Þroskaskeið mannkyns

Guðrún Schmidt segir að við verðum að hugsa út fyrir rammann og komast í gegnum þetta nýjasta þroskaskeið mannkyns. „Byrjum á róttækum breytingum núna, látum kórónuveiruna vera lokaviðvörun!“

Auglýsing

Í þroska­sál­fræði er oft talað um að erf­ið­leikar ýti undir þróun og breyt­ing­ar. Þetta eru aðstæður sem gera okkur kleift að þroskast, vaxa og styrkj­ast and­lega og læra meira um okkur sjálf. Þannig má segja að þessir for­dæma­lausu tímar kór­ónu­far­ald­urs­ins færi okk­ur, fyrir utan harm og erf­ið­leika, líka mögu­leika til að þroskast og læra af reynsl­unni, sem ein­stak­ling­ar, sam­fé­lag og sem heims­borg­ar­ar. Hvað lærum við í þessum aðstæðum og getur það nýst okkur í sam­bandi við aðra stóra og aðkallandi áskorun mann­kyns, hinar yfir­vof­andi lofts­lags­ham­far­ir? Ber okkur gæfa til þess að svara þessu kalli jarð­ar­innar og gera var­an­legar breyt­ingar á lifn­að­ar­háttum okk­ar? Breyt­ingar sem eru nauð­syn­legar vegna lofts­lags­ham­fara og sjálf­bærrar þró­un­ar.

Hugs­an­legur lær­dómur

Und­an­farnar vikur hafa ýmsir skrifað góðar greinar um lær­dóm­inn sem hægt er að draga af kór­ónu­far­aldr­inum m.t.t. ham­fara­hlýn­un­ar. Ég tek heils­hugar undir þær hug­leið­ing­ar. M.a. lærum við að við þurfum öll að leggja okkar af mörkum og standa sam­an, að þegar við grípum snemma til sam­stilltra aðgerða þá getum við mildað verstu áhrifin og að við getum brugð­ist hratt við ef neyð­ar­á­stand skap­ast. Einnig er oft bent á það að núna erum við að læra hvað það þýðir að „fletja út kúr­f­una“ með breyttri hegðun og athöfnum okk­ar. 

Margt fleira er líkt með kór­ónu­far­aldr­inum og lofts­lags­mál­um. Við verðum að hlusta á vís­inda­menn, við getum ekki stjórnað nátt­úr­unni, við erum hluti af henni og öll tengd og við erum öll saman í liði. Reynslan núna sýnir að við getum auð­veld­lega haldið fundi í gegnum net­ið, ferð­ast minna og gert margt þýð­ing­ar­mik­ið, inni­halds­ríkt og skap­andi sam­an. Þessar breyt­ingar á hegð­un­ar­mynstri okkar hafa ekki ein­ungis minnkað mengun og losun á gróð­ur­húsa­lofts­teg­undum heldur geta þær sýnt okkur hver þau lífs­gildi eru sem við viljum rækta. Lífs­gildi eins og ást, kær­leik­ur, sam­kennd, nægju­semi og þakk­læt­i. 

Auglýsing

Í þessu neyð­ar­á­standi kór­ónu­far­ald­urs­ins erum við einnig að átta okkur á að hvaða leyti við erum háð öðrum þjóð­um, t.d. þeim sem fram­leiða lyf, önd­un­ar­vél­ar, grímur og ekki síst mat­inn okk­ar. Nauð­syn þess að skapa meira fæðu­ör­yggi með auk­inni inn­lendri mat­væla­fram­leiðslu er mjög aug­ljós og ákall sem þarf að svara.

Allir þessir þættir gefa von um að við sem ein­stak­lingar og sem sam­fé­lag munum þroskast á þessum erf­ið­leikum kór­ónu­far­ald­urs­ins. Að við end­ur­metum hvaða þarfir við virki­lega höf­um, hvaða lífs­gildi við ætlum að rækta og hvaða lífs­stíl við ætlum að lifa eru ein­ungis lítil skref en mik­il­vægur grunnur að stærri mynd. 

Að kafa dýpra

Er nóg að gera breyt­ingar á eigin lífs­stíl og hugs­un­ar­hætti? Hverju þurfum við að breyta og af hverju? Margir vita það innst inni að núver­andi óheft kap­ít­al­ískt hag­kerfi okkar gengur ekki upp til lengdar þar sem óend­an­legur vöxtur getur ekki rúm­ast á jörð­inni með sínum end­an­legu auð­lind­um. Núver­andi hag­kerfi hefur komið okkur langt áleiðis inn í hrun vist­kerfa, lofts­lags­ham­fara, auk­ins ójafn­aðar og órétt­læt­is. Samt forð­ast flestir að horfast í augun við þá stað­reynd. Við erum of upp­tekin við að snúa tann­hjólum vel­meg­unar okkar hratt og örugg­lega, tann­hjólum sem eru bara hluti af heilu tann­hjóla­kerfi, kap­ít­al­isma. En viljum við í alvör­unni að vel­megun í okkar vest­ræna heimi náist að ein­hverju leyti á kostnað ann­arra landa, íbúa þeirra og nátt­úru­legra auð­linda? Til­gang­ur­inn með alþjóða­væð­ing­unni er m.a. að færa fram­leiðslu til landa þar sem hægt er að fremja nær óhindrað arð­rán á mönn­um, dýrum og náttúru til að hámarka hagn­að, til að fóðra kap­ít­al­ismann. Við höfum byggt upp heim þar sem hið rík­asta 1% fólks á jörð­inni á meiri auð en hin 99% (oxfa­m.org). Heim þar sem fyr­ir­tækið Amazon Inc. er fleiri hund­ruð millj­arða virði, á meðan Amazon-­skóg­ur­inn sjálfur virð­ist varla hafa vernd­ar­gildi. Face­book og Google eru billjóna virði, en við áttum okkur ekki á virði þess sem er grund­völlur til­veru okk­ar, þ.e. lofts, vatns, jarð­vegs, líf­vera og fjöl­breyti­leiki þeirra. Við erum nefni­lega búin að gleyma að við erum hluti af nátt­úr­unni.

Við, hin breiða vest­ræna milli- og yfir­stétt, leyfum öllu þessu að við­gang­ast sem þöglir þátt­tak­endur hnatt­væð­ing­ar­inn­ar. Við höfum byggt upp líf okkar í klóm kap­ít­al­ískra hugs­un­ar­hátta, þ.e. að hámarka inn­kom­una. Kap­ít­al­ism­inn elur m.a. af sér græðgi og nær­ist á henni. Lífs­gildi eins og kær­leik­ur, sam­kennd og þakk­læti dafna ekki nógu vel í kap­ít­al­íska umhverf­inu. Og nægju­semi er meira að segja að ógna kap­ít­al­íska tann­hjóla­kerf­in­u. 

En á neyð­ar­tímum eins og núna, þegar við stígum smá skref út úr okkar „venju­lega“ kerfi, þá áttum við okkur meira á mik­il­vægum lífs­gild­um. Stöldrum við núna og áttum okkur á því í hvernig sam­fé­lagi við viljum lifa. Eiga sam­fé­lögin okkar að vera tann­hjól sem þurfa að stíga hratt áfram og alltaf í sömu átt, eða ættu þau að vera garðar þar sem við getum ræktað lífs­gildin okkar og leyft því góða í okkar að vaxa og dafna? 

Var­an­legar breyt­ingar

Hvort kemur á und­an, hænan eða egg­ið, s.s. breyt­ingar á okkar eigin hugs­un­ar­hætti og hegðun eða breyt­ingar á kerf­inu? Síð­ast­liðna ára­tugi hafa stjórn­völd verið í aft­ur­sæt­inu og látið mark­aðs­kerfið og fyr­ir­tækin stýra og skapa auð. Stjórn­völd grípa ein­ungis inn í til að laga vanda­mál þegar þau koma upp. Kap­ít­al­ism­inn sjálfur hefur verið við stjórn­völ­inn lengi. En núna á tímum kór­ónu­far­ald­urs­ins hafa stjórn­völd gripið í taumana og eru aftur í stjórn­sæt­inu. Og for­gangs­röð­unin er frekar á þann veg að hags­munir almenn­ings eru settir fyrir ofan hagn­að.

Til þess að hindra að kerfið taki aftur við stjórn­ar­taumunum erum við, lýð­ræð­is­þegn­arn­ir, mik­il­væg­ustu hlekkirn­ir. Þar liggur tæki­færið í mínum huga – að við öll notum þetta þroska­skeið og gerum stjórn­völdum ljóst að það er eng­inn val­kostur að fara til baka í „venju­lega“ líf­ið. Látum heyra í okkur um að stíga þurfi skref í nýja átt með rétt­læti, sjálf­bæra þróun og lofts­lags­mál að leið­ar­ljósi. 

Ég neita að trúa því að við mann­kynið getum ekki búið til nýtt og betra kerfi og veit að ýmsar spenn­andi útfærslur hafa nú þegar verið teikn­aðar upp víðs vegar um heim. Við verðum að hugsa út fyrir rammann og kom­ast í gegnum þetta þroska­skeið mann­kyns. Næsta neyð­ar­til­felli, lofts­lags­ham­far­irn­ar, bíða handan við horn­ið. Byrjum á rót­tækum breyt­ingum núna, látum kór­ónu­veiruna vera loka­við­vör­un!

Höf­undur er nátt­úru­fræð­ingur og sér­fræð­ingur í menntun til sjálf­bærni.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar