Hvernig lítur staðlaður vímuefnaneytandi út?

Þorsteinn Úlfar Björnsson segir að það þurfi að gera sér grein fyrir því að staðalímyndin af vímuefnaneytenda var búin til af fjölmiðlum fyrir margt löngu og að hún er kolröng.

Auglýsing

Banda­rískur vís­inda­mað­ur, Dr. Ron­ald K. Siegel pró­fessor í Los Ang­eles sem eyddi rúmum ald­ar­fjórð­ungi í rann­sóknir á vímu­efna­notkun dýra sagði; „Í öllum löndum og hjá næstum öllum dýra­teg­undum fann ég til­felli af, ekki bara af slysni heldur vís­vit­andi, vímu­efna­neyslu.“ 

Þar sem mað­ur­inn er dýra­teg­und gildir nákvæm­lega það sama um hann. Almenna reglan er að mik­ill meiri­hluti fólks notar vímu­efni á einum tíma eða öðrum, eða um 90%. Þeir sem aldrei nota vímu­efni eru und­an­tekn­ing, frá­vik. En þeir ná sér í breytt vit­und­ar­á­stand með öðrum aðferðum því það er mann­inum eðli­legt að vilja breyta vit­und­ar­á­standi sínu, hvernig honum líð­ur. Þess vegna dönsum við og hlustum á tón­list, svo aug­ljós­ustu dæmin séu nefnd.

Ég held að það sé óhætt að full­yrða að það tekur eng­inn vímu­efni, eða breytir vit­und­ar­á­standi sínu, til að láta sér líða illa. Allt sem mað­ur­inn gerir miðar að því að auka vellíð­an. Það er enda rök­rétt þar sem í millj­ónir ára hefur nátt­úran og lífið potað þró­un­inni áfram með afar ein­faldri aðferð, umbun og refs­ingu. Það sem virkar veitir ánægju en það sem ekki gerir það getur endað í dauða.

Auglýsing
Við sjáum þessa þörf fyrir breytt vit­und­ar­á­stand manna frá barns­aldri. Börn eru afar upp­á­tækja­söm í sinni við­leitni. Snúa sér í hringi til að upp­lifa svimann, velta sér niður brekku í sama til­gangi, standa upp og hlægja að klaufa­legum til­raunum sjálfs sín til að standa á fót­un­um. Full­orðnir nota aðrar aðferðir og sumir nota lyf.

Þannig má lík­lega full­yrða að allt sem mað­ur­inn tekur sér fyrir hendur í líf­inu miðar að því að veita honum ánægju. Þeir eru afar fáir menn­irnir á jörð­inni sem bein­línis leita að leið­ind­um, óþæg­indum og kvöl­um. Það stríðir ein­fald­lega gegn eðli manns­ins, hvernig við erum úr garði gerð frá nátt­úr­unnar hend­i. 

Hluti af þess­ari sókn í þæg­indi og vellíð­an, er líkn frá sárs­auka og þar koma vímu­efni sterkt inn hjá þeim sem leið­ast út í mis­notkun því rann­sókn eftir rann­sókn hefur sýnt að í yfir 90% til­fella eru mis­not­endur að reyna sjálfs­lækn­ingu við óbæri­legum sárs­auka í sál­inni og þeir sem til þekkja, geta borið um það vitni að hann er miklu verri en lík­am­legur sárs­auki. Lík­am­legur sárs­auki á það frekar til að linna af sjálfum sér án sér­stakra inn­gripa og fólki batn­ar. Sárin gróa en skilja kannski eftir sig ör. Sál­rænn sárs­auki heldur oft­ast áfram nema með inn­gripi fag­fólks sem oft, kannski oftast, nær betri árangri en sjálfs­hjálp með vímu­efn­um.Þetta er myndin sem gjarnan er gripið til að sýna „eiturlyfjaneytanda“ og er búin til af fjölmiðlum. Það er sjaldnar sem mynd eins og sú sem er hér i haus greinarinnar sé notuð í umfjöllun fjölmiðla um notkun ólöglegra vímuefna. 

Af fram­an­sögðu er ljóst að við eigum að skoða, læra á og nýta okkur þennan eig­in­leika, að vilja víma okkur stöku sinn­um, þar sem við sitjum uppi með hann og fyrsta skrefið hlýtur þá aug­ljós­lega að vera upp­lýst umræða. Sem óhjá­kvæmi­lega þýðir breytt umræða. Við verðum að þora að taka hana. 

Við ættum að hætta að nota orðið dóp um vímu­efni því meðan það er gert eru efnin bara einn flokkur og giska nei­kvæð­ur. Meira að segja á orðið vímu­efni ekki alltaf við því ekki valda öll efni vímu. Sum breyta vit­und­ar­á­standi án þess að um beina vímu sé að ræða og það á t.d. við um LSD, töfra­sveppi og efni í þeim flokki. Menn þurfa að finna og nota orð í umræð­unni sem ná utan um það sem verið er að ræða. Ann­ars er hún mark- og til­gangs­laus.

Ekki væri verra að nálg­ast hana af auð­mýkt og virð­ingu fyrir þeim sem í hlut eiga og gera þarf skýran mun á þeim sem eiga í vand­ræðum og hinum sem geta notað vímu­efni án nokk­urra vand­ræða, fyrir sjálfa sig og aðra sem er yfir­gnæf­andi meiri­hluti. Við þurfum að þekkja mun­inn á notkun og mis­notkun og hvernig á að greina á milli þó matið geti í raun aldrei verið annað en mats­kennt.

Það hvernig við erum er vís­inda­leg stað­reynd en ekki goð­sögn, hind­ur­vitni eða bábilja og því getum við ekki nálg­ast umræð­una frá því sjón­ar­horni. Við getum ekki leyft okkur til­finn­ingarök, stað­fest­ing­ar­villu (con­firmation bias) og það sem vin­sæl­ast er; „ég held“ og „mér finn­st“ rök­in. Munum að við erum að tala um fólk. Og fólk er ekki aðskilið nátt­úr­unni, heldur hluti henn­ar. Dýra­teg­undin Homo Sapi­ens er hvorki merki­legri né betri en önnur dýr þrátt fyrir flók­inn heila svo hvers vegna skyldi ekki það sama gilda um okkur og aðrar dýra­teg­und­ir?

Við þurfum líka að gera okkur grein fyrir því að staðalí­myndin af vímu­efna­neyt­enda var búin til af fjöl­miðlum fyrir margt löngu og er kol­röng. Það er ótrú­legt að sjá það árið 2020 að ennþá eru flest vímu­efni sett undir hatt áfengis og miðað við hegðun fylli­bytt­unnar þegar stað­reyndin er sú að ekk­ert vímu­efni sem mað­ur­inn notar hefur við­líka áhrif og áfengi. Ekk­ert vímu­efni breytir hegðun eins og áfengi, ekk­ert vímu­efni slekkur á dóm­greind eins og áfengi ger­ir. Svo hvaða rétt­læt­ing er fyrir því að miða neyslu ann­ara vímu­efna en áfengis við það?

Höf­undur er áhuga­maður um sögu menn­ing­ar­bund­innar vímu­efna­notk­un­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar