Dramatík og rusl

Sigrún Guðmundsdóttir, umhverfis- og auðlindafræðingur, fjallar um úrgang sem á að fara í hringrás og leiða til betri orkunýtingu með nýrri stöð SORPU í Álfsnesi.

Auglýsing

Mikið hefur verið fjallað um gas- og jarð­gerð­ar­stöð SORPU upp á síðkast­ið. Þessi umfjöllun hefur verið löðr­andi í póli­tískri drama­tík­. ­Leið­sögn stjórn­valda er nauð­syn­leg í úrgangs­málum eins og öðru, en drama­tík og ofurá­hersla á óskilj­an­leg fjár­mál gerir það að verkum að engin veit eða skilur upp né niður í mál­inu. Þrátt fyrir mikla sam­legð­ar­mögu­leika gegnum sam­eig­in­legar stofn­anir eins og SORPU og Strætó lán­ast sveit­ar­fé­lög­unum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu seint að feta marg­troðnar sjálf­bærar þró­un­ar­slóð­ir. Mynd úr kynningarbæklingi SORPU.

Verið er að leggja loka­hönd á fyrstu gas- og jarð­gerð­ar­stöð lands­ins, sem get­ur, ef stjórn­völdum ber gæfa til, orðið risa­stórt fram­fara­skref í sjálf­bærri þró­un. Gas- og jarð­gerð er löngu við­tekin tækni á þessu sviði. Hún kostar sitt en er oft ein­fald­lega heppi­leg­asta aðferðin við að end­ur­vinna lífúr­gang (e. biodegrada­ble waste) og gríð­ar­lega áríð­andi mót­væg­is­að­gerð í lofts­lags­mál­um. Með henni er mögu­legt að hætta urðun lífúr­gangs (urð­un=­mikil sóun og meng­un) og stunda skil­virka auð­linda­nýt­ingu, hringrásun nær­ing­ar­efna, kolefn­is­bind­ingu (molta) o.fl. Það er löngu kom­inn tími til að ráða­menn og fjöl­miðlar fræði og miðli um hvaða þýð­ingu stöðin hef­ur, hversu öflug mót­væg­is­að­gerð hún er. En nei, síðan í haust ber­ast (a.m.k. mér) aðeins nei­kvæðar fréttir af henni og þá helst af fjár­málakrísu SORPU. Jafn­vel almanna­frétta­mið­ill­inn RÚV ber ekki fréttir af eft­ir­vænt­ingu og gleði yfir að loksins sé stöðin risin og metn­að­ar­fullar áætl­anir sveit­ar­fé­lag­anna á suð­vest­ur­horn­inu, byggðar á vönd­uðum und­ir­bún­ingi, úttektum fag­að­ila o.fl. því loks­ins að verða að veru­leika. Ætli það séu ekki um 10 ár síðan ákvörðun um bygg­ingu stöðv­ar­innar var tek­in? ­Nei, frekar er höfð eftir dramat­ísk lýs­ing eins bæj­ar­stjór­ans í sam­lag­inu um að allt útlit sé fyrir að SORPA fari í greiðslu­þrot um miðjan mars. Hm – en – SORPA er ekki einka­mark­aðs­fyr­ir­tæki þó þannig sé mikið talað um hana. Þetta var í febr­ú­ar. 

Auglýsing
Vel hálfur mars rann í hlað og næsta frétt (sem ég varð vör við) fjall­aði ekki um greiðslu­þrotið sem ekki varð, en áfram var fjallað um meinta krísu og fjár­mál, svarta skýrslu, brott­rekstur for­stjóra og neyð­ar­lán til SORP­U. En hver er eig­in­lega neyð­in? Og fyrst fjár­málin eru svona mikið rædd þarf þá ekki að segja almenn­ingi hvað stöðin hefði í mesta lagi átt að kosta? Hvað sam­bæri­leg stöð kostar erlendis eða álíka? Er þessi umræða ekki hreint út sagt ómál­efna­leg og léleg? Starfs­menn SORPU skutu þó sem betur fer mik­il­vægum upp­lýs­ingum að, svona inn á milli, en furðu lítið var gert með þær. 

Sjálf­bær þróun og sveit­ar­fé­lög

Það er ekki auð­velt að fjalla um mál eins og þetta á ein­faldan hátt en ég reyni að gera mitt besta. Til að byrja með skulum við skella okkur til Malmö í Sví­þjóð. Umhverfispóli­tík frænda okkar Svía er að mörgu leyti ein­stök. Til að fá sam­hengi er ágætt að skoða vist­bíla­stefnu Mal­mö­borgar 2017-20 (s.Milj­öbil­stra­tegi Malmö Stad 2017-2020). Eins og svo mörg önnur stefnu­skjöl Svía hefst hún á teng­ingu við stefnu rík­is­stjórn­ar­innar á við­kom­andi sviði, síðan við stefnu léns­ins og að síð­ustu við umhverf­is­stefnu borg­ar­inn­ar. Það er ein­fald­lega hefð fyrir því í Sví­þjóð að vinna að sama mark­miði á öllum stjórn­stig­um, og umhverf­is­stefna rík­is­ins nær utan um allt umhverf­is­svið­ið. Og ég hef líka séð unnið útfrá þeirri stefnu innan háskóla. Skemmst er frá því að segja að far­ar­tækja­stefna Malmö gerir ráð fyrir að um næstu ára­mót verði öll far­ar­tæki borg­ar­innar hætt að nota jarð­efna­elds­neyt­i. Frá árinu 2015 hafa stræt­is­vagnar í Malmö notað líf­gas (biogas) eða aðra vist­hæfa orku­gjafa. Lífgasið er unnið úr lífúr­gangi borg­ar­búa. Þetta leiðir hug­ann óhjá­kvæmi­lega að ­Strætó, sem er í eigu sömu sveit­ar­fé­laga og SORPA, og man hlýtur að spyrja: Af hverju ganga aðeins örfáir stræt­is­vagnar fyrir met­ani? Og hvað með alla hina bíl­ana í eigu sveit­ar­fé­lag­anna sem eiga og reka SORPU og Metan hf.? Og af hverju hafa sveit­ar­fé­lögin ekki und­ir­búið og gert inn­viða­breyt­ingar í takt við sjálf­bæra þróun ann­ars staðar – tím­inn var næg­ur. Stað­fest­ingu þess að sum sveit­ar­fé­lag­anna hafa engan áhuga á fram­förum á þessu sviði mátti sjá í Frétta­blað­inu 13.12.sl. þar sem fram kemur að sveit­ar­fé­lögin hafa lít­inn sem engan áhuga á að auka met­an­n­otk­un. Því miður er ferlið í ákvarð­ana­töku um stöð­ina svo til ekk­ert rætt í þess­ari frétt frekar en öðrum, aðeins sagt að stöðin verði vænt­an­lega til­búin í ár. 

Stjórnun SORPU

Stöldrum aðeins við starf og feril brottrek­ins for­stjóra, Björns H. Hall­dórs­son­ar. Ég hef ekki kynnst Birni per­sónu­lega, en vegna starfa minna í því sem sumir (þar á meðal fyrr­ver­andi umhverf­is­ráð­herra) vilja kalla eft­ir­lits­iðn­að, og ekki síður vegna óbilandi áhuga míns á fram­förum í með­höndlun lífúr­gangs, hef ég fylgst með störfum hans hjá SORPU um ára­bil. Rétt eins og ég hef fylgst með starf­semi og þróun ann­arra fyr­ir­tækja í úrgangs­með­höndlun hér á landi. Vegna áður­nefnds áhuga míns á með­höndlun lífúr­gangs hitti ég Björn að máli árið 2008. Hann reynd­ist mjög vel að sér um mál­efnið og kom­inn með gas- og jarð­gerð á rad­ar­inn. Hann var einmitt fram­kvæmda­stjóri Met­ans hf. þar til hann var ráð­inn for­stjóri móð­ur­fyr­ir­tæk­is­ins SORPU. Þegar horft er á áherslur hans og árangur út frá hreinum fag­sjón­ar­miðum verður ekki annað séð en að hann hafi staðið sig mjög vel, sér­stak­lega þegar horft er til þess rekstr­ar­um­hverfis,og flokka- og hreppapóli­tíkur sem SORPA hefur mátt búa við í stað stuðn­ings við setta stefn­u. 

SORPA og Strætó

Raunar var SORPA eini urð­un­ar­að­il­inn á Íslandi sem sjálf­vilj­ugur og ótil­neyddur sýndi þá fyr­ir­hyggju og fram­fara­hugsun að safna hauggasi strax um alda­mót­in. Dótt­ur­fyr­ir­tækið Metan hf. var stofnað í kringum þá starf­semi og Björn ráð­inn í stöðu fram­kvæmda­stjóra. Næstu skref, hreinsun hauggass­ins svo það væri not­hæft til að knýja bíla og lögn gasleiðslu á N1 stöð í Ártúns­brekku í Reykja­vík nokkru síðar (nærri stæða­höfn Strætó) voru öll tekin undir hans stjórn. Það var upp­lagt að eðla haug­gas upp í véla­elds­neyti þar sem nóg er af hag­stæðri raf­magns- og upp­hit­un­ar­orku á höf­uð­borg­ar­svæð­in­u. Hugsið ykkur ef sænsk sam­vinnu­hefð stjórn­valda væri ráð­andi hér. Ef svo hefði verið gæti ég trúað að stöðin hefði verið komin í gagnið 2014 og Björn hefði ekki neyðst til að biðja bæj­ar­fé­lög sam­lags­ins að taka sér stóru systur til fyr­ir­myndar í nýt­ingu met­ans (sjá leið­ara árs­skýrslu SORPU 2018). 

Molta og jarð­gerð

Svo er það moltan. Áð­ur­nefnd Frétta­blaðs­grein hefst á frá­sögn „um mörg óþægi­leg mál“ sem stjórn­endur SORPU kljá­ist við um þessar mundir og: “Eitt af þeim teng­ist metn­að­ar­fullri moltu­fram­leiðslu fyr­ir­tæk­is­ins sem lít­ill áhugi virð­ist fyr­ir­“. Ekki er fjallað nánar um moltu­fram­leiðsl­una eða tengd mál. Sem betur fer er Ísland þátt­tak­andi í að byggja upp hringrás­ar­hag­kerfi -þó lítið hafi frést af áætl­unum þar um. Og það er hlut­verk sveit­ar­fé­lag­anna að koma hringrás lífúr­gangs aftur í gang, og okkar að gefa henni „að bíta og brenna“. Miðað við stöðu mála er óvar­legt að ætla að SORPA fram­leiði góða moltu strax í upp­hafi því moltu­fræði og þróun moltugæða hafa ekki verið stunduð o.s.frv. Molta er vart sölu­vara á Íslandi. Alla­vega veit ég ekki til þess. Síð­ast þegar frétt­ist (RÚV 2019) gekk Moltu á Akur­eyri illa að selja afurðir sínar og ég hef aldrei séð sölu­skrá þeirra. Þó hefur fyr­ir­tækið verið starf­and­i í u.þ.b. ára­tug. Svo vítt ég þekki til vantar þekk­ingu og þróun í jarð­gerð og þróun á jarð­vegs­fræðisvið­inu almennt svo unnt verði að staðla og gæða­votta gróð­ur­mold af ýmsum gerð­um. Það vantar meira fag­starf, m.a. í mennta­stofn­unum og þar af leið­andi vantar fag­þekk­ingu á svið­inu. Lítil sem engin gæða­þróun er í gangi og ekki hægt að fá styrki til að stunda því­líkt á eigin spýt­ur, ég tékk­aði á því hjá NMÍ og Rannís fyrir nokkrum árum. 

Það er vel hægt að fram­leiða fín­a ­gæða­vott­aða moltu og gera hana að eft­ir­sóttri sölu­vöru, nóg er af garð­yrkju­á­huga­fólki í land­inu, sem margt kvartar undan litlum gæðum íslenskrar gróð­ur­moldar sem hér er seld. Það þarf auð­vitað að vanda sig, en þetta er hægt. ­Meira að segja í við­skipta- og fjár­mála­höf­uð­borg Þýska­lands, Frank­furt am Main, þar sem íbúar eru tvö­falt fleiri en Íslend­ingar allir og ansi hreint þétt­býlt, er hægt að fram­leiða slíka vöru úr eld­hús-/mat­væla­úr­gangi. Það er einmitt gert í gas- og jarð­gerð­ar­stöð, einni þeirri fyrstu sinnar teg­undar í Þýska­landi. Hún var reist 1999 og stækkuð í fyrra, enda er búið að lög­leiða sér­söfnun líf- og mat­væla­úr­gangs þar. 

Það er víðar en í bolta­leikjum sem sam­þætt­ing, sam­ræm­ing og sam­vinna skilar sér­. Ég nefni bolta­leiki hér því þeir eru svo aug­ljóst dæmi um árangur af beit­ingu þess­ara þátta. ­Tími er kom­inn til að borg og bæj­ar­fé­lög komi mál­inu í almanna­hags-far­veg og leggi rækt við að hlífa almenn­ingi við þrasi og leið­ind­um. Leið­beini rösk­lega og sýni hvert för­inni er heit­ið, hvar þurfi í alvör­unni að berj­ast og hvers sé óhætt að njóta.

Höf­undur er MSc. umhverf­is- og auð­linda­fræð­ing­ur. Sér­hæf­ing: Nýt­ing lífúr­gangs (B.Sc. líf­fræð­ing­ur) og sjálf­bær þró­un. ­Námið fór fram við HÍ, SLU (Land­bún­að­ar­há­skóla Sví­þj.) og LbhÍ.

Hún þekkir nokkuð til umhverf­is­mála á Norð­ur­lönd­un­um, var sér­fræð­ingur Íslands á sviði Nor­rænnar umhverf­is­merk­ingar (Svan­ur­inn) 2001-2007 og vann við eft­ir­lit með úrgangs­að­ilum hjá Umhverf­is­stofnun á árunum 2008-2015. Í nor­rænum starfs­manna­skiptum við Léns­stofnun Skáns í Malmö 2012 opn­uð­ust ýmsar dyr og gott aðgengi að stjórn­sýslu- og stefnu- og mál­efna­vinnu sænskra stjórn­valda.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar