Sönnunarbyrði yfirvalda

Þingmaður Pírata bendir á að fólk sé til í vonda hluti þegar neyðin blasir við.

Auglýsing

Nú ber­ast fréttir af því að valda­sjúk­ari yfir­völd í Evr­ópu sölsi undir sig sam­fé­lög sín í nafni neyð­ar­á­stands vegna COVID-19. Engum ætti að koma á óvart að hin hrotta­fengnu yfir­völd sem stjórna Ung­verja­landi fari þá leið; reyndar kemur á óvart hvað þau voru lengi að því.

Ung­verja­land er hluti af Evr­ópu­sam­band­inu. Það er ekki langt síðan það þótti næstum því óhugs­andi að Ung­verja­land myndi verða að alræð­is­rík­inu sem það breyt­ist núna hratt í. Þetta nefni­lega ger­ist. Lýð­veldi geta breyst í alræð­is­ríki á undra­skömmum tíma, sér í lagi á tímum neyð­ar­á­stands.

Enn­fremur er á engan hátt ljóst hversu lengi ein­hvers konar neyð­ar­á­stand muni ríkja vegna COVID-19. Þegar far­aldr­inum lýkur verður óhjá­kvæmi­lega uppi ein skrýtn­asta staða sem heim­ur­inn hefur séð í efna­hags­mál­um. Það ætti engum að dylj­ast að hún getur mjög auð­veld­lega getið af sér fjöl­breytta flóru af neyð­ar­á­stönd­um, eða jafn­vel verið við­var­andi neyð­ar­á­stand sjálf.

Á Íslandi erum við það heppin að þrátt fyrir hættu á ákveðnu óða­goti við setn­ingu neyð­ar­laga, sam­an­standa yfir­völd þó ekki af sið­lausum hrottum á borð við Viktor Orban, og þau mega eiga það að hafa ekki með­vitað reynt að nýta ástandið til að sölsa undir sig allt sam­fé­lag­ið. Sjálf­sagt finnst flestum það reynd­ar... næstum því óhugs­andi.

Að minnsta kosti hefur það ekki gerst enn­þá. En eins og við vit­um, getur það breyst með einum kosn­ing­um, sér í lagi við langvar­andi og yfir­þyrm­andi neyð­ar­á­stand. Fólk er til í vonda hluti þegar neyðin blasir við.

Virð­ing fyrir tor­tryggni

Og þá skal víkja að máli mál­anna í dag; snjall­síma-app­inu sem Land­læknir hefur nú hafið dreif­ingu á, sem heitir Rakn­ing C-19.

Þrátt fyrir að í öllum helstu meg­in­at­riðum sé mynd­ug­lega staðið að gerð apps­ins er all­nokkur tor­tryggni í garð þess. Ástandið í sam­fé­lag­inu vekur upp ótta um að til lengri tíma verði það liður í að draga úr frelsi borg­ar­anna á sam­bæri­legan hátt og yfir­völd freist­ast til sums staðar erlend­is.

Auglýsing
Það er alveg sama hversu vel er staðið að mál­um: sá ótti er ófrá­víkj­an­legt grunn­skil­yrði frjáls­lynds lýð­ræð­is­sam­fé­lags og yfir­völdum ber að sýna honum virð­ingu og taka hann alvar­lega. Sönn­un­ar­byrðin fyrir því að úrræði til móts við COVID-19 séu á engan hátt lang­tímaógn við frelsi borg­ar­anna, er á herðum yfir­valda. Almenn­ingi ber engin skylda til að treysta yfir­völd­um; þvert á móti. Tor­tryggni er nefni­lega eina leiðin til að forð­ast örlög eins og Ung­verja­lands. Um leið og við förum að treysta yfir­völdum í blindni fyrir einka­gögnum okkar bjóðum við hætt­unni heim með því að einn dag­inn kjósa yfir okkur ill­menni á borð við þau sem sífellt verða vin­sælli í frjáls­lyndum lýð­ræð­is­ríkj­um.

Rakn­ing C-19 hefur farið í gegnum umfangs­mikið rýn­is­ferli. Bæði hafa fær­ustu tölvu­ör­ygg­is­sér­fræð­ingar lands­ins rýnt það og dreif­ing­ar­að­il­arnir Google og Apple rýna það einnig áður en það er sett í dreif­ingu á símum not­enda.

En því miður þarf að fjalla aðeins um örfá mis­tök sem hafa verið gerð, sem óhjá­kvæmi­lega dregur úr trausti til apps­ins og hefði mátt fyr­ir­byggja með réttri stefnu fyrir far­ald­ur­inn.

  1. Ef spurt er að því, er svarað að kóð­inn (upp­skrift­in) að app­inu verði gerður opin­ber og því rýn­an­legur af almenn­ingi og sér­fræð­ing­um. Hins­vegar er ennþá óvíst hvort allur kóð­inn verði gef­inn út og sömu­leiðis hvenær. Rétt­ara hefði verið að hefja verk­efnið opið frá grunni og aldrei skrifa línu af kóða sem ekki væri rýn­an­leg af hverjum þeim for­rit­ara á Íslandi sem hefði áhuga á; þar á meðal þeim örygg­is­sér­fræð­ingum sem fengnir voru til að rýna það. Einnig hefði átt að til­kynna um opin­bera útgáfu kóð­ans á sama tíma og til­kynnt var um verk­efn­ið, frekar en að láta ein­stak­linga með áhyggjur af gegn­sæi og örygg­is­málum sækj­ast sér­stak­lega eftir upp­lýs­ingum um þau. Þessi seina­gangur við útgáfu kóð­ans hefur valdið mik­illi tor­tryggni, algjör­lega að óþörfu.
  2. Mis­vísandi skila­boð um virkni apps­ins hafa þvælt umræð­una gríð­ar­lega mik­ið. Á einum stað stendur að gögnin geym­ist ein­ungis í símum not­enda, en þeir geti sent þau inn ef þeir grein­ast með smit, en á öðrum stað stendur að appið geti greint hverjir séu í návígi við hvern, og svipar þá til TraceTo­gether-apps­ins í Singa­pore sem virkar á allt annan hátt en hið íslenska. Mót­sögnin í þessu tvennu er kannski ekki aug­ljós þeim sem ekki þekkja vel til hug­bún­að­ar­gerð­ar, en hún er æpandi í röðum tækni­manna. Tækni­leg til­högun svona verk­efna er nefni­lega aðal­at­rið­ið, en ekki auka­at­riði. Það skiptir öllu máli að rétt og skýrt sé greint frá því hvernig appið virki og því miður hefur verið mis­brestur á því með til­heyr­andi tor­tryggni bæði tækni­manna og ann­arra.

Þegar þetta er skrifað bíður und­ir­rit­aður spenntur eftir því að kóð­inn verði gef­inn út svo hægt sé að lesa hann og von­andi að full­vissa tor­tryggna not­endur um að appið virki eins og því hefur verið lýst í sinni mein­laus­ustu mynd. En hvorki er vitað hvort nógu mikið af kóð­anum verði gefið út til að meta megi virkn­ina í heild sinni, né er vitað hvenær. Það er væg­ast sagt óþægi­leg staða sem er í þokka­bót algjör­lega óþörf.

Hug­bún­að­ar­gegn­sæi skiptir máli

Allt þetta er ein­kenni þess að yfir­völd hafa ekki sett sér stefnu um að hug­bún­aður sem yfir­völd þrói eða kaupi sér­smíð­að­an, skuli vera opinn (e. open-so­urce) og gegn­sær. Þetta er samt raun­veru­lega ein­föld og sjálf­sögð krafa. Ef yfir­völd hefðu þegar sett sér þá stefnu að sér­smíð­aður hug­bún­aður skyldi gef­inn út opinn, þá væri miklu auð­veld­ara að fá borg­ara sem sinna þeirri sam­fé­lags­legu skyldu sinni að tor­tryggja yfir­völd, til þess að nota appið og þar með taka auk­inn þátt í bar­átt­unni gegn COVID-19.

Hrópið í eyði­mörk­inni um opinn hug­búnað heyr­ist sjaldn­ast hátt í sam­fé­lag­inu vegna þess að flest fólk telur sig ekki hafa næga þekk­ingu á tækni­málum til að skilja neitt í þeim (sem er í sjálfu sér ekki endi­lega rétt). En í grunn­inn má lýsa opnum hug­bún­aði sem gegn­sæj­um: for­rit sem hvaða for­rit­ari sem er getur skoðað undir húdd­inu og sagt til um hvernig virki.

Auglýsing
Við gerum ský­lausa kröfu um að verk­lag yfir­valda sé gegn­sætt. Við viljum vita undir hvaða kring­um­stæðum yfir­völd geri hvað, hvenær þau geri það og með hvaða afleið­ing­um. Fjöl­miðlar og almenn­ingur geta kallað eftir gögnum og því stað­fest, að gefnum nægum mann­afla, að kerfið virki raun­veru­lega eins og það er aug­lýst. Þetta er kallað gegn­sæi. Hvers vegna er hug­bún­að­ur, sem sífellt sinnir stærra og stærra hlut­verki í verk­lagi yfir­valda, und­an­skil­inn svo sjálf­sagðri kröfu?

Tækni­málin útundan

Það er svo sem efni í aðra grein og gott betur nákvæm­lega hvers vegna tækni­málin eru svo auð­veld­lega und­an­skilin í allri umræðu um gegn­sæi, frelsi og lýð­ræði. Hér skal látið duga að segja, að það er engin góð ástæða fyrir því, ein­ungis léleg­ar. Að hug­bún­aður sé opinn, sem yfir­völd ýmist búa til sjálf eða kaupa sér­smíð­að­an, er jafn sjálf­sagt og sú heil­brigða tor­tryggni sem þarf að ríkja í garð yfir­valda í hverju því frjáls­lynda lýð­ræð­is­sam­fé­lagi sem vill búa til lang­frama við ýmist frelsi eða lýð­ræði, og hvað þá hvort tveggja.

Höf­undur er þing­maður Pírata.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar