Að nota styrkleika sína í eigin þágu og annarra

Ingrid Kuhlman segir að það sé sérlega mikilvægt á þessum krefjandi tímum að nota styrkleikana í eigin þágu og annarra.

Auglýsing

Eitt af því sem fræði­menn hafa beint sjónum sínum að síð­ustu ár er styrk­leikar fólks. Hvernig við getum komið auga á þá, skerpt sýn okkar á þá og nýtt þá til að auka vellíðan og fylla okkur krafti og orku. Það er sér­lega mik­il­vægt á þessum krefj­andi tímum að nota styrk­leik­ana í eigin þágu og ann­arra. 

Mis­mun­andi styrk­leikar geta komið fram við mis­mun­andi aðstæð­ur. Chris Pet­er­son og Martin Selig­man, sem þró­uðu VIA-­styrk­leika­prófið sem mælir 24 styrk­leika, komust sem dæmi að því að styrk­leikar eins og þakk­læti, von, kær­leik­ur, leið­toga­hæfni, ást, and­leg við­leitni og hópa­vinna voru meira áber­andi eftir hryðju­verka­árás­ina í New York árið 2001. Ætli það sama sé ekki upp á ten­ingnum á tímum kór­ónu­veirunn­ar?

Auglýsing
Meðfylgjandi eru nokkrar hug­myndir að áþreif­an­legum og hag­nýtum leiðum til að nota styrk­leika sína í eigin þágu og ann­arra (styrk­leik­inn er skáletr­aður innan sviga):

 • Komdu nágrönnum þínum á óvart með köku sem þú bak­aðir (kær­leikur)
 • Sendu vinum eða kunn­ingjum brand­ara eða mynd­band sem fær þá til að hlæja (húmor)
 • Horfðu á fólk dansa á Youtube og taktu þátt í stof­unni (lífs­orka, opinn hugur)
 • Hlust­aðu á fal­lega tón­list á meðan þú sinnir heim­il­is­störfum (að meta feg­urð)
 • Rifj­aðu upp upp­á­halds­mat­inn þinn í æsk­unni og deildu minn­ingum um hann með ást­vinum þínum (þakk­læti)
 • Liggðu á bak­inu með fæt­urna slaka og hend­urnar niður með síðu og taktu djúpt and­ann í nokkrar mín­útur (sjálfs­stjórn)
 • Gefðu þér 20-30 mín­útur á dag til að lesa bók eða grein sem víkkar sjón­deild­ar­hring­inn (lær­dóms­fýsi)
 • Ljúktu við verk­efni sem hefur verið á verk­efna­list­anum lengi (þraut­seigja)
 • Stígðu fram og taktu af skar­ið, t.d. með því að hefja söfnun fyrir góðu mál­efni (leið­toga­hæfni)
 • Eigðu í reglu­legum raf­rænum sam­skiptum við bjart­sýnt fólk (von, bjart­sýni)
 • Sam­þykktu að nei­kvæðar til­finn­ingar eru óhjá­kvæmi­legur hluti af líf­inu og að þær muni líða hjá (auð­mýkt)
 • Gerðu ráð fyrir að aðrir vilji þér vel (sann­girni, kær­leikur)
 • Gerðu ein­faldar jóga- eða styrkta­ræf­ingar með fjöl­skyld­unni (hópa­vinna, lífs­orka)
 • Vertu vak­andi fyrir líðan ann­arra, hlust­aði af athygli og bjóddu fram aðstoð (góð­vild, félags­greind)
 • Kúrðu með fjöl­skyld­unni í tjaldi í stof­unni (ást)
 • Skipu­leggðu verk­efni á heim­il­inu sem allir fjöl­skyldu­með­limir geta tekið þátt í, eins og að púsla, spila, skipu­leggja rat­leik í garð­inum eða elda mat­inn (hópa­vinna)
 • Taktu eftir því fal­lega í dag­legum göngutúr um hverfið (að meta feg­urð, þakk­læti)
 • Leggðu þig fram um að hlusta meira og tala minna í eina viku (félags­greind)Rifj­aðu upp allt sem þú ert þakk­lát/ur fyrir í líf­inu (þakk­læti)
 • Eld­aðu nýja upp­skrift í hverri viku og not­aðu hrá­efni sem þú hefur ekki notað áður (for­vitni, sköp­un­ar­gáfa)
 • Dragðu úr hrað­anum á öllu því sem þú ger­ir, hvort sem það varðar lest­ur, heim­il­is­störf eða annað (var­færni, sjálfs­stjórn)
 • Rifj­aðu upp gam­alt áhuga­mál sem þú hefur ekki sinnt lengi (sköp­un­ar­gáfa)
 • Stígðu út fyrir þæg­ind­ara­mann og ögr­aðu þér, t.d. með því að halda raf­rænt mat­ar­boð eða raf­rænan fyr­ir­lestur (hug­rekki)
 • Skrif­aðu niður 10 spurn­ingar sem þið hefur alltaf langað til að fá svör við og leit­aðu að svör­unum á net­inu, t.d. á Vís­inda­vefnum (for­vitni)
 • Taktu þátt í raf­rænum tón­leik­um, syngdu með og finndu hvernig tón­listin nærir and­ann og blæs þér gleði í brjóst (að meta feg­urð, þakk­læti
 • Hafðu athuga­semdir þínar á sam­fé­lags­miðlum jákvæðar (var­færni, félags­greind)
 • Kynntu þér hvernig aðrir lifðu af krefj­andi tíma og lærðu af þeim (raun­sæi, lær­dóms­fýsi)
 • Njóttu róandi áhrifa þess að klappa gælu­dýri þínu (ást)
 • Gróð­ur­settu krydd­jurtir og hlúðu að þeim (að meta feg­urð)
 • Gefstu ekki upp þótt heima­veran taki á og finndu leiðir til að láta þér líða vel (stað­festa, þraut­seigja)
 • Veltu fyrir þér hvernig lífið gæti breyst til batn­aðar eftir að far­ald­ur­inn verður yfir­stað­inn (von)
 • Mundu að það er hægt að finna lausn á flestum vanda­málum (opinn hugur)

Við þurfum alla þá orku og jákvæðni sem við getum náð okkur í. Með því að hlúa að styrk­leikum okkar beinum við sjónum að því góða og fal­lega í okkar fari. 

Grein­ar­höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Þekk­ing­ar­miðl­unar og með meistara­gráðu í hag­nýtri jákvæðri sál­fræði.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að von sé á góðum tíðindum frá Noregi líka.
Danmörk opnar fyrir Íslendingum 15. júní og von á góðum fréttum frá Noregi
Danmörk opnar landamæri sín fyrir Íslendingum, Norðmönnum og Þjóðverjum 15. júní. Fyrst um sinn verður ferðamönnum þó bannað að gista í Kaupmannahöfn og þeir beðnir um að sýna fram á að þeir hafi sex nátta dvöl bókaða í landinu.
Kjarninn 29. maí 2020
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.
Tímasetning kosninganna ekki einkamál ríkisstjórnarinnar
Þingmaður Pírata telur að nú sé kominn tími til að ríkisstjórnin greini frá því hvenær kosningar verða á næsta ári, það sé mikilvægt lýðræðismál. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir sjálfsagt að meirihlutinn starfi saman til loka október 2021.
Kjarninn 29. maí 2020
Arngrímur Brynjólfsson
„Við gerðum bara gott úr þessu“
Skipstjórinn á Heinaste sem var handtekinn og settur í farbann í Namibíu um síðustu jól segist hafa viljað vera þar í landi á öðrum forsendum. Hann hafi þó ekki látið það trufla sig en hann og eiginkona hans notuðu tækifærið og ferðuðust um landið.
Kjarninn 29. maí 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra lagði frumvarpið fram í mars.
Frumvarp ráðherra mun gera framkvæmd upplýsingalaga „flóknari og óskilvirkari“
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál gagnrýnir frumvarp forsætisráðherra um breytingar á upplýsingalögum í umsögn sem birtist í gær. Verði frumvarpið að lögum muni það valda enn tíðari og lengri töfum á afgreiðslu erinda á grundvelli upplýsingalaga.
Kjarninn 29. maí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Heimajarðgerð
Kjarninn 29. maí 2020
Alma Möller landlæknir og Kári Stefánsson forstjóri ÍE á upplýsingafundi almannavarna.
Ríkið hefur ekki greitt Íslenskri erfðagreiningu neitt fyrir skimanir
Íslensk erfðagreining hefur ekkert fengið greitt frá íslenskum yfirvöldum fyrir skimanir sínar gegn veirunni. Kári Stefánsson forstjóri fyrirtækisins verðmat framlag fyrirtækisins til samfélagsins á þrjá milljarða króna í Kastljósi á miðvikudagskvöld.
Kjarninn 29. maí 2020
Icelandair Group er efst á lista, enda með meira en eitt og hálft prósent íslenska vinnumarkaðarins í hlutastarfi í mars og apríl.
Fyrirtækin sem fengu mest út úr hlutabótaleiðinni í mars og apríl
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um hlutabótaleiðina má finna niðurbrot á því hversu mikið fé rann frá Vinnumálastofnun til starfsmanna fyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina í mars og apríl. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. maí 2020
Samkeppniseftirlitið sektar Símann um 500 milljónir
Samkvæmt Samkeppniseftirlitinu hefur Síminn brotið gegn skilyrðum í sáttum sem fyrirtækið hefur á undanförnum árum gert við eftirlitið. Það telur að brotin séu alvarleg og sektar Símann vegna þessa um 500 milljónir króna. Síminn ætlar að áfrýja.
Kjarninn 28. maí 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar