Uppbyggingin verður að vera umhverfisvæn og skapandi

Þingmaður Vinstri grænna segir að afar mikilvægt sé að í efnahagsaðgerða björgunarpökkum að ríkisvaldið stígi inn í uppbygginguna, stuðli að endurreisninni með öllum ráðum en gefi líka skýran tón í hvaða átt við sem samfélag eigum að fara.

Auglýsing

Nú þegar mesta smit­hættan vegna COVID-19 virð­ist loks vera að líða hjá og helsta heilsu­fars­hættan bless­un­ar­lega í rén­un, blasa við okkur ótrú­legar áskor­anir í efna­hags­líf­inu og í hag­kerf­inu. Eins og hvirf­il­bylur hafi farið um sam­fé­lag­ið, rykið sé að setj­ast og við séum loks að geta litið yfir og áttað okkur á skemmd­unum eftir ham­far­irn­ar. 

Og staðan er ekki beys­in. 

Tæp­lega 40 þús­und manns voru skráð á atvinnu­leys­is­skrá í lok mars, eða 9,2% þeirra sem eru á vinnu­mark­aði að með­töldum þeim sem fá atvinnu­leys­is­bætur vegna skerts starfs­hlut­falls. Vinnu­mála­stofnun býst við að atvinnu­leysi fari upp í 16,9% í apr­íl, sem verður þá mesta skráða atvinnu­leysi á Íslandi, en það lækki svo í maí. Í fyrstu efna­hags­spá Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðs­ins eftir að COVID-19 far­ald­ur­inn hóf­st, spáir AGS  3% sam­drætti í heims­hag­kerf­inu. Það yrði þá mesti sam­dráttur síðan í krepp­unni miklu á 3. og 4. ára­tug síð­ustu ald­ar. Til sam­an­burðar þá dróst heims­hag­vöxt­ur­inn saman um 0,1% í fjár­málakrepp­unni 2009. En Ísland mun koma enn verr út; AGS spáir 7,2% sam­drætti hag­vaxtar hér á landi á þessu ári. 

Grunnatvinnu­grein Íslend­inga síð­ast­liðin ár, ferða­þjón­ust­an, er nán­ast eins og sviðin jörð. Því miður blasir við nán­ast algert hrun í grein­inni. Grein sem hefur skapað mestan gjald­eyri af öllum atvinnu­greinum á Íslandi und­an­farin ár, að ótöldum öllum stör­f­unum fyrir þús­undir manna um allt land, grein sem kom okkur á fæt­urna eftir Hrunið fyrir ára­tug. Auð­vitað var sá vöxtur ekki án vaxt­ar­verkja og ágangs á nátt­úru en nauð­syn­legur til að koma okkur úr Hrun­in­u. 

Í öllum efna­hags­að­gerða björg­un­ar­pökkum rík­is­stjórn­ar­innar er afar mik­il­vægt að rík­is­valdið stígi inn í upp­bygg­ing­una eins og það hefur gert, stuðli að end­ur­reisn­inni með öllum ráðum en gefi líka skýran tón í hvaða átt við sem sam­fé­lag eigum að fara. Það er vel skilj­an­legt að togað sé úr öllum áttum til að mætt sé þeim gríð­ar­lega miklu áskor­unum sem við okkur blasa. En þá reynir á stað­festu, ein­beit­ingu og fram­sýni. Og það skiptir ótrú­lega miklu máli við þessar dæma­lausu aðstæður að við dettum ekki af leið fram­sýnna, umhverf­is­vænna lausna við þá upp­bygg­ingu, að við höldum fast í skuld­bind­ingar okkar við Par­ís­ar­sam­komu­lag­ið, að við finnum efna­hags­legan far­veg fyrir sjálf­bæra og græna atvinnu­upp­bygg­ingu. Þess vegna var ótrú­lega mik­il­vægt þegar Alþingi sam­þykkti nú í lok mars sér­stakt fjár­fest­inga­á­tak fyrir árið 2020, þar sem m.a. tveimur millj­örðum verður varið í ýmiss konar opin­bera fjár­fest­ingu auka­lega til verk­efna á ábyrgð­ar­sviði umhverf­is- og auð­linda­ráðu­neyt­is­ins. En við þurfum að halda áfram á þeirri braut. Margir gagn­rýndu fyrsta efna­hag­s­pakka rík­is­stjórn­ar­innar fyrir að ekki væri gert ráð fyrir aðgerðum fyrir kvenna­stétt­ir. Það má ekki ger­ast nú, við megum ekki detta í stór­karla­legar lausnir sem gang­ast meira öðru kyn­inu, heldur byggja upp með því að styrkja atvinnu­greinar sem bæði konur og karlar eru þátt­tak­endur í. 

Auglýsing
Stuðningur rík­is­ins verður að vera skýr og styðja verður mark­visst við grænar fjár­fest­ing­ar, græna upp­bygg­ingu ferða­þjón­ust­unn­ar, umhverf­is­vænar lausnir bæði í mat­væla­fram­leiðslu, tækninýj­ungum og fleiri grein­um,  áfram­hald­andi aðgerðir til að sporna við lofts­lags­breyt­ingum verða að vera hluti af efna­hags­upp­bygg­ing­unni og styrkja verður við hug­vit í orku­geir­anum og græna nýsköp­un. Styðja verður líka áfram að miklum móð við menn­ingu, sköpun og list­ir. Sýnin verður að vera skýr. 

Áhersla á grænar fjár­fest­ingar við end­ur­reisn Evr­ópu

Við sjáum að þrýst­ingur á grænar lausnir við end­ur­reisn efna­hags­lífs­ins í lönd­unum í kringum okkur er mjög skýr og sterk­ur. Fjöl­mennur evr­ópskur hópur kjör­inna full­trúa, for­stjóra stórra evr­ópska fyr­ir­tækja og leið­togar verka­lýðs­hreyf­inga í Evr­ópu hafa kallað eftir því að ein­blínt sé á grænar fjár­fest­ingar til að hefja aftur efna­hags­legan vöxt í álf­unni. Þessi hópur sam­anstendur meðal ann­ars af 10 ráð­herrum Evr­ópu­ríkja, um 80 kjörnum full­trúum og for­stjóra L’Or­eal (OR­EP.PA), for­stjóra IKEA og for­stjóra Danone (DA­NO.PA). Í yfir­lýs­ingu hóps­ins er lögð þung áhersla á að efla líf­fræði­lega fjöl­breytni til að end­ur­reisa hag­kerfið og sporna við sam­drætt­inum sem vofir yfir Evr­ópu. Skila­boðin eru skýr; til að end­ur­reisa sterkara hag­kerfi í kjöl­far COVID-19, þarf að halda áfram að berj­ast gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Það muni byggja upp þrautseig­ari sam­fé­lög. 

Til við­bótar við þetta mik­il­væga ákall 180 áhrifa­fólks í stjórn­málum og við­skiptum í Evr­ópu um að grænar lausnir verði hafðar að leið­ar­ljósi við efna­hags­upp­bygg­ingu Evr­ópu, hafa 10 ESB-­ríki ásamt Þýska­landi, Frakk­landi og Grikk­landi, und­ir­ritað opið bréf þar sem ESB er hvatt til að tryggja að björg­un­ar­pakki hans í efna­hags­málum styðji við Græna Pakka ESB (e.Green Deal) 

Þetta eru gríð­ar­lega mik­il­væg skila­boð nú þegar Evr­ópu­sam­bandið stefnir hratt í sam­drátt­ar­skeið í sögu sam­bands­ins og deildur hafa verið upp um hvernig eigi að fjár­magna efna­hags­batann. Og það skiptir líka miklu máli fyrir Ísland að Evr­ópa haldi áfram á braut sjálf­bærni og líf­fræði­legum fjöl­breyti­leika við efna­hags­lega upp­bygg­ingu, þar sem um er að ræða eitt helsta við­skipta­svæði okk­ar. 

En það eru líka lönd innan ESB sem vilja aflétta loft­lags­stefnu sam­bands­ins við end­ur­reisn­ina eins og Pól­land og Tékk­land. Það eru öflug og sterk öfl sem vilja nýta tæki­færið til að snúa af braut umhverf­is­vænna og sjálf­bærra lausna í efna­hags­kerf­in­u. 

Tæki­fær­in 

Það er mik­il­vægt á tímum sem þessum að reyna að horfa á það sem gæti talist vera tæki­færi eða bjart­ari tíð á svörtum tím­um. Það má halda því til haga að AGS spáir því að efna­hags­leg áhrif far­ald­urs­ins verði tíma­bundin og að þau muni fjara út á seinni árs­helm­ingi þessa árs og að á næsta ári muni sam­drátt­ur­inn snú­ast upp í nokkuð kröft­ugan 5,8% hag­vöxt. Það er hug­hreystandi sýn. Áhersla er samt lögð á að óvissa sé í þeirri spá og því sé enn mik­il­væg­ari en nokkru sinni að efna­hags­að­gerðir stjórn­valda verði skil­virkar til þess að draga úr líkum á meiri sam­drætti. Við­snún­ingur í ferða­þjón­ust­unni verður líka að verða ein­hver, þó við verðum að vera raun­sæ. En íslensk ferða­þjón­usta hefur staðið af sér áföll áður og íslensk ferða­þjón­usta hefur sýnt að hún hefur get­una til að styrkja sig á erf­iðum tímum og hafa þannig keðju­verk­andi áhrif á aðra greinar atvinnu­lífs­ins. 

Höf­undur er þing­mað­ur­ Vinstri grænna.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar