COVID-19 dregur úr loftmengun í heiminum

Freyr Eyjólfsson segir að þegar því erfiða verkefni að takast á COVID-19 verði lokið bíði okkar enn stærra verkefni: að stöðva hamfarahlýnun sem ógnar öllu lífi á jörðinni.

Auglýsing

Yfir þremur millj­örðum jarð­ar­búa í hátt í sjö­tíu löndum hefur verið skipað að halda sig heima til að hamla því að kór­ónu­veiran, sem veld­ur COVID-19 sjúk­dómn­um, breið­ist út. Mörg hund­ruð þús­und smit hafa verið stað­fest á heims­vísu, sífellt fleiri deyja og öllum er ljóst að þetta er ein skæð­asta far­sótt síð­ari tíma. Á örfáum vikum hefur heim­ur­inn gjör­breyst. Þetta er, eins og land­læknir seg­ir, alvar­legur far­aldur og alvar­leg veik­indi og nauð­syn­legt að grípa til rót­tækra aðgerða og hlýða fyr­ir­mælum yfir­valda.

Það er kannski örlítið ljós í þessu myrki að stór­lega hefur dregið úr loft­mengun um allan heim –með sam­komu- og útgöngu­banni hefur dregið úr allri fram­leiðslu og sam­göng­um. Útblástur gróð­ur­húsa­loft­teg­unda er minni, kola- og olíu­notkun hefur dreg­ist tölu­vert saman og á nokkrum vikum varð loftið allt í einu tær­ara og heil­næmara. Hreinna loft og minni umferð hef­ur hugs­an­lega bjargað mörg þús­und manns­líf­um. Nátt­úran hefur tekið und­ar­legum breyt­ingum út um allan heim á þessum for­dæma­lausu tímum

Auglýsing
Umhverfishagfræðingurinn Mars­hall Burke, sem starfar við St­an­for­d há­skól­ann, heldur úti áhuga­verðu bloggi þar hann veltir fyrir sér ýmsum umhverf­is­á­hrif­um COVID-19 far­sótt­ar­inn­ar. Hann hefur meðal ann­ars bent á og rök­stutt að minni loft­mengun hefur senni­lega bjargað fleiri manns­lífum en allur sá fjöldi sem hefur lát­ist af völd­um COVID-19. Þetta getur hins vegar breyst á næstu vikum og mán­uðum ef far­sóttin breið­ist hraðar út. Eitt er hins vegar ljóst: Þjóðir heims hafa brugð­ist við með rót­tækum hætti, sem er mik­il­vægur lær­dóm­ur, reynsla og von­andi for­dæmi fyrir nauð­syn­legar og tíma­bærar aðgerðir í loft­lags­mál­u­m. 

Loft­mengun er lífs­hættu­leg

Loft­mengun eykur líkur á fóst­ur­láti og barna­dauða. Sam­kvæmt útreikn­ing­um Burke hefur minni loft­mengun í Kína, fyrstu tvo mán­uð­ina í COVID-19 fár­inu, minni fram­leiðsla og sam­göng­ur, bjargað lífi um 4000 barna sem eru yngri en fimm ára, sömu­leiðis 73.000 manns­lífum hjá fólki sem er komið yfir sjö­tugt. Þetta eru mun fleiri en þeir sem hafa lát­ist af völd­um COVID-19. Rann­sóknir sýna að loft­mengun getur stytt ævina um heil þrjú ár; að loft­meng­un, til langs tíma, er orðin hættu­legri en tóbaks­reyk­ing­ar. Hún eykur hættu á malar­íu, fóst­ur­láti, ýtir undir ofbeldi, áfeng­is- og fíkni­efna­notk­un. Loft­mengun er því sann­ar­lega lífs­hættu­leg. Nýlegar tölur frá Ítalíu sýna að stór­lega hefur dregið úr loft­mengun í kjöl­far útgöngu- og sam­komu­banns. Mun minna mælist af köfn­un­ar­efn­is­oxíð (ni­trogen­ox­ide) í loft­inu, sem kemur frá bíl­um, vöru­bif­reið­um, orku­verum og verk­smiðj­u­m. 

Stóri lær­dóm­ur­inn

Sam­hengi lofts­lags­mála og heil­brigð­is­mála hefur allt í einu kom­ist á dag­skrá. Skóg­ar­eld­arnir í Ástr­alíu fyrr í vet­ur, sem rekja má til þurrka vegna ham­fara­hlýn­un­ar, hafa komið af stað miklum engi­sprettu­far­aldri, þeim versta í ein 70 ár. Núna sjáum við sam­stillt og öguð við­brögð út um allan heim við COVID-19 far­sótt­inni. Þessi skæða pest hefur á örfáum vikum breytt heim­in­um, en heim­ur­inn hefur líka brugð­ist hratt við. Það hefur sýnt sig að ríki heims, stór­fyr­ir­tæki og almenn­ingur geta breytt lífs­háttum sínum þegar hætta steðjar að. „Nátt­úran er að senda okkur skila­boð með­ Covid-19 veirunn­i,“ segir Inger And­er­sen, yfir­maður loft­lags­mála hjá Sam­ein­uðu þjóð­un­um. „Með því tefla nátt­úr­unni í hættu er líf okkar og heilsa sömu­leiðis í hættu­slóð­u­m.“ Undir þessi orð taka ýmsir vís­inda­menn sem benda á að fjöl­margar veirur og bakt­er­íur liggi í dvala víða í nátt­úr­unni og með breyttu lofts­lagi gætu þær farið á kreik. Það sé ekki skyn­sam­legt að ögra nátt­úr­unni of mikið því rask á henni getur haft ýmsar ófyr­ir­sjá­an­legar afleið­ing­ar. 

Við þurfum að minnka auð­linda­notkun og útblást­ur, eins og margoft hefur verið bent á, en líka að skoða lofts­lags­mál og heil­brigð­is­mál í stærra sam­hengi. Við þurfum að breyta dýra­haldi og slátrun sem getur komið af stað hættu­legum sjúk­dóm­um. Hættu­legar far­sóttir á borð við E­bólu, HIV, fuglaflens­una, S­ar­s, Zika vírus­inn hafa allar borist frá dýrum til manna, en það er mann­leg hegð­un, dýra­mark­að­ir, slátrun og ógæti­leg sam­skipti við dýr og ­nátt­úr­una ­sem hafa komið þessum far­sóttum af stað. 

Við­brögðin nú sýna að við getum tek­ist á við stór vanda­mál með því að virkja sam­taka­mátt­inn. Þegar þessu erf­iða verk­efni er lokið bíður okkar enn stærra verk­efni: að stöðv­a ham­fara­hlýn­un ­sem ógnar öllu lífi á jörð­inn­i. 

Höf­undur er sam­skipta­stjóri Terra.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar