COVID-19: Markmið og leiðir

Dr. Haukur Arnþórsson fjallar um afleiðingar COVID-19 faraldursins, aðgerðir og afleiðingar í aðsendri grein.

Auglýsing

Margir hafa sagt: Gott er að sér­fræð­ingar og emb­ætt­is­menn ráði ferð­inni í dag, stjórn­mála­menn myndu fara að huga að efna­hags­legum sjón­ar­miðum á kostnað manns­lífa. Þetta sjón­ar­mið er alrangt og veldur miklum skaða. Í fyrsta lagi vegna þess að ekki glat­ast fleiri manns­líf við hrað­ari yfir­ferð sjúk­dóms­ins en hæga, þau glat­ast bara yfir styttri tíma – að því til­skyldu sem alls staðar er miðað við að gjör­gæslu­þjón­usta hafi und­an. Í öðru lagi er þá ekki tekið til­lit til félags­legra áhrifa og efna­hags­legra – en fórn­ar­lamb þeirra áhrifa er ekki hvað síst almenn­ing­ur. Því lengur sem far­ald­ur­inn gengur yfir því meiri áhrif hefur hann og kreppan verður dýpri. Íslenskir auð­menn hafa lært að hagn­ast bæði á kreppum og góð­æri og eftir mun standa fákeppni í ferða­iðn­aði þegar ein­yrkjar og sprota­fyr­ir­tæki hafa orðið að selja á bruna­út­sölu – því dýpri kreppa því meiri sam­þjöppun eign­ar­halds. Það er því full ástæða til að taka til­lit til „nei­kvæðra“ áhrifa tak­mark­ana eins og þau eru kölluð í alþjóð­legri umræðu. Í þriðja lagi eru sér­fræð­ingar alls ekki ábyrgir gagn­vart þjóð­inni og hafa ekki lýð­ræð­is­legt umboð til að velja henni örlög.

Mark­mið og leiðir með við­brögðum við COVID-19 far­aldr­inum hafa að sumu leyti verið ólík milli landa. Hér verður farið yfir nokkur sjón­ar­mið og rætt um íslensku leið­ina sér­stak­lega.

Mik­il­væg­ast er að setja mark­mið varð­andi þrennt: a) Hver á staðan að verða við lok far­ald­urs­ins, b) hver á yfir­ferð­ar­hraði far­ald­urs­ins að vera og c) forðun eða nálgun almenn­ings við sjúk­dóm­inn. Svörin við þessum spurn­ingum ráða því hvað kreppan verður djúp og hvað áhrif hennar verða mikil – og enda þótt svörin við þessum spurn­ingum séu að skýr­ast hjá þrí­eyk­inu, hafa svör þess við a) og b) lið verið í véfrétt­ar­stíl fram til síð­ustu viku, en meg­in­á­hersla lögð á forðun sam­kvæmt c) lið. 

Auglýsing

Í öðru lagi er mik­il­vægt að skilja hvaða aðilar eiga að taka ákvarð­anir um við­brögð og á hvaða for­send­um. Þar takast á almenn sjón­ar­mið sem stjórn­mála­menn miða við í ákvörð­unum sínum – en stjórn­mála­menn leiða ákvarð­ana­töku í öllum ríkjum nema hér - og sér­tæk sjón­ar­mið sem sér­fræð­ingar og emb­ætt­is­menn miða við. Þeir eru bara bundnir við að hugsa um far­ald­ur­inn sem far­sótt en huga ekki að „nei­kvæð­um“ áhrifum aðgerða – sem komið hafa til umræðu síð­ustu daga – og geta líka kostað mörg manns­líf og hjá öðrum hópum en far­ald­ur­inn.



Mark­mið og leiðir

Staðan við lok far­ald­urs­ins getur orðið (i) að hjarð­ó­næmi verði náð og far­ald­ur­inn verði því lið­inn hjá og komi ekki aftur um langt ára­bil. Með því móti geta þjóðir fljótt og vel um frjálst höfuð strok­ið, ferð­ast og tekið við ferða­mönnum án ótta – og jafn­vel faðm­ast og kys­st, ef það verður tekið upp aft­ur. Þetta virð­ist vera mark­mið sænsku leið­ar­inn­ar. Með aflétt­ingu tak­mark­ana gætu Nor­egur og Dan­mörk verið að stefna að þessu. Hins vegar er hægt (ii) að halda sjúk­dómnum niðri um lengri eða skemmri tíma – eða útrýma honum alveg, sem asísk ríki reyna. Þá þarf að búa við tak­mark­anir á frelsi til lengri tíma, t.d. ferða­bann og nálg­un­ar­bann. Mein­ingin með slíkri nálgun væri að bíða eftir bólu­efni og mynda hjarð­ó­næmi með því í fyll­ingu tím­ans. Þessi leið veldur langvar­andi sam­fé­lags­legu tjóni. Hún virð­ist hafa verið til­gangur Dan­merkur og Nor­egs í upp­hafi, en spurn­ing hvort það hefur breyst. Mennta­mála­ráð­herra Íslands hefur boðað þessa leið og þrí­eykið virð­ist vilja fara hana, en tveir aðrir ráð­herrar sagt að ákvarð­anir um ferða­bann liggi ekki fyr­ir.

Yfir­ferð­ar­hraði far­ald­urs­ins ræður því hvað félags­legi og efna­hags­legi skað­inn verður mik­ill og er nei­kvætt sam­band þarna á milli sem þýð­ir: Því meiri hraði því minna tjón og öfugt. Hér er einkum átt við félags­legan skaða, sem er t.d. ein­angrun við­kvæmra, sem er þeim mjög þung­bær, að við­kvæmir ung­lingar flosni upp úr íþróttum og skóla og „glötuð“ kyn­slóð verði nið­ur­staðan (með sjálfs­vígum og eit­ur­lyfja­neyslu) og að heim­il­is­of­beldi og heim­il­is­drykkja verð við­var­andi auk hjóna­skiln­aða með öllu því tjóni sem þetta tvennt veldur börnum og full­orðnum – en marg­hátt­aður annar félags­legur kostn­aður getur komið til og mun sýna sig.

Efna­hags­legi kostn­að­ur­inn er afar hár fyrir ferða­manna­þjón­ustu, þjón­ustu ein­yrkja og frum­kvöðla, m.a. lista­manna og tak­mark­anir hálf­-lama starf­semi allra stærri fyr­ir­tækja sem hafa starfs­manna­fjölda umfram tak­mörk í sam­komu­banni. Þá greiðir öll verslun og þjón­usta sinn toll vegna tak­markan­anna. Almennt græðir best setta auð­valdið á krepp­um, því dýpri því meiri gróði, en þá fá fjár­sterkir aðilar rekstur ein­yrkja og frum­kvöðla í fangið við lág­marks­til­kostn­aði. Þannig má búast við að fákeppn­is­að­staða mynd­ist í ferða­geir­anum eftir far­ald­ur­inn. Þeir sem hafa tekjur eða eiga eignir í erlendum gjald­eyri geta nú flutt þær heim á lágu gengi krón­unnar og keypt íslenskt atvinnu­líf á bruna­út­sölu. Almenn­ingur mun ekki síður búa við langvar­andi atvinnu­leysi og hætt er við að margir missi heim­ili sín, sem þýðir að hús­næð­is­fé­lög eign­ast íbúð­irnar og falli í fátækt­ar­gildru.

Yfir­ferða­hraði far­ald­urs­ins ræðst m.a. af afkasta­getu gjör­gæslu og önd­un­ar­véla­þjón­ustu. Í Sví­þjóð er afkasta­geta heil­brigð­is­kerf­is­ins mjög mikil og er t.d. nýtt og enn ónotað sjúkra­hús til reiðu í Stokk­hólmi ef á þarf að halda, en til þess hefur ekki kom­ið. Á Kar­ólínska sjúkra­hús­inu eru nú 120 í önd­un­ar­vélum sem gæti gróf­lega jafn­gilt 20 manns á Land­spít­al­anum miðað við mann­fjölda. Á Land­spít­al­anum var 41 önd­un­ar­vél til áður en 17 önd­un­ar­véla gjöfin barst og eru þær nú 58. Mest hafa rúm­lega 10 manns verið í önd­un­ar­vélum í einu, þannig að tak­mark­an­irnar hér á landi hafa gengið nokkuð langt miðað við það sem hefði þurft.

Sá sem þetta skrifar hefur lagt til að einka­reknar lækna­stofur og -sjúkra­hús verði þjóð­nýtt í far­aldr­in­um, hjúkr­un­ar­fólk sem vinnur við ann­að, ekki síst atvinnu­lausir flug­þjón­ar, verði kall­aðir til starfa og að starfs­fólk gjör­gæslu Land­spít­al­ans verði verk­stjórar í stór­auk­inni afkasta­getu gjör­gæslu með þessu móti. Með þeim aðgerðum má auka yfir­ferð­ar­hraða far­ald­urs­ins. Þá er ljóst að fyrir liggur hús­næði s.s. Orku­hús­ið, sem taka má undir gjör­gæslu­þjón­ustu ef þarf. Í stað þess að grípa til slíks úrræðis hafa mjög harðar tak­mark­anir verið settar fram til 4. maí og þá taka við tak­mark­anir sem eftir er að kynna. Ljóst er að þrí­eykið hefur ekki íhugað að stór­auka afkasta­getu heil­brigð­is­kerf­is­ins með því móti sem hér er nefnt – enda þarf til þess laga­setn­ing­ar­vald og það væru stjórn­málin sem gætu brugð­ist þannig við en ekki til­tölu­lega lágt settir emb­ætt­is­menn í stjórn­kerf­inu. Alltaf er hætt við að sjón­ar­hóll þeirra sé þröng­ur.

Forðun almenn­ings gagn­vart sjúk­dómnum hefur verið meg­in­mark­mið tak­markan­anna og er þar í aðal­at­riðum eitt látið yfir alla ganga. Það orkar allt tví­mæl­is, því börn fá sjúk­dóm­inn vægt eða ekki og afar fátítt er að fólk undir fimm­tugu deyi úr hon­um. Yngra fólk eru þeir hópar sem þurfa að mynda hjarð­ó­næmið ef sjúk­dóm­ur­inn verður lát­inn ganga til enda – en ef beðið verður eftir bólu­setn­ingu munu við­kvæmir hópar njóta for­gangs að bólu­setn­ingu og munu þeir þá verða uppi­staðan í hjarð­ó­næm­inu. Ein­angrun við­kvæmra hópa er grund­vall­ar­at­riði í forðun áður en bólu­efni finnst.

Um nálgun við veiruna má segja: Íslend­ingar eru eyja­skeggjar og Ísland er ferða­manna­land, sem hvort tveggja segir að ferða­lög og erlend sam­skipti eru grund­vall­ar­at­riði fyrir þjóð­ina. Því má reikna með að fólk á ferð og flugi, starfs­fólk flug­fé­laga og í ferða­þjón­ustu svo dæmi séu tek­in, vilji kom­ast í kynni við veiruna til að geta um frjálst höfuð strok­ið. Aðstaða þess­ara hópa þýðir að hindr­anir á ferða­lögum og gagn­vart komu ferða­manna – er þeim afar frá­hrind­andi og dýr kost­ur. Ferða­bann gæti raunar reynst allri þjóð­inni mjög kostn­að­ar­samt og er það dæmi enn óreikn­að.

Vax­andi áhugi er á Norð­ur­löndum fyrir sænsku leið­inni, sem þýðir mikið hrað­ari yfir­ferð far­ald­urs­ins en hér, minni tak­mark­anir og mikið minna sam­fé­lags­legt tjón. En hvaða leið er rétt­ust á eftir að koma í ljós –ƒ sá hlær best sem síð­ast hlær í því efni.

Hverjum klukkan glymur

Íslenskur félags­fræð­ingur búsettur í Berlín sagði við mig í síð­ustu viku að óhugs­andi væri að einn lög­reglu­þjónn og tveir læknar stjórn­uðu evr­ópsku ríki vikum saman – nema á Íslandi. Í öðrum ríkjum taka stjórn­mála­menn á mál­unum (nema á stuttum neyð­ar­stund­um) og jafn­vel er óhugs­andi að veiru­fræð­ingur segi þjóð­inni fyrir verkum í þýsku sjón­varpi.

Það er stjórn­mála­manna að móta stefnu varð­andi mark­mið og leiðir í sam­fé­lag­inu og taka ákvarð­anir á grund­velli opinnar upp­lýstrar umræðu og kynna þær fyrir almenn­ingi og standa ábyrgir gagn­vart hon­um. Þetta er grund­vall­ar­at­riði í lýð­ræð­is­legu þjóð­fé­lagi. Mjög miklar líkur eru á því að stjórn­mála­menn skoði vel ólík sjón­ar­mið við töku ákvarð­ana og „nei­kvæð“ áhrif; t.d. félags­leg og efna­hags­leg sjón­ar­mið verði vegin gagn­vart sótt­varn­ar­leg­um. Það geta emb­ætt­is­menn og sér­fræð­ingur ekki og hafa ekki skyldur til að gera.

Margir hafa sagt: Gott er að sótt­varn­ar­sér­fræð­ingar ráði ferð­inni, stjórn­mála­menn myndu fara að huga að efna­hags­legum sjón­ar­miðum á kostnað manns­lífa. Þetta sjón­ar­mið er alrangt og veldur miklum skaða. Í fyrsta lagi vegna þess að ekki glat­ast fleiri manns­líf við hrað­ari yfir­ferð sjúk­dóms­ins en hæga, þau glat­ast bara yfir styttri tíma – að því til­skyldu, sem allar sið­mennt­aðar þjóðir miða við og hér er að sjálf­sögðu miðað við – að gjör­gæslu­þjón­usta hafi und­an. Í öðru lagi er þá ekki tekið til­lit til félags­legra sjón­ar­miða og efna­hags­legra eins og áður er nefnt, en í þeim báti situr ekki hvað síst almenn­ingur – og þján­ing­ar, dauði og fátækt mun ekki hvað síst ná til hans. Munum að fjórð­ungur and­láta á Íslandi vegna far­ald­urs­ins er vegna heim­il­is­of­beldis þegar þetta er skrifað – samt eiga flest­öll félags­leg og efna­hags­leg áhrif eftir að koma fram. Þá er ekki farið að tala um efna­hagslegu áhrifin á atvinnu­lífið þar sem fjár­sterkir aðilar munu „hreinsa“ til og kaupa upp eignir smærri aðila svipað og eftir síð­ustu kreppu. Það er því full ástæða til að taka til­lit til „nei­kvæðra“ áhrifa tak­mark­ana.

Stjórn­skip­un­ar­lega er ómögu­leiki að emb­ætt­is­menn og sér­fræð­ingar stjórni land­inu um lengri tíma, til þess hafa þeir ekki lýð­ræð­is­legt umboð – laga­lega er það líka óhugs­andi, lög um almanna­varnir og sótt­varna­lög veita ekki slíkt valda­fram­sal til fram­kvæmd­ar­valds­ins og fræði­leg sjón­ar­mið sem rétt­læta lýð­ræði og þing­ræði styðja að ákvarð­anir séu teknar af stjórn­mála­mönnum en ekki emb­ætt­is­mönnum og sér­fræð­ing­um. Um þetta efni liggja fyrir óhrekj­andi reynslurök. Hér er um að ræða eina meg­in­á­stæðu vin­sælda lýð­ræð­is­ins – og enda þótt emb­ætt­is­menn og sér­fræð­ingar fari nú með him­in­skautum í áhrifum sínum á grund­velli þekk­ing­ar­þjóð­fé­lags­ins er mik­il­vægt að lærð­ir, t.d. starfs­mann háskóla, og leikir átti sig á því að bestu ákvarð­an­irnar eru teknar ef sér­fræð­ingar eru ráð­gjafar en að stjórn­mála­menn taka þær. Þetta varðar sér­tæka nálgun að úrlausn­ar­efnum eða almenna, en sú síðarnefnda ræður betur við að mæta almanna­hags­mun­um.

Þá er ósagt að opin­ber upp­lýst umræða er grund­völlur góðrar sam­fé­lags­legrar stefnu­mörk­unar og ákvarð­ana­töku. Hér á landi hefur hana vantað – en meg­in­á­hersla verið lögð á þöggun og upp­hafn­ingu þrí­eyk­is­ins og þess að stjórn­mála­menn komi hvergi að mál­um. Þetta ein­kenni sýnir vel að ekki er fyrir hendi skiln­ingur á því hvernig best er að stjórna sam­fé­lag­inu – og er alger­lega í and­stöðu við sænsku leið­ina, þar sem fyrr­ver­andi ráð­herrar og stjórn­mála­menn, sér­fræð­ingar á ólíkum fræða­sviðum og allur almenn­ingur tekur þátt í umræðu um mark­mið og leið­ir. Svo langt hefur þetta gengið að tveir fyrr­ver­andi þing­menn, Ólína Þor­varð­ar­dóttir og Frosti Sig­ur­jóns­son, hafa ekki fengið aðgang að helstu fjöl­miðlum – og lætur RÚV ekki sitt eftir liggja í þöggun – og ég sem einnig hef tjáð mig hef setið undir heift­ar­legum per­sónu­legum árásum á net­inu, jafn­vel frá þjóð­frægum ágæt­is­mönn­um. Þessu verður að breyta, umræða er gjöf sem ber að þakka fyrir og gagn­rýni er gjöf – og þeir sem kynna ólík sjón­ar­mið mega ekki líta á hvorn annan sem óvin, heldur að þakka hverjir öðrum fyrir að víkka sjón­deild­ar­hring­inn.

Hér skal það nefnt að erfitt getur verið fyrir stjórn­mála­menn, ef þeir hafa veika stöðu í sam­fé­lag­inu, að krefj­ast rétt­mætrar aðkomu að ákvörð­un­um. Ef svo er á for­seti lýð­veld­is­ins að verja rétta stjórn­skip­an.



Hversu skæður er far­ald­ur­inn?

Það er erfitt að segja til hversu skæður far­ald­ur­inn er. Þeir sem eru komnir yfir miðjan aldur muna vel eftir því þegar inflú­ensur gengu yfir án þess að nokkur bólu­setn­ing væri gerð. Þá ein­angr­aði elda fólk og við­kvæmt sig um tíma.

Alveg ný rann­sókn á vegum Aften­posten í Nor­egi, gerð af átta vís­inda­mönnum við háskóla í Nor­egi, sýnir að dag­leg dán­ar­tíðni vegna COVID-19 hefur á síð­ustu tveimur mán­uðum verið 1,9 í Nor­egi, 4,4 í Dan­mörku og 8,3 í Sví­þjóð – en dag­leg dán­ar­tíðni vegna fjög­urra síð­ustu inflú­ensu­far­aldra hefur verið 21 í Nor­egi, 23 í Dan­mörku og 53 í Sví­þjóð. Ólíkar tölur um dag­lega dán­ar­tíðni vegna COVID-19 skýr­ast lík­lega bæði af mis­mun­andi íbúa­fjölda og mis­mun­andi hörðum aðgerðum gegn far­aldr­in­um, meðan töl­urnar vegna infú­ensu­far­aldra eru í takt við íbúa­fjölda, sem er 5,3 millj. í Nor­egi, 5,8 millj. í Dan­mörku og 10 millj. í Sví­þjóð.



Höf­undur er stjórn­sýslu­fræð­ingur (haukura@haukura.is).



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar