. október 2020
Óróinn kokkaður upp inni á skrifstofu SA
„Sú hætta er raunverulega fyrir hendi að ungt fólk finni ekkert að gera eftir nám. Við getum þá siglt inn í aðstæður sem eru svipaðar og í sunnanverðri Evrópu þar sem atvinnuleysi ungs fólks er gríðarlegt.“ Þetta segir Þórunn Sveinbjarnardóttir.
Kjarninn 27. október 2020
Lilja Alfreðsdóttir
Fjárfesting í fólki og nýsköpun ræður úrslitum
Kjarninn 27. október 2020
Nær helmingur atvinnulausra er undir 35 ára
Atvinnuleysi yngri aldurshópa er töluvert meira en þeirra eldri, samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar og Hagstofu. Munurinn er enn meiri þegar tekið er tillit til atvinnulausra námsmanna.
Kjarninn 27. október 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar