Skipum talsmann vímuefnaneytenda

Þorsteinn Úlfar Björnsson segir að það ætli sér enginn að lenda á þeim stað í lífinu að vera að misnota vímuefni.

Auglýsing

„Að neita ánetj­uðum manni um lyfið sitt er eins og að neita syk­ur­sýkis­sjúk­lingi um insúlín vegna þess að hann er feit­ur.“ Þessi meit­l­uðu orð lét Dr. Steve Loyd frá sér fara. Það hefur komið fram und­an­farið í fjöl­miðlum að ástand mis­not­enda ákveð­inna vímu­efna sé krísu­kennt vegna ástands­ins í heim­inum þar sem lítið af efnum ber­ast til lands­ins þar sem fáar eru ferð­irnar landa á milli. Í tveimur nýlegum greinum í fjöl­miðlum hefur verið kallað eftir breyt­ingum á aðgengi að vímu­efnum til þess við­kvæma hóps sem mis­not­endur eru.

Þegar verið er að fjalla um vímu­efni og ánetjun eða fíkn verðum við alltaf að hafa í huga að þessi tvö fyr­ir­bæri eru ekk­ert annað og meira en félags­legar og póli­tískar skil­grein­ing­ar. Eins og það sé ekki nóg verðum við líka að hafa í huga að þessi fyr­ir­bæri eru afar fljót­andi og breyt­ast auð­veld­lega frá einum tíma til ann­ars. Þess vegna ætti alltaf að skoða þau með til­liti til þess þjóð­fé­lags og þeirra tíma sem um ræð­ir.Naloxone er beinlínis gert til að koma í veg fyrir ópíóða ofskömmtun og hefur engan annan tilgang og ekki hægt að misnota það.

Ari Matth­í­as­son tók saman í athygl­is­verða töl­fræði í meist­ara­rit­gerð sinni í heilsu­hag­fræði við Háskóla Íslands. Þar kom fram að kostn­aður þjóð­fé­lags­ins vegna vímu­efna­notk­unar sé tal­inn liggja á bil­inu 53,1 til 85,5 millj­arðar á ári ef ótíma­bær dauðs­föll vegna neyslu eru tekin með. Kostn­aður þjóð­fé­lags­ins er því gíf­ur­legur og kannski væri ástæða til að skoða aðrar aðferðir til að takast á við vand­ann.

Nú er það svo að í útlöndum hafa verið gerðar til­raunir með „aðrar aðferð­ir“ sem hafa gef­ist vel og lækkað bæði kostnað í bein­hörðum pen­ingum og öðrum verð­mæt­um, þá ekki síst þjóð­fé­lags­legan kostn­aði.

Auglýsing
Svala Jóhann­es­dóttir verk­efna­stýra Frú Ragn­heiðar sagði meðal ann­ars í við­tali við und­ir­rit­að­an: „Það er margt hægt að gera til að fólki líði betur með sjálfan sig og sínar aðstæður þótt það sé að glíma við erf­iðan fíkni­vanda. Jafn­framt hafa margir skjól­stæð­ingar Frú Ragn­heiðar náð að hætta að nota vímu­efni og sumir eru komnir í við­halds­með­ferð.“ Hún bætti við að „Ein­stak­ling­arnir sem leita til okkar búa oft við ofsa­lega erf­iðar aðstæð­ur. Margir þeirra eru heim­il­is­laus­ir, eiga erf­iða og mikla áfalla­sögu að baki og þurfa svo að vera hluti af „und­ir­heimun­um“ eða „ólög­lega mark­að­in­um“ þar sem margt ljótt ger­ist. Að auki eru þau síðan dæmd af sam­fé­lag­inu og jafn­vel kerf­inu fyrir að hafa þróað með sér fíkni­vanda. Þau eru stimpluð sem „fíklar“ og í raun afmennskuð í það vímu­efn­i/lyf sem þau eru háð.“

En hvað væri þá hin ákjós­an­leg­asta lausn fyrir þennan hóp? Ég vil leggja til að eft­ir­far­andi verði skoðað vand­lega:

  1. Komið væri á öruggu og vökt­uðu neyslu­rými í Reykja­vík þar sem heil­brigð­is­starfs­fólk og annað sér­þjálfað starfs­fólk gæti gripið inn í ef bráða­að­stæður koma upp og bjargað manns­líf­um.
  2. Vímu­efna­neyt­endur ættu að fá tals­mann, ein­hvern sem hefur kynnt sér málið frá öllum hliðum og treystir sér til að nálg­ast skjól­stæð­ing­ana af virð­ingu, umhyggju og án for­dóma. Tals­mað­ur­inn myndi þá standa vörð um mann­rétt­indi þeirra sem nota vímu­efni og eru með vímu­vanda­mál. 
  3. Tals­mað­ur­inn ætti að koma úr hópi neyt­enda. Munum það alltaf, að það ætlar sér eng­inn að lenda á þessum stað í líf­inu, það eru ástæður fyrir því. Rétt eins og með þung­lyndi og aðra geð­sjúk­dóma. Það eru alltaf ástæður og hvernig við metum þær segir mikið um okk­ur.
  4. Vara­söm­ustu vímu­efn­unum eins og ópíóðum yrði ávísað til skráðra neyt­enda af lækn­um. Vímu­efnin yrðu afhent á kostn­að­ar­verði eða jafn­vel ókeypis til neyt­enda sem yrðu flokk­aðir sem sjúk­ling­ar. Þessi aðferð getur falið í sér önnur ákvæði eins og að neysla efn­anna fari fram undir eft­ir­liti hæfra ein­stak­linga eins og hjúkr­un­ar­fólks á ákveðnum neyslu­stöð­u­m. 
  5. Lög­giltir lyf­salar sjái um eft­ir­lits­hlut­verk lyfja eins og amfetamíns eða MDMA. Þeir afhenda og selja rétta lyfja­skammta ein­stak­lingum sem vilja nota efn­in. Frek­ari höml­ur, eins og skrán­ing neyt­enda í gagna­grunn Land­lækn­is­emb­ætt­is­ins, gætu einnig verið settar sem skil­yrði.

Bara við þessar aðgerðir myndu spar­ast dágóðar summur þar sem neyt­endur þyrftu ekki að stunda afbrot eða selja sig til að fjár­magna neysl­una því kostn­aður þeirra yrði ekki nema brot af því sem hann er nú. Að auki mundi félags­legur kostn­aður hrapa og mis­not­endur gætu hugs­an­lega farið að sjá til sól­ar.

Höf­undur er áhuga­maður um sögu menn­ing­ar­bundnar vímu­efna­notk­un­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar