COVID-19 dregur úr loftmengun í heiminum

Freyr Eyjólfsson segir að þegar því erfiða verkefni að takast á COVID-19 verði lokið bíði okkar enn stærra verkefni: að stöðva hamfarahlýnun sem ógnar öllu lífi á jörðinni.

Auglýsing

Yfir þremur millj­örðum jarð­ar­búa í hátt í sjö­tíu löndum hefur verið skipað að halda sig heima til að hamla því að kór­ónu­veiran, sem veld­ur COVID-19 sjúk­dómn­um, breið­ist út. Mörg hund­ruð þús­und smit hafa verið stað­fest á heims­vísu, sífellt fleiri deyja og öllum er ljóst að þetta er ein skæð­asta far­sótt síð­ari tíma. Á örfáum vikum hefur heim­ur­inn gjör­breyst. Þetta er, eins og land­læknir seg­ir, alvar­legur far­aldur og alvar­leg veik­indi og nauð­syn­legt að grípa til rót­tækra aðgerða og hlýða fyr­ir­mælum yfir­valda.

Það er kannski örlítið ljós í þessu myrki að stór­lega hefur dregið úr loft­mengun um allan heim –með sam­komu- og útgöngu­banni hefur dregið úr allri fram­leiðslu og sam­göng­um. Útblástur gróð­ur­húsa­loft­teg­unda er minni, kola- og olíu­notkun hefur dreg­ist tölu­vert saman og á nokkrum vikum varð loftið allt í einu tær­ara og heil­næmara. Hreinna loft og minni umferð hef­ur hugs­an­lega bjargað mörg þús­und manns­líf­um. Nátt­úran hefur tekið und­ar­legum breyt­ingum út um allan heim á þessum for­dæma­lausu tímum

Auglýsing
Umhverfishagfræðingurinn Mars­hall Burke, sem starfar við St­an­for­d há­skól­ann, heldur úti áhuga­verðu bloggi þar hann veltir fyrir sér ýmsum umhverf­is­á­hrif­um COVID-19 far­sótt­ar­inn­ar. Hann hefur meðal ann­ars bent á og rök­stutt að minni loft­mengun hefur senni­lega bjargað fleiri manns­lífum en allur sá fjöldi sem hefur lát­ist af völd­um COVID-19. Þetta getur hins vegar breyst á næstu vikum og mán­uðum ef far­sóttin breið­ist hraðar út. Eitt er hins vegar ljóst: Þjóðir heims hafa brugð­ist við með rót­tækum hætti, sem er mik­il­vægur lær­dóm­ur, reynsla og von­andi for­dæmi fyrir nauð­syn­legar og tíma­bærar aðgerðir í loft­lags­mál­u­m. 

Loft­mengun er lífs­hættu­leg

Loft­mengun eykur líkur á fóst­ur­láti og barna­dauða. Sam­kvæmt útreikn­ing­um Burke hefur minni loft­mengun í Kína, fyrstu tvo mán­uð­ina í COVID-19 fár­inu, minni fram­leiðsla og sam­göng­ur, bjargað lífi um 4000 barna sem eru yngri en fimm ára, sömu­leiðis 73.000 manns­lífum hjá fólki sem er komið yfir sjö­tugt. Þetta eru mun fleiri en þeir sem hafa lát­ist af völd­um COVID-19. Rann­sóknir sýna að loft­mengun getur stytt ævina um heil þrjú ár; að loft­meng­un, til langs tíma, er orðin hættu­legri en tóbaks­reyk­ing­ar. Hún eykur hættu á malar­íu, fóst­ur­láti, ýtir undir ofbeldi, áfeng­is- og fíkni­efna­notk­un. Loft­mengun er því sann­ar­lega lífs­hættu­leg. Nýlegar tölur frá Ítalíu sýna að stór­lega hefur dregið úr loft­mengun í kjöl­far útgöngu- og sam­komu­banns. Mun minna mælist af köfn­un­ar­efn­is­oxíð (ni­trogen­ox­ide) í loft­inu, sem kemur frá bíl­um, vöru­bif­reið­um, orku­verum og verk­smiðj­u­m. 

Stóri lær­dóm­ur­inn

Sam­hengi lofts­lags­mála og heil­brigð­is­mála hefur allt í einu kom­ist á dag­skrá. Skóg­ar­eld­arnir í Ástr­alíu fyrr í vet­ur, sem rekja má til þurrka vegna ham­fara­hlýn­un­ar, hafa komið af stað miklum engi­sprettu­far­aldri, þeim versta í ein 70 ár. Núna sjáum við sam­stillt og öguð við­brögð út um allan heim við COVID-19 far­sótt­inni. Þessi skæða pest hefur á örfáum vikum breytt heim­in­um, en heim­ur­inn hefur líka brugð­ist hratt við. Það hefur sýnt sig að ríki heims, stór­fyr­ir­tæki og almenn­ingur geta breytt lífs­háttum sínum þegar hætta steðjar að. „Nátt­úran er að senda okkur skila­boð með­ Covid-19 veirunn­i,“ segir Inger And­er­sen, yfir­maður loft­lags­mála hjá Sam­ein­uðu þjóð­un­um. „Með því tefla nátt­úr­unni í hættu er líf okkar og heilsa sömu­leiðis í hættu­slóð­u­m.“ Undir þessi orð taka ýmsir vís­inda­menn sem benda á að fjöl­margar veirur og bakt­er­íur liggi í dvala víða í nátt­úr­unni og með breyttu lofts­lagi gætu þær farið á kreik. Það sé ekki skyn­sam­legt að ögra nátt­úr­unni of mikið því rask á henni getur haft ýmsar ófyr­ir­sjá­an­legar afleið­ing­ar. 

Við þurfum að minnka auð­linda­notkun og útblást­ur, eins og margoft hefur verið bent á, en líka að skoða lofts­lags­mál og heil­brigð­is­mál í stærra sam­hengi. Við þurfum að breyta dýra­haldi og slátrun sem getur komið af stað hættu­legum sjúk­dóm­um. Hættu­legar far­sóttir á borð við E­bólu, HIV, fuglaflens­una, S­ar­s, Zika vírus­inn hafa allar borist frá dýrum til manna, en það er mann­leg hegð­un, dýra­mark­að­ir, slátrun og ógæti­leg sam­skipti við dýr og ­nátt­úr­una ­sem hafa komið þessum far­sóttum af stað. 

Við­brögðin nú sýna að við getum tek­ist á við stór vanda­mál með því að virkja sam­taka­mátt­inn. Þegar þessu erf­iða verk­efni er lokið bíður okkar enn stærra verk­efni: að stöðv­a ham­fara­hlýn­un ­sem ógnar öllu lífi á jörð­inn­i. 

Höf­undur er sam­skipta­stjóri Terra.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Við höfum staðið við það sem lofað var,“ sagði Bjarni Benediktsson um opinberar fjárfestingar á þingi í dag.
Kennir sveitarfélögum um samdrátt í opinberri fjárfestingu
Þingmaður Viðreisnar segir ríkisstjórnina ekki hafa efnt loforð um aukna innviðafjárfestingu. Fjármálaráðherra segir sveitarfélögin bera ábyrgð á því að opinber fjárfesting hafi dregist saman en tölur frá Samtökum Iðnaðarins segja aðra sögu.
Kjarninn 4. mars 2021
Mjólkursamsalan er í markaðsráðandi stöðu hérlendis.
Hæstiréttur: MS misnotaði markaðsráðandi stöðu og á að greiða 480 milljónir í ríkissjóð
Tæplega áratugalangri deilu, sem hófst þegar fyrrverandi forstjóri Mjólku fékk óvart sendan reikning sem hann átti ekki að fá, er lokið. Niðurstaða æðsta dómstóls landsins er að Mjólkursamsalan hafi brotið alvarlega gegn samkeppnislögum.
Kjarninn 4. mars 2021
Samtök iðnaðarins héldu sitt árlega Iðnþing í dag. Myndin er af svonefndu Húsi atvinnulífsins í Borgartúni.
Auka þurfi gjaldeyristekjur um 1,4 milljarða á viku næstu fjögur ár
Samtök iðnaðarins telja að til þess að skapa „góð efnahagsleg lífsgæði“ á Íslandi þurfi landsframleiðsla að aukast um 545 milljarða króna á næstu fjórum árum. Þau kalla eftir því að ríkisfjármálum verði beitt af fullum þunga til að skapa viðspyrnu.
Kjarninn 4. mars 2021
Guðmundur Ragnarsson
Hvar eru störfin?
Kjarninn 4. mars 2021
Spútnik V bóluefnið er komið í áfangamat hjá Lyfjastofnun Evrópu.
Spútnik V komið í áfangamat hjá Lyfjastofnun Evrópu
Rússneska bóluefnið Spútnik V er komið í áfangamat hjá sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu. Nýlegar niðurstöður sem voru birtar í Lancet gefa til kynna að bóluefnið veiti 91,6 prósent vörn gegn COVID-19 og sé laust við alvarlegar aukaverkanir.
Kjarninn 4. mars 2021
Sigurður Páll Jónsson þingmaður Miðflokksins er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Félag flugmanna telur hugmyndir Miðflokks um varaflugvöll í Skagafirði óraunhæfar
Það er „með öllu óraunhæft“ að byggja upp Alexandersflugvöll í Skagafirði eins og þingflokkur Miðflokksins telur vert að kanna, að mati Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Bent er á að aðrir flugvellir, sem séu í reglulegri notkun, þurfi viðhald.
Kjarninn 4. mars 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Alma Möller landlæknir.
„Góðar líkur“ á að veiran hafi verið upprætt innanlands
Sóttvarnalæknir segir að þó að góðar líkur séu á því að veiran hafi verið upprætt innanlands sé nauðsynlegt að halda vöku sinni því aðeins eitt afbrigði, einn einstaklingur, getur sett faraldur af stað. 90 hafa greinst með breska afbrigðið hér á landi.
Kjarninn 4. mars 2021
Kynnti vísbendingar um ferðavilja fyrir ríkisstjórn
Ráðherra ferðamála fór á ríkisstjórnarfundi á þriðjudag yfir þær vísbendingar sem eru til staðar um ferðavilja erlendra og innlendra ferðamanna næstu misserin. Kjarninn fékk samantekt á minnisblaði sem ráðherra kynnti frá ráðuneytinu.
Kjarninn 4. mars 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar