Að nota styrkleika sína í eigin þágu og annarra

Ingrid Kuhlman segir að það sé sérlega mikilvægt á þessum krefjandi tímum að nota styrkleikana í eigin þágu og annarra.

Auglýsing

Eitt af því sem fræði­menn hafa beint sjónum sínum að síð­ustu ár er styrk­leikar fólks. Hvernig við getum komið auga á þá, skerpt sýn okkar á þá og nýtt þá til að auka vellíðan og fylla okkur krafti og orku. Það er sér­lega mik­il­vægt á þessum krefj­andi tímum að nota styrk­leik­ana í eigin þágu og ann­arra. 

Mis­mun­andi styrk­leikar geta komið fram við mis­mun­andi aðstæð­ur. Chris Pet­er­son og Martin Selig­man, sem þró­uðu VIA-­styrk­leika­prófið sem mælir 24 styrk­leika, komust sem dæmi að því að styrk­leikar eins og þakk­læti, von, kær­leik­ur, leið­toga­hæfni, ást, and­leg við­leitni og hópa­vinna voru meira áber­andi eftir hryðju­verka­árás­ina í New York árið 2001. Ætli það sama sé ekki upp á ten­ingnum á tímum kór­ónu­veirunn­ar?

Auglýsing
Meðfylgjandi eru nokkrar hug­myndir að áþreif­an­legum og hag­nýtum leiðum til að nota styrk­leika sína í eigin þágu og ann­arra (styrk­leik­inn er skáletr­aður innan sviga):

  • Komdu nágrönnum þínum á óvart með köku sem þú bak­aðir (kær­leikur)
  • Sendu vinum eða kunn­ingjum brand­ara eða mynd­band sem fær þá til að hlæja (húmor)
  • Horfðu á fólk dansa á Youtube og taktu þátt í stof­unni (lífs­orka, opinn hugur)
  • Hlust­aðu á fal­lega tón­list á meðan þú sinnir heim­il­is­störfum (að meta feg­urð)
  • Rifj­aðu upp upp­á­halds­mat­inn þinn í æsk­unni og deildu minn­ingum um hann með ást­vinum þínum (þakk­læti)
  • Liggðu á bak­inu með fæt­urna slaka og hend­urnar niður með síðu og taktu djúpt and­ann í nokkrar mín­útur (sjálfs­stjórn)
  • Gefðu þér 20-30 mín­útur á dag til að lesa bók eða grein sem víkkar sjón­deild­ar­hring­inn (lær­dóms­fýsi)
  • Ljúktu við verk­efni sem hefur verið á verk­efna­list­anum lengi (þraut­seigja)
  • Stígðu fram og taktu af skar­ið, t.d. með því að hefja söfnun fyrir góðu mál­efni (leið­toga­hæfni)
  • Eigðu í reglu­legum raf­rænum sam­skiptum við bjart­sýnt fólk (von, bjart­sýni)
  • Sam­þykktu að nei­kvæðar til­finn­ingar eru óhjá­kvæmi­legur hluti af líf­inu og að þær muni líða hjá (auð­mýkt)
  • Gerðu ráð fyrir að aðrir vilji þér vel (sann­girni, kær­leikur)
  • Gerðu ein­faldar jóga- eða styrkta­ræf­ingar með fjöl­skyld­unni (hópa­vinna, lífs­orka)
  • Vertu vak­andi fyrir líðan ann­arra, hlust­aði af athygli og bjóddu fram aðstoð (góð­vild, félags­greind)
  • Kúrðu með fjöl­skyld­unni í tjaldi í stof­unni (ást)
  • Skipu­leggðu verk­efni á heim­il­inu sem allir fjöl­skyldu­með­limir geta tekið þátt í, eins og að púsla, spila, skipu­leggja rat­leik í garð­inum eða elda mat­inn (hópa­vinna)
  • Taktu eftir því fal­lega í dag­legum göngutúr um hverfið (að meta feg­urð, þakk­læti)
  • Leggðu þig fram um að hlusta meira og tala minna í eina viku (félags­greind)Rifj­aðu upp allt sem þú ert þakk­lát/ur fyrir í líf­inu (þakk­læti)
  • Eld­aðu nýja upp­skrift í hverri viku og not­aðu hrá­efni sem þú hefur ekki notað áður (for­vitni, sköp­un­ar­gáfa)
  • Dragðu úr hrað­anum á öllu því sem þú ger­ir, hvort sem það varðar lest­ur, heim­il­is­störf eða annað (var­færni, sjálfs­stjórn)
  • Rifj­aðu upp gam­alt áhuga­mál sem þú hefur ekki sinnt lengi (sköp­un­ar­gáfa)
  • Stígðu út fyrir þæg­ind­ara­mann og ögr­aðu þér, t.d. með því að halda raf­rænt mat­ar­boð eða raf­rænan fyr­ir­lestur (hug­rekki)
  • Skrif­aðu niður 10 spurn­ingar sem þið hefur alltaf langað til að fá svör við og leit­aðu að svör­unum á net­inu, t.d. á Vís­inda­vefnum (for­vitni)
  • Taktu þátt í raf­rænum tón­leik­um, syngdu með og finndu hvernig tón­listin nærir and­ann og blæs þér gleði í brjóst (að meta feg­urð, þakk­læti
  • Hafðu athuga­semdir þínar á sam­fé­lags­miðlum jákvæðar (var­færni, félags­greind)
  • Kynntu þér hvernig aðrir lifðu af krefj­andi tíma og lærðu af þeim (raun­sæi, lær­dóms­fýsi)
  • Njóttu róandi áhrifa þess að klappa gælu­dýri þínu (ást)
  • Gróð­ur­settu krydd­jurtir og hlúðu að þeim (að meta feg­urð)
  • Gefstu ekki upp þótt heima­veran taki á og finndu leiðir til að láta þér líða vel (stað­festa, þraut­seigja)
  • Veltu fyrir þér hvernig lífið gæti breyst til batn­aðar eftir að far­ald­ur­inn verður yfir­stað­inn (von)
  • Mundu að það er hægt að finna lausn á flestum vanda­málum (opinn hugur)

Við þurfum alla þá orku og jákvæðni sem við getum náð okkur í. Með því að hlúa að styrk­leikum okkar beinum við sjónum að því góða og fal­lega í okkar fari. 

Grein­ar­höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Þekk­ing­ar­miðl­unar og með meistara­gráðu í hag­nýtri jákvæðri sál­fræði.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar