Að finna merkingu í óumflýjanlegum áhyggjum

Ástþór Ólafsson skrifar um að við eigum til að horfa einum of mikið á að okkar erfiðleikar séu sú réttmæta mæling á hvað erfiðleikar eru og gleyma stundum að horfa til annara landa og annara atburða sem geta fært okkur annað sjónarhorn.

Auglýsing

Núna á þessum krefj­andi og erf­iðu tímum er Íslenskt sam­fé­lag að upp­lifa tíð­ar­anda sem hefur ekki sést lengi vel eða kannski árið 1918. En þá var það Spænska veikin sem barst til Íslands og hafði áhrif á fjölda manns (hér). Núna er það vágest­ur­inn Covid-19 sem hefur tekið sér ból­festu í sam­fé­lag­inu með einum og öðrum hætti. Þessi gestur er meðal ann­ars nú þegar far­inn að hafa áhrif á efna­hag, vel­ferð, menntun og heil­brigði fólks­ins hér í land­inu. Það getur haft í för með sér miklar áhyggj­ur, óvissu, kvíða, mögu­lega dep­urð og áföll. Við eigum eftir að horfa upp á birt­ing­ar­mynd sem lík­ist spænsku veik­inni og banka­hrun­inu árið 2008 að ein­hverjum hluta til. Af slíkri óvissu vitum við af og höfum séð áður.

Til hlið­sjónar höfum við mýmörg erlend dæmi eins og jarð­skjálft­inn árið 2004 sem skall á ind­versk höf sem náði til Indónesíu, Taílands og nær liggj­andi löndum með 9.2 á Richt­er. Þessar nátt­úru­legu ham­farir höfðu áhrif á ógrynni af fólki og lét­ust meðal ann­ars 230,000 manns af völdum þeirra afla. Annað dæmi er útbreiðsla á E­bólu vírusnum árið 2014 í Afr­íku sem náði mest til Gínea, Líbería og Síerra ­Leó­ne. Þessi vírus hafði áhrif á 28,616 manns þar sem 11,310 létu líf­ið. En heim­ildir um þessa atburði fást (hérhér og hér).

Þannig erf­ið­leikar hafa verið á þrösk­uld­inum hjá okkur Íslend­ingum í einni eða annarri mynd í gegnum tíð­ina. En mun­ur­inn á okkur í dag og þegar Spænska veikin kom, ham­far­irnar við ind­versk höf og E­bóla vírus­inn í Afr­íku er að við búum í vest­rænu sam­fé­lagi. Þar af leið­andi við þau for­rétt­indi að við höfum sterka inn­viði eins og heil­brigð­is, mennta, vel­ferðar og fjár­hags­legt kerfi þannig að höggið frá­ Covid-19 mun aldrei hafa eins mik­ill áhrif á okkur eins og Spænska veik­in, ham­far­irnar og E­bóla vírus­inn gerðu. Við getum farið í upp­bygg­ingu fyrr en ella og við getum náð and­legri og lík­am­legri heilsu upp á ný áður en líður undir lok. Líka að hér er verið að greina Covid-19 nán­ast jafn­skjótt og það orsakast og fyr­ir­byggja en meiri útbreiðslu til­ ­sam­an­burð­ar­ við Spænsku veik­ina og E­bólu vírus­inn.

Auglýsing
Það skiptir veiga­miklu máli að við sjáum þennan mis­mun og getum virki­lega tekið hann inn á okkur til að sjá hvað við höfum mikið for­skot miðað við það sem er talið fyrir ofan. Að við getum metið það sem við höf­um, eigum og getum gert í kjöl­far­ið. Sterkt for­dæmi fyrir þeirri hugsun býr í hug­myndum geð­lækn­is­ins, Vikt­or Frank­l´s, sem lifði af nas­ista útrým­ing­ar­búðir í seinn­i heims­styrj­öld­inni. Ég hef áður lagt áherslur á hans hugsun og fram­kvæmd í öðrum grein­um hér og hér. En hann var hug­mynda­smiður að því hvernig við „finnum til­gang­inn“ með erf­ið­leik­unum eða í óum­flýj­an­legum áhyggjum en á sama tíma yfir­stígið þær með jákvæðum og upp­byggi­legum hætt­i. Frank­l telur að ein­stak­ling­ur­inn þurfi að nota við­horfs­breyt­ingu eða „öf­uga nálg­un“. En þetta allt kemur fram í bók­inni hans „Man ­Se­arch ­for ­Mean­ing“ sem kom út árið 1946. Áður en það verður fjallað um „öfug nálg­un“ þarf að skilja af hverju Frank­l vill meina að við þurfum að finna til­gang­inn.

Að finna til­gang­inn

Í bók­inni „Man ­Se­arch ­for ­Mean­ing“ lýsir hann ástand­inu í útrým­ing­ar­búð­unum sem fangi í seinni heims­styrj­öld­inni þar sem frelsið til að lifa var af skornum skammti  og mátti minnstu muna af ástæð­unni að ein­stak­ling­ur­inn væri tek­inn af lífi. Hann talar um hörmu­lega tíma þar sem til­gangs­leysið er yfir­vof­andi og auð­velt að missa von­ina og trúna fyrir betri tím­um.  Á svip­uðum tíma sat Frank­l inn í sínu her­bergi og velti fyrir sér ang­ist­un­um, reið­inni, mann­vonskunni, hatr­inu og þessu heift­ar­lega sam­bandi sem mynd­að­ist á milli manna í búð­un­um. Velti mikið fyrir sér hvernig væri hægt að hugsa skýrt og greini­lega þrátt fyrir þessar aðstæð­ur. Hann hafði það af vana að skrifa sínar hugs­anir og sitt sál­ar­líf niður í stíla­bók sem hjálp­aði honum að við­halda þeirri hugsun að þessu myndi ljúka fyrr en síð­ar. En við og við, var inn­lit og fata­skipti hjá föng­unum sem varð til þess að Frank­l missti stíla­bókina sína á einu augna­blik­i. 

En eftir að fata­skiptin voru yfir­stað­in, fann hann miða í buxna­vas­anum sem stóð á „ég trúi“ sem Frank­l hugs­aði mikið um. Hvað eig­in­lega þýddi þessi miði? Það rann upp fyrir honum fljót­lega að hann ætti að halda áfram að skrifa sem hann gerði en í minni mæli enda munur á stíla­bók og blað­snepli. Frank­l stóð í þeirri merk­ingu að hans leið til að kom­ast í gegnum þessa erf­ið­leika var að skrifa sig frá þeim í anda stóískra hug­suða. Þeg­ar Frank­l slapp úr útrým­ing­ar­búð­unum og náði að lifa af þessa sál­fræði­leg­u ang­ist var hann stað­ráð­inn á því að finna leið fyrir ein­stak­ling­inn til að geta tek­ist á við sinn sárs­auka, sína þján­ingu og erf­ið­leika. Með þessu byrjar hann með til­vist­ar­með­ferð eða Logother­ap­hy ­sem snýr að því að finna til­gang­inn með þeim erf­ið­leikum sem standa and­spænis okkur og gefa þeim djúp­stæða merk­ingu. Með þessu þró­aði hann ákveðna aðferð til við­horfs­breyt­inga sem hann kallar „öf­uga nálg­un“.

Öfug nálgun

Frank­l vill meina að þegar erf­ið­leikar eiga sér stað, á ein­stak­ling­ur­inn að líta inn á við og skoða umhverfið sitt. Að hafa vilj­ann fyrir því að finna merk­ingu fyrir þeim erf­ið­leikum er ekki auð­velt verk­efni en nauð­syn­legt til að geta yfir­stígið þá. Í ljósi þess talar hann um að nota svo­kall­aða „öf­uga nálg­un“ eða „para­dox­ical in­tentions“. Þessi aðferð snýr að því að ein­stak­ling­ur­inn á að snúa erf­ið­leik­unum við og horfa á þá frá öðru sjón­ar­horni þannig að hann setur sig í spor ann­arra með sína erf­ið­leika. Með því nær hann að fjar­lægj­ast raun­veru­leik­ann en á sama tíma öðl­ast nýja sýn á hann. Í þessu ferli fer ein­stak­ling­ur­inn að finna fyrir þakk­læti og auð­mýkt gagn­vart sínum erf­ið­leik­um. Þegar ein­stak­lingur fer að finna slíkt getur hann farið að horfa á sína erf­ið­leika og lág­marka styrk­leika þess þannig að sárs­auk­inn, þján­ingin hefur ekki eins sterka þýð­ing­u. 

Auglýsing
Hann horfir ekki á erf­ið­leik­ana sem enda­stöð með til­lit til til­gangs­leys­is­ins því þeir vega ekki eins þungt og áður fyrr. Hann vildi líka meina með þessu fer ein­stak­ling­ur­inn að hugsa út fyrir sínar áhyggjur og nær hann að stað­setja erf­ið­leik­ana með rétt­mæt­ari hætti. Það auð­veldar ein­stak­lingi þrátt fyrir erf­ið­leik­ana og eykur lík­urnar á að hann fer frekar að finna leið til að styrkja sig og efla sig sem um mun­ar. Hann vildi alls ekki gera lítið úr erf­ið­leikum fólks en taldi að fólkið væri stundum að ofgera og of hugsa sína erf­ið­leika. Í því sam­hengi, komst hann að því að ein­stak­ling­ur­inn væri oft að leita af stuttum leiðum til að sigr­ast á erf­ið­leik­unum með því að festa sig í flóknum löng­unum þannig að lausn á þeim hafði oft í för með sér flóknar leiðir í gegnum lang­an­irn­ar.

Hugs­un Frank­l´s

Á þessum fáheyrðu tímum í vest­rænu sam­fé­lagi eða á Íslandi er við­eig­andi að leita í hugs­un­ar- og gjörða­forða Vikt­or Frank­l´s og hvernig við ætlum að hugsa og kom­ast í gegnum þessa erf­iðu tíma. Við getum hugsað hvernig það hafi verið að lifa á Íslandi þegar Spænska veikin herj­aði á for­feður okk­ur. Þar var ekki beint vel­ferð­ar­ríki eins og við búum við, þar bjó fólk í ónýttum húsum með óhrein­indi sem við þekkjum ein­göngu með ógagn­virkum hætti í gegnum sjón­varp eða inter­net­ið. Sumir senni­lega heim­sótt svip­aða staði en aðeins sem ferða­langur tíma­bund­ið. Í fram­haldi getum við síðan horft til jarð­skjálft­ans við ind­verska hafið sem eyði­lagði heilu hús­in, ­stofn­an­ir og tók þús­undir manns­lífa. En þessi staðir höfðu ekki björgin okkar til að fyr­ir­byggja og vinna á sama tíma á þessum nátt­úr­lega vágesti. Vegna þess að nátt­úru ham­far­irnar komu skyndi­lega og það var ekk­ert hægt að gera annað en að biðja til hins heilaga anda og vona það besta. Á meðan höfum við fengið góðan fyr­ir­vara til að geta brugð­ist við þessum óboðna gesti, skipu­lagt áætl­anir til að fyr­ir­byggja svo að hann hafi ekki eins skað­leg áhrif og hann hefur gert í Ítal­íu. Þannig við búum við gríð­ar­legt stuðn­ings­net sem heldur utan um okkur sem býr í heil­brigðis og mennta­stofn­un­um. Þetta getur auð­veldað okkur að sjá tæki­færi og horfa á þetta sem áskorun frekar en frá­hrind­andi verk­efni.

Í þessu sam­bandi er hægt að horfa líka til­ E­bólu vírus­ins ­sem lagð­ist á góðan hluta af Afr­íku og fólk gat í raun og veru ekk­ert brugð­ist við þar sem hvorki var bún­aður eða tækni til að greina og aðstoða fólk­ið. Þar þurfti hver og einn að bíða eft­ir­tektar í fátækum hverfum þar sem óhrein­indi og eft­ir­lit var eins skert og við getum rétt svo ímyndað okk­ur. Þar barð­ist heil­brigð­is­starfs­fólk og sjálf­boða­liðar við að finna fólkið í allri þess­ari óreiðu og grennsl­ast fyrir í ónýttum hús­um. Á meðan við höfum starfs­fólk í heil­brigð­is- og mennta­stétt­inni sem stendur í fram­lín­unni í hraustum bygg­ing­um. Það er sömu­leiðis greið­ari leið og aðgangur að fólk­inu í land­inu þar sem fólk er líka að gefa sig fram.

Í þessu sam­hengi, er hægt að hugsa til þess þeg­ar Frank­l var að vinna sig úr sínum aðstæðum þar sem hann bjó við hörmu­legar aðstæð­ur, fastur inn­ i her­bergi mögu­lega ekki með glugga og skert frelsi til að athafna sig. Hann var sömu­leiðis í troðn­ingi hvort sem það var að sækja sér­ ­nauð­synjar eins og vatn, mat eða annan varn­ing. Hann gat ekki leyft sér að fara út að labba, skokka eða keyra í bíl á milli staða. Hann gat ekki pantað sér þjón­ustu á inter­net­in­u hvort sem það eru mat­ar­inn­kaup eða í formi afþrey­ing­ar. Hann bjó ekki í sinni eigin íbúð, með rúmi, sófa, kaffi­bolla og gat unað sér til dund­urs að lesa bók eða spila spil með fjöl­skyld­unni. Þannig að horfa á erf­ið­leik­ana frá sjón­ar­horn­i Frank­l´s og beita hans hugsun varð­andi „öf­uga nálg­un“ er við­eig­andi þegar við mætum okkar erf­ið­leik­um.

Þannig að, í heild­ar­mynd­inni erum við vel í stakk búinn til að geta svarað þessum aðstæðum og berj­ast við þessa vá. Á sama tíma getum við horft til þess hvernig þetta hefur átt sér þegar Spænska veikið reið yfir árum áður á Íslandi og hvernig þetta hefur verið í öðrum löndum eins og við Ind­verska hafið og hluta af Afr­íku með því að beita „öf­ugri nálg­un“ Frank­l´s. Að horfa á okk­ur, hvað við höfum það gott og hvað við erum í mun betri stöðu til að geta tekið þátt í þessu sam­fé­lags­lega verk­efni. Margir hverjir búa við ríku­legar og gef­andi aðstæður sem aðstoða þau við að bregð­ast við þessum kring­um­stæðum bæði fjár­hags­lega og félags­lega. Að líta á þessar áhyggjur frá öðrum sjón­ar­hornum færir okkur bæði þakk­læti og auð­mýkt sem verður til þess að við er til­bún­ari til að takast á við þessar krefj­andi og sér­stöku aðstæð­ur. Að nýta sér hugs­un Frank­l´s ­sem náði að lifa af seinn­i heims­styrj­öld­ina ­sem er áreið­an­legt vega­nesti enda einn af þeim rétt­mæt­ustu hugs­uðum síð­ast­liðnu 60 ár sem ætti að geta hug­hreyst okkur í að breyta erf­ið­leikum í styrk­leika. Þrátt fyrir áhyggj­ur, sárs­auka, þján­ingu og erf­ið­leika sem virð­ast vera óum­flýj­an­legir um stund, þrátt fyr­ir, er hægt að byggja upp von og trú til að yfir­stíga og finna merk­ingu í allri þess­ari óvissu.

Höf­undur er seiglu­ráð­gjafi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar